Morgunblaðið - 16.12.2007, Qupperneq 29
Fréttir á SMS
stafar meðal annars af því að ég
málaði allar þessar Maó-myndir á
tímabilinu 1972 til 1974, tveimur ár-
um áður en Maó dó. Þetta vita Kín-
verjar mætavel og hafa sett mig inn
í samsýningar með þessum nýju
málurum – sem varla voru sumir
fæddir þegar ég var að mála þessar
myndir.“
Ertu mikið að mála um þessar
mundir?
„Ég hef ekki haft nógan tíma til
að vinna undanfarna mánuði vegna
sýninganna, það hefur verið of mik-
ið á seyði.“
Kemur þú oft til Íslands?
„Ég hef ekki komið í mörg ár. Nú
kem ég sem sagt í janúar en ég ætla
líka að koma aftur í vor með vinum
mínum, fólki frá nútímasafninu í
Montreal í Kanada. Það fólk ætlar
að halda sýningu með myndum eftir
mig og Yoko Ono sem ber yfirskrift-
ina: Stríð og friður. Ég verð fulltrúi
stríðsins – og Yoko sér um friðinn.
Þetta tengist eitthvað sögu Yoko og
Johns Lennons. Fyrrgreint fólk
kemur með mér til að velja á sýn-
inguna pólitísk verk eftir mig sem
varðveitt eru hjá Listasafni Reykja-
víkur.“
Ertu í miklu sambandi við Íslend-
inga?
„Nei, nema hvað ég er í sambandi
ættingja og við Gunnar Kvaran á
hverjum degi. Þetta eru nánast í
einu skiptin sem ég tala íslensku.
Okkur Gunnari finnst ágætt að hafa
leynitungumál. Ég get sagt þér að
Gunnar Kvaran er talinn einn
merkilegasti safnstjóri í Evrópu
núna í hópi þeirra sem til slíkra
mála þekkja. Það er mjög ánægju-
legt. Hann hefur sett upp merki-
legar sýningar og farið víða, m.a. til
Kína og Bandaríkjanna til að leita
að verkum á sýningar og nú er hann
að undirbúa sýningu á indverskum
nútímaverkum.“
Hvernig líður þér í París?
„Mér líður vel þar en oft er ég
ekki þar vegna ferðalaga. Ég hef
góða vinnustofu í París en ekki
nægilega mikla ró og næði – ég hef
æ meira gaman af að vera úti í nátt-
úrunni, ganga þar um.“
Ert þú markaður af þínu æsku-
umhverfi?
„Ég er ekki viss um það. Ég held
að náttúran á Klaustri hafi hjálpað
mér mikið, einkum líkamlega. Ég
drekk enn lýsi á hverjum morgni.
Ég geng t.d. ekki með gleraugu
ennþá, lýsið heldur mér uppi og það
er arfur frá Klaustri, alla ævi mína
hef ég tekið lýsi þegar hægt er.“
Hvað með fjölskylduhagi?
„Ég á eina dóttur með Bat Yosef,
dóttir mín heitir Tura og hún á eina
dóttur sem heitir Louise sem er níu
ára gömul. Tura er læknir í miðborg
Parísar, í latínuhverfinu, og gengur
mjög vel. Konan mín sem heitir
Veilai á eina dóttur, hún er 35 ára,
hún er flugfreyja og býr í Taílandi.
Ég hef talsvert samband við
systkini mín, Gyðu sem býr í
Reykjavík og strákana Lárus og
Kristin og líka Ara Trausta sem er
samfeðra mér.“
Hvers konar verk ertu mest að
mála núna?
