Morgunblaðið - 16.12.2007, Qupperneq 34
kvikmyndir
34 SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
N
okkrar, „jólamyndir“
verða í bíóunum
næstu vikurnar,
gamanmyndir með
huggulegum boðskap
og öllu heila jólaskrautinu, Sveinka
og hreininum Rúdolf. Við fáum
nokkrar af gæðamyndunum sem
verða frumsýndar um allan heim í
desember og eiga flestir að geta
fundið eitthvað við sitt hæfi, ekki
síst stórfjölskyldan. Nú þarf mesta
bíóþjóð heimskringlunnar ekki leng-
ur að norpa í biðröðinni, sællar
minningar, því sá góði kostur er
kominn til sögunnar að kaupa miða á
netinu, gefa upp kortanúmerið og
prenta þá síðan út. Það getur komið
sér vel ef það verða köld og hvít bíó-
jól – jafnvel þó að dagar nælonskyrt-
unnar séu taldir.
Tvær af hinum hefðbundnu jóla-
myndum hafa þegar hafið göngu
sína og búið að fjalla um þær í Morg-
unblaðinu. Fyrst skal nefna til sög-
unnar Dugguholufólkið, einu ís-
lensku myndina sem er frumsýnd í
mánuðinum, en hún er jafnframt
fyrsta barna- og fjölskyldumyndin
sem birtist á tjaldinu í fjölda ára.
Duggholufólkið er í hinum vinsæla
ævintýrastíl (fantasy), með ramm-
íslensku drauga- og miðilsívafi. Seg-
ir af hremmingum ungs borgar-
drengs sem er sendur vestur á firði
yfir hátíðarnar, og lendir óvænt,
með tölvuna í annarri hendinni og
gemsann í hinni, í útistöðum við
draug aftan úr grárri forneskjunni.
Hin jólamyndin er The Bee Mo-
vie, teiknimynd um býfluguna
Benna. Hann er nýútskrifaður úr
skóla og líst hreint ekki á sinn eina
framtíðarmöguleika: Framleiða
hunang. Myndin er með íslensku og
ensku tali og á meðal íslensku leik-
aranna eru Gísli Baldur Gíslason,
Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Atli
Rafn Sigurðsson, Harald G. Haralds
og Ragnheiður Steindórsdóttir.
Frumsýningar helgina
14.-16. desember
Alvin og íkornarnir
– Alvin & the Chipmunks
Smárabíó, Háskólabíó, Sambíóin,
Álfabakka, Laugarásbíó og Borg-
arbíó, Akureyri
Með íslensku og ensku tali.
Leikstjóri: Tim Hill.
Íslenskar aðalraddir: Víðir Guð-
mundsson, Ólafur Sk. Þorvaldz, Jón
Svavar Jósefsson og Björgvin Franz
Gíslason.
Enskar aðalraddir: Jason Lee,
Justin Long, David Cross og Came-
ron Richardson.
Lauflétt, fjölskylduvæn teikni-
mynd sem fjallar um tónskáldið
Davíð og hvernig líf hans lendir í
undarlegri flækju þegar hann kynn-
ist þrem syngjandi og dansandi
íkornum. Þetta eru þeir bræður Alv-
in, sem er fæddur leiðtogi; Símon
hinn snjalli og Teódór síhressi.
Fljótlega hefst hin besta samvinna
með Davíð og íkornunum, sem verða
fyrr en varir Ríó tríó dýraríkisins.
Kvikmyndahúsagestir geta valið á
milli frumútgáfunnar og raddsetn-
ingar með íslenskum listamönnum.
Fjölskyldugamanmynd. 90 mín.
Fred Clause – Bróðir Sveinka
Sambíóin
Leikstjóri: David Dobkin.
Aðalleikendur: Vince Vaughn,
Paul Giamatti, Miranda Richardson
og Rachel Weisz.
Gamanleikarinn vinsæli, Vice
Vaughn, fer með titilhlutverk stóra
bróður Nicholasar Claus (Giamatti).
