Morgunblaðið - 16.12.2007, Side 30
ferðalangar
30 SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Þ
að er enn dauflegt um að litast þeg-
ar komið er í flugstöð Leifs Eiríks-
sonar um sjö að morgni. Þess var
nýlega getið í erlendu blaði að Ís-
lendingar væru afar duglegir að
versla og myndaðar fjölmargar ferðatöskur í
geymslu því til sönnunar. Gengi dollars er nú
lágt miðað við íslensku krónuna.
„Það er svo hagstætt að versla vestra að
fólk kemur heim með allt upp í átta töskur
fullar af fatnaði sem það hefur keypt,“ sagði
kona við mig um daginn og flugfólk sem rætt
var við sagðist á þeirri skoðun að óvenju mikið
væri keypt af vörum í Bandaríkjunum.
Það er því kannski ekki að ófyrirsynju að
ættingjar og vinir bíði komufólks með nokk-
urri óþreyju að því er virðist, sumir halla sér
þó rólegir upp að súlum eða ganga um og jafn-
vel líta í blöðin.
Íslendingar hafa lengi verið spenntir fyrir
vörum frá útlöndum. Meira að segja í fornsög-
unum sér þessa stað. Í Laxdælu er til dæmis
fræg fatnaðarsaga: „Þær Þuríður ok Hrefna
hafa þá mjök brotit upp ór kistunni. Þá þrífr
Hrefna upp motrinn ok rekr í sundr; tala þær
um, það þat sé in mesta gersemi. Þá segir
Hrefna, að hon vill falda sér við motrinn. Þur-
íður kvað það ráðligt, ok nú gerir Hrefna svá.“
Það reyndist alröng ályktun hjá Þuríði að ráð-
legt væri að Hrefna setti á sig moturinn, sem
var fágætur hvítur höfuðdúkur. Hann og ásta-
málin honum tengd ollu blóðugum dauða
þeirra fóstbræðra Kjartans og Bolla.
Nú opnast hinar rafknúnu dyr og fyrstu
ferðalangarnir koma út. Mjög misjafnt er
hversu mikið hver og einn er með en aug-
ljóslega gætu leynst mjög margir motrar í
töskum, pokum og pinklum fólksins – fáir virð-
ast ferðast mjög létt þessa dagana. Ef víga-
ferli yrðu út af öllum þeim fatnaði sem tösk-
urnar geyma myndu sennilega fáir
Íslendingar verða uppistandandi til að halda
heilög jól.
Blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins
fara á stjá. Einhverra hluta vegna virðist fólk
ófúst til að koma fram undir nafni. Nokkrar
vinkonur sem neituðu að ræða við blaðamann
voru á svipinn einsog þær hefðu verið staðnar
að einhverju sem ekki má. Ein sagði þó yfir
öxlina að hún hefði verið að kaupa jólagjafir og
gert góð kaup. Ungur maður sagði brosandi að
það hefðir verið gaman að fylgjast með þeim
og öðrum kvennahópum spjalla meðan þær
biðu eftir öllum töskunum sínum.
Á ferð í flugstöð Leifs
Jólainnkaupin eru mál málanna núna. Vegna hagstæðs gengis-
munar krónu og dollars fara margir til Bandaríkjanna að
versla. Guðrún Guðlaugsdóttir sat fyrir ferðalöngum og ræddi
við þá, sem og flugþjón og yfirmann tollgæslu Suðurnesja
Morgunblaðið/Ómar
Farangurinn ferjaður Ferðalangar fara með hlaðnar kerrur í gegnum Leifsstöð.
Meðal þeirra ferðalanga semtóku í mál að ræða viðblaðamann var Ingólfur
Margeirsson rithöfundur.
„Við hjónin erum að koma úr
fjölskylduferð en óneitanlega höfð-
um við í bakhöndinni að kaupa
vörur, þar á meðal jólagjafir, í
ferðinni,“ segir Ingólfur.
