Morgunblaðið - 16.12.2007, Síða 31

Morgunblaðið - 16.12.2007, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 2007 31 Morgunblaðið/Ómar Úr sólinni Guðrún Bergsveinsdóttir og Gylfi Jónsson voru í heimsókn hjá syni sínum í Flórída, þar eru föt ódýr en ætluð fyrir heitari veðráttu en hér. Við erum að koma frá syniokkar, hann er búsettur íFlórída í Bandaríkjunum, við erum búin að vera þar í heim- sókn í sjö vikur,“ segja hjónin Guðrún Bergsveinsdóttir og Gylfi Jónsson. „Maður verslar ekki í Flórída, vörurnar eru að vísu margfalt ódýrari en þær bara henta ekki ís- lenskum aðstæðum. Við keyptum að vísu jólagjafir, einkum barna- föt, en við skildum eftir gjafirnar fyrir barnabörnin í Bandaríkjum en erum með gjafir fyrir barna- börnin sem við eigum hér á Ís- landi.“ Gátuð þið verslað eitthvað í Boston, þaðan sem vélin var að koma? „Nei, við vorum þar bara í eina nótt en við fórum út að borða, það var ódýrt. Við sáum að vissulega voru vörur í verslunargluggum miklu ódýrari þar en hér. Kulda- fatnaðurinn virtist á mjög góðu verði. Ábyggilega var stærsti hlut- inn sem kom með þessu flugi í verslunarferðum, töskurnar voru í það minnsta margar hjá ýmsum. Það er jú algengt núna að fólki fari til Bandaríkjanna í versl- unarferðir en þá er ábyggilega skynsamlegast að fara t.d. til Bost- on því þar var hitastigið svipað og hér. Þess vegna er verið að selja þar föt sem henta betur á Íslandi.“ Margfalt ódýrara! Eiríkssonar Morgunblaðið/Ómar Komnir í gegn Vesturfarar komnir með farangurinn í gegnum tollinn eftir flugið yfir Atlantshafið. Já, hann Pottasleikir okkar – hann er svo feiminn,greyið! Þegar þessi feimni sveinn bankar varlega á dyrnar þann 16. desember og heyrir barnafætur nálgast með miklu trampi og plampi, þá hverfur hann sjálfur – svúppsdívúpps – inn um strompinn eða eld- húsgluggann. Og þegar litlu kjánarnir koma út gap- andi af undrun og spyrja: „Hver var að banka? Það er enginn hér,“ þá situr vinurinn inni í eldhúsi og sleikir með áfergju allt innan úr pottunum. Og svo er hann horfinn eins og hendi sé veifað. Já, hann Pot- tasleikir okkar, hann kann á því lagið. Kertasníkir leysir frá skjóðunni - Anja og Markus Kislich Pottasleikir – 16. desember Á leið út úr flugstöðinni er ungog glæsileg kona sem gefurokkur kost á að ræða við sig. „Ég var að koma úr verslunarferð og keypti allt mögulegt. Ég keypti fatnað og ég keypti gulleyrnalokka. Ég keypti líka heimilisbúsáhöld, handklæði, rúmföt, þetta var allt á mjög hagstæðu verði. Ég hugsa að það muni 75%, í það minnsta á bús- áhöldum, en ég var að vísu í fremur ódýrri búð sem seldi þó fína merkja- vöru. Ég var í þrjár nætur,“ segir Jóhanna Ingadóttir. Borgar sig að fara út til að versla? „Nei, við fórum þrjár vinkonur. Við fórum ekki bara í verslunarferð, við fórum líka til að skemmta okkur og hafa það huggulegt. Við fórum til dæmis á leiksýningu, í dekurmeð- ferð, það var partur af þessu. Svo fórum við út að borða, gistum á góðu hóteli og sváfum í góðum rúm- um. Við höfðum það skemmtilegt, spjölluðum saman og skoðuðum blöð. Það var virkilega gaman. Hvernig var veðrið? „Veðurfarið var mjög svipað og hér. Manni fannst maður eiginlega vera á Ís- landi hvað það snertir.“ Eru fötin samkvæmt tísku hér? „Það er misjafnt, en það er hægt að fá þarna falleg og ódýr föt í góð- um merkjum. Ég keypti barnaföt en ekki svo mikið af fötum.“ Vinkon- urnar vildu ekki leyfa myndatöku af sér saman en viðmælandi minn stillti sér upp. Höfðum það huggulegt! Morgunblaðið/Ómar Verslunarferð Jóhanna Ingadóttir fór með tveimur vinkonum sínum í verslunar- og skemmtiferð til Boston og hafði það huggulegt. Í flugstöð Leifs Ei-ríkssonar vorutveir áhafn- armeðlimir vélarinnar, sem var þá rétt lent í Keflavík, með þeim fyrstu út. Jón Júlíus Árnason er flugþjónn. Ég spurði hann hvort það væri hans tilfinn- ing að mjög mikið væri um að Íslendingar versluðu í Bandaríkj- unum núna. „Við sjáum lítið af farangri fólksins. Ef maður fer í búðir þá verður maður var við marga Íslendinga þannig að aug- ljóslega er fólk mikið að versla þarna. Það er líka skiljanlegt miðað við gengi dollars og fjár- ráð Íslendinga undanfarið.“ Verslar þú sjálfur frekar í Bandaríkjunum en hér heima? „Já, ég geri það nú. Ég er með þrjú lítil börn og kaupi föt á þau en ég held að það sé nokkuð sama hvað keypt er, verðmunurinn er mik- ill.“ Eru þeir áberandi fleiri sem fara í styttri ferðir fyrir jól en ella? „Nei, ég held ekki. Fólk er farið að ferðast meira og fer gjarnan í þriggja og fjögurra daga ferðir, meira að segja til Ameríku, þetta dreifist yfir árið en lík- lega eru þá ferðir á þeim árstíma meira farnar til skemmtunar en að versla.“ Er einhver munur á þessum farþegum? „Nei, Íslendingar eru alltaf jafnskemmtilegir farþegar og fara strax í ferðagírinn. Þá mynd- ast ákveðin stemning um borð.“ Flugþjónn Jón Júlíus Árnason segir verð gott í verslunum í Bandaríkjunum og kaupir föt þar á börn sín þrjú. Íslendingar skemmtilegir farþegar Morgunblaðið/Ómar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.