Morgunblaðið - 14.12.2007, Side 4

Morgunblaðið - 14.12.2007, Side 4
4 FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR PRUFUSIGLING á Sæfara, ferju Grímseyinga sem senn verður tekin í notkun, fór fram í gærdag og var tilgangurinn sá að reyna siglingabúnað skipsins. Jón B. Björgvinsson, skipstjóri og hafnarvörður við Hafn- arfjarðarhöfn, sem stýrði Sæ- fara, hrósaði skipinu og sagði það hið liprasta. Siglingin gekk vel og kom ekkert óvænt upp á. Titringur milli vélar og gírs olli nokkrum áhyggjum en sá ótti reyndist ástæðulaus. Endurbætur eru á lokastigi en eftir er að bæta við m.a. neyð- arútgangi, gámafestingum og inngangi fyrir hreyfihamlaða. Vonast er til að ferjan komist í notkun snemma á næsta ári. Ferðatími ferjunnar styttist um klukkutíma og verður tvær og hálf klukkustund þegar sú nýja verður tekin í notkun. Reynslusigling Skipstjóri sagði nýju Grímseyjarferjuna lipurt skip Morgunblaðið/Brynjar Gauti SKRÁÐ atvinnuleysi í nóvember var 0,8%, eða að meðaltali 1.321 manns, sem eru aðeins 6 fleiri en í október sl., og er breyting milli mánaða því lítil. Atvinnuleysi er um 25% minna en á sama tíma fyrir ári þegar það var 1,1%. Á vef Vinnumála- stofnunar kemur fram að atvinnuleysi stendur í stað á höfuð- borgarsvæðinu, þar sem það er nú 0,6% líkt og í október, en mælist 0,1 prósentustigi meira á landsbyggðinni en í fyrri mánuði, eða 1,2%. Atvinnuleysi er óbreytt meðal karla, 0,6% líkt og í október, og breytist lítið hvort heldur er á höfuðborgarsvæðinu eða á landsbyggðinni. Atvinnuleysi kvenna er einnig óbreytt á heildina litið eða 1,1%. At- vinnuleysi kvenna á höfuðborgarsvæðinu minnkar þó úr 0,8% í 0,7% og eykst að sama skapi á landsbyggðinni úr 1,7% í 1,8%. Nánar á vinnumalastofnun.is. Atvinnuleysi nánast óbreytt SAMTÖK iðnaðarins vara við fyrirtækinu Euro Business Guide sem virðist vera með starfsemi bæði í Hollandi og á Spáni. Fyrirtækið sendir nú út bréf, bæði í tölvu- pósti og með hefðbundnum pósti, þar sem fyrirtækjum er gefinn kostur á að skrá sig í gagnagrunn þess. Í póstinum sem fylgir kemur fram að „uppfærsla“ upplýsinganna sé viðkomandi að kostnaðarlausu en þegar betur er að gáð eru brögð í tafli, segir á heimasíðu iðnaðarins, si.is Í smáa letrinu stendur hins vegar að viðkomandi fyrirtæki sé að skuldbinda sig til þriggja ára og skráning- argjald hvers árs sé 990 evrur. Full ástæða er til að vara íslensk fyrirtæki við aðilum sem þessum, segir á si.is Varasöm skrán- ing í gagnagrunn FRAMKVÆMDASTJÓRI heildsölu var í gær dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða 200.000 kr. í sekt fyrir að hafa birt áfengisauglýsingu í dagblaði á síðasta ári. Fram kemur að fram- kvæmdastjóri Globus hf. hafi gerst sekur um áfengislagabrot þegar hann lét birta áfengis- auglýsingu í Frétta- blaðinu í ágúst í fyrra með fyrirsögninni „Vín- uppboð“. Með auglýs- ingunni var mynd áfengisflöskum og at- hygli vakin á því að fjöldi vína yrðu boðinn upp. Framkvæmdastjórinn neitaði hinsvegar sök og krafðist sýknu. Hann kvaðst ekki hafa komið nálægt þessari birtingu heldur hafi það verið starfsmaður fyrirtækisins sem það gerði. Héraðsdómur komst hinsvegar að þeirri niðurstöðu að framkvæmdastjórinn væri ábyrgur fyrir birtingu auglýsingarinnar. Það hafi verið með umboð fyrir áfengið sem var auglýst og flutt það inn. Auk þess hafi auglýsingin verið á vegum fyrirtæk- isins sem greiddi fyrir birtingu hennar. Sektaður fyrir að brjóta áfengislög HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands hefur dæmt karlmann í 220 þúsund króna sekt og svipti hann ökuréttindum í þrjú ár fyrir ölvunarakstur. Maðurinn ók bíl sínum útaf í Hveradalsbrekku á Suðurlandsvegi. Áfengismagn í blóði mannsins var 1,22‰. Vegfarandi, sem hringdi á lögregluna, sá þegar maðurinn hljóp út úr bílnum og til fjalla. Lögreglan fann manninn, sem sagði að ónafngreindur vinur sinn hefði ekið bílnum en sjálfur hefði hann farið upp í fjall til að leita að farsímasambandi. Kunningi mannsins gaf sig fram síðar og sagðist hafa ekið bílnum. Taldi dómurinn ekkert hægt að byggja á framburði vinanna og sérstaklega ótrú- verðugt væri, að annar segðist hafa getað hringt úr bílnum en hinn þurfti að hlaupa upp í fjall til að hringja. Hljóp til fjalla ÁRNI Kolbeinsson var á fundi dómara Hæstaréttar Íslands í gær kjörinn forseti réttarins árin 2008 og 2009. Ingibjörg Bene- diktsdóttir var kjörin varaforseti réttarins á sama tímabili. Árni Kolbeinsson var skipaður hæstaréttardómari 1. nóvember 2000. Hann gegndi m.a. stöðu ráðuneytisstjóra í sjávarútvegs- ráðuneytinu frá 1. maí 1985 og tók við