Morgunblaðið - 08.11.2007, Side 1

Morgunblaðið - 08.11.2007, Side 1
STOFNAÐ 1913 305. TBL. 95. ÁRG. FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2007 LANDSPRENT EHF. mbl.is HVAÐ ER VERK? HUGSA, HORFA OG HLUSTA: MARGRÉT H. BLÖNDAL Í HAFNARHÚSINU >> MIÐOPNA FRÉTTASKÝRING Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is FÆKKUN íbúa víða á landsbyggðinni er mun meiri í yngri aldurshópum en þeim eldri, að því er fram kom á fjármálaráðstefnu Sambands sveitarfélaga sem haldin var í byrjun vikunnar. Gunnlaugur A. Júlíusson, sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs sam- bandsins, vék að þessum þætti íbúaþróunar í erindi sínu um afkomu sveitarfélaga. Hann sagði að á síðustu tveimur árum hefði heldur dregið úr fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu og jafnframt fækkun á landsbyggðinni. Mikl- ar framkvæmdir á Austurlandi kynnu að eiga þátt í því. Hann sýndi skýringarmynd af þróun íbúafjölda á árunum 1995-2005. Inn á þá mynd var merkt sérstaklega fækkun eða fjölgun barna á leikskólaaldri annars vegar og barna á grunnskólaaldri hins vegar í sömu sveitarfélögum á því tímabili. Þar mátti sjá að fækkun barna var yfirleitt mun meiri en meðaltalsfækkun íbúanna á þessum stöðum. T.d. þar sem fækkun íbúa var um 20% fækkaði börnum á skólaaldri að með- altali í kringum 30%. Víða var fækkunin enn meiri og í einu sveitarfélagi a.m.k. þar sem íbúum hafði fækkað um 20% hafði börnum á grunnskólaaldri fækkað um 50-60%. „Þetta er sú uggvænlega þróun sem fylgir íbúaþróuninni en kannski er minna talað um. Það er að ungviðinu – þeim sem eiga að taka við – fari hlutfallslega miklu meira fækkandi heldur en hin formlega íbúaþróun gefur til kynna,“ sagði Gunnlaugur. Gunnar Haraldsson, framkvæmdastjóri Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, ræddi einnig um mismunandi mikla íbúafækkun eftir aldurshópum er hann kynnti skýrslu um áhrif samdráttar í þorskveiðum á sveit- arfélögin. Gunnar benti m.a. á að fólks- fækkun hefði verið á Vestfjörðum og Norð- urlandi vestra frá árinu 1990. Hún væri ekki einungis bundin við sjávarbyggðir heldur einnig héruð sem byggja á landbúnaði. Hann sýndi töflu um heildarfækkun íbúa og sér- staklega fækkun fólks undir fertugu á nokkrum stöðum á árabilinu 1997-2006. Gunnar sagði það áhyggjuefni að sjá hve mikil fækkunin væri, ekki síst meðal yngra fólksins. Samkvæmt töflunni hefur yngra fólkinu víða fækkað tvöfalt meira en íbúum í heildina. „Þetta eru geigvænlegar tölur,“ sagði Gunnar.                                ! "  "               „Geig- vænlegar tölur“ Ungu fólki fækkar ört víða á landsbyggðinni MENN eiga von á því að Kaupþing banki þurfi að sækja talsvert fé út á markaðinn, að sögn Hermanns Más Þórissonar, sérfræðings í grein- ingardeild Landsbankans. Þá segir Katrín Friðriksdóttir, forstöðu- maður hjá greiningardeild Landsbankans, að fari skuldatrygg- ingarálag Kaupþings ekki að síga niður á við muni það hafa áhrif á hvernig bankanum gangi að fjármagna sig. Og það geti haft áhrif á vöxt bankans. „Að okkar mati munu fjármögnunarkjörin ekki batna fyrr en Kaupþing hefur gengið farsællega frá fjármögnun á [hol- lenska bankanum] NIBC,“ segir Katrín. Kaupþing leiddi mikla lækkun á hlutabréfaverði undanfarna þrjá daga og hefur gengi hlutabréfa bankans lækkað um 13% í vikunni. Hluti skýringarinnar er talinn vera að skuldatryggingaálag hjá bank- anum hefur áttfaldast frá því í