Morgunblaðið - 16.12.2007, Qupperneq 32
fangelsi
32 SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Í fyrsta kafla bókarinnar segir Aron
Pálmi frá líðan sinni eftir að dóm-
urinn féll yfir honum í Houston í
Texas 17. ágúst 1997:
N
okkrar mínútur eru
síðan dómarinn sagði
að ég væri dæmdur
til tíu ára refsivistar
á Unglingaheimilum
Texasríkis. Ég skil ekki hvað er að
gerast. Ég hef farið í dómsalinn áð-
ur og alltaf farið heim aftur strax á
eftir. Ég hélt að þetta yrði eins og
þá. Þegar ég leit á systur mína vissi
ég að þetta yrði öðruvísi. Hún horfði
á mig eins og ég væri dáinn. Síðan
drógu verðir mig inn í hvítt her-
bergi og einn þeirra varð eftir með
mér. Það er ekkert hérna inni nema
tveir hvítir bekkir, ég og vörðurinn.
Hann lætur mig fá appelsínugulan
samfesting og segir mér að fara í
hann í staðinn fyrir sparifötin mín.
Ég veit ekki hvað er á seyði og bíð
bara eftir að pabbi komi inn og segi:
„Komdu Aron, við erum að fara.“
En ég má ekki fara.
Loksins opnast dyrnar að her-
berginu og mamma kemur inn!
Eitthvað hlýtur að hafa gerst þann-
ig að ég geti farið heim! En það er
ekki allt eins og það á að vera.
Mamma er rauðeygð og þreytuleg.
„Elskan mín, við heimsækjum þig
þegar þú ert kominn á unglinga-
heimilið,“ segir hún og það berg-
málar annaðhvort í herberginu eða
höfðinu á mér. Áður en ég veit af
segir vörðurinn mömmu að fara.
Hún tekur fötin mín og ég horfi á
eftir henni ganga út.
Ég sit áfram í herberginu í lang-
an tíma og hugsa um síðustu daga.
Ég rifja upp vatnsblöðrustríðið sem
ég og vinir mínir fórum í og feluleik-
ina og fótboltann. Ég rifja líka upp
síðustu dagana heima þegar fjöl-
skyldan gat ekki talað saman án
þess að rífast út af dómsmálinu.
Dyrnar opnast aftur og ég hrekk
við. Verðinum er sagt að fara með
mig. Hann tekur mig með sér fram
á gang og bendir mér á að fara inn í
annað herbergi. Þar eru fleiri
krakkar á mínum aldri í appels-
ínugulum göllum. Við tölum saman
en ég gleymi samtölunum strax, því
það er eins og hugurinn sé allt ann-
ars staðar.
Áður en langt um líður koma
verðirnir til okkar með hlekki og
keðjur sem þeir festa við ökklann á
okkur öllum. Við göngum saman
hlekkjaðir í einni röð niður stiga og
inn í fangaflutningabíl fyrir utan.
Ég þarf svo mikið að gráta að ég er
að springa. Það eina sem stoppar
mig er ráðlegging sem vörðurinn
gaf mér áður en hann fór með mig
inn í herbergið til hinna krakkanna.
„Ekki láta neinn sjá þig gráta.“
Tveir valkostir
Aroni Pálma hafði verið sagt að
Giddings, eitt af unglingaheimilum
Texasríkis, væri hræðilegur staður.
Þangað var hann sendur hand- og
öklajárnaður og hlekkjaður með
keðju um mittið við samfanga sína
og samferðamenn síðla hausts 1997.
Hliðið að Giddings gefur ekki til
kynna að þetta sé fangelsi. Þetta er
ekkert líkt því sem ég hafði ímynd-
að mér. Staðurinn lítur í rauninni út
eins og heimavistarskóli, fyrir utan
girðinguna. Ein stór bygging er á
svæðinu og fjöldi annarra smærri
sem mynda hring í kringum hana.
