Morgunblaðið - 16.12.2007, Page 4

Morgunblaðið - 16.12.2007, Page 4
4 SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR MENNTASKÓLINN við Hamrahlíð hefur löngu slitið barnsskónum. Skólinn, sem á upp- hafsárunum var ekki síst þekktur fyrir blóma- börn sem þar fóru um ganga, hefur starfað í meira en fjörutíu ár. Í dag eru nemendur skól- ans um 1.300 talsins og þar fer fram fjölbreytt starf, að sögn Sigurborgar Matthíasdóttur, rektors MH. MH hefur ekki síst verið þekktur fyrir öfluga listastarfsemi. Þar ber einna helst að nefna kór skólans, sem Þorgerður Ingólfs- dóttir, stýrir og öfluga leiklistarstarfsemi. Skól- inn er jafnframt þekktur fyrir gott félagslíf. „Skólinn er þekktur fyrir mjög sterkt félagslíf og hefur ákveðna hippaímynd frá því í gamla daga. Við erum hreykin af fortíð skólans, en skólinn hefur breyst,“ segir Sigurborg. Góður undirbúningur fyrir háskóla Menntaskólinn við Hamrahlíð hefur löngum notið vinsælda og verið eftirsótt að komast í skólann. „Við vonum að það sé vegna þess að hér fæst góður undirbúningur fyrir há- skólanám, það hafa rannsóknir sýnt. Þá skiptir máli að hópurinn sem stundar nám hér er blandaður. Þetta eru duglegir krakkar, ekki bara þeir sem hafa fengið hæstu einkunnirnar, þótt við fáum marga sterka námsmenn. En okk- ur finnst skipta máli að vera með blandaðan skapandi hóp.“ Til marks um þetta má nefna að Í MH er al- þjóðleg bóknámsbraut, IB braut, þar sem kennt er á ensku. Skólinn leggur sérstaka áherslu á að ná til nemenda sem geta nýtt sér það. Annars þarf skólakerfið allt að leggja áherslu á að ná til þeirra sem eru nýlega fluttir til Íslands. Til þess að laða þau til náms er meðal annars boðið upp á stöðupróf í víetnömsku, tælensku og pólsku, sem krakkarnir geta fengið metið til eininga við framhaldsskóla. Áfangakerfið nýtt áfram „Við vonumst til að geta boðið upp á enn fleiri tungumál í stöðuprófi og myndað þannig já- kvæðan þrýsting á ungt fólk sem kemur hingað til lands í nám. Það hefur verið eitt af vandamál- unum að þau hafa dottið út enda ekki einfalt að koma inn í þjóðfélag að koma inn í skóla þar sem allt er kennt á íslensku.“ Sigurborg segir að í MH vilji menn áfram nýta það áfangakerfi sem verið hefur við lýði frá því að skólinn hóf starfsemi. „Við viljum þróa það áfram og það hefur M.A. komið til tals að setja á stofn nýjar námsbrautir,“ segir hún. MH sé bóknámsskóli en margir nemendur skólans séu listrænir. Lögð hafi verið rækt við þessa hæfileika, til dæmis með leiklistar- og myndlistarkennslu. Þetta hafi greinilega skilað sér áfram og „við áttum marga aðalleikarana í myndinni Veðra- mótum sem frumsýnd var haust“, nefnir hún sem dæmi. Nemendur skólans geri það víða gott í listalíf- inu. „Sprengjuhöllin er til dæmis öll héðan, Páll Óskar var hér og Björk lagði stund á nám hér,“ segir Sigurborg. Nýlegt dæmi um afrek MH- inga á listasviðinu eru tónleikar sem kórar MH héldu með Sinfóníuhljómsveit Íslands í nóv- ember, en þetta var í 25. skipti sem kórarnir syngja með sveitinni. Þar tóku þátt yfir 100 nemendur sem höfðu undirgengist stífar æfing- ar og skiluðu sínu með sóma á tónleikunum. Unga fólkið stendur sig flest vel Sigurborg bendir að það þjóðfélag sem ungt fólk býr í nú til dags sé það þjóðfélag sem eldri kynslóðir hafa skapað. „Og unga fólkið stendur sig flest