Morgunblaðið - 16.12.2007, Page 23

Morgunblaðið - 16.12.2007, Page 23
hugsað upphátt MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 2007 23 F yrirsögnin á þessari grein er kannski svo- lítið misvísandi. Hér er ekki ætlunin að fjalla um bankareikn- inga eða hlutabréfasjóði sem margir telja mál málanna um þess- ar mundir heldur annars konar banka eða sjóði sem stundum eru kallaðir reynslubankar eða sjóðir minninganna. Á okkar hraðfleygu stund virðast þessar haldgóðu geymslur ekki njóta sannmælis, a.m.k. er ekki oft um þær talað nema helst í lífsreynslusögum eða játningabókum sem eru fyrirferð- armikil söluvara fyrir jólin. En þær innistæður sem hér verða til umfjöllunar eru mikilvægari en svo að þær geti gengið kaupum og söl- um. Eitt sinn heyrði ég sögu af ní- ræðum manni sem var andlega hress en fylgdi ekki lengur fötum vegna aldurs og sjúkleika. Þegar hann var inntur eftir því hvernig hann léti tímann líða sagðist hann rifja upp með sjálfum sér ljóð sem hann hefði lært í æsku. Þetta voru m.a. verk þjóðskáldanna okkar, Jónasar, Gríms Thomsens og Dav- íðs Stefánssonar en hrynjandi þeirra og formfegurð höfðu greypst honum í minni þannig að hann mundi þau orðrétt. Að við- bættri ríkulegri lífsreynslu gamla mannsins hafði inntak þeirra öðlast dýpra gildi og orðið innistæða, ómetanleg að vöxtum. Vitaskuld hafa ekki allir sama stálminni og heiðríkju hugans og þessi maður en þess ber þó að geta að báða eiginleikana er unnt að rækta, þeir eru ekki föst stærð sem menn fá fyrirhafnarlítið fyrir tilstilli heppilegra arfbera. Hins vegar virðist hvorugur þeirra þríf- ast vel nú um stundir. Eftir því sem upplýsingatækninni hefur fleygt fram hafa okkar eðlislægu minnisgeymslur glatað hlutverki sínu að miklu leyti og eftir því sem hvers konar tilboð á afþreyingu eykst höfum við sjaldnast næði til að hvíla hugann. Fyrir vikið verða minningarnar stopulli og fólk hirð- ir lítt um að vinna úr fenginni reynslu og öðlast andlegt jafnvægi. Að sjálfsögðu verður hjóli tím- ans ekki snúið við og varla er hægt að hugsa sér heiminn án þeirrar upplýsingatækni sem við höfum vanist. Og við sem höfum aðgang að allri þeirri menningu sem okkur lystir látum okkur að sjálfsögðu ekki nægja gamlan kveðskap þótt góður sé. Samt eig- um við að huga að okkar eigin innistæðu, leggja á minnið það sem okkur þykir markvert, enda þótt auðvelt sé að finna það á næstu leitarvél. Þegar við höfum vistað hana þar, getur hún borið vexti með því að laða fram nýjar hugmyndir og frjóvga ímyndunar- aflið þannig að okkur líði vel í eig- in félagsskap. Það sama gildir um eigin reynslu, jafnvel þótt hún sýnist dapurleg. Með því að skoða hana vel og draga af henni lær- dóma ber hún ríkulegan ávöxt sem er óháður öllum sveiflum á gengi og verðbréfamörkuðum. Þar á hver heima sem hans sjóður er, segir gamall málsháttur og um það verður vart deilt að dýrmætasti sjóður hvers manns er sá sem hann geymir í huga og hjarta. Megi aðventan og jólahá- tíðin auka við þá innistæðu sem þar er fyrir. Að eiga sér innistæðu Guðrún Egilson Hárgreiðslustofan AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580 Meindl Colorado GTX Jólatilboð 17.900 kr. verð áður 19.900 kr. ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 35 20 0 11 /0 6 Jólasöfnun Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur er hafin Þeir sem vilja leggja nefndinni lið vinsamlega hafið samband á skrifstofutíma í síma 551 4349 eða á netfangið maedur@simnet.is. Einnig er hægt að leggja framlög inn á reikning nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Hátúni 12b. Málningarvörur ehf. | Lágmúla 9 | Sími: 581 4200 | malning@malningarvorur.is | www.malningarvorur.is Gjöf sem slær í gegn hjá þeim sem eiga fínan bíl og vilja hafa hann eins glæsilegan og nokkur kostur er. Meguiar´s er eitt þekktasta merki heims þegar valið stendur um það bezta sem á boðstólum er. Frábær gjöf fyrir bílaáhugamanninn. RAUÐHELLA 5 HAFNARFIRÐI Nýtt og mjög vandað 250 m² atvinnuhúsnæði á framtíðarstað. Stór innkeyrsluhurð, góður möguleiki á að bæta við annarri innkeyrsluhurð og skipta plássinu.Hiti í gólfum. Aðrar lagnir komnar inn. Málað að utan og innan. Óvenju stórt, malbikað og fullfrágengið útisvæði. Tilbúið til afhendingar. Teikningar á skrifstofu. Allar upplýsingar veitir : Halldór Svavarsson í síma 897 3196 eða halldor@firmus.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.