Morgunblaðið - 14.12.2007, Qupperneq 18
18 FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
Á SÝNINGUNNI Falinn fjár-
sjóður getur að líta einstæð
verk sem Landsbankinn keypti
á 120. afmælisári sínu í fyrra.
Margt er þar fágætra verka, en
að öðrum ólöstuðum ber þar
hæst Hvítasunnudag Kjarvals
sem notið hefur mikillar at-
hygli, m.a. vegna sérstæðrar
sögu sem verkið geymir.
Hvítasunnudagur er eitt merk-
asta verk Kjarvals í kúbískum
stíl, en það kom í leitirnar í Kaupmannahöfn fyrr
á þessu ári eftir langa leit. Sýningin er á Kjarvals-
stöðum og mun Þorbjörg Br. Gunnarsdóttir leiða
gesti um sýninguna næsta sunnudag kl. 15.
Myndlist
Falinn fjársjóður
á Kjarvalsstöðum
Jóhannes S.
Kjarval listmálari
DR. TERRY Gunnell mun
flytja fyrirlesturinn „The Ice-
landic Yule“ í Þjóðminjasafni
Íslands kl. 13 á morgun, laug-
ardag. Þar verður fjallað um
trú og siði í kringum jólin í ald-
anna rás, frá heiðnum goðum
til gárunga og hrekkjóttra ís-
lenskra jólasveina. Í fyrirlestri
sínum seilist Terry aftur til
norrænnar goðatrúar og skoð-
ar jólin eins og þau birtast í
fornsögum og þjóðsögum. Fyrirlesturinn fer fram
á ensku og gefst því gott tækifæri fyrir gesti frá
öðrum löndum og þá sem eru nýfluttir til landsins
til að fræðast um gamla íslenska jólasiði.
Þjóðmenning
Fyrirlestur um
íslensku jólin
Terry Gunnell
þjóðfræðingur
KARLAKÓRINN Þrestir og
Karlakór Kópavogs sameina
raddstyrk sinn með sameig-
inlegum jólatónleikum í Digra-
neskirkju í Kópavogi á morgun
kl. 16. Flutt verða bæði ný og
gömul jólalög frá hinum ýmsu
löndum, en með karlakórnum
Þröstum koma fram Hrund
Ósk Árnadóttir sópran og Alex
Ashworth barítón en þau munu
einnig syngja hvort í sínu lagi.
Stjórnandi Karlakórs Kópa-
vogs er Julian Michael Hewlett en undirleikari
Natalia Chow. Stjórnandi Karlakórsins Þrasta er
Jón Kristinn Cortez og undirleikari Jónas Þórir.
Tónlist
Kórtvenna í
Digraneskirkju
Hrund Ósk
Árnadóttir
Eftir Helga Snæ Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
BJÖRN M. Sigurjónsson, sviðsstjóri
prenttæknisviðs hjá fræðslusetrinu
Iðunni, segir það hæpna fullyrðingu
að það sé allt að 60% ódýrara að láta
prenta bækur erlendis, eins og kom
fram í viðtali við Kristján B. Jón-
asson, formann Félags íslenskra
bókaútgefenda, 12. desember sl.
Björn bendir á að bókatitlum
prentuðum hérlendis hafi fækkað
um 5%, eins og kemur fram í könnun
Bókasambands Íslands, um 18 titla
frá því í fyrra. Könnun Bóka-
sambands Íslands sé takmörkuð að
því leyti að hún mæli eingöngu fjölg-
un titla en ekki upplag eða magn að
öðru leyti.
„Hlutfall innlendrar prentunar í
heildinni er lægra nú en áður, en
fjöldi titla er svipaður. Aukningin er
aðallega í barnabókum,“ segir
Björn. Hann segist ekki halda að
verðmunur á prentun milli Íslands
og annarra landa sé mikill, ef borin
séu saman sambærileg prentgæði.
Varla sambærileg tilboð
„Það sem ég er að benda á, varð-
andi þessa tölu, 60%, er að það er
mjög hæpið að þarna séu full-
komlega sambærileg tilboð. Við
sjáum það bara þegar við hand-
fjötlum bækurnar frá Svíþjóð, það er
annars konar pappír í þessu og ann-
ars konar frágangur. Það er enginn
að segja að þetta sé verri gripur en
það er annars konar efni í þessu og
við viljum meina það að hérna heima
sé verið að nota dýrari og betri efni.“
Björn segir að ef menn slái svona
tölum fram verði þeir að styðja það
með dæmum eða staðfestum til-
boðum. Þangað til sé um óstaðfesta
kjaftasögu að ræða. „Ef að við erum
að tala um sömu kjaftasögu, við
Kristján, þá hleypur þessi 60% mun-
ur kannski á hundraðkalli (á ein-
tak),“ segir Björn. Þannig sé
kannski hægt að finna út þennan
prósentumun ef bókin er mjög ódýr
og lítið í hana lagt.