Fred hefur löngum staðið í skugg-
anum af litla brósa, hann hefur reynt
að fylgja góðu fordæmi hans, án
sýnilegs árangurs. Nicholas er
gæddur flestum þeim kostum sem
prýtt geta einn mann, gjafmildur og
göfugur en Fred er algjör andstæða
valmennisins. Fred vinnur við inn-
heimtur og stingur því gjarnan í vas-
ann sem hann rukkar. Slíkt fram-
ferði getur aðeins komið viðkomandi
bak við lás og slá en Nicholas leysir
Fred úr fangelsinu – gegn einu skil-
yrði. Fred verður að fara með
Nicholas á norðurpólinn og vinna af
sér skuldina við leikfangasmíðar, en
það er erfitt að kenna gömlum hundi
að sitja.
Fjölskyldugamanmynd. 115 mín.
Run, Fat Boy, Run
– Hlauptu, hlunkur, hlauptu
Laugarásbíó, Regnboginn, Borg-
arbíó Akureyri.
Leikstjóri: David Schwimmer. Að-
alleikendur: Simon Pegg, Thandie
Newton, Hank Azaria.
Bresk grínmynd af gamla skól-
anum sem sló rækilega í gegn í
heimalandinu þar sem hún sat sem
fastast í 4 vikur í efsta sæti vin-
sældalistans. Myndin er með róm-
antísku ívafi og segir af tilvistar-
kreppu fituhlunksins Dennis (Pegg),
sem yfirgaf Libby (Newton), unn-
ustu sína kasólétta við altarið, til
þess eins að uppgötva fimm árum
síðar að hún er eina konan sem hann
hefur elskað. Þá er Libby komin í
sambúð og líst Dennis meinlega á
gaurinn. Til að bæta ráð sitt skráir
Dennis sig í maraþonhlaup til að
sanna fyrir henni að hann getur
staðið við orð sín og að hann sé sá
eini rétti.
Gamanmynd. 95 mín.
Helgin 21.-–23. desember
Enchanted – Heillaður
Sambíóin, Smárabíó
Leikstjórar: David Bowers, Sam
Fell.
Aðalleikarar og ísl. leikraddir:
Selma Björns – Giselle (prinsessan)
– (á ensku Amy Adams)
Atli Rafn, – Robert Philip – (Pat-
rick Dempsey)
Rúnar Freyr, – Prince Edward –
(James Marsden)
Hjálmar Hjálmarsson, – Nathan-
iel – (Timothy Spall)
Ragnheiður Steindórs, – Queen
Narissa – (Susan Sarandon)
Sögumaður: Julie Andrews.
Feykivinsæl Disney-ævintýra-
mynd, bæði teiknuð og leikin um
Gisellu, prinsessuna fögru sem er
brottræk gerð úr teiknaða töfra-
landinu hennar Narissu drottningar.
Sú er fordæða hin versta sem sendir
Gisellu óforvarendis út í hringiðu
mannlífsins á Manhattan samtím-
ans. Gísella veit ekki sitt rjúkandi
ráð í stórborginni, þar er fátt sem
minnir á hennar fyrra, litskrúðuga
ævintýralíf. En þegar neyðin er
stærst birtist hjálpin í draumaprins-
inum, sem er mjög svo jarðbundinn
skilnaðarmálalögfræðingur. Nú er
spurningin: Getur prinsessa úr æv-
intýralandi gifst og orðið hamingju-
söm alla sína ævidaga í mann-
heimum?
Gamanmynd. 98 mín.
We Own the Night
– Nóttin er okkar
Háskólabíó – Regnboginn
Leikstjóri: James Gray.
Aðalleikendur: Joaquin Phoenix,
Mark Wahlberg, Eva Mendes og
Robert Duvall.
