Morgunblaðið - 16.12.2007, Side 22
Hugmyndin að þessari bókkom fram strax í vikunnieftir 20. september og égeinhenti mér í hana;
byrjaði 1. október og skrifaði hana á
einum og hálfum mánuði. Það er rétt
að taka fram, að þegar bókin, Aðgerð
Pólstjarna, rannsókn skútumálsins í
Fáskrúðsfirði, kemur út er rannsókn
málsins ekki lokið og engin ákæra
hefur verið gefin út.“
– Hefurðu heyrt að bókin sé of
snemma á ferðinni?
„Já, ég hef heyrt raddir í þá
veruna. En ég sé engan mun á bók-
inni og almennum fréttaflutningi af
málinu. Þessi bók er fréttaskrif, ef
blaðamaður hefði haft til þess tíma
þá hefði hann unnið málið svona.“
– Þetta er þá upplögð fréttaskýr-
ing í sunnudagsblaðið! Ragnhildur
Sverrisdóttir var til skamms tíma
blaðamaður á Morgunblaðinu og
starfaði síðast á sunnudagsritstjórn-
inni. Hún hlær bara, segir bókartext-
ann eflaust of langan fyrir sunnu-
dagsblaðið. „En það má náttúrlega
alltaf stytta,“ segir hún og glottir.
„Í bókinni rek ég ekki aðeins Að-
gerð Pólstjörnu, heldur geri ég líka
almennt grein fyrir vinnubrögðum
fíkniefnalögreglunnar og aðstæðum
á fíkniefnamarkaðnum.
Þessu efni ætla ég að vera til fyll-
ingar og skýringar og til þess að sýna
í hvernig umhverfi hlutirnir gerast.“
Einkaframtak,
eitt af mörgum
– Er þetta mál angi skipulagðrar
glæpastarfsemi á Íslandi?
„Það vantaði ekki skipulagninguna
í þetta mál, hvorki hjá afbrotamönn-
unum né lögreglunni! En nei, þetta
er íslenzkt einkaframtak, eitt af
mörgum.“
– Það ganga oft sögur um það að
fjársterkir framkvæmdamenn standi
á bak við fíkniefnainnflutning. Hvað
segir þú?
„Fíkniefnainnflutningurinn sam-
anstendur af mörgum atvikum og
skútan í Fáskrúðsfirði er bara eitt
þeirra, reyndar umfangsmeira og í
fjölbreyttari kantinum hvað atburða-
rásina varðar. Magnið sem keypt var
í ferðinni kostaði 10-15 milljónir
króna. Það stendur lítið í vönum
mönnum að afla þess fjár. Það er
með ólíkindum hvað menn eru fúsir
til að leggja fram fé, þegar allt að
300% ávöxtun er haldið að þeim. Og
þótt menn megi vita hvað er í gangi,
þá vilja margir ekkert af því vita.
Í þeim mörgu málum sem lög-
reglan hefur upplýst hefur aðild ein-
hverra hvítflibba aldrei komið upp á
borðið. Ég hallast helzt að því, að
þessar sögur sem þú talar um eigi
sér enga stoð í raunveruleikanum.“
– Þú segir í bókinni að efnið sem
tekið var í skútunni í Fáskrúðsfjarð-
arhöfn nái ekki 4% af ársneyzlunni á
Íslandi. Það er þá ýmislegt annað í
gangi.
„Ég miða við, að SÁÁ hefur álykt-
að að heildarinnflutningurinn á am-
fetamíni geti numið um 640 kílóum
árlega.
Þá má áætla að viðskipti með am-
fetamín nemi hátt í 3 milljörðum
króna á ári og eru þá þar fyrir utan
önnur efni; e-töflur, kannabisefni,
LSD og kókaín.
Nærri má geta, að þessar háu töl-
ur eru óprúttnum mönnum mikil
freisting og því margt í gangi til þess
að koma fíkniefnum á markað.
Það hefur orðið gífurleg aukning á
neyzlu e-taflna og amfetamíns sem
skemmtiefna. Það eru ekki svo mörg
ár síðan ég var að skrifa fréttir um
þetta 700 e-töflur og fólk tók andköf
yfir magninu, sem hlyti að duga ís-
lenzka markaðinum von úr viti. Nú
notar fólk þetta til þess að hafa út-
hald í skemmtun helgarinnar og
stærsti hlutinn lítur ekki á sig sem
fíkniefnaneytendur eða tengdan
fíkniefnaheiminum.“
Umfangið kom
mest á óvart
– Hvað kom þér mest á óvart, þeg-
ar þú fórst að skrifa Aðgerð Pól-
stjörnu?
