Morgunblaðið - 16.12.2007, Side 20

Morgunblaðið - 16.12.2007, Side 20
20 SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Í HNOTSKURN »Mike Huckabee er 52 áragamall, fyrrverandi prest- ur og sjónvarpspredikari til margra ára. Hann er nú efstur í könnunum í Iowa. »Hann er almennt talinnhafa staðið sig allvel sem ríkisstjóri en frjálshyggju- menn voru ósáttir. Sjálfur kallar hann frjálshyggjuna „krabbamein“ á kristinni trú. »Repúblikanar hafa venju-lega verið með lítið fylgi meðal svartra í Arkansas en Huckabee mun hafa haft a.m.k. 30% fylgi meðal þeirra. FRÉTTASKÝRING Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is H ann er fæddur í smá- bænum Hope í Arkan- sas og varð ríkisstjóri, er af fátækum kominn, á gott með að koma fyrir sig orði, er liðsmaður Suður- ríkja-Baptistakirkjunnar, leikur á hljóðfæri, heillar í persónulegri við- kynningu marga viðmælendur með seiðandi röddinni, þeim finnst, þegar hann leggur handlegginn um öxlina á þeim og horfist í augu við þá, að hann hafi brennandi áhuga á þeim. Nei, þetta er ekki saxófónleikarinn Bill Clinton heldur repúblikaninn Michael Dale Huckabee. Hvernig á auðkýfingurinn (og mormóninn) Mitt Romney að bregðast við þessum óvænta vígahnetti á pólitíska himn- inum, peningalausum manni sem fyr- ir nokkrum mánuðum var nær óþekktur utan Arkansas? Romney hefur plægt akurinn í heilt ár með yfir 400 kjósendafundum í Iowa en tapar nú fótfestu. Huckabee er rétt að byrja og þegar hæstur í sumum könnunum. Umskiptin í holdafarinu Hann hefur sýnt að hann er enginn aukvisi, sneri t.d. við blaðinu 2003 þegar læknar vöruðu hann við offitu og náði af sér um 50 kílóum á ör- skömmum tíma, nú stundar hann maraþonhlaup. Huckabee nær vel til almennings, ekki skemmir að hann kann að gera grín að sjálfum sér. Hann er spurður á fundi um gildi hjónabandsins og segir að í 34 ára hjónabandi með æskuástinni Janet hafi hún aldrei haft rangt fyrir sér. Bætir síðan hálfhikandi við til skýr- ingar að hann vilji nú frekar „sofa í rúminu en á sófanum“ og viðstaddir hlæja dátt. Mörgum hefðbundnum repúbli- könum úr valdaklíkunni líst illa á for- setaefni með djúpar rætur í bók- stafstrúuðum söfnuðum mótmælenda í Suðurríkjunum, mann sem heldur fast við gömul gildi og flengdi börnin sín þrjú þegar þau voru ung og óþekk, tortryggir þróunarkenningu Darwins og fordæmir skilyrðislaust samkyn- hneigð (hún „er ónáttúruleg og synd- samleg“) og fóstureyðingar. Og at- hyglisvert er að helstu leiðtogar samtaka evangelískra mótmælenda styðja hann ekki fremur en valdaklík- an en það gæti auðvitað breyst. Er hann hægrisinnaður? Það er umdeilanlegt, þess má geta að þekkt, hægrisinnuð hugveita í Washington, Cato-stofnunin, gefur Huckabee fall- einkunn fyrir ferilinn sem ríkisstjóri í Arkansas frá 1996 til 2007. Cato- menn virðast álíta að presturinn fyrr- verandi sé ekki neinn hægrimaður heldur eins konar sauður í úlfsfeldi. Og rétt er það að Huckabee hækk- aði skatta í ríkisstjóratíð sinni og efldi velferðarkerfið, tekur stundum undir með þeim sem vilja hefta frelsi í al- þjóðaviðskiptum, studdi reynslulausn