Ég horfi út um gluggann á fanga-
flutningabílnum meðan hann rennur
í gegnum hliðið og sný mér við til að
sjá það lokast. Nokkrir menn koma
aðvífandi og renna augunum yfir
okkur áður en þeir spjalla við bíl-
stjórann. Hann réttir þeim pappíra
og annað hlið opnast. Skólalóðin og
heimavistin koma í ljós. Við keyrum
í hring þar til við komum að bíla-
stæði. Bílstjórinn stöðvar fanga-
flutningabílinn og segir okkur að
undirbúa útgöngu. Dyrnar opnast
og við göngum í fylkingu í áttina að
dyrunum á byggingu sem er merkt
öryggisgæsla. Það heyrist smellur í
dyrunum og þegar þær opnast birt-
ist okkur unglingafulltrúi. Þetta er
um tíu sentímetra þykk stálhurð
sem helst lokuð með segulkrafti.
Það næsta sem ég sé innandyra
er búr hulið vírneti. Þar inni sést
móta fyrir manneskju við skrifborð.
Fyrir framan búrið er skrifstofa þar
sem annar maður situr við skrifborð
og talar við strák í appelsínugulum
galla.
Við setjumst niður og fylgjumst
með unglingafulltrúunum róta í
dótinu sem við fengum að taka með
okkur. Þeir segja að við þurfum
engar myndir eða bréf og henda
þeim í ruslið. Þeir útskýra að strák-
arnir hérna inni myndu bara nota
þau gegn okkur. Mér líður eins og
þeir séu að svipta mig því síðasta
sem ég á eftir; minningum mínum.
Kona kemur inn og segist heita
Sandy Dressan og vera stuðnings-
fulltrúinn okkar. Við eltum hana inn
á eins konar lager þar sem hún rétt-
ir okkur föt. Ég fæ þrennar galla-
buxur, þrjá hvíta boli, þrjá gráa
boli, þrennar nærbuxur, þrjú pör af
sokkum, tvenna svarta skó, svartan
regnjakka, tvennar svartar stutt-
buxur og svarta derhúfu. Önnur föt
eru bönnuð á skólasvæðinu. Við för-
um í nýju fötin og setjum þau gömlu
í svartan ruslapoka. Síðan segir hún
okkur að elta sig í matsalinn og fá
okkur hádegismat með sér.
– Ekki tala við neinn. Borðið bara
matinn ykkar og gleymið því sem er
liðið.
Salurinn er þéttsetinn af hátt í
tvö hundruð strákum og átta vörð-
um. Strákarnir eru allir með svartar
derhúfur svo þeir brenni ekki á rök-
uðum hausnum þegar þeir fara út í
sólina. Við stöndum í röð sem er að-
skilin frá salnum með krómhandriði.
Maturinn lítur vel út. Það er pítsa
og í nógu stórum skömmtum. Auk
þess bragðast maturinn mun betur
en í Marlin. Ég hugsa með mér að
þetta sé eins og himnaríki í sam-
anburðinum. Við setjumst niður og
áður en ég veit af byrja allir að
Fagnaðarfundir Elizabeth Kristbjörg Thomas hittir stóra bróður sinn í
einni af hálsmánaðarlegu heimsóknum fjölskyldunnar. Elizabeth missti
aldrei úr heimsókn á meðan Aron var í fangelsi.
Stoltur Aron Pálmi stoltur af próf-
skírteini eftir útskrift úr miðskóla
17. mars árið 2000, á einni bestu
stund sinni í fangelsinu.
Erfið staða Þrír ungfangar í Marlin settir í biðstöðu með hendur fyrir aft-
an bak og hökuna niður á bringu. Börn og unglingar eru skyldug til að
halda þessari stöðu og líta ekki upp. Þau eru jafnvel látin standa svona svo
klukkustundum skiptir.
Velkomnir til
Aron Pálmi Ágústsson
var nýorðinn 14 ára
þegar hann var dæmd-
ur til tíu ára vistar í
barna- og unglinga-
fangelsum Texasríkis. Í
bókinni Enginn má sjá
mig gráta lýsir hann
miskunnarlausri veröld
fangelsisins.