Morgunblaðið - 21.10.2007, Side 79

Morgunblaðið - 21.10.2007, Side 79
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2007 79 RÓMANTÍSKA myndin In The Land of Women var frumsýnd hér á landi á föstudaginn. Það segir frá Carter Webb sem hefur verið ástfanginn af konum svo lengi sem hann man eftir sér og hef- ur alltaf verið í leit að þeirri einu réttu. Hann fann allt sem hann leit- aði að í Sophiu og um tíma var hann hamingjusamur. En því miður átti það ekki að verða. Þegar Sophia seg- ir Carter upp á kaffihúsi í Los Ang- eles ákveður hann að fara til ömmu sinnar í Michigan til að laga ást- arsorgina. Amman opnar augu Carters fyrir öðru sjónarhorni á lífið og dauðann. Stuttu eftir komu sína til Michigan kynnist Carter fjölskyldunni sem býr hinum megin við götuna. Þar býr Sarah Hardwicke, móðir tveggja stúlkna: Paige sem er ellefu ára og Lucy á unglingsaldri. Í gegnum samband sitt við þessar þrjár konur og ömmu sína kemst Carter að því að það sem leit út fyrir að vera enda- lokin var í raun og veru aðeins byrj- unin á ævintýrinu. Handritið að In The Land Of Wo- men er skrifað af Jeff Hammond og Jonathan Kasdan fer með leikstjórn. Aðalhlutverkin eru í höndum Adams Brodys, Kristen Stewart, Meg Ryan og Olympiu Dukakis. Myndin er sýnd í Sambíóunum Kringlunni. Ástarsorg Adam Brody og Meg Ryan í hlutverkum sínum. Í kvennalandi Erlendir dómar: Metacritic 47/100 Baltimore Sun 75/100 Los Angeles Times 70/100 Variety 50/100 Premiere 38/100 Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.