Morgunblaðið - 16.12.2007, Side 24

Morgunblaðið - 16.12.2007, Side 24
ótroðnar slóðir 24 SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ N ú er fleyið í nausti,“ segir Hrafn Jökulsson og virðir fyrir sér gamlan bát við úti- húsin í Stóru-Ávík. Nú eru bátar gripirnir í túninu, heimamenn farnir að stunda útgerð og minna um búskap. „Ég átti minn þátt í að byggja útihúsin. Og ég girti hér öll tún. Svo dundaði ég mér síð- asta sumar við að rífa upp síðustu staurana.“ Trékyllisvík er sögusvið nýrrar bókar Hrafns, Þar sem vegurinn end- ar. Í bókinni lýsir hann sumrum í sveit í Stóru-Ávík í Trékyllisvík og hvernig sá lærdómur hefur fylgt hon- um út lífið, þar til hann settist aftur að á endimörkum byggðar við heim- skautsbaug síðastliðið haust með eig- inkonu sinni, Elínu Öglu Briem. Blár litur hússins í Stóru-Ávík er áberandi og til marks um pólitíska sérstöðu Guðmundar bónda, ef marka má frásögn Hrafns í bókinni. – En græni liturinn á þakinu? spyr blaðamaður forvitinn. „Það hefur ekki verið til annar litur í Kaupfélaginu,“ svarar Hrafn. Fjallahringurinn markast af sex fjöllum, sem standa ein og sér, hvert öðru ólíkara, eins og það sjálfstæða fólk, sem byggði landið í eina tíð. Raunar stendur fegurðarsamkeppni fjallanna yfir á heimasíðu Finn- bogastaðaskóla. „Reykjaneshyrnan er að mala það með 50% atkvæða,“ segir Hrafn. Blaðamanni finnst þó Örkin fal- legri með sínar mjúku ávölu línur. Það er næstelsta fjall á Íslandi, hefur Hrafn eftir Guðmundi bónda, „ef ekki það elsta“. Grænlandssteinninn í landi Stóru-Ávíkur er þó eldri, sem líkast til hefur rekið til Íslands með hafísnum, „mörgum sinnum eldri en Ísland“. Uppi á honum stóð Hrafn þegar rútuna bar að garði, strákur með bogann sinn, og gætti þess að enginn færi með mola úr steininum. Krúnudjásn Stóru-Ávíkur „Líttu á,“ segir Hrafn Jökulsson gjarnan til áréttingar. Kannski af því að hann opnar oft augu fólks fyrir umhverfinu – maður sem sér mögu- leika í drangi, fjöru og rústum. Til marks um það nefnir hann Kolgraf- arvíkina „krúnudjásn Stóru-Ávíkur“ og hefur með fulltingi Guðmundar bónda endurnefnt einn dranginn Hrókinn. En ekki er tímabært að skýra frá hugmyndum Hrafns um þann stað. Um móa er að fara til að komast í víkina. Hrafn horfir rann- sakandi á blaðamann: „Varst þú í sveit, Pétur?“ – Í samtals tvo mánuði. Hann hristir höfuðið. „Þess vegna kanntu ekki þúfna- ganginn.“ – Nú? „Þá gengurðu hokinn í baki, með hendur aftan við bak og dúar aðeins,“ segir hann og er rokinn með það sama, hokinn og dúandi. Reki hefur snarminnkað í Kolgraf- arvíkinni. „Helvískir Rússarnir hafa bætt aðferðir sínar í Síberíu,“ segir Hrafn og kann líka að blóta – greini- lega alvanur í sveitinni. „Siggi í Litlu- Ávík segir samt að floti sé á leiðinni, því þeir hafi misst mikið fyrir fimm til sex árum. Það á eftir að skila sér.“ Óforvarindis opnast sprunga ofan í jörðina og niður að sjónum. „Vel- komnir til vítis,“ segir Hrafn og gengur ofan í hana. Það rifjast upp úr bók Hrafns að þarna í Kistuvogi voru þrír meintir galdramenn brenndir lif- andi haustið 1654: „Þegar lítill smala- piltur hraðar sér framhjá þessum slóðum, 320 árum síðar, er einsog reykur og kvalastunur liggi enn í loft- inu …“ Stórhugur í örnefnum Þótt Kaupfélagið í Norðurfirði sé lokað á miðvikudögum er það opið aðra virka daga í samfélagi fimmtíu íbúa. Tveir bátar við bryggju. „Hér er flotinn,“ segir Hrafn og bendir á að fyrir örfáum árum lönduðu smábátar 500 tonnum í Norðurfirði, en á þessu ári verður heildaraflinn vel innan við 100 tonn. „Eftir að smábátarnir voru settir í bannsett kvótakerfið hrundi útgerðin hér,“ segir hann gramur. Á þessum afskekkta stað þarf stundum að hafa fyrir hlutunum, veg- ir hanga utan í hlíðunum og stundum getur blásið af hafi. Um nóttina fýkur þakið af fjárhúsunum á Melum. Þá leggjast allir á eitt við að bæta úr því, fólk stendur saman í litlu samfélagi. Og kannski sér stórhugarins stað í örnefnunum. „Norðurfjörður er eini fjörðurinn sem ég hef fundið sem er inni í vík,“ segir Hrafn og brosir. Hálkan er mikil á veginum í urð- unum utan í Hlíðarhúsafjalli, svo fara þarf að öllu með gát, en Hrafn kippir sér ekkert upp við það: „Þetta eru urðirnar sem Guðmundur biskup blessaði. Síðan hefur ekki orðið slys,“ segir hann. Þegar hann sér að blaðamaður punktar þetta niður, þá bætir hann við: „… að heitið getur.