Morgunblaðið - 16.12.2007, Page 6
6 SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Enn betra golf 3
Enn betra golf
Eftir
Arnar Má Ólafsson
landsliðsþjálfara og
Úlfar Jónsson
margfaldan
Íslandsmeistara
og golfkennara
Eftir Arnar Má Ólafsson
landsliðsþjálfara og
Úlfar Jónsson
margfaldan Íslandsmeistar
a
GOLF
ENN BETRABETRA
G
O
LF
A
rnar M
ár Ó
lafsson og Ú
lfar Jónsson
11/20/07 11:46:42 PM
Jólabók golfarans!
Borgartúni 23 · 105 Reykjavík · Sími: 512 7575 - www.heimur.is
eftir Arnar Má Ólafsson og Úlfar Jónsson
Fæst í helstu bókabúðum og víðar!
Verð kr. 3.490,- m/vsk
Í
Fréttablaðinu 4. desember eru
þessi ummæli höfð eftir for-
manni Vantrúar: Texti ís-
lenska þjóðsöngsins er bara
alls ekki boðlegur. Svipuðum
skoðunum hefur stundum verið varp-
að fram áður, en hljóðnað síðan.
Ástæðan er vafalaust sú, að þjóðsöng-
urinn á dýpri rætur í þjóðarsálinni, en
maður gæti haldið í fljótu bragði. Nær
allir kunna hann frá barnæsku og
hann vekur sérstakar kenndir hjá
flestum Íslendinga. Við berum virð-
ingu fyrir honum og okkur þykir vænt
um hann.
Þjóðsöngurinn þykir erfiður í söng.
Þó reyna menn að taka undir, og hver
og einn syngur hann með sínu nefi og
sínu lagi, sem á annað borð lætur til
sín heyra í fjöldasöng. Úr verður
margradda þjóðkór. Þetta er mín
reynsla og mín tilfinning, þó svo að
formaður Vantrúar staðhæfi, að helft-
in af 20 þúsund manna hópi á Laug-
ardalsvellinum geti ekki sungið þjóð-
sönginn vegna trúar sinnar eða
trúleysis.
Ofsatrú eða ofsatrúleysistrú er erfið
viðfangs, af því að hún er blind. Við
hana er ekki hægt að rökræða. Og
auðvitað er það mistúlkun eða mis-
skilningur, að þjóðsöngurinn sé ein-
ungis lofsöngur til guðs en ekki lof-
söngur til þjóðarinnar og reynslu
kynslóðanna. Þjóðsöngurinn er inn-
blásið verk, samið til að minnast þús-
und ára byggðar í landinu: Íslands
þúsund ár stendur þar.
Matthías Jochumsson var í heim-
sókn hjá skólabróður sínum Sveinbirni
Sveinbjörnssyni í Edinborg haustið
1873, þegar hann orti fyrsta erindið.
Sveinbjörn var okkar fyrsta tónskáld
og hafði lokið fimm ára tónlistarnámi í
Kaupmannahöfn. Matthíasi segist svo
frá, að hann hafi athugað textann
vandlega, en ekki treyst sér til að búa
til lag við hann. Loks fór svo fyrir
eggjan og áskorun Matthíasar að lag-
ið kom um vorið og náði nauðlega
heim fyrir þjóðhátíðina 1874. Þetta
mun vera fyrsta alvarlega tónsmíð
Sveinbjarnar við íslenskan texta.
Þannig fundu þessir miklu listamenn
hvor annan í þessu verki, þar sem
saman fer andleg upphafning kvæð-
isins og snilld tónskáldsins. Auk síns
listræna gildis hefur þjóðsöngurinn af
þessum sökum líka tónlistarsögulegt
gildi, sem við skulum ekki vanmeta.
Það er ekki hægt að skipta um
þjóðsöng. Hann er samgróinn okkur.