Björn segir að ekki megi draga þá
ályktun að sænskar prentsmiðjur
séu almennt að undirbjóða íslenska
prentun um 40-60%. Um sé að ræða
eina prentsmiðju sem bjóði ódýra
prentun og hún sé niðurgreidd um
10% til útflutnings. Gæði þeirra
prentgripa séu heldur lítil og Björn
minnir á að virðisaukaskattur af inn-
fluttum bókum og tímaritum er 7%
en virðisaukaskattur af innlendri
prentun 24,5%. Þetta sé klárlega
ósanngjörn skattlagning og allir sem
komi að bókaútgáfu vilji að þetta
verði leiðrétt, skatturinn jafnaður út
í 7% eða felldur niður með öllu.
Komi fyrr til samninga
Íslenskar prentsmiðjur geta hæg-
lega geta keppt við erlendar, að mati
Björns, ekki síst ef útgefendur koma
fyrr til samninga á haustin. Hann
segir menn ekki mega koma með
ágiskanir um mikinn verðmun rétt
fyrir jól, þá séu útgefendur að karpa
við íslenskar prentsmiðjur og reyna
að fá betri tilboð í seinni prentanir
söluhárra bóka. Menn innan prent-
iðnaðarins hafi þó ekki yfir neinu að
kvarta, frá árinu 1998 hafi fjöldi
prentaðra titla hér á landi sveiflast
frá 320 í 350 sem séu engar miklar
sveiflur. Túlka megi könnun Bóka-
sambands Íslands á þann veg að
þegar frágangur skipti máli fyrir
velgengni prentgripsins sé prentað
heima.
Ábyrgist 40% verðmun
Kristján B. Jónasson segist geta
ábyrgst að 40% verðmunur geti ver-
ið á prenti erlendis miðað við inn-
lendan markað. 60% dæmið hafi
hann frá mönnum í útgáfubrans-
anum. „Auðvitað förum við ekki að
nefna tiltekin tilboð enda væri það
trúanaðarbrot við viðskiptavini,“
segir Kristján. Útgefendur vilji auð-
vitað að íslenskur prentiðnaður
standi traustum fótum. Það breyti
því þó ekki að verðþróunin hafi ekki
verið íslenskum prentsmiðjum
nægjanlega í hag.
Sviðsstjóri prenttæknisviðs Iðunnar segir prentun ekki færast hratt úr landi
60% verðmunur „kjaftasaga“
Í HNOTSKURN
» Kristján B. Jónasson sagði íviðtali í Morgunblaðinu á
miðvikudaginn sl. að það væri
gegnumgangandi ódýrara að
prenta erlendis og ódýrara að
gefa út vandað verk nú en
nokkru sinni í veraldarsögunni.
» Útgáfa barnabóka hefuraukist mikið milli ára sem
skýrir að stórum hluta hærra
hlutfall titla sem prentaðir voru
erlendis í ár.
Stríður straumur Bækurnar flæða af færiböndum prentsmiðja þessa dag-
ana, þessi mynd reyndar tekin í jólabókaflóðinu 2005.
Morgunblaðið/Sverrir
BANDARÍSKI myndlistarmaðurinn
Jeff Koons mun á næsta ári sýna 12
til 15 af sínum stærri verkum í Ver-
sölum í Frakklandi. Líklegt er talið
að verk eftir Koons í eigu franska
milljarðamæringsins Francois Pi-
nault verði meðal sýningargripa,
en hann rekur listasafn í Feneyjum,
Palazzo Grassi. Umsjónarmaður
Versalasafns, Jean-Jacques Ailla-
gon, er fyrrum yfirmaður safns Pi-
nault.
Stefnt er að því að opna sýn-
inguna í september á næsta ári og
að hún standi til loka nóvember.
Hún er hluti sýningaraðarinnar
„Versailles Off“ þar sem sýna á
samtímalist á lóð hallarinnar.
Nokkur verka Koons voru sýnd í
Listasafni Íslands fyrir þremur ár-
um, hluti af sýningunni „Í nær-
mynd“ sem tileinkuð var banda-
rískri samtímalist.
Koons til
Versala
Stór og mikil verk
sýnd á hallarlóðinni
Morgunblaðið/ÞÖK
Vinir Verk Koons í Listasafni Ís-
lands, Michael Jackson og Bubbles.
KONUNGLEGA leikhúsið í York á
Englandi hyggst setja allsérstakt
heimsmet næsta laugardag; bjóða
upp á sýningu með fleiri „lát-
bragðsdömum“ en nokkru sinni
hafa sést á sviði, sk. „pantomime
dame“ eða látbragðsdömur, sem
reyndar eru oftast leiknar af körl-
um í kvenmannsgervi, með ýktum
hætti. Pantomime-sýningar eru vin-
sælar á Bretlandi um jólaleytið og
þekktir einstaklingar leika oftast í
þeim, ekki endilega leikarar.
Minna sýningarnar um margt á
revíur með látbragðsívafi og lit-
skrúðugum búningum, og eiga að
höfða til allra í fjölskyldunni.
York-leikhúsið býður í ár upp á
sýningu um Sinbað sæfara. Öllum
er boðið að taka þátt í heimsmets-
tilrauninni og mun borgarstjóri
York telja „dömurnar“ kl. 12.30.
