Morgunblaðið - 21.10.2007, Page 2
2 SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann
Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi,
gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv.
Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is
GUÐLAUGUR Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra
tilkynnti á fundi í Valhöll í gær að hann hygðist
skipa tvær nýjar nefndir, annars vegar um málefni
Landspítala í stað þeirrar sem lögð var niður í lok
september og laut formennsku Alfreðs Þorsteins-
sonar, og hins vegar fyrir Fjórðungssjúkrahúsið á
Akureyri. Verða nöfn nefndarmanna og formanna
tilkynnt í eftir helgina að sögn ráðherra.
Nefndirnar eiga að koma með tillögur um hlut-
verk og stefnu sjúkrahúsanna ásamt því að skoða
rekstur og aðra þætti, þar með talið nýtt hátækni-
sjúkrahús. Guðlaugur Þór segir að nefndarmenn
verði m.a. fengnir úr viðskiptalífinu, menn sem hafi
reynslu á því sviði sem og öðrum þáttum þjóðlífsins.
Guðlaugur Þór tilkynnti líka nýja nefnd sem hef-
ur það hlutverk að fjalla um aðstöðumál heilbrigð-
isstofnana sem á að fara yfir þau mál í stærra sam-
hengi en gert hefur verið til þessa. Skal það vera
meðal verkefna nefndarinnar að efla og styrkja eft-
irlit og yfirstjórn heilbrigðisráðherra með upp-
byggingu heilbrigðisstofnana og aðstöðu þeirra.
Skal hún einnig tryggja góða samvinnu við samtök
sjúklinga og aðstandendur.
„Það skiptir máli að skoða málefni heilbrigðis-
kerfisins í heildarsamhengi,“ segir Guðlaugur Þór.
„Það þarf að líta á rekstur Landspítalans og hvað
megi betur fara þar. Eins og ég hef nefnt þarf að
skoða aðstöðumál spítalanna í víðara samhengi og í
þessu tilviki er Landspítalinn ekkert eyland í kerf-
inu. Það skiptir miklu máli huga að framboði og eft-
irspurn á hjúkrunarrýmum svo dæmi sé tekið.“
Guðlaugur Þór tilkynnti líka á fundinum að ráðu-
neyti sitt væri að skoða heilsugæsluna og mismun-
andi rekstrarform hennar. „Það eru mismunandi
rekstrarform á heilsugæslunni og það þarf að skoða
hvernig þau hafa reynst til að taka ákvarðanir um
framhald á þeirri þjónustu.“
Ný nefnd skipuð vegna mál-
efna spítalanna í heild sinni
Tekur við nefnd um nýjan Landspítala og skoðar málefni spítalans heildrænt
Morgunblaðið/Ómar
Heildarskoðun Guðlaugur Þór sagði að skoða
þyrfti aðstöðumál spítalanna í víðara samhengi.
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
ÍSLENSKIR sjómenn á kaupskip-
um, sem eru starfsmenn erlendra
dótturfyrirtækja kaupskipaút-
gerða, njóta ekki nema að hluta til
réttinda íslenskra almannatrygg-
inga og fæðingarorlofs. Þetta kom
fram í máli Arnar Friðrikssonar,
formanns VM – Félags vélstjóra
og málmtæknimanna, á ársfundi
ASÍ.
„Við stöndum frammi fyrir því
að flestir íslenskir sjómenn sem
starfa fyrir kaupskipaútgerðina
eru í raun starfsmenn erlendra
dótturfyrirtækja útgerðanna. Þeir
eru með lögheimili á Íslandi og
starfa hjá erlendu fyrirtæki en
sigla auðvitað hingað til landsins,“
sagði Örn.
„Það kemur í ljós að staða þess-
ara ágætu félaga okkar er óviss.
Þegar við kynnum okkur málin
betur þá kemur í ljós að þeir
standa að hluta til utan íslenska
almannatryggingakerfisins hvað
varðar lífeyristryggingar, fé-
lagslega aðstoð, sjúkratryggingar,
atvinnuleysisbætur og fæðingaror-
lof,“ sagði Örn.
Gengur yfir fleiri starfsstéttir
Hann sagði að þetta væri að
sjálfsögðu óviðunandi. „Við skulum
athuga það að nákvæmlega þessi
staða getur komið upp hjá öllum
starfsstéttum í hverju því íslenska
fyrirtæki sem stofnar dótturfyr-
irtæki erlendis með íslenska
starfsmenn í sinni þjónustu að
hluta til eða að öllu leyti. Þetta er
ekki bara mál sem snýr að þeim
sem starfa á kaupskipunum. Þetta
er hluti af alþjóðavæðingunni sem
væntanlega á eftir að ganga yfir
fleiri starfsstéttir. Þetta er mál
sem hreyfingin í heild þarf að taka
á sameiginlega,“ sagði hann.
Sjómenn
njóta ekki
fullra rétt-
inda á kaup-
skipum
LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð-
inu lagði hald á talsvert magn af
sterum í austurborginni á föstudag
og handtók karlmann í tengslum við
málið. Hann er 48 ára að aldri og var
sleppt að loknum yfirheyrslum hjá
lögreglu. Ekki þóttu efni til að krefj-
ast gæsluvarðhalds í málinu sem
komið er inn á borð rannsóknar-
deildar lögreglunnar.
Sterarnir samanstanda af töflum
og vökva og segir lögreglan að efnin
hafi fundist undir sólpalli við íbúðar-
hús, þar sem leitin fór fram á föstu-
dag.
Ekki hefur verið upplýst hvort
hinn handtekni hefur komið við sögu
lögreglu áður.