fyrir nauðgara sem síðan braut af sér í öðru sambandsríki. Sumir eru ekki í vafa og skilgreina Huckabee sem tækifærissinna, hægri-lýðskrumara. Nýlega gerðist hann stuðningsmaður umhverfisverndar, sagði trúna hafa leiðbeint sér í þeim efnum. Mildur í innflytjendamálum Innflytjendamálin gætu reynst honum þung í skauti í Iowa. Hucka- bee vill eins og fleiri reyna að stöðva straum ólöglegra innflytjenda til landsins en með lögreglu-, ekki her- valdi. Hann beitti sér árið 2005 af alefli gegn tillögu um að Arkansas- ríki skyldi neita að veita ólöglegum innflytjendum styrki til náms og aðra velferðaraðstoð, sagði hugmyndina „ókristilega“. Hann hefur gengið svo langt að segja um suma harðlínu- menn í þessum efnum að þeir virðist vera innblásnir af „vanhelgum logum rasismans“. Kimberley A. Strassel, blaðamaður The Wall Street Journal, er harðorð um Suðurríkjamanninn. „Ef Hucka- bee reynist vera allt það sem repú- blikanar „vilja“ eða „þurfa“ að finna hjá íhaldsmanni er það einvörðungu vegna þess að skilgreiningin á íhalds- manni hefur umbreyst og felur nú í sér stuðning við skattahækkanir, verndarstefnu, árásir á atvinnufyrir- tækin og ógrundaða afstöðu til utan- ríkismála,“ segir hún. Michael Karnish, blaðamaður The Boston Globe, segir Huckabee fara fram sem eins konar ný-repúblikana, hann reyni að finna málamiðlun milli íhaldsmannsins og velferðarsinnans, margt af því sem hann gerði í Ark- ansas hafi verið í anda vinstri-velferð- arstefnu. Hann hafi líka sýnt ágæta hæfileika til að vinna með pólitískum andstæðingum á þingi. Áhersla á kristna trú Eitt virðast stjórnmálaskýrendur nokkuð sammála um vestra: Hucka- bee hefur tekist að breyta mjög for- gangsröðinni í rökræðum repúblik- ana fyrir tilnefninguna með áherslu sinni á trúna. Áherslan sé ekki á Írak, ekki á þjóðaröryggi, ekki stjórnunar- hæfileika heldur muni trú, siðferði og karakter verða mun ofar á listanum en flesta óraði fyrir. Huckabee staðhæfir að hann sé eindregið fylgjandi því að trú og rík- isvald séu aðskilin eins og skýrt er tekið fram að skuli vera í stjórnar- skránni en hins vegar geti hann ekki skilið trúna frá sjálfum sér. Hún sé svo samofin allri afstöðu hans til lífs- ins, ekki bara þáttur í henni heldur grundvöllurinn. „Við viljum móta menninguna og lögin í anda heims- sýnar sem við álítum hafa fullt gildi,“ segir hann í einni af bókum sínum, Character Makes a Difference. [Kar- akter skiptir máli] En er hann bara þröngsýnn of- stækismaður? Því neita jafnvel and- stæðingar hans í stjórnmálaum Ark- ansas. Og líklega segir það einhverja sögu að Huckabee, sem er siðavandur og notar t.d. aldrei ljótt orðbragð op- inberlega, greip ekki tækifærið til að fordæma hegðun Clintons í Lew- insky-málinu. Varðandi utanríkis-, öryggis- og varnarmál er hann nánast óskrifað blað og efnahagsstefnan virðist lítt mótuð. Hann segist m.a. á heimasíðu sinni styðja stefnu Bush-stjórnarinn- ar í Írak en hefur ýjað að því að stefn- an þar sé ekki nógu áhrifarík án þess að útskýra nánar hvað hann eigi við. Hann fordæmir beitingu yfirheyrslu- pyntinga á borð við