starfi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu 1. janúar 1999. Ingibjörg Benediktsdóttir var skipuð hæstaréttardómari 6. febrúar 2001. Hún gegndi m.a. stöðu sakadómara í Reykjavík frá 1985-1992 og síðan stöðu hér- aðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur og var varadómari í Félagsdómi 1986 til 1989. Kjörinn forseti Hæstaréttar Árni Kolbeinsson Ingibjörg Benediktsdóttir STUTT HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt ung- um flugnema, sem slasaðist í flugslysi þegar kennsluflugvél hans fórst Hval- firði árið 2003, fjórar milljónir kr. í bætur vegna skaðabótaábyrgðar Flugskóla Íslands og trygginga- félagsins Nordic Aviation Insurance Group. Flugkennarinn, sem var með honum, var sýknaður af kröfum nem- ans. Óumdeilt var að kennarinn var einn við stjórn þegar vélin fórst og leit Hæstiréttur því á nemann sem far- þega í flugvélinni í skilningi vátrygg- ingarskilmála tryggingafélagsins. Þar sem skaðabótaskylda kennarans við nemann var ekki reist á sérreglum laga um loftferðir og fleira var honum ekki gert að greiða bætur. Rétturinn taldi þá að flugskólinn bæri bóta- ábyrgð gagnvart nemanum. Var skól- anum og tryggingafélaginu gert að greiða nemanum í sameiningu þján- ingabætur og bætur fyrir tímabundið atvinnutjón og varanlega örorku. Með dóminum var dómi Héraðsdóms Reykjavíkur hnekkt að hluta en í hér- aði hafði kennarinn verið dæmdur til bótagreiðslu ásamt flugskólanum en tryggingafélagið sýknað. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Árni Kolbeinsson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Markús Sigur- björnsson. 4 milljónir kr. í bætur Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is AFGANGUR af fjárlögum hefur aldrei verið meiri en á fjárlögum 2008, sem Alþingi samþykkti í gær. Alls er gert ráð fyrir afgangi upp á 39,2 milljarða króna og að frádregnum söluhagnaði eigna er gert ráð fyrir afgangi upp á 35 milljarða. „Þetta er mesti afgangur sem samþykktur hefur verið í desem- ber á fjárlögum fyrir komandi ár,“ sagði Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra. Hann sagði einu gilda hvort litið væri á upphæðina eina og sér eða sem hlutfall af landsframleiðslu. Þetta sé metafgangur. Fjáraukalög ársins 2007, sem samþykkt voru fyrir nokkrum dögum og byggðust á grunni fjárlaga yf- irstandandi árs, voru og samþykkt með mun meiri afgangi en áætlaður var fyrir ári. „Það var líka met- afgangur, einnig að frágengnum söluhagnaði,“ sagði Árni. Hann sagði þennan mikla afgang af fjárlögum 2008 og af fjáraukalögum 2007 vera til merkis um að aldrei hefði fyrr verið ákveðið að beita jafn miklu að- haldi í ríkisfjármálunum og nú. „Ég er ánægður með þennan árangur en geri mér einnig grein fyrir því að ýmislegt getur haft áhrif á hver endanleg niðurstaða verður,“ sagði Árni. „Ef það verður meiri gangur í efnahagslífinu en við gerum ráð fyrir, eins og raunin varð í ár, þá eru sjálfvirkir sveiflujafnarar í skatta- kerfinu sem auka aðhaldið. Ef hins vegar verður samdráttur þá lækka tekjurnar og aðhald skatta- kerfisins minnkar. Þetta er upphafspunktur fyrir ár- ið 2008 og það hefur aldrei verið beitt meira að- haldi.“ Árni benti á að fjárlögum hefði verið stillt upp með sama hætti frá árinu 1998 og þau því samanburð- arhæf í áratug. Fram að því ríktu aðrar aðstæður, en Árni taldi víst að afgangur af fjárlögum hefði aldrei verið meiri en sá sem Alþingi samþykkti í gær. Metafgangur og aðhald aldrei meira Í HNOTSKURN »Alls er gert ráð fyrir afgangi af fjárlögumársins 2008 upp á 39,2 milljarða króna og að frádregnum söluhagnaði eigna er gert ráð fyrir afgangi upp á 35 milljarða. »Fjáraukalög fyrir árið 2007 voru einnig af-greidd með metafgangi. Árni M. Mathiesen Afgangur að frádregnum söluhagnaði eigna 35 milljarðar JÓN Helgi Guðmundsson, forstjóri BYKO, segir tjónið sem varð í verk- smiðjum BYKO-LAT í Lettlandi á miðvikudag nema að minnsta kosti 200 milljónum króna og er þetta stærsta áfall af völdum bruna sem fyrirtækið hefur orðið fyrir. Eldsupptök eru í rannsókn en Jón Helgi hefur ákveðnar grunsemdir um upptökin. „Það fór fram viðgerðavinna við timburlínur og mér finnst líklegt að það hafi kviknað í út frá þeirri vinnu,“ segir hann og segist vona að fyrirtækinu takist að standa við skuldbindingar sínar gagnvart við- skiptavinum sínum. „Það eru allir afar daprir yfir þessu og ég ætla að láta fólk vita að við munum byggja upp verksmiðj- urnar,“ segir hann og kveður trygg- ingamál vera í þokkalegu lagi. Tjónið ekki undir 200 milljónum Tjón Hluti verksmiðjunnar brann. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.