Morgunblaðið - 16.12.2007, Side 41

Morgunblaðið - 16.12.2007, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 2007 41 stunda með einhverju; ég hefði ekki treyst mér til þess a.m.k. En þetta gerðist svona smátt og smátt að ég þokaðist að fullu í átt til tón- listarinnar.“ Í nám á ný Ólafur segir að svo hafi komið að því loksins að honum hafi hreinlega fundist hann verða að læra meira í músík. Og hann fór til Bandaríkjanna í nám. „Ég var löngu farin að semja og skrifa og útsetja og stjórna og allt það er ég sóttist eftir náminu. Árni Egils, kollegi minn og mikils- virtur bassaleikari í Kaliforníu fann það fyrir mig. Skólinn heitir Grove School of Music og er í Los Angeles og er ætlaður tónlist- armönnum sem vilja bæta við sig. Honum var þá stýrt af starfandi músíköntum. Henry Mancini, Nel- son Riddle og fleiri. Þessir gæjar voru að kenna mér. Ég fór út og barðist við það í átta ár að ná tveimur árum. Því að ég flaug allt- af heim á milli til að kenna við gít- arskólann. Eigandi skólans, Dick Grove varð góður vinur minn, og hann skildi ekkert í þessum grá- hærða Íslendingi sem var alltaf að koma aftur og aftur! En diplóm- urnar kláraði ég og þær hengdi ég upp á veggi hjá mér með mikilli ánægju. Ég var stoltur, ég fann mig í náminu og hafði óskaplega gaman af því. Þetta var nú eitt- hvað annað en menntaskólinn, en þar hundleiddist mér. Ég hefði getað brillerað þar, ef ég hefði lagt þá orku í námið sem ég legg í tónlistina.“ Ólafur segir að námið hafi gert sér afskaplega gott. „Ég valdi kvikmyndatónlist- arnám einfaldlega af því að ég hef gaman af henni. Hún getur verið hryllileg eins og gerist, en af- skaplega góð þegar þú hittir á rétt. Þarna úti eru allir vanir þessu formi einhvern veginn. Þeg- ar ég kom svo heim voru allir að finna einhvern amerískan blæ á tónlistinni minni. Úti var alltaf sagt við mig: Þú ert greinilegur Evrópumaður í öllu sem þú gerir!“ Fyrsta myndin sem Ólafur „skoraði“ hér heima var Benjamín Dúfa. „Mér fannst það heppnast vel, en þar fékk allt að standa. Ég samdi líka fyrir Perlur og svín en það var allt klippt í sundur þar. Ég var ekki ánægður með það. Þá nær tónlistin ekki að njóta sín fyllilega. Ég samdi líka fyrir Myrkrahöfðingjann, en var ekki skrifaður fyrir henni samkvæmt samningi.“ Blaðamaður veltir í framhaldinu fyrir sér hvort að gítarskólinn, sem Óli Gaukur er hvað þekkt- astur fyrir á meðal almennings, sé þá ekki hinn fullkomna samþætt- ing menntamannsins og tónlistar- mannsins? „Það getur vel verið,“ svarar Ólafur snögglega. „Það getur vel verið. Ég þarf alltaf að vera að læra. Ég fór t.d. einn vetur til Atla Heimis og lærði hjá honum tónsmíðar. Samdi þar strengja- kvartett. Fór líka í tón- og hljóm- fræði til Jóns Ásgeirssonar. Þetta eru menn sem hafa gert mér gott […] ég einhvern veginn þráði allt- af menntun. Þar kom að ég var búinn að spila og spila og spila. Og spila og spila og spila og spila. Þar kom, að mér fannst eins og það væri sama hvort ég spilaði vel eða illa. Ég var orðinn gramur. Það vissi enginn hvort ég var að spila vel eða illa, það var alltaf sagt að gítarleikur Ólafs Gauks væri frá- bær á meðan ég vissi sjálfur að ég hafði spilað eins og fjandinn sjálf- ur illa. Þetta hafði áhrif á mig. Ég sá að þetta gekk ekki lengur og ég bara varð að finna einhverja leið út úr þessu. Opna eitthvert hlið. Það gerðist með þessu kvikmynda- námi.“ Brotist frá forminu Það er ýmislegt í farvatninu hjá Ólafi. Einhverjar plötur og kvik- mynd sem hann vill ekki nefna að svo stöddu. „Ég er alveg til í fleiri plötur. Sjáum hvað setur. Svo er ég auð- vitað alltaf að kenna og sé enga ástæðu til að hætta því.