Morgunblaðið - 08.11.2007, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2007 23
SUÐURNES
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
Grindavík | Geoplank hefur verið að auka
áherslu á framleiðslu parketts fyrir innan-
landsmarkað. Megnið af framleiðslu fyrir-
tækisins er nú flutt út, meðal annars til
stærstu harðviðarframleiðenda heims.
Geoplank ehf. var stofnað á árinu 2005.
Markmið félagsins er að vinna harðvið til
notkunar í framleiðslu á gólfefnum. Í þeim
tilgangi hefur það komið sér upp verksmiðju
í Grindavík. Að félaginu standa einstaklingar,
fagfjárfestar og Grindavíkurbær. Tveir af
frumkvöðlunum stjórna fyrirtækinu, þeir
Ingi G. Ingason framkvæmdastjóri og Stefán
Jónsson framleiðslustjóri.
Sérstaða í notkun jarðhita
Fyrirtækið notar heitt vatn frá háhita-
svæðinu í Svartsengi til að þurrka harðvið til
notkunar í parkett og klæðningar. Þurrkklef-
inn gengur allan sólarhringinn. Stefán Jóns-
son segir, þegar hann sýnir blaðamanni fyr-
irtækið, að Geoplank sé eina harðviðar-
fyrirtækið í heiminum sem notar jarðhita til
þurrkunar á harðvið og það sé stærsti not-
andi jarðhita til iðnaðarframleiðslu hér á
landi, eftir að Kísiliðjan við Mývatn hætti
starfsemi.
„Í upphafi prófuðum við ýmislegt sem tók
tíma, þar á meðal við fínstillingu þurrkklef-
ans,“ segir Stefán. „Fljótlega voru vörur okk-
ar samþykktar af stærstu parkettframleið-
endum heims og við komnir með góða vöru
og mikinn útflutning,“ bætir hann við.
Meginhluti framleiðslunnar er harðviðar-
lag á parkett, svonefndur iðnaðarspónn, sem
seldur er til stærstu parketframleiðenda
heims, til dæmis Kährs í Svíþjóð. Þar er
harðviðarlagið límt á plötur og lakkað og selt
undir merkjum framleiðandans. Eins og gef-
ur að skilja er efsta lagið, þessir 4 millimetr-
ar, langdýrasti hluti framleiðslunnar.
Geoplank leggur áherslu á verðmætustu
framleiðsluna, það er að segja heil borð í dýr-
ari viðartegundum sem nefnt er planka-
parkett. Þá er viðurinn fluttur frá Ameríku,
sagaður í réttar þykktir, þurrkaður og snið-
inn til í Grindavík og síðan sendur til kaup-
enda í Evrópu, aðallega í Svíþjóð, Póllandi og
Frakklandi. Samkeppnishæfni fyrirtækisins
byggist, að sögn Stefáns, á lægri orkukostn-
aði og styttri þurrktíma en í hefðbundinni
parkettframleiðslu á meginlandinu. Þá nýtur
fyrirtækið þess að vera á Evrópska efna-
hagssvæðinu en viðurinn er það mikið unninn
hér að Ísland telst upprunaland framleiðsl-
unnar sem þess vegna ber ekki tolla á Evr-
ópumarkaði, ólíkt harðviðarþynnum sem
koma frá löndum utan EES.
Fleiri stoðir undir reksturinn
Geoplank er einnig með eigin sölustarfsemi
á innanlandsmarkaði undir merkjum Geo
parket. Er þetta eina parkettlínan þar sem
jarðhiti er nýttur til þurrkunar. Forsvars-
menn fyrirtækisins leggja á það áherslu að
þess vegna séu engar gróðurhúsalofttegundir
losaðar út í andrúmsloftið. Aðrir framleið-
endur noti gas, olíu, kurl og fleiri orkugjafa
til þurrkunar.
Geo parkettlínan er bæði til sem gegnheilt
parkett sem framleitt er eftir pöntun og
þurrkað sérstaklega vel fyrir gólfhita og aðr-
ar íslenskar aðstæður. Geo línan er einnig til
sem hefðbundið fljótandi parkett.
Við framleiðslu á fljótandi parkettinu er
iðnaðarspónninn fluttur til samstarfsaðila
fyrirtækisins erlendis þar sem parkettið er
límt og lakkað og flutt aftur hingað til lands.
Þessa vöru er Geoplank einnig byrjað að
kynna erlendis sem sérstaka umhverfisvæna
afurð og Stefán telur að ekki verði langt í að
útflutningur hefjist á tilbúnu parketti. Til
þess að auka möguleika á markaðssetningu á
þessari vöru, meðal annars með styttri fram-
leiðslutíma, hefur Geoplank áhuga á að fram-
leiða parkettið að öllu leyti hér á landi. Stef-
án segir að ekki þurfi að bæta miklu við til
þess að það sé hægt. „Um 80% af framleiðslu
okkar fara í útflutning. Við höfum nokkra er-
lenda kaupendur og þar er einn langstærst-
ur. Það er erfitt að þurfa að treysta alfarið á
útflutning og vera að mestu bundinn einum
kaupanda á iðnaðarspón. Með því að auka
hlut eigin framleiðslu á innanlandsmarkaði
erum við að setja fleiri stoðir undir rekstur
fyrirtækisins,“ segir Stefán Jónsson.
