Morgunblaðið - 08.11.2007, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2007 19
LJÓÐSKÁLDIÐ og
þýðandinn Knut Øde-
gård hlaut nýverið
Jan Smrek verðlaunin
í Slóvakíu. „Þetta eru
alþjóðlega ljóðlist-
arverðlaun sem voru
veitt nú í níunda
skipti,“ segir Knut en
meðal fyrri verðlauna-
hafa er Svíinn Tomas
Tranströmer.
Knut hlaut verð-
launin fyrir ævifram-
lag sitt til ljóðlistar-
innar. „Það eru
fjörutíu ár í ár síðan ég gaf út
fyrstu ljóðabókina og því virkilega
gaman að fá verðlaunin á þessu ári.
Ég er búinn að gefa út rúmlega
þrjátíu bækur á þessum árum og
hafa ljóð mín verið þýdd á 23
tungumál,“ segir Knut sem fluttist
frá Noregi til Íslands
árið 1984 og gerðist þá
forstjóri Norræna
hússins. „Þessi verð-
laun eru mér mjög
mikill heiður en eng-
inn Íslendingur eða
Norðmaður hefur
fengið þau áður.“
Þessi mikilsmetnu
alþjóðlegu bókmennta-
verðlaun voru afhent
Knut í Bratislava 2.
október við virðulega
athöfn þar sem meðal
annarra voru við-
staddir forsætisráðherra landsins
og borgarstjórinn.
Ljóðabók með úrvali ljóða Knuts
kom út á slóvösku 1996. Vegna
verðlaunanna er nú unnið að útgáfu
nýrrar bókar með ljóðum Knuts í
Slóvakíu.
Knut verðlaunaður
Fékk alþjóðleg ljóðlistarverðlaun
Knut Ødegård Með
verðlaunaskjalið.
MARKÚS Ívarsson járnsmiður,
annar stofnenda Vélsmiðjunnar
Héðins, safnaði á 3. og 4. áratug 20.
aldar íslenskum listaverkum.
Ekkja Markúsar frú Kristín
Andrésdóttir og dætur þeirra færðu
Listasafni Íslands 56 málverk úr
safninu að gjöf 27. ágúst árið 1951,
sama dag og Listasafnið var form-
lega opnað í nýjum húsakynnum við
Suðurgötu. Síðar hefur fjölskyldan
bætt fleiri verkum í gjöfina.
Markús Ívarsson (1884-1943) var
járnsmiður að mennt og tók að
kaupa málverk jafnskjótt og hann
hafði til þess nokkur efni og studdi
þannig meðvitað ýmsa listamenn
sem bjuggu við kröpp kjör á erfiðum
tímum í þjóðlífinu. Markús í bræðra-
lagi við Bjarna Þorsteinsson stofnaði
Vélsmiðjuna Héðin sem varð stór-
fyrirtæki í höndum þeirra. Markús
hóf fyrir alvöru að safna málverkum
í kreppunni um 1930 og hélt því
áfram meðan honum entist aldur
með stuðningi eiginkonu sinnar,
Kristínar Andrésdóttur. Keyptu þau
stundum verk frá mismunandi
skeiðum á ferli listamannanna og
verk ungra listamanna sem voru
fulltrúar nýrra viðhorfa í myndlist.
Í tilefni sýningar sem nú hefur
verið opnuð á safngjöf Markúsar
bætist enn í safneignina því að af-
komendur hans hafa gefið safninu
málverk af Markúsi, sem var í eigu
afkomenda hans.
Myndin er eftir Jón Stefánsson,
frá árinu 1934, og sýnir Markús í
bláum samfestingi, hugsi á svip með
hamar og meitil í hendi. Að auki
færa afkomendur Markúsar safninu
að gjöf málverk eftir Eyjólf Eyfells
af skipinu Gullfossi, frá 1915.
LÍ sýnir safngjöf Markúsar Ívarssonar
Ný verk bætast við
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Gjöf Halldór Björn Runólfsson safnstjóri við málverkið af Markúsi í Héðni.
kr
.
að
ra
le
ið
in
a
til
U
S
A
Ti
lb
oð
sv
er
ð
fr
á
smáauglýsingar
mbl.is
ókeypis
smáauglýsingar mbl.is
smáauglýsingar mbl.is