Um þetta hef ég verið að hugsa,
þegar ég les um það, að fræðsla um
Jesúm Krist geti orðið börnum hættu-
leg ítroðsla – ekki megi nefna nafn
hans í skólum eða á barnaheimilum.
Nú er það auðvitað svo, að íslensk
menning er kristin menning og saga
okkar eins og við þekkjum hana eftir
að ritöld hófst saga kristinnar þjóðar.Í
daglegu máli og bókmenntum okkar
eru skírskotanir óskiljanlegar þeim,
sem ekki þekkja til biblíunnar. Nokk-
ur fræðsla um líf og kenningar Krists
er ekki trúboð heldur upplýsing af því
að við erum kristin þjóð. Börn nýbúa
þurfa líka á slíkri fræðslu að halda,
hverrar trúar sem þau eða foreldr-
arnir eru, en sinn er siður í hverju
landi.
PISTILL » Það er ekki hægt
að skipta um
þjóðsöng. Hann er
samgróinn okkur.
Halldór
Blöndal
Íslensk menning er kristin menning
Þetta er þess vegna ekki spurning
um kristna trú, heldur um það, hvort
við, sem nú búum í landinu, viljum
gefa börnum okkar og afkomendum
tækifæri til að læra og kynnast þeim
gildum, sem hafa gert íslenska þjóð
að því, sem hún er í dag. Á okkur
hvílir sú ábyrgð að skila þeim arfi til
næstu kynslóðar.
Dæmisöguna af miskunnsama Sam-
verjanum hef ég meðal annars í huga,
þegar ég segi þetta. Trauðla skemmir
neinn að kunna hana.
Hljóðpistlar Morgunblaðsins,
Halldór Blöndal les pistilinn
HLJÓÐVARP mbl.is
SUND er holl og góð hreyfing sem nærir líkama og sál.
Skiptir þá einu hvort úti er sumar og sól eða frost og
snjór. Sumum þykir betra að halda sig við heitu pott-
ana þegar kalt er í veðri eins og við bregður um þessar
mundir. Grunnskólakrakkar mæta hins vegar í laug-
arnar til að takast á við skólasund. Strákarnir í Kópa-
vogslauginni létu veturinn ekki á sig fá og stunduðu
stökk af bakka laugarinnar af miklum móð
Sundsprettur að vetri
Morgunblaðið/Golli
„MÉR finnst
mikilvægt að sem
flestir hafi sam-
band við vefinn
og mótmæli
þessu,“ sagði
Margrét María
Sigurðardóttir,
umboðsmaður
barna. Hún var
spurð hvað henni
þætti um að á
leikjavefnum Leikjanet.is hefðu
birst auglýsingar með tengli á er-
lenda heimasíðu sem sýndi myndir
af fáklæddum konum.
Margrét María sagði það reynslu
sína frá því hún var hjá Jafnréttis-
stofu að það hefði mest áhrif að hafa
samband við vefina. „Það er mikil-
vægt að allir séu vakandi fyrir þessu
og komi athugasemdum á framfæri
við yfirvöld eins og lögreglu.“
Margrét María sagði það reynslu
sína að fyrirtæki sem bæru ábyrgð á
vefjum á Netinu hefðu oftast brugð-
ist vel við athugasemdum.
Umboðsmaður barna sagði og að
sér þætti mikilvægt að foreldrar og
samfélagið væru vakandi fyrir efni
sem þessu og létu í ljósi að svona lag-
að væri ekki liðið.
Mótmæli
mikilvæg
Umboðsmaður barna
hvetur til árvekni
Margrét María
Sigurðardóttir
HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hef-
ur dæmt Karl Bjarna Guðmunds-
son, betur þekktan sem Kalla
Bjarna í Idol stjörnuleit, í tveggja
ára fangelsi fyrir tilraun til að
smygla tæpum tveimur kílóum af
kókaíni inn til landsins. Sveinn
Andri Sveinsson, verjandi ákærða,
staðfestir þetta við Morgunblaðið.
