Morgunblaðið - 16.12.2007, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 16.12.2007, Qupperneq 33
spjalla og það talar hver ofan í ann- an, hver öðrum háværari. Ég finn fyrir því í líkamanum hvernig þetta hressir mig við. Skyndilega þagnar allt. Ég lít við og sé hóp stráka koma inn í salinn. Verðirnir standa á fætur hver af öðrum, rétt eins og eitthvað sé í gangi sem ég veit ekki af. Spennan í loftinu er áþreifanleg. – Velkomnir til helvítis, segir Sandy Dressan. Rétt eins og við eigum að skilja hvað hún meinar. Strákurinn sem kom fyrstur inn fikrar sig í áttina að okkur eftir röð- inni að matarborðinu. – Í hvaða gengi eruð þið? spyr hann um leið og hann fer framhjá. Ég átta mig ekki alveg á því hvers konar gengi hann er að tala um eða hvort það sé gott eða slæmt. Ég svara honum ekki og ekki heldur þeim sem koma á eftir honum og spyrja að því sama. Allt í einu stekkur hópurinn út úr röðinni og yfir handriðið. Þeir ryðj- ast í gegnum salinn eins og brjál- æðingar og á örskammri stund log- ar allur salurinn í slagsmálum. Verðirnir skilja strákana í sundur til þess eins að þeir finni sér aðra til að ráðast á strax á eftir. Ég sit kyrr með strákunum sem komu með mér og horfi á þegar strákum er þrykkt í gólfið. Það er sparkað í suma og sumir eru kýldir. Öðrum er hrint inn í hliðarherbergi. Í sama mund streyma svartklæddir öryggisverðir inn í matsalinn úr öllum áttum hald- andi á hvítum handjárnum. Það er eins og allt gerist á sama augnablik- inu. Verðirnir ná að yfirbuga strákana einn af öðrum og það eina sem eftir lifir af slagsmálunum eru brotnir bakkar sem höfðu verið notaðir sem barefli, matarleifar á gólfinu og svartar derhúfur liggjandi á víð og dreif. Ég sit stjarfur við borðið. Sandy Dressan leiðir okkur út um bakdyrnar á matsalnum og fer með okkur yfir í aðra byggingu. Hún segir að við eigum að hitta forstöðu- manninn og aðstoðarmann hans. Við bíðum fyrir utan skrifstofuna hans í 20 mínútur áður en ljóshærð kona kemur út og vísar okkur inn. Það fyrsta sem blasir við okkur inni er skeggjaður maður sem situr bakvið mahónískrifborð. Konan sest við hliðina á honum og segir okkur að setjast líka. Maðurinn kynnir sig sem Stan DeGerolami, forstöðumann Gidd- ings. Konan segist heita Lynda Smith og vera næstráðandi for- stöðumanns. Lynda talar með valds- mannslegri og kuldalegri röddu: – Hvað heitið þið og hvers vegna eruð þið hér? Við svörum því hver á fætur öðr- um. Stan DeGerolami byrjar að tala um gengjaofbeldið á skólasvæðinu og að við verðum að beita öllum brögðum til að forðast þessi vanda- mál. – Einbeitið ykkur að þeim verk- efnum sem þið þurfið að klára hér til þess að komast heim. Lynda spyr hvort við höfum ein- hverjar spurningar en hún fær eng- in viðbrögð. Eftir fundinn fer Sandy með okk- ur í byggingu á jaðri skólasvæð- isins. – Þetta er deild 9-A. Hérna verðið þið metnir og getið byrjað að hækka ykkur upp um stig. Síðan verðið þið fluttir á þá deild sem veitir viðeig- andi meðferð eftir ykkar þörfum. Ljósin eru slökkt inni á deildinni og enginn er sjáanlegur. Hún út- skýrir að hópurinn sé ennþá í skól- anum og segir okkur að sitja upp við vegginn þar til einhver komi. Sandy Dressan fer inn á skrifstofu og við setjumst þöglir upp við vegg- inn. Ég veit ekki hvað ég á að segja eða hugsa. Nokkrar mínútur líða þar til aðaldyrnar opnast og um það bil 30 strákar streyma inn. Þeir tala saman og horfa á okkur. Nokkrir þeirra stíga fram, koma til okkar og spyrja okkur hvern af öðrum. – Hvaðan ertu? Hvað ertu gam- all? Fyrir hvað ertu hérna? Allt þar til maður kemur upp að okkur sem segist heita herra Mós- es. Hann virðist vera vörður og seg- ir okkur hvar við eigum að sofa. Hann vísar mér inn í rými sem er aflokað með veggjum hálfa leið upp til lofts. Þar á ég að koma dótinu mínu fyrir og búa mig undir leik- fimi. Herra Móses kallar þetta svæði „einkasvæðið þitt“. Ég hlýði honum og kem dótinu fyrir á einka- svæðinu mínu. Á meðan ég raða nærfötunum, buxunum og bolunum að hætti hers- ins hugsa ég um ráð sem mér voru gefin áður en farið var með mig hingað. Að ég eigi bara tvo valkosti í Giddings. Ég geti farið upp að stærsta náunganum hérna inni og beðið hann að vernda mig. Með öðr- um orðum veitt honum kynlífsþjón- ustu fyrir vernd. Hinn valkosturinn sé að fara upp að stærsta náung- anum og láta höggin dynja á hon- um. Þeir segja að við þurfum engar myndir eða bréf og henda þeim í ruslið. Þeir útskýra að strákarnir hérna inni myndu bara nota þau gegn okkur. helvítis Enginn má sjá mig gráta – Aron Pálmi – Barn í fangelsi eftir Jón Trausta Reynisson og Aron Pálma Ágústsson er 230 blaðsíður. Mál og menning gefur út. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 2007 33 -hágæðaheimilistæki Ekki bara kraftmiklar heldur líka stórglæsilegar Miele ryksugurnar eru traustar, kraftmiklar og hannaðar af fagmennsku. Þær eru með stillanlegu röri og mikið úrval fylgihluta er fáanlegt með vélini. vi lb or ga @ ce nt ru m .is Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Baldursnes 6, Akureyri | Sími 588 0200 Miele ryksugur – svartar og sætar www.eirvik.is S5380 2200 W, 4,5 ltr poki 10 m vinnuradíus, með Hepa filter Verð kr. 31.900. Kr. 30.3050 stgr. Virðing Réttlæti Hefurðu fengið desember- uppbótina þína? Desemberuppbót á að greiða ekki seinna en 15. desember. VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS © D is ne y © D is ne y Þyrnirós og litli hvolpurinn Glæsilega myndskreytt bók í stóru broti fyrir litlar prinsessur. Um leið og sagan er lesin má skyggnast bak við tjöldin og sjá hvernig er um að litast í höllinni. ©D is ne y 144 bls. í stóru broti! © D is ne y Heimur ljósálfanna Skemmtilegar sögur og margvíslegur fróðleikur um ljósálfana í Hvergilandi sem hafa farið sigurför um heiminn. Hér er allt sem þú þarft að vita um Skelli- bjöllu, Bekku, Fíru og alla hina ljósálfana.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.