„Síðan lögreglan, fyrir áratug,
lagði aukna áherzlu á að ná til inn-
flytjenda og stærri dreifingaraðila
hefur hún fengið fisk á öngulinn í
hverju því máli sem hún hefur lagt
upp með.
Þessi mál eru mun erfiðari, tíma-
frekari og umfangsmeiri en þegar
um smærri seljendur fíkniefna er að
ræða. Aðgerð Pólstjarna er af stærri
sortinni, en þegar ég kafaði í málið
kom umfang þess mér mjög á óvart;
bæði sá tími sem rannsóknin tók og
ferðalög lögreglumanna fram og aft-
ur til þess að kortleggja ferðir hinna
grunuðu. Sá leikur barst um Dan-
mörku, Þýzkaland, Holland, Noreg,
Færeyjar og Ísland. Máltækið segir
að þjóð viti þá þrír vita, en þrátt fyrir
allt þetta umfang tókst lögreglunni
að vinna þannig að ekkert lak út um
málið. Það eitt er afrek út af fyrir sig,
því þetta var ótrúlega stór aðgerð og
á lokasprettinum voru heilu her-
skipin undir.“
– Hvernig byrjaði Aðgerð Pól-
stjarna?
„Hún byrjaði eins og svo margar
aðgerðir aðrar á því að eitt orð féll
hér og annað þar, lögreglan hélt
þessu til haga og smám saman bætt-
ust fleiri hlutar í myndina.
Þegar aðalmennirnir tveir voru
fundnir rifjaðist upp að annar þeirra
átti í félagi við bróður sinn í Noregi
skútu sem heitir Lucky Day. Hún
kom til Fáskrúðsfjarðar í september
2005. Lögreglan vissi ekki af Lucky
Day fyrr en skútumennirnir voru
farnir og leit þá bar engan árangur.
Skútan hvarf svo á brott um miðjan
maí 2006 jafn fyrirvaralaust og hún
kom. Það að lögreglan skyldi nefna
aðgerðina nú Pólstjörnu sýnir að þar
á bæ hefur menn snemma grunað að
nú ætti að endurtaka leikinn frá 2005
og því leitt þessa leiðarstjörnu sæ-
farenda til öndvegis.“
– En nú var fylgzt með þeim
grunuðu út um víðan völl.
„Hér heima voru menn hleraðir og
vaktað svo að segja hvert þeirra fót-
mál. Aðalmennirnir tveir fóru marg-
ar ferðir til útlanda; oft til Danmerk-
ur og þaðan niður til Hollands og
alltaf fylgdist lögreglan með þeim.
Þeir voru hleraðir og fylgzt með ferð-
um þeirra. Íslenzkir lögreglumenn
mega ekki athafna sig á erlendri
grundu, en starfsbræður þeirra
hjálpuðu þá til og þeir íslenzku fylgd-
ust með. Þetta lögreglusamstarf er
flottur kafli í þessari rannsókn.
Það er með ólíkindum, hvað lög-
reglan gat fylgzt náið með þeim fé-
lögum, sem grunaði aldrei, þegar
þeir fóru til dæmis á veitingastað, að
maðurinn á næsta borði sem saup
sitt kók í rólegheitum væri í raun
lögreglumaður að fylgjast með þeim!
Það er líka athyglisvert hversu
staðföst lögreglan var í rannsókn-
inni, þótt þeir tímar hafi komið að
efasemdir gátu sótt að mönnum.
Þannig var það í júní og júlí, þegar
hinir grunuðu lögðu af öll ferðalög til
útlanda en héldu sig heima og sinntu
sínu daglega stússi eins og ekkert
annað væri í spilunum. Þá þurfti
mikla þolinmæði til þess að halda
rannsókninni á floti.“
Lá við árekstri
út af Austfjörðum
– Er það svo, að fíkniefnin hafi ver-
ið keypt í Hollandi, flutt til Dan-
merkur og sett þar um borð í skútu,
sem var leigð í Noregi og siglt til Ís-
lands?
„Já, sennilega var þetta svona.
Hins vegar er ekki ljóst, hvort þeir
settu efnin um borð í skútuna í Dan-
mörku. Skútan var ekki vöktuð alltaf
eða allar nætur.“
– Af hverju var Lucky Day ekki
notuð aftur?
„Sennilega hafa þeir ætlað að gera
það. En þegar til kom var meðeig-
andinn í Noregi ekki fús til að lána
hana til langferðar. Bróðir hans ætl-
aði ekki að sigla skútunni sjálfur og
hann hafði haft ýmsan ama og út-
gjöld af fyrri ferðinni.