Geoplank notar jarðhita til að þurrka amerískan harðvið fyrir Evrópumarkað
Auka eigin parkettframleiðslu
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Harðviður Framleiddar eru ýmsar tegundir af
parketti hjá Geoplank en mesta áherslu leggur
Stefán Jónsson á dýrari viðartegundirnar.
Þurrkklefinn gengur
allan sólarhringinn
Reykjanesbær | Slagorð og teikningar
grunnskólanema verða notuð til að efla um-
hverfisvitund bæjarbúa í Reykjanesbæ.
Efnt var til samkeppni um teikningar og
slagorð og afhenti Árni Sigfússon bæjar-
stjóri höfundum bestu tillagnanna verðlaun
og viðurkenningar á íbúafundi sem hann
hélt með grunnskólanemum í gær.
Góð þátttaka var í samkeppninni og
margar áhugaverðar tillögur bárust, að
mati sérstakrar dómnefndar.
Verðlaun voru veitt í nokkrum flokkum.
Hjörtur Már Atlason úr Heiðarskóla fékk
verðlaun fyrir teikningu á spjald A og Ingi-
björg Jóna Guðrúnardóttir úr Njarðvík-
urskóla fékk verðlaun fyrir slagorð í sama
flokki. Aníta Sif Sigfúsdóttir úr Akurskóla
fékk verðlaun fyrir myndverk á spjald B og
Andri Berg Ágústsson, Benedikt Jónsson og
Tómas Árnason úr Holtaskóla áttu besta
slagorðið í þeim flokki. Særún Sævarsdóttir
úr Njarðvíkurskóla fékk verðlaun fyrir
myndverk á poka C og Kristófer Ingi Sig-
urðarson úr Myllubakkaskóla átti besta
slagorðið. Þá fengu Ásta María Jónasdóttir
úr Myllubakkaskóla og Marín Hrund Magn-
úsdóttir úr Njarðvíkurskóla aukavið-
urkenningar fyrir skemmtilegan texta.
Samkeppnin er samstarfsverkefni
Reykjanesbæjar og BT og verða verðlauna-
tillögurnar kynntar rækilega, meðal annars
verða þær settar á skilti í bænum, bíla,
ruslapoka og í auglýsingar í þeim tilgangi
að auka umhverfisvitund bæjarbúa.
Verðlaun veitt í
umhverfisverkefni
Umhverfi Hjörtur Már Atlason teiknaði en
Ingibjörg Jóna Guðrúnardóttir á textann.
AUSTURLAND
Eftir Steinunni Ásmundsdóttur
steinunn@mbl.is
Egilsstaðir | Þegar rætt er um
sjúkraflug á Austurlandi spyrja
margir hvers vegna ekki sé kallað
á þyrlu þegar á þarf að halda.
Óttar Ármannsson, læknir hjá
Heilbrigðisstofnun Austurlands
(HSA) á Egilsstöðum, situr í nefnd
um sjúkraflutninga á vegum HTR.
Á opnum fundi um heilbrigðismál í
Egilsstaðalæknishéraði, sem hald-
inn var nýverið, sagði hann ástæðu
þess að ekki væri kallað á þyrlu þá
að óratíma tæki fyrir hana að
koma frá Reykjavík til Egilsstaða,
eða um tvo og hálfan tíma, ef flogið
væri þvert yfir landið. Ef eitthvað
væri að veðri yrði þyrlan að fljúga
með ströndinni, það tæki enn
lengri tíma og hugsanlega þyrfti
að stoppa til að taka eldsneyti. Við
þennan tíma bættist svo útkalls-
tími, sem væri talsverður.
„Þyrlan er ekki raunhæfur kost-
ur í bráðatilfellum sem þola ekki
bið. Hún nýtist t.d. við strandstaði
og í óbyggðum, þar sem hún er,
þrátt fyrir langan útkallstíma, eini
raunhæfi kosturinn,“ sagði Óttar.
Staðsetja á þyrlu á Akureyri
„Gerð var vönduð og upplýst
skýrsla þegar verið var að rök-
styðja það að fjölga þyrfti þyrl-
unum úr tveimur í fjórar,“ sagði
Stefán Þórarinsson, framkvæmda-
stjóri lækninga hjá HSA, á fund-
inum. „Í henni stendur þó að best
sé út frá öryggis- og hagkvæmni-
sjónarmiðum að þyrlan sé staðsett
sem næst slökkviliðinu í Reykja-
vík. Við þurfum að berjast gegn
þessum rökum, sem margir trúa
að séu hin einu sönnu. Að koma
þyrlunni út úr Reykjavík, norður
fyrir veðursvæðið og fjallgarðana
sem liggja milli okkar og Reykja-
víkursvæðisins er verkefnið. Það
vinnst ekki nema allir, sem búa
norðan þjónustusvæðisins sem
þyrlan nær til, leggi saman í það.
