Morgunblaðið - 21.10.2007, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 21.10.2007, Blaðsíða 52
52 SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Skógarlind Kópavogi - Gegnt Smáralind Glæsileg verslunar- og þjónustubygging Um er að ræða glæsilegt fjögurra hæða verslunar- og þjónustubyggingu við Skógarlind í Kópavogi. Heildarstærð eignarinnar er 12.008,6 fm og skiptist í 3.015,7 fm á 1. hæð, 2.986,3 fm á 2. hæð og 3.003,3 fm á 3. hæð og 4. hæð (hvor hæð). Eignin skilast fullfrágengin að utan, klædd varanlegum bygging- arefnum og tilbúin til innréttinga. Lóð verður frágengin. Vel staðsett eign við fjölfarna umferðaræð og með miklu auglýsingagildi. Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu. FASTEIGNA- MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is Heimasíða: http://www.fastmark.is/. Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali. M bl .9 22 51 5 HVERSU virk á rekstrareining fyrirtækja að vera þegar kemur að mótun stefnu? Hver er ábyrgð rekstrarstjóra (s.s. framleiðslu-, þjónustu- eða vörumerkjastjóra)? Í flestum fyrirtækjum er ætlast til að rekstrareiningin þróist með tímanum, en er hún eingöngu þarna til að framfylgja heild- arstefnu fyrirtækisins, eða á hún að taka virkan þátt í stefnumótun? Hægt er að skilgreina fjögur þroskastig rekstrareininga og setja þau í beint samband við virkni og árangur stefnumótunar (sjá töflu). Þroskastig rekstrareininga 1. stig – Hlutlaus innávið Á þessu stigi beinist athygli rekstrarstjórans að mestu innávið og miðast að því að fylgja heild- arstefnu fyrirtækisins án þess að taka frumkvæði í mótun stefnu. Umbætur miðast aðallega að því að fækka mistökum. Markmiðið er að vekja sem minnsta athygli innávið í fyrirtækinu. Rekstrarein- ing á þessu stigi myndi halda aft- ur af fyrirtæki sem er að sækja fram í harðri samkeppni. 2. stig – Hlutlaus útávið Til að komast af fyrsta stigi upp á annað stig þarf að bera rekstr- areininguna saman við samkeppn- isaðila. Þetta eitt og sér mun ekki gefa fyrirtækinu neitt samkeppn- isforskot en þá er a.m.k. farið að gera ráðstafanir til að horfa útá- við, læra af öðrum og innleiða bestu þekktar aðferðir. Á þessu stigi ætti fyrirtækið að standa jafnfætis samkeppnisfyrirtækjum. 3. stig – Styður stefnuna Að styðja stefnu er meira en bara að framfylgja henni. Á þriðja stigi er rekstrarstjórinn, ásamt teymi lykilstarfsmanna í rekstr- areiningunni, virkur í að finna leiðir til að bæta reksturinn að því marki að hægt sé að setja markið hærra. Rekstrarstefna er mótuð til að styðja stefnu fyrirtækisins og markið sett á að vera besta fyrirtækið á markaðnum. 4. stig – Mótar stefnuna Á þessu stigi er rekstrarstjór- inn ekki aðeins að hugsa um umbæt- ur í rekstrinum heldur beinir sjón- um sínum einnig að utanaðkomandi þáttum, þá einkum og sér í lagi að við- skiptavinunum. Stöðugt er verið að leita leiða til að gefa fyrirtækinu sérstöðu á markaði og langtíma sam- keppnisforskot. Rekstrareining á 4. stigi er skapandi í hugsun og tekur frumkvæði í stefnumótun fyr- irtækisins með því að vera alltaf skrefi á undan samkeppnisað- ilum. Hvar er þitt fyrirtæki staðsett í dag? Hlutverk stefnumótandi stjórnenda í fyrirtækjum ætti ekki bara að vera að vinna að virkri stefnumótun alls fyrirtæk- isins, heldur einnig að tryggja að rekstrareiningar fyrirtækisins stefni að auknum þroska í stefnumótun. Með því móti skap- ast aukin vaxtarskilyrði, bæði í innri starfsemi og úti á markaði en einnig meira viðbragð við kvikum og síbreytilegum mark- aðsskilyrðum. Afleiðingin er öfl- ugt stefnumótandi starf sem skilar öllum hagsmunaaðilum ár- angri. Skilar stefnumótunar- vinna árangri? Reynir Kristjánsson og Ragnar Ingibergsson skrifa um stefnu- mótun í fyrirtækjum » Þroski rekstrarein-inga til að taka virk- an þátt í stefnumótun getur haft úrslitaáhrif á hvort stefnumótunar- vinna hefur tilskilin áhrif. Reynir Kristjánsson Höfundar eru stjórnunarráðgjafar hjá ParX, viðskiptaráðgjöf IBM. Ragnar Ingibergsson SVEITARFÉLÖGIN hafa ekki heimild til að vasast í alls konar atvinnurekstri án sér- stakrar lagaheimildar. Í sveit- arstjórnarlögum segir um verk- efni og almennar skyldur sveitarfélaga: ,,Skylt er sveit- arfélögum að annast þau verk- efni sem þeim eru falin í lögum. Sveitarfélög skulu vinna að sameiginlegum velferðarmálum íbúanna eftir því sem fært þykir á hverjum tíma. Sveitarfélög geta tekið að sér hvert það verkefni sem varðar íbúa þeirra, enda sé það ekki falið öðrum til úrlausnar að lögum. Sveit- arfélög skulu hafa sjálfstæða tekjustofna og sjálfsforræði á gjaldskrá eigin fyrirtækja og stofnana til þess að mæta kostn- aði við framkvæmd þeirra verk- efna sem fyrirtækin og stofn- anirnar annast.“ Það er erfitt að sjá hvernig rekstur atvinnufyrirtækja (jafn- vel ekki í erlendum orkuiðnaði) getur fallið undir verkefni sem varða íbúana. Slíkan rekstur hafa bæjarfélögin þó stundað í sumum tilfellum, yfirleitt með afleitum árangri. En til að taka þátt í rekstri þurfa bæjarfélögin þó fyrst lagaheimild, líkt og þau fengu á sínum tíma til að reka bæjarútgerðir. Okkur sem finnst bæjarfélögunum hafa tek- ist ýmislegt betur en útgerð og rækjueldi beinum því til Alþing- is að fara mjög varlega í að veita sveitarstjórnum heimildir af því tagi. Og til sveitarfélag- anna beinum við þeirri ósk að fara ekki fram á þær; hafa þau ekki fyrir næg brýn, lögbundin, ólokin verkefni í sameiginlegum velferðarmálum íbúanna? En grundvallaratriði er þó að hefja ekki almennan atvinnurekstur nema hafa til þess fulla heimild. Erlendur Hálfdánarson Atvinnurekstur sveitarfélaga Höfundur er fyrrverandi bæj- arstjóri á Selfossi og starfsmaður Sýslumannsins á Selfossi. Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.