“ Vill þriðju kirkjuna Á Finnbogastöðum bíður kjötsúpa í stórum potti. „Ég hef lengi verið að þróa kjötsúpuna mína og núna fékk ég ráðleggingar frá Hrefnu vinkonu minni í Árnesi um hvernig ég gæti gert hana ennþá betri,“ segir Hrafn. „Maður verður aldrei fullnuma í því að laga kjötsúpu; það er nokkuð sem maður lærir út lífið.“ Á veggjunum eru plaköt, póstkort og blaðaúrklippur, svo sem fyr- irsögnin: „Eigum ekkert nema góðan málstað.“ Engir öreigar það. Árit- aðar bækur liggja á skákborðinu í stofunni, þær hefur vísast rekið hing- að með jólabókaflóðinu, meðal annars frá Guðna Ágústssyni með áletr- uninni: „Gerið veginn að rósabraut og heiminn að himnaríki.“ Og svo er það bókin frá Karli Sigurbjörnssyni. – Sendi biskupinn þér bók? „Nei, ég átti erindi við hann fyrir sunnan í síðustu viku.“ – Nú? „Ég vil að reist verði kirkja í Tré- kyllisvík.“ Blaðamaður skellihlær. „Hann brást einmitt við með svip- uðum hætti,“ segir Hrafn brosandi. – Stendur ekki í bókinni þinni að hér sé heimsmet í kirkjufjölda miðað við höfðatölu, tvær kirkjur á fimmtíu íbúa? „Jú, en tilgangurinn er einfaldur og skýr,“ segir Hrafn án þess að bregða svip. „Finnbogi rammi hefur að öllum líkindum búið hér, þar sem nú stendur Bær. Þar er forn og frið- aður grafreitur og má leiða líkur að því að þar hafi kirkja hans staðið. Finnbogi, sem var systursonur Þor- geirs Ljósvetningagoða, hafði lofað Jóni Grikkjakóngi að taka kristni um leið og sú trú bærist norður í lönd. Það liggur fyrir að við kristnitökuna árið 1000 reisti hann kirkju. Nú vilj- um við reisa kirkju í þeim stíl sem var á fyrstu kirkjum í landinu og Árnes- hreppur býr svo vel að héðan er fremsti hleðslumeistari landsins, Guðjón Kristinsson á Dröngum. Og þegar búið verður að reisa Finnboga- kirkju á nýjan leik muntu geta komið í Trékyllisvík og fengið nokkurn veg- inn samfellda kirkjusögu íslenskrar alþýðu við ysta haf í þúsund ár.“ – Líka í arkitektúr. „Já, því gamla kirkjan frá 1850 er sígilt dæmi úr íslenskri bygging- arsögu um sveitarkirkjur eins og þær voru á síðmiðöldum. Svo erum við með nýju kirkjuna, sem var vígð á tí- unda áratugnum og er dæmi um hvað gerðist þegar arkitektarnir okkar fengu frjálsar hendur. Hún ber líka svip af Reykjaneshyrnu, útlitið kall- ast á við hana. Þannig að hér vantar augljóslega kirkju.“ – Hvað um prest? „Það er minna aðkallandi,“ segir Hrafn. „Við höfum okkar sókn- arprest, Sigríði Óladóttur á Hólma- vík, mikinn öndvegisklerk, sem sinnir söfnuðinum vel. Hún pússaði okkur Elínu einmitt saman á skírdag í vor.“ Hann lítur á Elínu Öglu, sem situr í sófanum. „Með góðum árangri.“ Góður við lítilmagnann Níu ára kastaði Hrafn sér niður milli þúfna hjá álfaborginni og frá því segir í bókinni að blár himinn og vest- anvindurinn og puntstráin voru vott- ar að dýrasta eiði lífs hans: „Þegar ég verð fullorðinn ætla ég alltaf að muna hvernig það er að vera lítill strákur.“ Og maður fær ekki varist tilhugs- uninni að þar hafi orðið til vísir að því sem síðar varð barnastarf Hróksins? „Starf Hróksins þróaðist út í það. Þótt framan af hafi það kannski verið það skeið í lífi mínu þegar þessi dýri eiður var gleymdur og grafinn. En hann var þarna alltaf einhvers staðar Kolgrafarvík Hrafn Jökulsson innan um rekaviðinn, en í baksýn eru Hlíðarhúsafjall með Urðartindi og Krossnesfjall. Það vinnur enginn skák Trékyllisvík er sögu- svið nýrrar bókar Hrafns Jökulssonar, sem sestur er að við ysta haf ásamt Elínu Öglu, konu sinni. Pétur Blöndal og Ragnar Axelsson lögðu land undir fót, töluðu við Hrafn um allt mögu- legt, en einkum þó ómögulegt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.