„Talandi um jólagjafir þá á ég
þrjá krakka og barnabörn í Noregi
og ég keypti fyrir þau jólagjafir
vestra og sendi þaðan til Noregs.
En við Jóhanna Jónasdóttir konan
mín vorum í þessari ferð að heim-
sækja Höllu Björgu dóttur hennar
og barnabörn okkar. Halla Björg
er ljósmóðir og býr í New Haven
og tekur þar á móti amerískum
krökkum en maðurinn hennar
Hjalti Þórisson er í sérfræðinámi í
röntgenlækningum við
Yale-háskólasjúkrahúsið. Þau eiga
þrjú börn.
Það var yndislegt að heimsækja
þau, þar sem þau búa í litlu þorpi
rétt utan við New Haven sem líkist
afar mikið Oxford, en við Jóhanna
bjuggum í nágrenni þeirrar frægu
borgar fyrir nokkrum árum og fór-
um oft þangað í heimsókn. Ég
kíkti aðeins á Yale-háskólann og
hann minnir mjög mikið á sam-
bærilegar stofnanir í Oxford og
mér er sagt að sömu sögu sé að
segja um Harvard-háskólann í
Massachusetts.“
En hvernig fannst ykkur hjónum
að versla á þessum slóðum?
„Þarna eins og alls staðar í Am-
eríku allt morandi í stórverslunum,
mollum. Maður dróst inn í þetta og
það sem sló mann fyrst var hið
lága verð, sama hvort var á mat
eða öðrum vörum. Maður fyllist
undrun hvað verðið er lágt þarna –
og svo fyllist maður reiði yfir að
hafa ekki eitthvað svipað vöruverð
hér á Íslandi. Svo bætist við að nú
er sérlega hagstætt gengi á ís-
lensku krónunni gagnvart doll-
aranum. Bandaríkjamenn virðast
hafa minnkað mjög jólagjafakaup
og útgjöld fyrir jólin, fyrir því er
mikill áróður núna, Billy Graham
er m.a. í herferð gegn þessari jóla-
neyslu sem þarlendis hefur lengi
viðgengist. Búðareigendur hafa
brugðist við með því að halda út-
sölur í verslunum sínum fyrir jólin.
Í mörgum búðum sem við komum í
var verið að bjóða 30-40% afslátt á
allskonar vörum, fatnaði meðal
annars.“
Og keyptuð þið mikið?
„Þetta gerir það að verkum að
maður missir sig svolítið, ég missti
mig bæði í bókabúðum og fatabúð-
um og grét það helst að mega ekki
hafa meiri þyngd með mér hingað
til Íslands en raun ber vitni, en lík-
lega færu flugvélarnar ekki á loft
ef þessar hömlur væru ekki á hinni
leyfilegu þyngd.“
Er smekkur Bandaríkjamanna
eitthvað líkur okkar hér?
„Ef við tökum föt til dæmis þá
er amerísk fatatíska öðruvísi en
okkar. Þar er varla að finna hin
hefðbundnu evrópsku föt. Þeir eru
hins vegar með þægilegar galla-
buxur og skyrtur. Og ég keypti
mér bæði slopp og náttföt. Sem
dæmi um prísa má fá fína vatter-
aða úlpu með loðhettu á innan við
tíu þúsund krónur. Ég tók barna-
börnin mín, tíu ára strák og fjögra
ára stelpu og gallaði þau bæði upp
frá toppi til táar og það kostaði allt
saman 15 þúsund krónur – þetta
er verðlag sem við þekkjum ekki
hér. Maður þarf ekki að versla
mjög mikið til að greiða upp far-
seðilinn ef miðað er við að þessar
vörur væru keyptar hér á Íslandi.“
Hvaða bækur varstu að kaupa?
„Ég keypti langmest bækur um
sagnfræði og reyndar bækur um
trúarbrögð, mest um sögu kristn-
innar. En svo keypti ég líka slatta
af nýjustu skáldsögunum sem hafa
komið út þarna.