„Ég vinn alltaf í syrpum og nú er
ég búinn að vinna mikið í kringum
stríðið í Írak, stórar myndir og líka
um brottför Bandaríkjanna frá
Írak.“
Að svo mæltu var Erró farinn úr
símanum með það loforð á vörum að
gefa mér sýningarskrá og gerði mér
að auki kurteislegt boð um að hitta
hann hinn 19. janúar þegar hann
áritar þessa listaverka- og ævi-
sögulegu bók; Erró í tímaröð – líf
hans og list. Til gamans gat hann
þess að dagsetninguna valdi hann
með tilliti til þess að hann er fæddur
19. dag mánaðar. En hann er ekki
vetrarbarn heldur sumarbarn –
fæddur í júlí.
Nýjustu fréttir af Erró herma að
nýlega hafi verið selt listaverk eftir
hann úr Scape-seríunni hjá Sothbýs
á rösklega 80 milljónir íslenskra
króna.
Ég hef góða vinnustofu
í París en ekki nægilega
mikla ró og næði –
ég hef æ meira gaman af
að vera úti í náttúrunni,
ganga þar um.
framtíðinni!
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 2007 29
x13
GPS Garmin
Forerunner 305
Fullt verð 29.990 kr.
Safnkortshafar borga aðeins
16.990 kr.
auk 1000 punkta
Frábært æfingatæki. Forerunner æfingatölvan er
hönnuð jafnt fyrir byrjendur og atvinnumenn. Tölvan
fylgist stöðugt með púlsinum, hraðanum, vega-
lengdinni og kaloríubrennslunni. Frábær jólagjöf.
Tilboðið gildir til 31.01. 2008
eða á meðan birgðir endast.
Safnkortstilboðin fást á þjónustustöðvum N1
og í verslun N1 Bíldshöfða 9.
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigur 5
• Sími 581 2141
Opið frá kl. 13-18
Afsláttur af jökkum
Pólýfónfélagið Pólýfónkórinn
Tónmenntasjóður Ingólfs
Upptaka úr tónleikaferð
Pólýfónkórsins til
Spánar1982
Messa í h-moll eftir
J.S.Bach, upptaka í
Háskólabíói frá 1985
Einfaldur diskur með Þjóðsöngnum,
köflum úr Eddu-óratoríu Jóns Leifs,
tónlist eftir Buxtehude, Händel og
loks Gloríu eftir Francis Poulenc.
Pólýfónkórinn, þrír einsöngvarar og
Kammersveit Reykjavíkur.
Stjórnandi: Ingólfur Guðbrandsson.
Tveir diskar með heildarflutningi á
messu í h-moll eftir J.S.Bach.
Pólýfónkórinn í samvinnu við
Sinfóníuhljómsveit Íslands og fjóra
þekkta, erlenda einsöngvara.
Stjórnandi: Ingólfur Guðbrandsson.
Hverjum seldum diski fylgir álímt happdrættisnúmer. (Geymið það vel)
Vinningur í happdrættinu er námsstyrkur frá Tónmenntasjóði Ingólfs að
upphæð 1.000.000 (ein milljón króna).
Dregið verður í happdrættinu á fimmtíu ára afmælishátíð
Pólýfónkórsins næsta vor.
Geisladiskarnir fást í verslunum Pennans-Eymundson í Reykjavík,
Hafnarfirði og á Akureyri; einnig í öllum verslunum Skífunnar, í Tólf
Tónum og hjá nokkrum félögum í Pólýfónfélaginu.
Nánari upplýsingar um dreifingu og sölu diskanna má fá í símum
5656799 - 8477594 (Ólöf) og 5530305 - 8640306 (Guðm.G.),
og á vefsíðu Pólýfónfélagsins www.polyfon50.is eða á netf:
polyfon50@gmail.com. M
b
l 9
48
82
6
Ármúla 42 · Sími 895 8966
mánudaga - föstudaga 10-18
laugardag 10-18 sunnudag 11-17Opið
Allt það fína frá Kína
ATH! Þú greiðir aðeins fyrir dýrari hlutinn
• Vasar
• Diskar
• Lampar
• Pottar
• Myndir
o.m.fl .
2 fyrir 1
Tilboð á kínversku
m
listmunum til jóla
O ið mánudaga til sunnudaga kl. 10-20