Morgunblaðið - 21.10.2007, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 21.10.2007, Blaðsíða 43
– Bókin verður annars að miklu leyti lýsing á kynnum þínum af breska hernum. Þú hefur m.a. um hann þau orð að hann sé völund- arhús sérkennilegra samskipta. „Já, það kom mér óskaplega mikið á óvart hvað breski herinn var ógegnsær og öll samskipti inn- an hans. Það var oft erfitt – sér í lagi fyrst – að átta sig á því hvað menn voru raunverulega að segja. Það var mjög mikið um óskrifaðar reglur um það hver mætti tala við hvern og um hvað og hvað mætti segja. Það ríkti ofboðsleg við- kvæmni og það var brugðist með mjög ýktum hætti við minnstu mál- um. Á meðan við þessi óbreyttu vorum á nálum að bíða eftir ein- hverju krefjandi verkefni þá voru yfirmennirnir sífellt viðbúnir að bíða eftir einhverju stríðsástandi sem þyrfti að bregðast við. Sem eiginlega gerðist aldrei. Svo ef eitt- hvað pínulítið gerðist á svæðinu, ef einhver karl á hjóli fór til dæmis aðeins of hratt gegnum hlið, þá varð allt vitlaust. Það var bara svo mikið umleikis, svo mikið af mann- skap sem sat og beið eftir að eitt- hvað gerðist sem svo ekki varð. Og líka í þessu aðgerðarleysi, allt þetta unga hrausta fólk í toppformi úti að hlaupa og halda sér í toppformi, verður svo rosalega mikill kjafta- gangur. Það eina sem var við að vera: Hvað þessi sagði um hinn og svo barst allt saman með ein- hverjum afleiðingum. Og sífellt ver- ið að setja á mikla fundi út af engu.“ – Þú lýsir því líka hvernig það fór æ meir í taugarnar á þér hvað smæstu fyrirmæli voru gjarnan sveipuð dulúð og einhverju hern- aðarlegu mikilvægi. Urðu partur af ósýnilegum valdaleik. „Já, það var mikið valdatafl í gangi. Breski herinn byggist á aldagamalli stéttaskiptingu. Honum er skipt í þrjú lög og það er alveg hreint og klárt hvernig þú hagar þér og ert í orði og æði eftir því hvaða hóp þú tilheyrir. Það fer enginn út af þeirri braut. Fyrir fólk með borgaralegan bakgrunn virkar þetta allt saman ein- kennilegt og líka óskilvirkt og skrýtið. Tala ekki um fyrir Íslend- ing sem er ekki vanur svona stéttaskiptingu. Manni finnst und- arlegt að búa með sama hópnum í útlegð á litlu svæði í hálft ár og þar séu starfræktir þrír mismun- andi barir með engan samgang á milli og hver sínar reglur.“ – Svo reynslan af því að vera í þessu langhrjáða landi innan í þessum lokuðu kringumstæðum hersins, hún verður smám saman hálffjarstæðukennd? „Já. Herinn býr bara til sína litlu veröld, er með allt sem hann þarf, allar vistir og nauðsynjar og hugsar bara um sig. Og hugsunin virðist bara vera sú að honum komi ekkert við hvað hafi gerst í landinu. Þeir segja „við erum bara hér“ og sýna því engan áhuga að setja sig inn í forsendur stríðsins eða pólitíkina á Balkanskaganum.“ – Já, þú spyrð framan af bókinni Bretana í kringum þig ítrekað út í þær og þá gat enginn svarað neinu? „Nei, og þótt það sé sorglegt að segja það þá virtist helst búa þar undir fyrirlitning á fólkinu í land- inu. Að þetta lið væri bara búið að koma sér í þessi vandræði og þeir þyrftu að vera hér fjarri fjölskyldu sinni út af því. „Þetta er bara vinn- an okkar og við höfum ekki áhuga á að vita neitt meira um það.“ Þetta hafði maður raunar skynjað víða, líka hér heima, að fólkið þarna væri bara búið að standa í stríði lengi og það væri bara eitt- hvað krónískt og óskiljanlegt.