Það eitt það skemmtilegasta í
heimi að ganga um bandarískar
bókabúðir, þar er allt til og hægt
að kaupa innbundna doðranta á
undir þúsund krónum. Uppáhaldið
mitt er háskólabúðin í Yale. Það
ber allt að sama brunni – verðið
tekur svo vel á móti manni.“
Verðið
tekur svo
vel á móti
manni!
Morgunblaðið/Ómar
Fjölskylduheimsókn Ingólfur Margeirsson, rithöfundur, og kona hans
heimsóttu dóttur sína og fjölskyldu hennar í New Haven, þar sem uppá-
halds verslun Ingólfs er háskólabúðin í Yale.Við hittum að máli yfirmanntollgæslunnar á Suður-nesjum, Kára Gunnlaugsson.
„Vissulega sjáum við að það eru
margir að fara í verslunarferðir til
Bandaríkjanna,“ segir Kári. „Það
helgast af því að krónan stendur vel
gagnvart dollaranum og það er
hægt að fá ansi mikið í Banda-
ríkjunum núna fyrir tæplega 800
dollara, en það er sú upphæð sem
kom má inn í landið án tolla.Það er
eðlilegt að fólk noti tækifærið og
versli fyrir jólin. Mest er fólk að
kaupa fatnað, rafmagnstæki eru
110 volt í Bandaríkjunum svo það er
lítið keypt af þeim. Skartgripi verð-
um við lítið varir við. Helst er fólk
að kaupa myndavélar og fartölvur.
En fólkið sem fer í styttri ferðirnar
er sjaldnast að kaupa slíkt.
Maður verður var við að hópar,
vinkonur og klúbbar, taki sig saman
og fari í ferðalög, sameina skemmti-
og verslunarferðir, hvort sem fólk
er að fara til Evrópu eða Bandaríkj-
anna. Fólk er yfirleitt samvisku-
samt og skýrir rétt frá þegar það er
spurt um innihald farangurs. Hér
starfa 22 í almennu deildinni en 13 í
fíkniefnadeild. Við höfum réttindi
til að bera handjárn og gasefni. Við
erum varalögreglulið.“
Hafið þið áhyggjur af fíkniefna-
smygli í fatnaði?
„Þeir sem smygla þeim efnum
reyna allar hugsanlegar aðferðir.
Við stöðvum stundum þá sem eru
með óvenjulega mikinn farangur.
Við útilokum ekki neitt en höfum
ekki þá tilfinningu að það sé þarna
fólk sem standi í slíku. Þar ræður
tilfinningin sem þjálfast upp í löngu
starfi.
Hundarnir fjórir sem við erum
með hafa reynst mjög vel við að
þefa upp efni á borð við kannabis,
amfetamín og kókaín, talsvert er
um að fólk sé með fíkniefni innvort-
is en hundarnir finna lyktina eigi að
síður.“ Kári er ekki aðeins yfirmað-
ur tollgæslu í flugstöð Leifs Eiríks-
sonar heldur öllu umdæminu á
Reykjanesi, líka til sjávar.
Er mesta smyglhættan sjóleiðis?
„Í okkar umdæmi teljum við að
mesta hættan sé flugleiðis, 95% far-
þega erlendis frá koma á flugstöð-
ina. En við útilokum ekkert, tugir
skipa eru einnig í umdæmi okkar og
að sjálfsögðu fylgjumst við grannt
með því. Eins hafa vöruflutningar
um flugvöllinn aukist og þar höfum
við aukið eftirlit mikið með tilliti til
hugsanlegs fíkniefnainnflutnings
og annars tollskylds varnings.“
Morgunblaðið/Ómar
Tollgæsluyfirmenn Kári Gunnlaugsson og Björg Valtýsdóttir hafa augu
með innflutningi. Björg telur að meira sé um vörukaup í Bandaríkjunum
en áður og Kári segir að enn sé verslað töluvert í Evrópu.
Mikið um
verslunarferðir