Til að dempa ævintýrablæinn sem
hvílir yfir bíóhúsum um hátíðarnar
fáum við glænýtt glæpadrama eftir
James Gray, en þetta er aðeins önn-
ur myndin hans síðan leikstjórinn
sló eftirminnilega í gegn með frum-
rauninni Little Odessa (’94). Gray
heldur sig á Manhattan og við rúss-
nesku mafíuna. Bobby (Phoenix)
hefur slitið fjölskylduböndin og
-hefðina sem lögreglumaður, en
bæði faðir hans (Duvall) og bróðir
(Wahlberg) eru virtir í hópi laganna
varða. Bobby tekur að sér rekstur
næturklúbbs í eigu rússneskra aðila,
þar fer ýmislegt fram sem hann læt-
ur lengi vel fram hjá sér fara og
hvert kvöld er samfelldur glaumur
og gleði. Myndin gerist 1988 og
diskóið í algleyming. En öll partí
taka enda og þá er gott að eiga
trausta fjölskyldu. Myndin er byggð
á sönnum atburðum.
Spennumynd. 117 mín.
Frumsýningar 2. jóladag
The Golden Compass
– Gyllti áttavitinn
Laugarásbíó, Smárabíó, Regn-
boginn, Háskólabíó, Sambíóin Kefla-
vík, Borgarbíó Akureyri
Leikstjóri Chris Weitz.
Aðalleikendur: Nicole Kidman,
Daniel Craig, Sam Elliot, Eva
Green, Dakota Blue Richards o.fl.
Stjörnum prýdd, fræg og dýr
ævintýramynd, byggð á margverð-
launaðri metsölubók og segir frá
fyrsta hlutanum í Myrkraefna-
þrennunni. Gyllti áttavitinn er
spennandi ævintýrasaga sem gerist í
öðrum heimi, hliðstæðum okkar, þar
sem sálir fólks taka á sig myndir
dýra, talandi birnir heyja stríð, og
Sígyptar (Gyptians) og nornir lifa í
sátt og samlyndi. Aðalpersónan er
stúlkan Lýra (Richards), sem leggur
upp í för til að bjarga vini, sem var
rænt af dularfullum samtökum sem
kallast Aflarar (Gobblers), en snýst
upp í epískt ferðalag til að bjarga
bæði heimi hennar og okkar. Gyllti
áttavitinn minnir að ýmsu leyti á þrí-
leikinn kenndan við Hringadróttin
og er jólamynd um allan heim. Þess
má til gamans geta að gamla kemp-
an Ian McShane raddsetur náunga
að nafni Ragnar Sturluson(!) For-
vitnilegt að fylgjast með hvaða per-
sóna býr þar að baki.
Ævintýramynd. 113 mín.
I Am Legend – Ég er goðsögn
Sambíóin, Háskólabíó
Nóttin er okkar Diskóið er í algleymingi þegar Bobby (Joaquin
Phoenix) tekur að sér rekstur næturklúbbs í eigu Rússa.
Fjölskrúðug bíójól
Ég er goðsögn Í tengslum við frumsýningu framtíðartryllisins I Am Legend fengu stílistar myndarinnar ljós-
myndir af táknrænum byggingum í örfáum borgum og breyttu þeim í samræmi við útlit myndarinnar. Kvik-
myndin gerist nokkrum árum eftir Ragnarök og þannig ímynda þeir sér Hallgrímskirkjuna okkar.
Þjóðargersemin 2 Söguhetjan Ben Gates (Nicolas Cage) kemst að hrika-
legum leyndarmálum úr glatkistum fortíðarinnar.
Senn líður að jólum og
úrvalið í kvikmyndahús-
unum verður fjölskyldu-
vænna en venjulega. Sæ-
björn Valdimarsson
kynnti sér hvað verður á
boðstólum og saknar
þess helst að aðeins ein
íslensk mynd er frum-
sýnd í jólamánuðinum.
»Hátíðamyndir fyrir
alla aldurshópa og
boðskapurinn oftast
góður.
Bróðir Sveinka Til að forða stóra bróður frá tukthúsinu fer Nicho-
las með hann á norðurpólinn til að vinna í leikfangaverksmiðju.
Hlauptu, hlunkur, hlauptu Dennis (Simon Pegg) ætl-
ar að sanna fyrir ástinni sinni að hann sé sá eini rétti.