Morgunblaðið - 08.11.2007, Side 54

Morgunblaðið - 08.11.2007, Side 54
54 FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ - Kauptu bíómiðann á netinu - Miðasala í Smárabíó og Regnbogann Prentaðu sjálf(ur) út bíómiðann - Engar biðraðir Balls of Fury kl. 3:45 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 7 ára Balls of Fury kl. 3:45 - 5:50 - 8 - 10:10 LÚXUS Dark is Rising kl. 3:45 - 5:50 - 8 B.i. 7 ára Heartbreak Kid kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára Ævintýraeyja Ibba m/ísl. tali kl. 4 - 6 Good Luck Chuck kl. 8 - 10:10 B.i. 14 ára Resident Evil kl. 10:10 B.i. 16 ára Hákarlabeita m/ísl. tali kl. 3:50 Balls of Fury kl. 8 - 10 B.i. 7 ára Dark is Rising kl. 6 - 8 B.i. 7 ára Eastern Promises kl. 10 B.i. 16 ára Ævintýraeyja IBBA m/ísl. tali kl. 6 Sími 564 0000Sími 462 3500 This is England kl. 6 - 8 - 10 Rouge Assassin kl. 8 - 10:10 B.i. 16 ára Superbad kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára Good Luck Chuck kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 14 ára * Gildir á allar sýningar merktar með rauðu 450 KRÓNUR Í BÍÓ * Sími 551 9000 Ver ð aðeins 600 kr. Stórkostleg ævintýramynd í anda Eragon. BÚÐU ÞIG UNDIR STRÍÐ HÖRKU HASARMYND MEÐ TVEIMUR HEITUSTU TÖFFUR- UNUM Í DAG SVAKALEG SPENNA FRÁ UPPHAFI TIL ENDA Ve rð a ðeins 600 kr . HVER SAGÐI AÐ RISA- EÐLUR VÆRU ÚTDAUÐAR Með íslensku tali Gríðarstór gamanmynd með litlum kúlum! ATH: EKKERT HLÉ OG MIÐASÖLU LÝKUR ÞEGAR SÝNING MYNDAR HEFST SVONA ER ENGLAND HANN BEIÐ ALLT SITT LÍF EFTIR ÞEIRRI RÉTTU... VERST AÐ HANN BEIÐ EKKI VIKU LENGUR „...prýðileg skemmtun sem ætti að gleðja gáskafullbíógesti...!“Dóri DNA - DV eeee „Í senn fyndin og tilfinningalega mögnuð kvikmynd sem óhætt er að mæla með!“ - H.J. Mbl. eeee - E.E., DV Flest eigum við fullt af draslisem við vitum ekkert hvaðvið eigum að gera við. Ef við vissum það þá þyrftum við varla geymslur eða hinar alræmdu „draslskúffur“ sem oftast má finna í eldhúsinnréttingum. Sumir fara með draslið í Sorpu, setja það í nytjagám ef draslið er ekki rusl heldur nýtilegt einhverjum öðrum. Aðrir nenna ekki að pæla í því hvort það sé nýtilegt og henda því beint í gám. Draslið er svo mélað, urðað, endurunnið… hverjum er ekki sama? Maður er að minnsta kosti laus við allt helv… draslið!    Það fara þó ekki allir Sorpu-leiðina. Myndlistar- og tónlist- armaðurinn Curver framdi raun- veruleikagjörning með sínu drasli og gaf nafnið „Drasl til sölu“. Titill- inn hefði verið betri ef bætt hefði verið við „kostar eina tölu“, því ég held að Curver hafi ekki fengið mikið fyrir draslið. Draslinu kom hann fyrir í Lista- safni Íslands og auglýsti til sölu, líkt og safnið væri Kolaportið. Cur- ver er nefnilega að hefja listnám í New York og flutningum fylgir ætíð sú spurning hvað gera eigi við draslið. Önnur spurning sem vakn- ar við flutninga er þessi: Hvaða drasl er þetta? Þess hafa sjálfsagt margir sýn- ingargestir spurt sig í Listasafni Ís- lands, fávísir um tilgang gjörnings- ins. Curver var sjálfur á staðnum að selja draslið. Gamlar plötur, bækur, plaköt, Hawaii-skyrtur, sprungna gítarmagnara, lélegt trommusett og bíldruslu m.a. Tekjur af sölunni áttu að ganga upp í námskostnað. Eitthvað held ég að sú upphæð hafi hrokkið skammt. Curver ræddi við fjölmiðlamenn, hress og kátur, um þennan gjörn- ing en aldrei heyrði ég djúpar, list- spekilegar pælingar um merkingu eða tilgang verksins. Gagnrýn- endur sáu um þær pælingar fyrir hann. Auðvitað vekur svona verk ýmsar spurningar, þó svo maður fái á tilfinninguna að þetta sé gömul hugmynd, gamall gjörningur og bölvað drasl. Með þessu vill lista- maðurinn sjálfsagt vekja áhorf- endur til umhugsunar um neyslu- samfélagið, gildi hlutanna og þá innan safns annars vegar og utan hins vegar, sölumennsku í listum o.s.frv. Draslið er ekki drasl lengur þegar það er komið á safn heldur hrúga af listaverkum o.s.frv. Allt finnst mér þetta heldur óspennandi (fyrirgefðu mér, Curver, mér finnst þú oftast sniðugur). Getur verið að eini tilgangur Curvers hafi verið að losna við draslið? Væri það ekki líka bara allt í lagi, í rauninni betra en klisjan um neysluæði, kaup- mennsku í listum og blablabla? Það getur verið gaman að skoða ann- arra drasl, en mér hefði þótt meira spennandi að skoða drasl … tjah, Björgólfs Thors eða Bjarna Ár- manns? Þá hefðu nú vaknað spurn- ingar um hvað væri drasl og hvað ekki. Gaman væri að kíkja í þeirra draslskúffur.    