Morgunblaðið - 16.12.2007, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 2007 43
Flest okkar fóstursystkinanna
getum státað okkur af því að hafa
lokið einhverju námi. Meðal okkar
finnast rafvirki, smiður, búfræð-
ingur, múrari, blikksmiður, bóka-
safnsfræðingur, viðskiptafræð-
ingur, kerfisfræðingur og
heimspekingur.
Allir sem þekkja Kristján á
Kumbaravogi vita hvern mann
hann hefur að geyma. Hann er
ákveðinn, fastur á sínu og með
skýrar línur í réttu og röngu. Hann
er þekktur meðal margra af verk-
um sínum. Margir hafa leitað til
hans gegnum árin til að fá góð ráð
eða hjálp á hvern þann hátt sem
honum hefur auðnast að veita.
Fósturbörnin hafa oft leitað til
hans og hefur hann þá hjálpað
þeim um vinnu, húsnæði eða jafn-
vel tekið þau inn á heimilið til sín. Í
einstaka tilvikum hafa þeir sem
lent hafa í tímabundnum vanda,
komið beint frá meðferðarstofn-
unum og notið skjóls hjá honum.
Það er sársaukafullt að þurfa að
vera tekinn frá foreldrum sínum
ungur að árum. Slíkt skilur óum-
flýjanlega eftir sig erfiðar minn-
ingar fyrir bæði börnin og foreldr-
ana. Hvaða foreldri vill ekki
reynast börnum sínum vel og veita
því gott uppeldi? Og hvaða foreldri
harmar ekki ef veikindi eða óregla
hafa komið í veg fyrir að það gæti
rækt foreldrahlutverk sitt. Það
hlýtur einnig að vera stór ákvörðun
hjá fólki að taka að sér börn ann-
arra, reyna að búa þeim kærleiks-
ríkt heimili og veita þeim fullan að-
gang að heimilinu dag og nótt,
allan ársins hring. Þegar horft er
til baka er nauðsynlegt að forðast
einfaldanir og ásakanir byggðar á
þeim. Lífið er flókið, ekki síst þar
sem erfiðleikar eru til staðar.
Kumbaravogur „Það var alltaf líf og fjör á Kumbaravogi og margar hefðir sem sköpuðust.“
Höfundur er kerfisfræðingur.
Ármúli 26 / Sími 522 3000 / www.hataekni.is. Fæst hjá söluaðilum um land allt.
Með Logitech fjarstýringunni líður þér
eins og þú hafir öll völd í hendi þér.
Þú stjórnar öllum tækjum heimilisins með
einni fjarstýringu og með aðeins einum
takka setur þú heilu aðgerðirnar af stað.
Stingdu öllum öðrum fjarstýringum ofan
í skúffu, fáðu þér Logitech Harmony.
Logitech Harmony fjarstýringar
í miklu úrvali.
Verð frá 24.995 kr.
AÐ STJÓRNA
Þú ætlar að horfa á flakkarann - einn takki
Það kviknar á flakkaranum, sjónvarpið stillist
sjálfkrafa inn á réttu rásina. Þú flakkar svo eftir það
á Logitech fjarstýringunni.
og allir innvígðir mega vita er skollin á
kreppa á verðbréfamarkaðinum en þótt
hún hafi grasserað um skeið hefur það
engin áhrif haft á uppboðsmarkaðinn hvað
myndverk snertir, síður en svo. Þetta
mikla ólíkindaár hvað varðar uppgang sí-
gildra miðla í myndlist úti í heimi ásamt
framrás nýrra hugmynda, sýnist ætla að
hámarka sig nú í árslok og í augnablikinu
virðist enginn búast við umsnúningi, engar
úrtöluspár á lofti nema kannski frá öng-
strætum réttrúnaðar hvar menn sætta sig
ekki við uppgang málverksins. Rannsókn-
arefni hve þessi þróun hefur verið lengi að
ná hingað á útskerið, ráðamenn og fjöl-
miðlar seinir að átta sig, myndlistin ennþá
aftarlega á merinni eins og menn orða það.
Myndlistarmenn virðast sem fyrreiga að lifa á heiðrinum einum oghér hafa engin jarðföst rök dugað
hingað til, um leið er þjóðin að drukkna í
bókaflóði og útgáfu tóndiska og í þeim pa-
taldri er fátt gefið nema eitthvað rati til
baka í lófana. Hjartnæmt að eiga svona
marga snillinga á hvorum tveggja vett-
vanginum en af og til skal minnast að oflof
er háð, en um leið brugðið fæti við fram-
gang málverksins. Mikilvægt að menn
gleymi ekki grjótharðri veltunni af þessum
látum hér sem erlendis, einnig að lista-
menn eru engar afætur á þjóðfélaginu og
hafa aldrei verið nema á vettvangi lágkúr-
unnar.