Ef við landsbyggðarmenn stönd-
um ekki saman að þessu verður
þyrlan áfram í Reykjavík.“
Stefán sagði að standa yrði vakt
og manna þyrluna daginn út og
inn, hægt þyrfti að vera að fara
fyrirvaralaust í útkall. Það krefðist
hins vegar mikillar sértækrar
þjálfunar og ekkert þýddi að halda
slíku úti nema hafa nokkuð stóran
læknahóp á bak við þyrluna. „Allt
annað er óraunsætt. Því þýðir ekki
minni starfseiningu en sjúkrahúsið
á Akureyri,“ sagði Stefán. Hann
bætti við að hið sama gilti um al-
mennt sjúkraflug.
Stytta þarf útkallstíma
Á þessum sama fundi var
sjúkraflug einnig mjög til um-
ræðu. „Eitt af því sem við heyrum
talsvert um að miður hafi farið í
þróun heilbrigðismála á Austur-
landi er að sjúkraflugið í dag sé
með öðrum hætti en áður,“ sagði
Óttar. „Mörgum þykir minna ör-
yggi fyrir hendi nú þegar ekki er
sjúkravél á Egilsstöðum. Við fag-
fólk teljum þvert á móti að gæði
þjónustunnar og öryggi hennar
hafi vaxið til muna í sjúkrafluginu
á síðustu árum.
Að okkar mati er sjúkraflugið
vel komið á Akureyri og mun án
efa halda áfram að eflast. Það
myndi þó styrkjast enn meir ef við
fengjum eina af viðbótarþyrlum
Landhelgisgæslunnar þangað.
Auðvitað væri best að hafa alla
þessa þjónustu á Egilsstöðum en
forsendur eru bara ekki til þess og
það verður fólk að gera sér ljóst.“
Heilbrigðisstofnun Austurlands vill björgunarþyrlu á Akureyri
Vantar þyrlu norður fyrir
veðursvæðið og fjallgarðana
Morgunblaðið/Júlíus
Þyrla Heilbrigðisstarfsfólk á Austurlandi vill að þyrla verði staðsett á
Akureyri, þar sem stórt sjúkrahús eins og FSA þurfi sem bakhjarl.
Í HNOTSKURN
»Útkall þyrlu frá Reykja-vík til Austurlands er
ekki raunhæfur möguleiki í
bráðatilfellum.
»Yfirstjórn Heilbrigðis-stofnunar Austurlands
(HSA) vill að þyrla með sól-
arhringsvakt frá Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Akureyri
verði staðsett á Akureyri.
»HSA telur sömuleiðis aðsjúkraflutningavél sem
þjónar Austurlandi sé best
komin á Akureyri, þar sem
ráðið geti úrslitum að unnt
sé að senda sérfræðinga með
vel búinni vélinni.
EIMSKIP hefur styrkt Heilbrigðisstofnun
Austurlands til kaupa á sónartæki fyrir um
þrjár milljónir króna. Í fréttatilkynningu
segir að sónartækið sé auðvelt í meðförum,
fjölhæft og öflugt og bæti til muna grein-
ingu sjúkdóma, meina og áverka. Guð-
mundur P. Davíðsson, forstjóri Eimskips á
Íslandi, afhenti Einari Rafni Haraldssyni,
forstjóra Heilbrigðisstofnunnar Austur-
lands, gjöfina á Reyðarfirði í tengslum við
undirskrift Eimskips undir samning um
umfangsmikla flutninga fyrir Alcoa Fjarða-
ál til og frá Reyðarfirði á mánudag.
Starfsemi Eimskips á svæðinu hefur auk-
ist til muna á undanförnum misserum og
vill Eimskip sýna í verki að félagið hyggist
taka þátt í skapa öflugra starfsumhverfi á
Reyðarfirði. „Rúmlega 30 ný störf hafa
skapast á svæðinu á árinu til viðbótar þeim
40 störfum sem þegar voru til staðar hjá
Eimskipi á Austurlandi. Mikil uppbygging
hefur átt sér stað undanfarin ár og Eimskip
tekið virkan þátt í þeirri þróun og ætlar að
halda því áfram,“ sagði Guðmundur P. Dav-
íðsson þegar gjöfin var afhent. „Við erum
ákaflega þakklát fyrir þessa höfðinglegu
gjöf. Starfsfólk okkar hefur kunnáttu til að
nýta tækið og það eykur möguleika á vand-
aðri greiningu sjúkdóma og meina,“ sagði
Einar Rafn.
Eimskip gefur
HSA fullkomið
sónartæki
Ljósmynd/Eimskip
Gjöf F.v. Þórarinn Baldursson, Einar Rafn
Haraldsson, Svanbjörg Pálsdóttir, Guð-
mundur P. Davíðsson og Karl Gunnarsson.