Morgunblaðið - 16.12.2007, Side 18
18 SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Eftir Orra Pál Ormarsson
orri@mbl.is
Hafi nafnið Sulley Muntariekki hljómað kunnuglega ísparkheimum áður munþað örugglega gera það
frá og með síðustu helgi. Ganamað-
urinn knái, sem slegið hefur í gegn hjá
Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni,
gerði þá tvö mörk gegn Aston Villa
sem bæði munu sóma sér vel í marka-
annál ársins. Þar kom allt saman,
kraftur, tækni og nákvæmni.
„Stjórinn hvetur okkur miðjumenn-
ina til að sækja og styðja við bakið á
Benji [Benjani Mwaruwari miðherja]
eins oft og við getum. Hann vill að við
skorum mörk og við erum farnir að
taka hann á orðinu. Það var frábært
að skora í tvígang og ég var sérstak-
lega ánægður með seinna markið. Ég
vann boltann og ætlaði að gefa á Benji
en þar sem hann hafði opnað vel fyrir
mig með því að draga varnarmennina
að sér lét ég bara vaða – mér til mik-
illar ánægju fór boltinn inn,“ sagði hin
örvfætta skytta við heimasíðu
Portsmouth eftir leikinn. Bersýnilega
hógvær að eðlisfari, hér var nefnilega
framúrskarandi vel að verki staðið.
Og Muntari hefur tekið ástfóstri við
læriföður sinn, Harry Redknapp.
„Harry er frábær knattspyrnustjóri
og föðurígildi okkar utan vallar. Það
er honum að þakka að við leikum
svona vel um þessar mundir.“
Æfði með Man. United
Sulley Ali Muntari er 23 ára að
aldri, fæddur í Konongo í Gana 27.
ágúst 1984. Hann var snemma bráð-
ger á velli og gegndi lykilhlutverki í
landsliði Gana, skipuðu leikmönnum
20 ára og yngri á heimsmeistara-
mótinu í Argentínu árið 2001 – enda
þótt hann væri aðeins sextán ára.
Muntari stóð þar sér eldri köppum á
borð við Brasilíumennina Kaká og
Adriano og Frakkann Djibril Cissé
fyllilega á sporði.
Útsendarar evrópskra stórliða
héldu ekki vatni yfir piltinum og var
honum meðal annars boðið til æfinga
hjá Manchester United. Leist mönn-
um vel á Muntari í Manchester en Sir
Alex Ferguson afréð eigi að síður að
semja ekki við hann. Þótti verðmiðinn
of hár. Ítalska félagið Udinese lét ekki
segja sér það tvisvar og tryggði sér
þjónustu Muntaris.
Hann lék sinn fyrsta leik fyrir að-
allið félagsins gegn AC Milan á San
Siro í nóvember 2002, aðeins átján
ára, og fékk glimrandi dóma fyrir
frammistöðuna. Eftir það var ekki
aftur snúið. Frá og með næsta vetri
var Muntari fastamaður hjá Udinese
og þreytti hann meðal annars frum-
raun sína í meistaradeildinni með lið-
inu veturinn 2005-06.
Alls skrýddist hann klæðum Ud-
inese 125 sinnum og skoraði átta
mörk.
Muntari naut lýðhylli á Ítalíu og
sparkritið Football Italia gekk einu
sinni svo langt að lýsa honum sem
blöndu af Kaká og Edgar Davids.
Hann hefði mýkt þess fyrrnefnda og
baráttuþrek Hollendingsins. Ekki
amaleg meðmæli það.
Fyrirheitna landið
Lengi hefur legið fyrir að Muntari
stefndi skónum til Englands og sum-
arið 2006 lét hann hafa eftir sér að
honum fyndist hann vera „týndur“ á
Ítalíu eftir að samlandi hans Michael
Essien hjá Chelsea hafði leitt hann í
sannleikann um lystisemdir ensku
knattspyrnunnar. Sá Udinese því
sæng sína uppreidda.
Muntari var af einhverjum undar-
legum ástæðum orðaður við AC Mil-
an, Inter og Juventus í kjölfarið og
sjálfur lýsti hann aðdáun sinni á Man-
chester United. „United er eitt af
merkustu félögum Evrópu.“
Það var þó Portsmouth sem sýndi
mestan áhuga og talið er að félagið
hafi boðið hálfa níundu milljón sterl-
ingspunda í leikmanninn í janúar síð-
astliðnum. Því tilboði hafnaði Ud-
inese. Portsmouth lét ekki deigan
síga og varð að ósk sinni í maí en þá
var áhugi Roma einnig áþreifanlegur.