Að sögn hans er dómurinn í sam-
ræmi við dóm Hæstaréttar frá því
fyrr á þessu ári í sambærilegu máli,
en þá fékk stúlka sem tekin var
með tvö kíló af kókaíni í fórum sín-
um í Leifsstöð tveggja ára dóm.
Sveinn Andri segir skjólstæðing
sinn una dómi héraðsdóms og að
hann muni ekki áfrýja honum.
Hlaut 2 ára
fangelsisdóm
VEL var tekið
undir markmið
Íslendinga í lofts-
lagsmálum á
loftslagsráðstefn-
unni á Balí, að
sögn Þórunnar
Sveinbjarnar-
dóttur umhverfis-
ráðherra.
„Við vorum á
sömu línu og Evr-
ópusambandið og Noregur og fleiri
ríki. Fátækari ríki heims, þróunar-
löndin og smáeyjaríkin, voru á því að
ríku löndin þyrftu að sýna þetta
frumkvæði og sýna á spilin ef svo má
segja. Það sem skipti mestu í okkar
markmiðum var að fá alla að samn-
ingsborðinu. Það tókst og fyrir ligg-
ur viljinn til þess að vinna að sam-
komulagi um næsta
skuldbindingatímabil við loftslags-
samninginn sem tekur þá við árið
2013. Til grundvallar liggur leiðsögn
vísindanefndar Sameinuðu þjóð-
anna. Það er líka mjög mikilvægt að
hafa það í huga. Þó svo að hér hafi
ekki náðst saman um tölusett mark-
mið er mikilvægt að vita að sú leið-
sögn liggur til grundvallar.“
Er framtíð loftslagsmála bjartari
eftir fundinn á Balí?
„Já, það tókst hér að klára það sem
ríki heims komu hingað til að gera.
Það skiptir öllu. Þetta var reyndar
mjög dramatískur og örlagaríkur
dagur í dag [í gær] og um tíma hélt
maður að þetta myndi ekki takast, en
það tókst og það er fyrir öllu.“
Þórunn sagði að þessi niðurstaða
kallaði bæði á vinnu og úthald af
hálfu Íslands. „Við munum þurfa að
leggja okkur fram eins og aðrir.
Þetta eru fundahöld, skýrslugerð og
annað slíkt sem fylgir svona víðtæku
alþjóðasamstarfi. Það mun kalla á að
við tökum fullan þátt í því og af fullri
alvöru.“
Niðurstaðan á Balí styður við það
sem íslensk stjórnvöld hafa þegar
ákveðið, að sögn Þórunnar. „Stefnu-
mörkun ríkisstjórnarinnar er að
draga úr losun gróðurhúsaloftteg-
unda fyrir árið 2050 um 50-75%. Við
erum að vinna aðgerðaáætlun um
hvernig það verður gert. Við höldum
því áfram og vonum að þetta haldist í
hendur. Þetta eru tvö samhliða ferli í
raun og veru.“
Markmiðum Íslands í
loftslagsmálum vel tekið
Þórunn
Sveinbjarnardóttir
Í HNOTSKURN
» Bæði forseti Indónesíu ogframkvæmdastjóri SÞ mættu
á fundinn á Balí og hvöttu full-
trúa til að ná samkomulagi á ell-
eftu stundu. Samt þótti litlu
muna að samkomulag næðist.
SAKBORNINGURINN sem verið
hefur í gæsluvarðhaldi og nú síðast
farbanni vegna umferðarslyssins
sem varð á Vesturgötu í Reykja-
nesbæ í lok nóvember, sætir áfram-
haldandi farbanni til 8. janúar sam-
kvæmt dómi Hæstaréttar.
Í slysinu lést fjögurra ára gamall
drengur, Kristinn Veigar Sigurðs-
son og stakk ökumaður af frá vett-
vangi.
Sakborningurinn sem handtek-
inn var skömmu eftir slysið, hefur
neitað sök um að hafa verið við
stýrið á bílnum í umrætt sinn.
Í farbanni