mjög vel og stendur gegn því sem kann að bjóðast,“ segir hún. Hins vegar hafi þjó- félagið breyst mikið undanfarna áratugi. Ver- aldleg neysla hafi aukist og margir nemendur vinni með skólanum. Að okkar mati vinna sum þeirra alltof mikið. Neysla hefur aukist mjög og það er nokkuð sem hefur breyst frá því að for- eldrar þeirra voru á menntaskólaaldri,“ segir hún. Nú þyki nauðsynlegt að eiga hina og þessa hluti sem kosti tugi þúsunda. „Mér finnst ungt fólk standa sig vel í öllu því áreiti sem er í þjóð- félaginu. En það eru oft þeir fáu sem ekki eru á beinu brautinni sem fjallað er um,“ segir Sig- urborg. Hún segir að neysla vímuefna sé þó vissulega vandamál sem taka þurfi á. „Hver nemandi sem þetta prófar er í hættu. Og sér- staklega þar sem þessi efni eru orðin hættulegri heldur en þau voru,“ segir hún. Ógnvekjandi tölur hafi sést um aukningu neyslu frá því að börn ljúki grunnskólanámi og þar til að þau klári framhaldsskólanám. Unnið að heilsueflingu nemenda Sigurborg á sæti í forvarnahópi á vegum Lýðheilsustöðvar sem heitir Heilsuefling og forvarnir í framhaldsskólum. Hópnum stýrir Héðinn Björnsson hjá Lýðheilsustöð. Í hópnum eru m.a. fulltrúar framhaldsskóla, forvarn- arfulltrúar, starfsmenn menntamálaráðuneytis og Fræðslumiðstöðvar í fíkniefnamálum (FRÆ). „Þetta er hópur sem vinnur að heilsu- eflingu í framhaldsskólum,“ segir Sigurborg og bætir við að margt spennandi sé að gerast í þessum málaflokki. Búið er að setja ný lög um framhaldsskóla og segir Sigurborg þar aukna áherslu lagða á heilsuverndarmál í framhalds- skólunum. Hún bendir jafnframt á að í haust hafi verið gerður samningur vegna átaksverk- efnis í fræðslu um fíkniefni milli heilbrigðis- og menntamálaráðuneytis, Lýðheilsustöðvar og Félags íslenskra framhaldsskólanemenda. Sig- urborg segir að auk skóla og yfirvalda verði heimili ungmennanna líka að koma að þessum málum. Í tölu fullorðinna sextán ára? „Það er ákveðið viðhorf í íslensku þjóðfélagi sem gengur hægt að breyta,“ segir Sigurborg. Þetta viðhorf einkennist af því að litið sé svo á að þegar barn hefur náð sextán ára aldri og hefji nám í framhaldsskóla sé það fullorðið. „Þetta tengist gamla tímanum og minnir á þá tíma þegar fólk fermdist og var þá talið komið í fullorðinna manna tölu. Við tölum ennþá þannig þótt það sé út í hött að 14 ára unglingur í nú- tímaþjóðfélagi sé fullorðinn. Eins er gjarnan talað þegar nemendur fara í framhaldsskóla,“ segir hún. Hún segist þó finna fyrir því að þetta sé að breytast. Sigurborg bendir á að í nýju framhaldsskólalögunum sé meðal annars talað um að stofna foreldrafélög við framhalds- skólana. Þetta hafi ekki verið mikið rætt fyrr en á síðustu árum eftir að lögræðisaldurinn breytt- ist. Hér kunni einnig að vera um að ræða mun á milli kynslóða foreldra. „Foreldrar sem eru um fertugt núna eru miklu betur skólaðir í foreldra- hlutverkinu heldur eldri foreldrar. Þetta er fólk sem hefur tekið virkan þátt í foreldrastarfi grunnskólanna. Við finnum æ meir að foreldrar kalla á samstarf og spyrja hvort ekki sé for- eldrafélag við skólann. Þetta er jákvæð krafa,“ segir Sigurborg. Foreldrum finnist að það starf sem fram fari í framhaldsskólum komi þeim við. „Mér finnst þetta jákvætt og tel þetta nauðsyn- legt í framhaldsskólunum.