Kaupverðið var ekki gefið upp en talið
er að það sé í kringum tólf milljónir
punda sem þýðir að Muntari er dýr-
asti leikmaðurinn í sögu Portsmouth.
Samið var til fimm ára.
Muntari er sollinn af hæfileikum.
Um það verður ekki deilt. Það breytir
þó ekki því hann hefur þótt ódæll
gegnum tíðina. Var t.a.m. rekinn í þrí-
gang af velli í fyrstu sextán leikjunum
með Udinese í fyrra. Af því tilefni lét
knattspyrnustjóri félagsins, Giovanni
Galeone, hafa eftir sér að Muntari
yrði að hafa hemil á tilfinningum sín-
um ætlaði hann sér að komast í
fremstu röð.
Í ljósi sögunnar brá því engum í
brún þegar Muntari var sendur í
steypibað í sínum öðrum leik í úrvals-
deildinni, gegn Manchester United í
ágúst. Það verður þó að segja honum
til hróss að síðan hefur hann verið til
friðs.
Hópferð til Afríku
Stíft verður leikið í Englandi um jól
og áramót en eftir það hverfur Munt-
ari á braut. Þarf að verja heiður þjóð-
ar sinnar á Afríkumótinu sem haldið
verður í heimalandi hans dagana 20.
janúar til 10. febrúar næstkomandi.
Muntari verður vitaskuld í liði
Gana en hann er burðarás á miðjunni
ásamt Michael Essien og Stephen
Appiah. Ekki árennilegt þríeyki þar á
ferðinni.
Og Portsmouth verður fyrir frekari
blóðtöku. Nwankwo Kanu og John
Utaka verða í liði Nígeríu og Papa
Bouba Diop er lykilmaður hjá Sene-
gölum. Þá er ekki útilokað að tveir
leikmenn til viðbótar verði valdir til
þátttöku á mótinu, Malímaðurinn
Djimi Traoré og Lauren en Kamer-
únar vilja ólmir fá hann aftur í lands-
liðið eftir fimm ára fjarveru. Hvor-
ugur þessara manna hefur þó gegnt
lykilhlutverki hjá Portsmouth í vetur.
Hitt er til allrar hamingju víst að
Galdrar og gönuhlaup
KNATTSPYRNA»
»Muntari naut lýð-hylli á Ítalíu og
sparkritið Football
Italia gekk einu sinni
svo langt að lýsa honum
sem blöndu af Kaká og
Edgar Davids.
Ganamaðurinn Sulley Muntari er burðarás á miðjunni í spræku liði
Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni og sýndi um liðna helgi að hann hefur
eitraðan vinstri fót – senn liggur leið hans á Afríkumótið í Gana
Knattspyrna | Ganamaðurinn Sulley Ali Muntari hefur slegið í gegn hjá Portsmouth í ensku úrvalśdeild-
inni. Svipmynd | Ef marka má skoðanakannanir gæti repúblikaninn Mike Huckabee kollvarpað fyrri spám
og orðið forsetaefni flokks síns. Föst í fréttaneti | Netið er orðið mikilvægur miðill til að komast hjá ritskoðun í Arabalöndunum.
VIKUSPEGILL»
sjöundi Afríkumaðurinn, Benjani, fer
hvergi enda mistókst Zimbabwe að
vinna sér sæti í úrslitakeppninni.
Er nema von að Harry karlinn
Redknapp fórni höndum þessa dag-
ana – þrútinn í vöngum. Rök Afríku-
þjóðanna eru aftur á móti alltaf hin
sömu – „þið vissuð af þessum mögu-
leika þegar þið festuð kaup á leik-
mönnunum“.
Sjálfur er Muntari allur af vilja
gerður til að greiða úr flækjunni.
Hann hlakkar til að taka þátt í Afr-
íkumótinu en beinir þeim tilmælum
til umsjónarmanna keppninnar að
hún verði framvegis færð fram á
sumarið. „Það yrði öllum til hagsbóta
ef mótið færi fram að sumarlagi. Þá
gætum við leikmennirnir staðið okk-
ar plikt bæði hjá félagsliðunum og
landsliðunum. Ég trúi ekki öðru en
það sé gerlegt.“
Gengi Portsmouth hefur verið von-
um framar á yfirstandandi leiktíð.
Liðið var í góðu yfirlæti í fimmta
sæti úrvalsdeildarinnar fyrir leiki
helgarinnar með 30 stig.
Það sem vekur mesta athygli við
þennan árangur er að 19 af þessum
stigum hafa komið á útivelli en und-
anfarin ár hefur bróðurparturinn af
stigum liðsins verið dreginn um borð
á heimavellinum, Fratton Park.