sumarbyrjun. | Viðskipti Brýnt að ganga frá fjármögnun Leikhúsin í landinu Ævintýrin eru handan hornsins >> 53 Opið til 21 í kvöld Jólafötin tímanlega „ÞAÐ er augljóst mál að það er ver- ið að framkvæma kreppu á húsnæð- ismarkaði,“ segir Gylfi Arnbjörns- son, framkvæmdastjóri ASÍ, um vaxtahækkanir íbúðalána og breyt- ingar fjármálastofnana varðandi yf- irtöku lána. Staða fólks sem er að kaupa hús- næði hefur gjörbreyst á síðustu misserum. Fasteignaverð hefur hækkað sem og vextir en hámarks- lán hefur lækkað sem veldur því að fólk stendur í dag frammi fyrir miklu verri lánakjörum en fyrir þremur árum þegar bankarnir hófu að bjóða íbúðalán. „Ég átti ekki von á að sjá svona vexti á Íslandi nokkurn tíma aftur. íbúðar hans um að yfirtaka húsnæð- islán nema með hærri vöxtum. Ingi- bergur seldi íbúð fyrir rúmu ári sem á hvíldi 10 milljón kr. húsnæðislán frá Netbankanum með 4,15% vöxt- um. Kaupandi íbúðarinnar gat að- eins yfirtekið lánið með 5,7% vöxt- um. „Kaupandinn hafði eðlilega ekki áhuga á því að yfirtaka lánið á þessum kjörum og vildi þar af leið- andi fá að staðgreiða íbúðina. Ég vildi þá greiða upp lánið, en komst að því að það myndi kosta mig 250 þúsund kr. Ég var því neyddur til að skulda þeim áfram. Það var engin leið að komast úr viðskiptum við Netbankann án þess að það kostaði mig stórfé,“ segir Ingibergur sem flutti lánið með sér yfir á nýja íbúð. á að geta yfirtekið gamalt lán á hag- stæðari vöxtum. „Þetta kom algjörlega í bakið á okkur,“ segir Ingibergur Ragnars- son verkfræðingur um þá afstöðu Netbankans að synja kaupanda Ég hélt að þessi tími væri liðinn,“ segir Friðrik St. Halldórsson, fram- kvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Kaupþings banka. Vextir á ríkis- tryggðum skammtímabréfum eru núna 8% en voru 3,4% 2004. Fleiri flytja lánin með sér Að sögn Ingibjargar Þórðardótt- ur, formanns Félags fasteignasala, leiða hækkandi vextir og þar af leið- andi hærri greiðslubyrði til þess að sífellt erfiðara verður fyrir fólk að standast greiðslumat. Bendir hún á að sífellt meira sé um að fólk flytji lánin með sér þegar það kaupi nýtt húsnæði. Það þýði að staða þeirra sem kaupa sína fyrstu íbúð hefur versnað enn frekar. Þeir þurfa ekki bara að kaupa dýrari íbúðir á hærri vöxtum heldur geta þeir ekki treyst Ýtt undir kreppu á húsnæðismarkaðinum  Fólk stendur frammi fyrir mun verri lánakjörum en fyrir þremur árum Í HNOTSKURN »Um mitt ár 2004 varmeðalverð á 130 ferm. íbúð í Reykjavík 17 milljónir. Í dag er sams konar íbúð seld á 33 milljónir. »Greiðslubyrði af 15 millj-ónum með 4,15% vöxtum er tæp 52 þúsund kr. á mán- uði, en greiðslubyrði af 30 milljónum með 6,4% vöxtum er tæpar 174 þúsund kr. Eftir Egil Ólafsson og Silju Björk Huldudóttur  Gríðarleg breyting | 6 „ÉG FÓR heim úr vinnunni til að geta verið heima þegar börnin mín kæmu heim. Nítján ára dóttir mín er í hinum menntaskólanum í bænum og ég fékk SMS um að hún kæmist ekki heim […] Ég hafði ekki beinlínis áhyggjur, vissi strax að börnin væru óhult,“ segir Päivi Kumpulainen, ritari íslenska sendiráðsins í Helsinki. Hún segir Finna slegna óhug eftir skotárásina í bænum Jokela í gær, þegar fyrrverandi nemandi við menntaskóla skaut sjö ung- menni og rektor skólans til bana. Hann lést af eigin sárum í gær- kvöldi. Á myndinni má sjá nem- endur skólans flutta í öruggt skjól. | 16 „Vissi að börnin væru óhult“ Reuters

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.