Lausnin varð svo að leigja skútu af
norsku fyrirtæki.“
– Hvernig gekk siglingin til Ís-
lands?
„Það voru ekki kaupendurnir sjálf-
ir, sem sigldu skútunni til Íslands,
heldur aðrir tveir, sem til þess feng-
ust. Þeir fengu brjálað veður frá
Hjaltlandi til Færeyja, þar sem þeir
gerðu nokkurn stanz, sem var reynd-
ar að gera löggæzluna gráhærða, því
við Færeyjar beið danskt herskip til
þess að fylgjast með skútunni til Ís-
lands og fyrir Austurlandi beið varð-
skipið Ægir þess að fylgjast með
henni síðasta spölinn. Austfirzkir
línusjómenn veltu því fyrir sér hvað
Ægir væri að dóla þarna á miðunum
hjá þeim dag eftir dag. Varðskips-
menn fóru reyndar um borð í nokkra
báta, en aðallega vomaði varðskipið í
kringum miðin. En svo kom skútan.
Þeir sigldu nær ljóslausir og mátti
reyndar litlu muna að ferðin endaði
úti fyrir Austfjörðum því þeir sigldu
þvert fyrir einn línubátinn og aðeins
snarræði skipstjóra hans forðaði
árekstri.“
– Og í Fáskrúðsfjarðarhöfn voru
skúta og menn teknir?
„Já. Og þar var reyndar mjótt á
munum, því þeir höfðu skútuna í
gangi meðan þeir tylltu sér á
bryggjupollana og biðu mannsins,
sem átti að sækja efnið.
Þegar sérsveitarmennirnir
geystust fram á bryggjuna losuðu
skútumenn landfestar, hentust um
borð og hugðust sigla frá. En
sérsveitarmenn stukku um borð til
þeirra og yfirbuguðu þá. Það kemur
fram í þessum Fáskrúðsfjarðarkafla
að lögreglan notaði nætursjónauka,
sem sýna allt í grænu. Þarna sátu
skútumennirnir á bryggjunni og
höfðu ekki hugmynd um öll þau augu
sem fylgdust með þeim í grænum
heimi. Þetta finnst mér dálítið kúl!“
– Talaðir þú við lögreglumenn eða
grunaða?
„Þegar ég byrjaði á bókinni voru
þeir grunuðu meira og minna í
einangrun. Satt að segja sá ég engan
tilgang í því að tala við þá.
Hins vegar átti ég samskipti við
lögreglumenn og þeir voru fúsir til
þess að gefa mér almennar upplýs-
ingar um vinnubrögð sín og ýtarlegri
upplýsingar um ýmislegt, sem fram
var komið, en svo lokuðust þeir alveg
og ég varð eiginlega að ráða í
þögnina og glottið. Viðkvæðið var að
þeir gætu ekki tjáð sig um mál í
rannsókn.
Ég hugsa að lögreglan vildi helzt
að engin bók væri skrifuð um málið
fyrr en búið er að fella dóm í því.
Þetta er ekki illa meint. En ég hélt
mínu striki; svona er staða málsins,
þegar ég skrifa bókina eftir beztu
fáanlegu heimildum á þeim tíma.“
– Þú notar nær undantekninga-
laust aðeins fornöfn manna.
„Já. Undantekningarnar sem
sanna regluna eru nöfn tveggja
lögreglumanna. En ég nota aðeins
fornöfnin, því einstaklingarnir eru
ekki aðalatriðið, heldur þeir heimar
sem bókin lýsir.“
Morgunblaðið/Ómar
Snögg Ragnhildur Sverrisdóttir segist ekki sjá neinn mun á því að skrifa bók eða væna fréttaskýringu í blað.
Hundrað augu í grænum heimi
„Nú tökum við þá, strák-
ar!“ var skipað út
í morgunmyrkrið á
Fáskrúðsfirði 20.
september sl. Þar með
hófst lokaatriði Aðgerðar
Pólstjörnu, sem hafði
staðið í tíu mánuði og
lauk með handtökum og
upptöku á 24 kílóum af
amfetamíni, 14 kílóum af
e-töfludufti og 1800 e-
töflum. Ragnhildur
Sverrisdóttir hefur skrif-
að bók um málið
og Freysteinn Jóhanns-
son ræddi við hana.
… lögreglan gat fylgzt
náið með þeim félögum,
sem grunaði aldrei, þegar
þeir fóru til dæmis á
veitingastað, að maðurinn
á næsta borði sem saup
sitt kók í rólegheitum væri
í raun lögreglumaður að
fylgjast með þeim!
freysteinn@mbl.is
daglegtlíf
|sunnudagur|16. 12. 2007| mbl.is