eftirlíkingu af drekkingu og segir slæmt að Guant- anamo-búðirnar hafi svert ímynd hryðjuverkastríðsins. Huckabee segist munu berjast fyr- ir því að Bandaríkjamenn verði á tíu árum lausir við að vera háðir olíuinn- flutningi, þeir þurfi að komast í þá stöðu að þurfa „jafn mikið á olíu Sádi- Araba að halda og sandinum þeirra“. Enginn telur það raunhæft en þetta hljómar vel. Og í The New York Tim- es er haft eftir honum að næsti forseti muni þurfa að leiða vestræn ríki í bar- áttu gegn ofstækis-íslamistum. Þetta gæti virst herská afstaða en hverja keppir Huckabee við? Ofur-harðlína manna eins og Rudy Giulianis í utan- ríkismálum virkar enn hvassari, hann notar hvert tækifæri til að minna á hættuna af hryðjuverkamönnum og hótar fjendum þjóðarinnar stríði, enn meiri hörku en Bush. Og auðkýfing- urinn Romney er of greinilega yfir- stéttarmaður til að geta auðveldlega höfðað til millistéttar- og alþýðufólks. Sérfræðingar segja að um 40% repúblikana í Iowa séu íhaldsmenn úr röðum kristinna trúmanna. Þeir og fleiri repúblikanar, sem ekki hafa heillast af öðrum frambjóðendum, gætu talið rétt að gefa meintum ut- angarðsmanni, sem notar kjörorðið Trú, Fjölskylda, Frelsi, tækifæri til að stýra landinu – með hjartanu. Mælski presturinn frá Hope Rokkaður Mike Huckabee (t.v.) leikur á bassagítar með sjö pólitískum vinum sínum í rokksveitinni Capitol Of- fense sem hann stofnaði eftir að hann var orðinn ríkisstjóri Arkansas 1996. Sveitin æfði í kjallara ríkisstjórabú- staðarins í Little Rock, lög Creedence Clearwater Revival, Animals og Rolling Stones eru í uppáhaldi. Huckabee gæti vel hugsað sér að leika með listamönnum eins og John Mellencamp, þrátt fyrir ólíkar stjórnmálaskoðanir, einnig hælir hann Grand Funk Railroad. „Bassaleikarinn þeirra, Mel Schacher, er mjög vanmetinn,“ segir hann. SVIPMYND» Mike Huckabee, fyrrverandi ríkisstjóri í Arkansas, hefur á fáeinum vikum umbylt stöðunni í baráttu repúblikana og virðist líklegur til að sigra í forvalinu í Iowa í byrjun janúar Auður Jónsdóttir og Þórarinn Leifsson audur@jonsdottir og totil@totil.com H ún er ekkert lamb að leika sér við, skáldkonan Doris Lessing, sagði Þórarinn upp úr þurru. Hvað nú? hváði Auður. Það mætti ætla að þú værir með þessa konu á heilanum. Hún segir eitthvað áhugavert í hverri viku. Nú síðast var haft eftir henni að netið hefði lokkað heila kynslóð út í andlega fátækt, út- skýrði Þórarinn. Því hafi margt ungt fólk með góða menntun ekki lesið eina einustu bók á ævi sinni. Þessu heldur hún hiklaust fram á Tele- graph.co.uk. En á Jp.dk/kultur er sagt frá því að Doris sé ekki ein um að gagnrýna netið. El- ton John vill einfaldlega láta banna það, tónlist- armaðurinn Prince er í krossferð gegn eBay, YouTube og Piratebay.org – og fjölmiðlarýn- irinn Andrew Keen fullyrðir að allir þessir bloggarar á netinu sýki samfélagið með þýðing- arlausu kjaftæði um ekkert. Milljónir og aftur milljónir skrifóðra apakatta rækta upp enda- lausan rafrænan skóg meðalmennskunnar, seg- hann vildi sporna við því með gjöfinni! giskaði Þórarinn. Hvernig hvolpur ætli þetta