Morgunblaðið - 21.10.2007, Side 52

Morgunblaðið - 21.10.2007, Side 52
52 SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Skógarlind Kópavogi - Gegnt Smáralind Glæsileg verslunar- og þjónustubygging Um er að ræða glæsilegt fjögurra hæða verslunar- og þjónustubyggingu við Skógarlind í Kópavogi. Heildarstærð eignarinnar er 12.008,6 fm og skiptist í 3.015,7 fm á 1. hæð, 2.986,3 fm á 2. hæð og 3.003,3 fm á 3. hæð og 4. hæð (hvor hæð). Eignin skilast fullfrágengin að utan, klædd varanlegum bygging- arefnum og tilbúin til innréttinga. Lóð verður frágengin. Vel staðsett eign við fjölfarna umferðaræð og með miklu auglýsingagildi. Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu. FASTEIGNA- MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is Heimasíða: http://www.fastmark.is/. Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali. M bl .9 22 51 5 HVERSU virk á rekstrareining fyrirtækja að vera þegar kemur að mótun stefnu? Hver er ábyrgð rekstrarstjóra (s.s. framleiðslu-, þjónustu- eða vörumerkjastjóra)? Í flestum fyrirtækjum er ætlast til að rekstrareiningin þróist með tímanum, en er hún eingöngu þarna til að framfylgja heild- arstefnu fyrirtækisins, eða á hún að taka virkan þátt í stefnumótun? Hægt er að skilgreina fjögur þroskastig rekstrareininga og setja þau í beint samband við virkni og árangur stefnumótunar (sjá töflu). Þroskastig rekstrareininga 1. stig – Hlutlaus innávið Á þessu stigi beinist athygli rekstrarstjórans að mestu innávið og miðast að því að fylgja heild- arstefnu fyrirtækisins án þess að taka frumkvæði í mótun stefnu. Umbætur miðast aðallega að því að fækka mistökum. Markmiðið er að vekja sem minnsta athygli innávið í fyrirtækinu. Rekstrarein- ing á þessu stigi myndi halda aft- ur af fyrirtæki sem er að sækja fram í harðri samkeppni. 2. stig – Hlutlaus útávið Til að komast af fyrsta stigi upp á annað stig þarf að bera rekstr- areininguna saman við samkeppn- isaðila. Þetta eitt og sér mun ekki gefa fyrirtækinu neitt samkeppn- isforskot en þá er a.m.k. farið að gera ráðstafanir til að horfa útá- við, læra af öðrum og innleiða bestu þekktar aðferðir. Á þessu stigi ætti fyrirtækið að standa jafnfætis samkeppnisfyrirtækjum. 3. stig – Styður stefnuna Að styðja stefnu er meira en bara að framfylgja henni. Á þriðja stigi er rekstrarstjórinn, ásamt teymi lykilstarfsmanna í rekstr- areiningunni, virkur í að finna leiðir til að bæta reksturinn að því marki að hægt sé að setja markið hærra. Rekstrarstefna er mótuð til að styðja stefnu fyrirtækisins og markið sett á að vera besta fyrirtækið á markaðnum. 4. stig – Mótar stefnuna Á þessu stigi er rekstrarstjór- inn ekki aðeins að hugsa um umbæt- ur í rekstrinum heldur beinir sjón- um sínum einnig að utanaðkomandi þáttum, þá einkum og sér í lagi að við- skiptavinunum. Stöðugt er verið að leita leiða til að gefa fyrirtækinu sérstöðu á markaði og langtíma sam- keppnisforskot. Rekstrareining á 4. stigi er skapandi í hugsun og tekur frumkvæði í stefnumótun fyr- irtækisins með því að vera alltaf skrefi á undan samkeppnisað- ilum. Hvar er þitt fyrirtæki staðsett í dag? Hlutverk stefnumótandi stjórnenda í fyrirtækjum ætti ekki bara að vera að vinna að virkri stefnumótun alls fyrirtæk- isins, heldur einnig að tryggja að rekstrareiningar fyrirtækisins stefni að auknum þroska í stefnumótun. Með því móti skap- ast aukin vaxtarskilyrði, bæði í innri starfsemi og úti á markaði en einnig meira viðbragð við kvikum og síbreytilegum mark- aðsskilyrðum. Afleiðingin er öfl- ugt stefnumótandi starf sem skilar öllum hagsmunaaðilum ár- angri. Skilar stefnumótunar- vinna árangri? Reynir Kristjánsson og Ragnar Ingibergsson skrifa um stefnu- mótun í fyrirtækjum » Þroski rekstrarein-inga til að taka virk- an þátt í stefnumótun getur haft úrslitaáhrif á hvort stefnumótunar- vinna hefur tilskilin áhrif. Reynir Kristjánsson Höfundar eru stjórnunarráðgjafar hjá ParX, viðskiptaráðgjöf IBM. Ragnar Ingibergsson SVEITARFÉLÖGIN hafa ekki heimild til að vasast í alls konar atvinnurekstri án sér- stakrar lagaheimildar. Í sveit- arstjórnarlögum segir um verk- efni og almennar skyldur sveitarfélaga: ,,Skylt er sveit- arfélögum að annast þau verk- efni sem þeim eru falin í lögum. Sveitarfélög skulu vinna að sameiginlegum velferðarmálum íbúanna eftir því sem fært þykir á hverjum tíma. Sveitarfélög geta tekið að sér hvert það verkefni sem varðar íbúa þeirra, enda sé það ekki falið öðrum til úrlausnar að lögum. Sveit- arfélög skulu hafa sjálfstæða tekjustofna og sjálfsforræði á gjaldskrá eigin fyrirtækja og stofnana til þess að mæta kostn- aði við framkvæmd þeirra verk- efna sem fyrirtækin og stofn- anirnar annast.“ Það er erfitt að sjá hvernig rekstur atvinnufyrirtækja (jafn- vel ekki í erlendum orkuiðnaði) getur fallið undir verkefni sem varða íbúana. Slíkan rekstur hafa bæjarfélögin þó stundað í sumum tilfellum, yfirleitt með afleitum árangri. En til að taka þátt í rekstri þurfa bæjarfélögin þó fyrst lagaheimild, líkt og þau fengu á sínum tíma til að reka bæjarútgerðir. Okkur sem finnst bæjarfélögunum hafa tek- ist ýmislegt betur en útgerð og rækjueldi beinum því til Alþing- is að fara mjög varlega í að veita sveitarstjórnum heimildir af því tagi. Og til sveitarfélag- anna beinum við þeirri ósk að fara ekki fram á þær; hafa þau ekki fyrir næg brýn, lögbundin, ólokin verkefni í sameiginlegum velferðarmálum íbúanna? En grundvallaratriði er þó að hefja ekki almennan atvinnurekstur nema hafa til þess fulla heimild. Erlendur Hálfdánarson Atvinnurekstur sveitarfélaga Höfundur er fyrrverandi bæj- arstjóri á Selfossi og starfsmaður Sýslumannsins á Selfossi. Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.