Það sem vakti hins vegar áhugaminn við gjörning Curvers var að hann var með tvö málverk til sölu eftir aðra listamenn og bauð á slikk miðað við verð á málverkum í dag. Eitt þeirra eftir Ragnar Kjart- ansson, rísandi stjörnu í myndlist- arheiminum. Ekki veit ég svo sem hvort það var gott eða slæmt verk, en ég hefði haldið í það í sporum Curvers ef ske kynni að það myndi verða verðmætt einn daginn. En þá hefði gjörningurinn ekki verið sam- ur. Þessi litli hluti gjörningsins fannst mér eina vísbendingin um að verið væri að fórna einhverju verð- mæti í þágu listarinnar. Það er ákveðin ögrun að setja málverkin í þetta samhengi, við þá sem kaupa og safna myndlist, listamennina sjálfa, listamenn almennt. Curver má hlæja, hann er listamaður!    Gjörningur Curvers minnir migá annan sem framinn var af myndlistarmanninum Michael Landy fyrir sex árum og hét Break Down, eða Niðurbrot. Hann var vægast sagt umsvifa- og áhrifa- meiri. Landy gekk svo langt að rústa öllum sínum eigum. Bók- staflega. Til þess setti hann upp litla Sorpu í yfirgefnu húsnæði við Oxfordstræti í Lundúnum, þar sem fulltrúar mammons voru áður, C&A-keðjan. Þar var Landy með fólk í vinnu við að méla eigurnar á færiböndum með skipulegum hætti. Að loknum gjörningnum átti Landy ekkert, bara kött og kærustu. Landy sagði verkið fjalla um hversu mikið hráefni væri notað í nytjahluti og um endingu hlutanna. Titillinn vísaði einnig í andlegt nið- urbrot, áfall, þá væntanlega áfallið sem fylgir því að missa allar eigur sínar, fara aftur á byrjunarreit. En kannski þarf það áfall til svo nýtt líf geti hafist. Slík hreinsun er flestum mönnum nær óhugsandi, fáir sem myndu fórna öllum sínum eigum. Landy eyðilagði 7.006 hluti og skrásetti allt ferlið af nákvæmni, hvern hlut og hvenær hann var malaður í duft. Nú fær Curver smá plús því merkilegt nokk þá eiga Landy og Curver það sameiginlegt að hafa fórnað listaverkum í gjörningum sínum, þó svo Curver hafi fengið eitthvað klink fyrir sín. Landy lét nefnilega eyða listaverkasafni sínu en í því voru verk eftir heims- þekkta listamenn á borð við Tracey Emin og Damien Hirst. Þar fórnaði Landy þó nokkuð mörgum millj- ónum króna, hundruðum jafnvel. Fórnaði list í þágu listar. Fórnin sem slík varð hans listaverk, hans framlag til listarinnar sem seint mun mönnum úr minni renna.    Landy og Curver eiga annaðsameiginlegt, að kunna að spila með fjölmiðla. Curver var í beinni á Rás 2 á hverjum degi í þá viku sem gjörningurinn stóð yfir. Þar var hann hressi gæinn, lista- maðurinn sem er alltaf í stuði og alltaf sniðugur. Sjálfsagt finnst mörgum þetta stórsniðug ádeila á tímum raunveruleikasjónvarps og hárbeitt ádeila á neyslusamfélagið. Landy vissi auðvitað að fjöl- miðlar myndu dansa í kringum hann og fylgjast með öllu frá upp- hafi til enda. Verkið hans er líka risastórt og þá sérstaklega í hug- lægum skilningi. Getur einhver hugsað sér að eyða öllu sem hann á? Ekki ég! Sjálfsagt hefur Landy stórgrætt á verkinu á endanum. Verk eftir hann hafa ábyggilega rokið upp í verði, honum boðið að sýna út um allar trissur í fínum söfnum og gall- eríum. Braut niður til að byggja upp. Líkt og Curver sem losnaði við draslið og hélt áhyggjulaus út í nám með seðla í vasanum. Til að kaupa sér flottara drasl. Niðurbrot, drasl og uppbygging AF LISTUM Helgi Snær Sigurðsson » Að loknum gjörn-ingnum átti Landy ekkert, bara kött og kærustu Ljósmynd/Hugo Glendinning Niðurbrot Frá sýningu Michaels Landy „Breakdown“ við Oxfordstræti í Lundúnum árið 2001. helgisnaer@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.