Skýtur skökku við að heiðurslaun lista-
manna ná vart örorku- eða ellilaunum og
eru einungis brot af því sem nefndarmenn
skammta sjálfum sér í eftirlaun. Í útland-
inu dirfist enginn óvitlaus að kenna slíkar
sporslur nánasar við ofurheiður, þær skulu
einungis meðteknar sem viðurkenning á
þjóðnýtu starfi viðkomandi sem þakka ber
fyrir. Og þegar menn á útskerinu eru farn-
ir að blanda lífeyrisréttindum við verðleika
eða grípa til kynja og kvótakerfa er botn-
inum náð. Hér síður spurn um hag eða
kynferði öllu heldur vikt og mikið er þessi
þrýstingur utan úr bæ sem sagður er vera
á nefndarmenn aumkunarverður, segir
helst að í hvorum tveggja herbúðum leiði
blindir blinda.
En skyldi ekki mál málanna að sannir
áhugamenn um listir, þekktir að víðsýni og
hlutlægni, úthluti þessum aurum í stað
þröngsýnna stjórnmálamanna sem sumir
vilja bersýnilega allan stuðning við skap-
andi athafnir út í hafsauga. Innflutt glit-
góss og eftirgerðir á markaði fáránleikans
mál málanna.
Nú er ég komin út í orðræður sem ég
vildi varast eins og segir í upphafi, hef
helst þá afsökun hve andvaraleysið og
ógagnsæið er ennþá yfirþyrmandi, umræð-
ur viðlíka litlar og til að mynda er veita
skal forstöðumannsstöður við listasöfnin,
pólitíski hráskinnaleikurinn og moldvörp-
ustarfsemin hins vegar á fullu. Í vin-
áttuvæðingu, baktjaldamakki og undirferli
erum við hins vegar líkast til heimsmeist-
arar.
Ef einhver listsýning í borgarlandinu er í
takt við upphafna gleði jólanna er það
framkvæmdin „Falinn Fjársjóður“ í Aust-
ursal Kjarvalsstaða, og er hér um algjöran
umsnúning að ræða. Í fyrsta skipti í háa
herrans tíð sér maður fólk á innlendri sam-
sýningu skoða myndverk vel, lengi og af
áhuga enda um einstaklega fjölþætta sýn-
ingu að ræða. Ættu söfnin að draga lær-
dóm af þessu framtaki sem gefur allt aðra
og opnari innsýn í ferska íslenska myndlist
en þá einsýnu og sjálfhverfu söguskoðun
sem boðið hefur verið upp á undanfarin ár,
tæmt hefur alla mikils háttar sýningarsali
og komið hverri veitingasölunni af annarri
út úr húsi.
Þótt aðsókn á listasöfn sé trúlegasömuleiðis í lágmarki hjá hinumNorðurlandaþjóðunum, er þessu
öðruvísi farið dálítið sunnar í álfunni, til að
mynda múgur og margmenni á listasöfnum
Parísarborgar og ósjaldan biðraðir fyrir ut-
an, og hér um Frakka sjálfa að ræða en
ekki ferðalanga eins og á sumrin, þá flýja
þeir sem geta borgina. Svipað um New
York en þar eru söfnin líkust aðaljárn-
brautarstöðvum allan ársins hring, og
stækkanir víða á dagskrá. Á þessum stöð-
um gengur fólk ekki með hangandi hendi
að hlutunum og tekur svo æðisköst í lokin
sem er íslenska leiðin, heldur undirbýr og
skipuleggur framkvæmdir af stakri ná-
kvæmni þar sem ekkert sem vægi hefur
skal afrækt.
Óvenju forvitnilegt og heillegt úrval sýn-
inga í borgarlandinu um þessi jól, og auk
fyrrnefndrar sýningar að Kjarvalsstöðum,
má nefna yfirlit verka Kristjáns Davíðs-
sonar síðastliðin þrjátíu ár í Listasafni Ís-
lands svo og sýningu úr einkasafni Mark-
úsar Ívarssonar. Og undanfarið hefur
fjölþætt norræn verðlaunasýning portrett-
mynda verið uppi í Hafnarborg, sem senn
fer að ljúka. Markús Ívarsson var stór-
merkur safnari listaverka og gott mun fé-
litlum íslenskum málurum hafa fundist sjá
hann koma hjólandi, enn betra fjarlægjast
með málverk á bögglabrettinu en þeir sjálf-
ir óvænta aura í lúkunum. Maður segir
bara; Guð blessi þennan mann, sem mun
mikilvirkastur safnari framsækinna mynd-
verka á fjórða áratugnum og var hér í
meira lagi myndglöggur. Stórskrítið að
ekki skuli upplýsingar um hann í Íslensku
alfræðabókinni.
Það eru með sanni ýmsir faldir fjár-sjóðir í íslenskri myndlist og einnþeirra er olíumálverk Eyjólfs Ey-
fells af Vorsabæjarhjáleigu frá 1906, sem
er hiklaust ein af perlum íslenskrar mynd-
listar frá upphafi aldarinnar. Svona gat
Eyjólfur málað og það kallar á frekari leit
og í kjölfarið vandaða bók um listamann-
inn.