“ Sigurborg segir það mat sitt að jákvæð umfjöllun um það sem ungt fólk tekur sér fyrir hendur verði gjarnan út- undan í fjölmiðlum. „Fréttirnar eru gjarnan af því að eitthvert ball hafi farið úr böndunum. Þar er kannski um að ræða þúsund manna skóla og fimmtán nemendur hafa verið með læti á meðan stærsti hlutinn skemmtir sér. En fyrirsögnin verður um ólæti í hinum eða þessum framhalds- skóla,“ segir hún. Raunin sé hins vegar sú að flestir framhaldsskólanemar séu vel gerðir og skemmtilegir einstaklingar að takast á við áhugaverð verkefni. Mikilvægt að hafa blandaðan hóp Sigurborg Matthíasdóttir, rektor MH, segir skólakerfið allt þurfa að leggja áherslu á að ná til þeirra nemenda sem eru nýfluttir til landsins og laða þá til náms við fram- haldsskólana. Morgunblaðið/Golli Undirbúningur Sigurborg segir námið í MH búa nemendur vel undir háskólanám. Þú getur valið úr fjölbreyttu úrvali ferða hjá þremur ferðaskrifstofum. Allt í einu gjafabréfi. Úrval-Útsýn: 585 4000 Sumarferðir: 514 1400 Plúsferðir: 535 2100 UMTALSVERÐAR breytingar verða á starfseminni á Skúlagötu 4 þegar landbúnaðar- og sjávarút- vegsráðuneyti verða sameinuð í eitt ráðuneyti undir heitinu sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðuneyti frá og með 1. janúar næstkomandi. Starfsemi land- búnaðarráðu- neytis færist til sjávarútvegs- ráðuneytisins, sem er til húsa á Skúlagötu 4. Við þær breytingar mun Matís flytja hluta starfsemi sinnar í bráðabirgðahúsnæði í Borg- artúni 21 og Hafrannsóknastofnunin þarf að rýma 5. hæð hússins á næsta ári en fær í staðinn hluta þeirrar að- stöðu sem Matís hefur haft á Skúla- götu 4. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, segir að- spurður að í tengslum við þessar breytingar þurfi að ákveða framtíð- arhúsnæði fyrir Hafrannsóknastofn- unina. Kveðst hann gera ráð fyrir að ráðast muni á næsta ári hver fram- tíðarskipan húsnæðismálanna verði en ekkert liggi fyrir um það enn sem komið er. Þröng aðstaða Hafrannsóknastofnunin hefur verið á Skúlagötu 4 í um 40 ár en að sögn Jóhanns er aðstaðan þröng og hentar hún ekki starfseminni sér- staklega vel. ,,Það þarf að fara að hugsa til framtíðar um húsnæðismálin, hvort flutt verður úr húsinu eða þá að það verði endurbætt sem framtíðarað- staða stofnunarinnar. Það hefur ekki verið tekin ákvörðun um þetta en við vonumst til að það verði gert fljót- lega,“ segir hann. Huga þarf að framtíðarhúsnæði Jóhann Sigurjónsson. LANDHELGISGÆSLA Íslands gerði í vikunni samstarfssamning við Vardö VTS (e.vessel traffic service), sem er skipaumferðarmiðstöð í Norður-Noregi, sem vaktar meðal annars, alla skipaumferð á hafsvæð- inu undan Norður- og Norðvestur- Noregi. Samkvæmt upplýsingum Land- helgisgæslunnar má gera ráð fyrir aukinni umferð stórra olíu- og gas- flutningaskipa með með stóra farma frá Rússlandi og Norður-Noregi, m.a. á leið til Bandaríkjanna með ört vaxandi olíuvinnslu Rússa. Samning- urinn felst í því að norska stöðin sendir Landhelgisgæslunni, með góðum fyrirvara, allar upplýsingar um skip sem eru á leið til Íslands eða suðvestur um haf, til Bandaríkjanna eða Kanada. Með samningnum skuldbindur Landhelgisgæsla Ís- lands sig til að upplýsa Vardö VTS á sama hátt um þá skipaumferð sem LHG er kunnugt um að stefni til Norður-Noregs eða Rússlands. Gæslan semur við Norðmenn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.