Handtekinn
vegna stera
KRÖFUR um sameiningu húsa-
leigu- og vaxtabóta í eitt kerfi hús-
næðisbóta, að horfið verði frá þeirri
hugsun að barnabætur verði tekju-
tengdar og að lágmarksframfærsla
í velferðarkerfinu verði miðuð við
upphæð sem nemur 50% af áætl-
uðum miðtekjum fólks sem er 25
ára og eldra (150 þúsund kr. á mán-
uði) eru meðal forgangsmála sem
ASÍ ætlar að berjast fyrir á næstu
misserum.
Á nýafstöðnum ársfundi sam-
bandsins voru samþykktar álykt-
anir um velferðarmál eftir miklar
umræður og var þar m.a. sett fram
sú krafa að öllum börnum og ung-
lingum undir 18 ára aldri yrði
tryggt viðunandi aðgengi að alhliða
heilbrigðisþjónustu, m.a. með því að
greiða niður lyf og tannlækningar
ásamt sjón- og heyrnartækjum. Þá
vill ASÍ átak í menntunarmálum og
að það markmið verði sett að ekki
fleiri en 10% vinnuaflsins verði án
viðurkenndrar starfs- eða fram-
haldsmenntunar eftir 10 ár.
Vilja stór-
átak í
menntun
Greiða lyf og tann-
lækningar barna
SÝNINGIN Hönnun + heimili hófst í Laugardalshöll í
gær en þar er ætlunin að bjóða fagfólki sem og almenn-
ingi að kynna sér allt það nýjasta í vöru og þjónustu
fyrir hönnun heimila á einum stað.
Á sýningunni gefst íslenskum hönnuðum tækifæri til
að kynna sig fyrir fagaðilum, framleiðendum,
fyrirtækjum og söluaðilum sem og almenningi.
Sérstakt BRUM-svæði verður á staðnum sem er
verslun tileinkuð íslenskum hönnuðum. Þar munu 30 ís-
lenskir hönnuðir, bæði nýútskrifaðir sem og vel þekkt-
ir, kynna og selja vörur sínar. Lýkur sýningunni í dag,
sunnudag.
Morgunblaðið/Eggert
Hönnunarsýning í Höllinni
♦♦♦
STOFNAÐ hefur verið Ákærenda-
félag Íslands og var Helgi Magnús
Gunnarsson, saksóknari efnahags-
brota, kosinn formaður félagsins á
stofnfundi þess á föstudag.
Ákærendafélag Íslands er óháð
áhugamannafélag ákærenda. Að því
er segir í tilkynningu er tilgangur fé-
lagsins m.a. að vinna að faglegum
hagsmunamálum ákærenda og viður-
kenningu á mikilvægu hlutverki
þeirra í refsivörslukerfinu og stuðla
að bættri þekkingu félagsmanna á
sviði opinbers réttarfars og refsirétt-
ar og efla samhug. Einnig að stuðla að
upplýstri umræðu og skoðanaskiptum
í samfélaginu um hlutverk ákærenda,
meðferð refsimála, þróun löggjafar og
úrbætur á löggjöf sem snertir störf
ákærenda, hafa áhrif á og taka þátt í
samningu lagafrumvarpa.
Mun taka
þátt í um-
ræðunni
SKÓLASTJÓRAR grunnskóla
Reykjavíkur hafa kallað eftir við-
brögðum menntaráðs Reykjavíkur-
borgar við því ástandi sem þeir
standa nú frammi fyrir þegar ekki er
lengur hægt að halda uppi lögboðinni
kennslu, að því er segir í bréfi þeirra
til menntasviðs frá því að loknum
fundi skólastjóra á föstudag. Í bréfinu
segir m.a. að eins og kunnugt sé hafi
ekki tekist að manna skólana að fullu
nú í haust. Brugðist hafi verið við því
með aukinni vinnu kennara og ann-
arra starfsmanna. Strax í upphafi hafi
orðið ljóst að lítið mætti út af bregða
án þess að frekari vandræði yrðu.
Oddný Sturludóttir, formaður
menntaráðs, segir
að mannekluað-
gerðir borgaryfir-
valda, sem kynnt-
ar hafi verið í
borgarráði, séu
m.a. ætlaðar til að
mæta því álagi
sem sannarlega sé
til staðar í grunn-
skólum borgar-
innar. „Við vitum af því ástandi sem
skólastjórar lýsa og til að mynda má
nefna 200 milljóna króna pott sem
rennur á skólaárinu til þeirra stofn-
ana sem glíma við manneklu,“ segir
hún. „Hugsunin er sú að grunnskól-
inn njóti góðs af, því á þessu ári eru
óvenjumargir leiðbeinendur við störf.
Pottinn á meðal annars að nýta til
að koma til móts við þá kennara sem
eru að leiðbeina nýjum leiðbeinend-
um. Við vitum líka að undirbúnings-
tími kennara rýrnar á meðan mann-
ekla varir. Kennarar þurfa þá að
undirbúa sig heima með þeim afleið-
ingum að sú vinna leggst á fjölskyldu-
líf þeirra og slíkt er ekki í anda þeirr-
ar fjölskyldustefnu sem borgar-
yfirvöld standa fyrir.
Í næstu viku verður því rætt við
skólastjórnendur um hvernig best sé
að nýta þennan 200 milljóna króna
pott.“
Grunnskólar borgarinn-
ar fái 200 milljónirnar
Fundað með skólastjórum í næstu viku vegna manneklu
Oddný Sturludóttir
♦♦♦
KARLMAÐUR á þrítugsaldri er
grunaður um mikla kannabisrækt-
un í iðnaðarhúsi í Hafnarfirði þar
sem fundust 160 kannabisplöntur á
lokastigi ræktunar í fyrrinótt.
Maðurinn var handtekinn heima
hjá sér í Reykjavík og er málið í
rannsókn.
160 kannabis-
plöntur
♦♦♦