“ Og það er kannski klisjukennt að segja það, en Ólafur man svo sannarlega tímana tvenna í tónlist, staðhæfing sem hann tekur heils- hugar undir, brosandi í kampinn. „Maður fylgist með og ég hef aldrei upplifað meiri gerjun í tón- list en einmitt í dag. Það er ekki allt sem manni fellur við en það er svoleiðis í tónlistinni að ef það eru ekki einhverjir sem eru að reyna að brjótast út úr forminu með eitt- hvað nýtt og öðruvísi erum við í slæmum málum. Þetta hefur áhrif á heildina og almenna þróun tón- listarinnar, hvort sem þessar til- teknu þreifingar lifa eitthvað eða ekki. Það á ekki að hemja tónlist- ina. Það er mjög mikilvægt. Allir þessir útúrdúrar, uppreisn ef þú vilt, eru algerlega nauðsynlegir út af fyrir sig. Mér er til efs að fjór- tán ára krakkar í hljómsveitum standi undir heilsíðu í Morg- unblaðinu. Það getur samt vel ver- ið. Það er möguleiki. En hann er voðalega rýr. En þetta kyndir allt- af undir áhuga annarra og hvetur fólk áfram. Þannig að ég sætti mig við það á þeim forsendum. Mér finnst margt hundleiðinlegt sem er í gangi en sumt er alveg dásam- legt. Þetta skiptist í tvö horn hjá mér. Mér verður allt í einu hugsað til vögguvísu Brahms, bara af því að ég var að kenna hana á gítar í gær. Þetta er meistaraverk. Örfáir tónar […] og þá fær maður kipp í hjartað. En ég myndi segja að mér þyki ca helmingurinn af tón- list sem er til alveg hundleið- inlegur. En skemmtilegi helming- urinn er svo skemmtilegur að maður ætti ekki að vera að eyða púðri í verri helminginn.“ » Það er ýmislegt í farvatninu hjá Ólafi. Einhverjar plötur og kvikmynd sem hann vill ekki nefna að svo stöddu. Fyrir veiðimanninn í fjölskyldunni þinni Krókhálsi 5 - Sími 517 8050 - Sportbudin.is - Síðumúla 8 - Sími 568 8410 - Veidihornid.is - Hafnarstræti 5 - Sími 551 6760 - Veidimadurinn.is - Munið vinsælu gjafabréfin okkar ProLogic skotveiðijakki. Vatnsheldur og hlýr jakki með útöndun. Áralöng góð reynsla á Íslandi. Verð aðeins 23.900 ProLogic Thermo skotveiðihanskar. Vatnsheldir og hlýir. Verð aðeins 2.995. Einnig úr neopren. Verð aðeins 2.295. ProLogic skór. Vatnsheldir og hlýir skór með góðri útöndun. 3 gerðir. Bæjarins besta verð. Aðeins frá 9.995. Ameristep rúllubaggi. Vinsælasta felubirgið á markaðnum. Hvergi betra verð. Aðeins 16.880. Beretta skotveiðibakpoki með byssufestingu. Góður poki í alla skotveiði. Stillanlegar mittis, brjóst og axlarólar. Góð og aðgengileg hólf. Vatnsheld veðurhlíf fylgir. Frábært verð. Aðeins 13.495. Vandað hreinsisett fyrir haglabyssur. Burstar, stöng, olía og fleira í góðum kassa. Verð aðeins 4.880. Ron Thompson Aquasafe vöðlupakki. Góðar öndunarvöðlur og skór. Fullt verð 28.990. Jólatilboð aðeins 19.995 Simms Freestone veiðijakki. Vatnsheldur með útöndun. Verð aðeins 19.900 Ron Thompson veiðijakki. Vatnsheldur með útöndun. Fullt verð 12.900. Jólatilboð aðeins 9.995. Nýtt – NRS flotveiðivesti. Sérhönnuð flotvesti fyrir veiðimenn. Örugg vesti í alla veiði. Verð aðeins 12.980. Sage fluguveiðipakki. Fli og Launch 4ra hluta stöng í hólk. Gott LA hjól og RIO flugulína. Lífstíðarábyrgð frá framleiðanda á stöng. Frábært verð á alvöru fluguveiðipakka. Aðeins frá 34.900. Veiðiflugur Íslands. Biblía fluguhnýtarans. Bók sem allir áhugamenn um fluguveiði verða að eiga. Verð aðeins 3.995. Ron Thompson vöðlutaska. Nauðsynleg taska fyrir alla veiðimenn sem eiga vöðlur. Vatnsheldur botn. Motta til að standa á þegar farið er í og úr. Verð aðeins 3.995. Scierra Explorer veiðitaska. Afar vönduð og sterk veiðitaska undir allan veiðibúnaðinn. Vatnsheldur botn. Verð aðeins 6.995. Gerviandasett. 12 stokkendur; sofandi, vakandi og kafandi. Góður bakpoki, bönd og blýsökkur fylgja. Frábært verð. Aðeins 8.995 fyrir allt þetta. Lærðu að hnýta silungaflugur og Lærðu að hnýta laxaflugur. Fluguhnýtinganámskeið á íslensku á tveim DVD diskum. Aðeins 2.995 hvor diskur. Veniard Premium fluguhnýtingasett. Einhver vinsælustu fluguhnýtingasettin á mark- aðnum. Fluguhnýtingaverkfæri og troðfullur pakki af vönduðu hnýtingaefni. Verð aðeins 10.900 Simms Freestone vöðlupakki. Góðar öndunarvöðlur og skór. Fullt verð 32.800. Jólatilboð aðeins 25.900 Rjúpnaveiðivesti. Nauðsynleg í rjúpnaveiðina. Margir vasar fyrir veiðina, GPS, GSM, veiðikortið, nestið og fleira. Fullt verð 7.990. Jólatilboð aðeins 6.490.- Beretta PacLite skotveiðigalli og ókeypis Garmin Etrex GPS tæki. Algjörlega vatnsheldur, þunnur Gore-Tex galli, frábær á rjúpu, hreindýr eða heiðagæsina. Garmin Etrex GPS tæki fylgir ókeypis. Fullt verð 61.800. Tilboð til jóla aðeins 39.900.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.