Stefnt að furðu-
legu heimsmeti
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
„VIÐ pössum okkur á því að vera al-
veg hefðbundin,“ segir Jón Stef-
ánsson kórstjóri hlæjandi, spurður
um hver nýmælin verði á Jóla-
söngvum Kórs Langholtskirkju, sem
haldnir verða í 30. sinn í kvöld og ann-
að kvöld, kl. 20 og 23 bæði kvöldin.
„Við verðum þó með tvö alveg ný lög
á efnisskránni. Annað er lag sem ég
hef hugsað um að hafa með í mörg ár.
Maður heyrir það á næstum hverjum
einasta sænska jóladiski og það heitir
„Hósíanna“. Svo kom hann Bjössi
tenór [Björn Jónsson] með lag sem
hann er búinn að vera með í mag-
anum í mörg ár, „The Story of the
Starry Night“, sem Glenn Miller
gerði frægt á sínum tíma, en það er
byggt á stefi úr 6. sinfóníu Tsjaí-
kovskís. Ég byggi kó-
rútsetningu mína á út-
setningu Glenns
Millers, þar sem karl-
arnir eru eins og bás-
únukórinn – ég var svo
heppinn að komast yfir
útsetninguna á netinu.
Annars eru til fleiri
hundruð útgáfur af
þessu lagi. En þótt þetta
sé jólalag er enski text-
inn ekkert sérstaklega
jólalegur. Bjössi gerði
sjálfur texta sem er al-
gjört jóla jóla …,“ segir
Jón, en Björn syngur
sjálfur einsöng í laginu.
Aðrir einsöngvarar á
tónleikunum verða Ólöf Kolbrún
Harðardóttir og Bragi Bergþórsson
auk söngvara úr röðum kórfélaga, og
hljómsveit leikur með
að vanda. Auk Kórs
Langholtskirkju syng-
ur Gradualekórinn.
Fyrstu jólasöngv-
arnir fóru fram í
Landakotskirkju 1978
og voru þá nýmæli hér-
lendis. Þessi siður hef-
ur nú öðlast miklar vin-
sældir og Jón segir að
áheyrendur vilji halda í
hefðirnar. „Einhvern
tíma raskaði ég of
miklu og fólk var ekki
ánægt og nefndi að það
hefði vantað þetta og
hitt frá í fyrra. En ef
maður skoðar pró-
grammið tíu ár aftur í tímann, þá sést
talsverður munur. Það þarf að fara
rólega í breytingar.“
Jólasöngvar Kórs Langholtskirkju haldnir í þrítugasta sinn
Tsjaíkovskí, Glenn Miller
og Bjössi tenór í einu lagi
Jólatónar Söngur
í Langholtskirkju.
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
SKIPULAGSBREYTINGAR í mið-
borginni hafa sín áhrif á starfsem-
ina sem þar þrífst. Listamanna-
húsið Start art sem opnað var á
Laugavegi 12 b í mars sl. sér nú
fram á breytingar á húsnæðis-
málum sínum, en í upphafi var
gerður leigusamningur til eins árs
um efri hæðina en til tveggja ára
um þá neðri. Samningarnir renna
út í mars í vor og í mars 2009.
Þuríður Sigurðardóttir myndlist-
armaður er í forsvari fyrir lista-
mennina í Start art: „Sennilega er
búið að selja húsið, það er þó ekki
fyllilega staðfest. Leigusamningur
okkar til tveggja ára um neðri hæð-
ina stendur þó. Hönnuðurinn í
hópnum er ekki lengur með í sam-
starfinu, þannig að eftir stendur
einungis myndlist, sem við höldum
að sé jákvætt fyrir framhaldið, úr
því þetta gekk ekki eins og við ætl-
uðum í upphafi. En við horfum
björtum augum til framtíðar og
ætlum að nýta tímann vel það sem
eftir er samningsins.“
Nú í desember stendur samsýn-
ing myndlistarmannanna yfir á efri
hæð hússins, en hönnuðurinn GaGa
Skorrdal er á jarðhæðinni. Um ára-
mót lýkur samstarfinu formlega og
myndlistarmennirnir flytja aftur
niður á neðri hæðina og hafa skipu-
lagt sýningar þar fram í tímann.
„Við stefnum hátt á því rúma ári
sem eftir er, með alls konar metn-
aðarfullum sýningum; Rúrí á
Listahátíð og sumarsýningu sem ég
get ekki sagt frá strax, en það
munu margir myndlistarmenn taka
þátt í henni með verkum út um all-
an bæ. Við stefnum ótrauðar á
framhald. Eftir að Kling og Bang er
farið af Laugaveginum og Safn á
sömu leið, þá er þetta eina galleríið
á Laugaveginum sem sinnir metn-
aðarfullri samtímalist. Við teljum
mjög mikilvægt að samtímalist af
þeim toga sem við sýnum hér sé
sýnileg,“ segir Þuríður.
Breytingar hjá Start-
Art á Laugaveginum
♦♦♦