hafi ann- ars verið? Undrandi spurði Auður hvort það skipti máli. Hann var fljótur til svars: Það skiptir öllu máli. Ef þetta var til dæmis sjaldgæfur tíb- etskur Mastif-hundur, líkt og fjallað er um á Mirror.co.uk/news/weirdworld, þá telst hann vera tíu milljón króna virði. Tíbetski Mastif- hundurinn hefur verið þjálfaður af Kínverjum til að skynja minnstu jarðhræringar í allt að þriggja kílómetra fjarlægð, hann er þar af leið- andi frábær jarðskjálftavörður. Kínverjar hafa lengi trúað því að heimilisdýr geti varað við náttúruhamförum. Árið 1975 var borgin Haicheng rýmd vegna órólegrar hegðunar hunda og katta, talið er að 150.000 mannslífum hafi verið bjargað. Þannig lagað, sagði Auður í uppgjafartón. Ég vona að enginn flytji svona ofurnæman hund hingað til Íslands. Hann yrði kolbrjálaður af öllum þessum smáskjálftum og lægðum sem ganga yfir landið þessa dagana. Er netið ofmetið? FÖST Í FRÉTTANETI» ir Andrew blákalt. En hvað segir þú um þetta?Ég segi að þau vanmeti netið, svaraði Auðurábúðarfull. Allavega ættu þau að kíkja inn áNews.bbc.co.uk þar sem Robin Lustig, út- varpsfréttaritari BBC, segir frá því að netið sé orðið mikilvægur miðill til að komast hjá rit- skoðun í Arabalöndunum – en hann var að koma frá ráðstefnu í Kaíró þar sem netið og bloggara bar oft á góma. Í heiminum eru hvorki meira né minna en 120 þúsund blogg stofnuð daglega. Jafnvel þótt fæst þeirra séu lesin af öðrum en höfundunum sjálfum er augljóslega hægt að hafa mikil áhrif með bloggi. Nýlega settu nokkrir Egyptar myndband í loftið með pyntingum lögreglunnar sem varð til þess að laganna verðir voru dregnir fyrir rétt og dæmdir í fangelsi. Þórarinn brosti eins og djúphugul skáldkona á níræðisaldri. Ég las líka þessa grein, sagði hann síðan. Og ég er hræddur um að sama lög- mál gildi um bloggið og gömlu fjölmiðlana. Á endanum láta bloggararnir stjórnast af ótt- anum við yfirvaldið, enda var egypskur blogg- ari nýlega fangelsaður fyrir þær sakir að hafa móðgað íslam og Hosni Mubarak, forseta Egyptalands – og dreift upplýsingum sem trufla almennar reglur. Spurning hvernig egypskum yfirvöldum hefði litist á eitt stykki Mengellu. Auður glotti illyrmislega. Við getum allavega verið sammála um að netið sé forðabúr safa- ríkra frásagna, sagði hún. Ég hefði ekki viljað missa af fréttinni um hvolpaþjófnaðarmál á sænska netmiðlinum Dn.se. Maður stal sjö vikna gömlum hvolpi af fólki sem var að skoða íbúð hjá honum og gaf hann dóttur sinni. Þegar upp komst um ódæðið sakaði hann samstarfs- mann sinn um það og gekk þannig fram af rétt- inum þar sem téður samstarfsmaður hafði lát- ist í millitíðinni. Hann var dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir vikið. Áður hafði þessi ólukkufugl svindlað í bifreiðaviðskiptum. Kannski var stelpan svo mikið á netinu að Tíbetski Mastif-hundurinn hefur verið þjálfaður af Kínverjum til að skynja minnstu jarðhræringar í allt að þriggja kílómetra fjarlægð, hann er þar af leiðandi frábær jarðskjálftavörður. Höfundar eru heimavinnandi hjón í Barcelona.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.