“ Sprengivirk jörð – En sú Bosnía sem þú sást er meira og minna farin að lifa sínu eðlilega lífi en bara rétt glittir í undangenginn harmleik? „Já, það voru ekki lengur bein átök í landinu en alltaf eldfimt ástand. Við vorum til dæmis alltaf flutt milli staða undir mikilli vernd og með miklum viðbúnaði. Svo var alltaf að gjósa upp ástand þar sem allir þurftu að vera í búning og vera tilbúnir og menn héldu að eitthvað væri að fara að gerast. En verksummerki stríðsins voru mjög augljós. Þorp voru sundurskotin, brýr sprengdar. Fólkið var líka mjög dapurt, það var lítið við að vera og mikið vonleysi. Það var líka sérkennileg sýn að fara í gegnum þorp þar sem kannski var búið að sprengja í tætlur og skrifa óhróður á þrjú af sjö húsum í götu en önn- ur hús voru heil. Þarna höfðu þá múslimar búið. Einu þorpi sem fór- um í hafði verið rústað á einni nóttu. Hús voru eyðilögð, stólar á hvolfi og allt var eins og það hefði gerst í gær. Bílflök lágu við veginn, skriðdrekar á akri og ekki hægt að fjarlægja þá því svæðið í kring var þakið í jarðsprengjum. Sú ógn var líka mjög raunveruleg fyrir okkur. Það voru sett niður ógrynni af jarðsprengjum og síðan voru engin kort til yfir þær. Svo það voru mjög strangar reglur um hvar mátti keyra og ganga og það varð að fara í einfaldri röð. Svo stríðið var að því leyti til enn mjög raun- verulegt.“ – En hvað með venjulega íbúa landsins, hvernig fer fólk að því að lifa daglegu lífi innan um jarð- sprengjusvæði? Ekki getur það bara fetað sig sífellt eftir sérmerkt- um brautum eins og herinn. „Fólk er náttúrlega ótrúlegt. Það finnur alltaf leiðir til að lifa af og sigrast á vonlausum aðstæðum. Auðvitað var mikið af jarð- sprengjuslysum með herfilegum af- leiðingum. Ég held að það verði meðal annars til munnmælasögur, fólk miðlar hvað öðru vitneskju um stíga og troðninga, öruggar leiðir. En þetta er ennþá gríðarstórt vandamál í landinu, með öllum sín- um skógum og fjalllendi. Þetta voru auðvitað rosalega flókin átök. Í upphafi fór JPV út- gáfa reyndar fram á við mig að ég reyndi að útskýra þessi átök í bók- inni. Ég reyndi líka að setja mig inn í þau og lagðist í mikinn lestur. En loks fannst mér sú úttekt ekki passa við þessa sögu. Því hún er einmitt lýsing á því að ganga inn í þetta ástand allt meira og minna óupplýst um kringumstæðurnar og það sem býr að baki þeim. Og það er um leið hluti af stíl bókarinnar.“ » Þá er þetta friðargæsla, við erum bara að sinna hermönnunum, þeir eru kannski úti að hlaupa og snúa á sér öklann, einn og einn fær kannski botn- langabólgu og svo framvegis. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2007 43 Auglýstir eru til umsóknar styrkir úr Þróunarsjóði leikskólaráðs Reykjavíkur skólaárið 2008-2009. Við úthlutun verður einkum lögð áhersla á verkefni sem tengjast eftirtöldum þáttum í leikskólastarfi: • Uppeldis- og menntastarfi með yngstu börnunum • Foreldrasamvinnu • Nýjungum í útivist Önnur verkefni koma einnig til greina. Umsóknir skulu hafa borist Leikskólasviði Reykjavíkurborgar, Fríkirkjuvegi 1, fyrir 17. nóvember 2007 á þar til gerðum eyðublöðum. Frekari upplýsingar á heimasíðu Leikskólasviðs Reykjavíkurborgar, www.leikskolar.is M b l 9 22 53 3 Þróunarsjóður leikskólaráðs Reykjavíkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.