Portsmouth hefur unnið sex úti-
leiki í úrvalsdeildinni, fleiri en nokk-
urt annað lið, og ef horft er á allar
keppnir hefur liðið unnið sigur í sjö
útileikjum í röð.
Knattspyrnustjórinn, Harry
Redknapp, sem er eldri en tvævetur
í faginu, er með skýringu á þessu
góða gengi á reiðum höndum. Hann
hefur stuðst við leikkerfið 4-5-1 og
sagt sínum mönnum að halda knett-
inum!
Að spila fótbolta
„Takist okkur að halda knettinum
erum við á grænni grein. Þannig
forðumst við pressuna. Í flestum
leikjum erum við með aukamann á
miðjunni og við höfum fært okkur
það í nyt. Við höfum æft þetta stíft í
haust – að halda boltanum og tapa
honum ekki á vondum stöðum. Við
einbeitum okkur að því að spila fót-
bolta,“ sagði Redknapp í samtali við
heimasíðu Portsmouth í vikunni.
Hver segir svo að knattspyrna sé
flókin íþrótt?
Haldið
knettinum!
Reuters
Stjórinn Harry gamli Redknapp hef-
ur sannarlega ráð undir rifi hverju.
» Aðstæður þarna eru þaðflóknar og erfiðar að menn
ættu ekki að vera að reyna að
nota það til að slá sig til einhvers
riddara á Íslandi.
Árni Páll Árnason , varaformaður utanrík-
ismálanefndar, um það hvort Íslendingar
ættu að viðurkenna sjálfstæði Kosovo eftir
að Kosovo-Albanar lýsa yfir sjálfstæði, en
hann telur að Alþjóðasamfélagið verði að
taka á málinu.
» Sá sem ætlar að synja Kos-ovo um sjálfstæði er þá í raun
og veru að þvinga þá í ríkja-
sambúð sem byggist á ofbeldi.
Jón Baldvin Hannibalsson , fyrrverandi
utanríkisráðherra, um afstöðu sína til
sjálfstæðis Kosovo.
» Íslendingar hafa enga þásérstöðu sem skilur okkur
frá skyldum í samfélagi þjóð-
anna.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanrík-
isráðherra á málþingi Háskólans á Ak-
ureyri um mannréttindi í utanríkisstefnu
Íslands.
» Það er alltaf varasamt þegarskólar eða stofnanir eru
áskrifendur að skjólstæðingum
án þess að þurfa að hafa fyrir
neinu.
Margrét Pála Ólafsdóttir , leikskólastjóri
og höfundur Hjallastefnunnar, m.a. um
ástæður þess að frammisöðu íslenskra
grunnskólanema í lestri hefur hrakað frá
2000 og almennt reyndist Ísland undir
meðallagi samkvæmt niðurstöðum nýrrar
PISA-könnunar á námsárangri 15 ára
unglinga í löndum OECD.
» [En] það hagnast enginn áþví að það finnist lækning við
mænuskaða.
Auður Guðjónsdóttir hjúkrunarfræð-
ingur, þegar Mænuskaðastofnun Íslands
tók til starfa fyrir tilstuðlan hennar og
dóttur hennar Hrafnhildar Thoroddsen.
» Það er oft þegar hljóm-sveitir eru að koma saman
aftur á gamals aldri að þær eru
sagðar frábærar miðað við ald-
ur. En þetta var bara frábært.
Kári Sturluson , sem var á tónleikum Led
Zeppelin í O2 Arena í Lundúnum, en þeir
voru þeir fyrstu í fullri lengd frá því
hljómsveitin ætti störfum 1980.
» Þetta er náttúrlega ekkertannað en stríðsyfirlýsing.
Elías Þorvarðarson , framkvæmdastjóri
leikfangaverslunarinnar Just4Kids, boð-
aði 30-80% verðlækkun á öllum leik-
föngum verslunarinnar og kvaðst gera ráð
fyrir að þurfa að greiða með vörunum.
» Ekkert land er eyland –allra síst þegar kemur að
loftslagsmálum.
Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverf-
isráðherra í ræðu á ráðherrafundi lofts-
lagssamnings Sameinuðu þjóðanna á Balí í
Indónesíu.
» Gagnrýni er ekki að-finnslupistill.
Margrét Bóasdóttir , formaður Félags ís-
lenskra tónlistarmanna, á málþingi Morg-
unblaðsins um gagnrýni, Rýnt til gagns.
Ummæli vikunnar
Reuters
Leikkonan Uma Thurman og Al
Gore, fyrrv. varaforseti Bandaríkj-
anna , faðmast þegar Gore tók við
friðarverðlaunum Nóbels í Osló.
AP
Öflugur Sulley Muntari glímir við Cristiano Ronaldo í haust. Báðum var þeim vikið af velli í leiknum.