Morgunblaðið - 16.12.2007, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 2007 45
merki þessa ástands og þess gætir vissulega í bók-
menntunum líka. Um 800 bókatitlar líta dagsins ljós
þetta árið og gefur augaleið að bróðurparturinn
muni fara forgörðum í því flóði. Þeir sem standa
menningarvaktina eru einskonar björgunarsveit í
stórslysamynd – að gera lýðum ljóst hvað sé nýti-
legast á ferðinni – en líka að freista þess að halda á
floti því sem kom úr í fyrra og hittiðfyrra og þar áð-
ur“.
Á málþinginu benti Pétur á hættuna af því að þeir
sem stunduðu listsköpun nú til dags fyndu ekki
áhorfendur sína, lesendur og hlustendur. Framboð-
ið væri orðið svo mikið að enginn gæti átt slíka við-
takendur vísa. Hann notaði orðið „slembimiðlun“
um sambandið á milli listamannsins og listneytand-
ans. Líkti hlutverki gagnrýnandans við „melting-
arfæri neytandans“ sem túlka má á þann hátt að án
gagnrýnandans geti neytandinn tæpast nærst á
listinni vegna gríðalegs magnsins sem hann stend-
ur frammi fyrir.
Það virðist ljóst að í samfélagi þar sem framboðið
er jafnmikið og raun ber vitni getur fjölmiðill ekki
einvörðungu stundað kynningarstarf á sviði menn-
ingar. Með því væri einungis bætt í auglýsinga-
magnið sem Pétur nefnir. Fjölmiðill sem lætur sig
menninguna varða hlýtur að þurfa að standa vörð
um fleiri sjónarmið en þeirra sem þurfa á kynningu
að halda. Með sjálfstæðum og áhugaverðum efn-
istökum og greiningu á menningunni. Gagnrýni er
einmitt eitt þeirra tækja sem hægt er beita til slíkr-
ar greiningar.
Vantar tilfinnanlega fleiri raddir
L
íkt og Pétur Gunnarsson sem telur
eftirsóknarverðustu gagnrýnina
vera samtal við verkið – stækkun
þess og útvíkkun, kallaði myndlist-
armaðurinn Unnar Örn eftir svör-
um um hvort verkið gæti haldið
áfram að lifa eftir gagnrýnina, hvort „samtalið“
héldi áfram. Blogg telur Unnar Örn aldrei geta
komið í stað gagnrýni, en hugsanlega geta verið
þátt í samtalinu. Hann sagði gagnrýnandann setja
sig í ákveðin spor – sem eru þá hans persónulegu
forsendur – en síðan þarf að taka við kyndlinum og
halda áfram að kryfja listina. Þessi krafa Unnars
Arnar er afar mikilvæg á tímum þar sem hug-
myndafræðilegir straumar hafa í raun ómerkt
„endanlega“ dóma.
Tiltekin skoðun gagnrýnandans er afar sjaldan
hinn endanlegi mælikvarði á listaverk – ekki einu
sinni þótt margir séu honum sammála og samsami
sig skoðunum hans. Það er á ábyrgð allra þeirra
afla er móta samfélagsumræðuna að tryggja
grundvöll til samræðna um listina og menningar-
umhverfið. Á Íslandi er það því miður svo að list-
greinarnar búa við mjög ólíkar aðstæður hvað varð-
veislu á sögu þeirra varðar. Þótt íslensk
bókmenntasaga hafi verið skráð (og um hana þrátt-
að) eru hvorki til heildstæð rit yfir sögu myndistar,
tónlistar eða leiklistar í landinu – einungis brot eða
hlutar hafa verið skráð fram að þessu.
Eins og margir urðu til að nefna á málþinginu
þjónar samfelld gagnrýni á borð við þá sem haldið
hefur verið úti í Morgunblaðinu um áratugi því enn
mikilvægara hlutverki en ella – oft á tíðum sem eina
skráða heimildin um tiltekinn viðburð ekki síst eftir
að aðrir fjölmiðlar hættu að halda úti gagnrýni
nema í mjög litlum mæli. Þessi staða er menningar-
lífinu skaðleg. Hún er heldur engin óskastaða fyrir
fjölmiðil á borð við Morgunblaðið – það er ekki auð-
velt að vera eina röddin sem hljómar á þessu sviði,
mun betra er að búa við samkeppni og eðlilegt sam-
tal við aðra fjölmiðla.
Hvað þennan þátt varðar hefur því orðið mikil
afturför í íslensku samfélagi. Hjálmar Sveinsson
benti á að við rannsókn hans á höfundarverki Elías-
ar Marar, hefði hann t.d. getað lesið dóma frá 6. og
7. áratug síðustu aldar í mörgum blöðum. Sú sýn er
hann fékk á viðtökur verka Elíasar var margradda.
Í dag er slík orðræða nánast eintóna, þar sem lítið
er um dóma í öðrum fjölmiðlum en Morgunblaðinu
– Ríkisútvarpið sinnir reyndar tilteknum þáttum
vel en öðrum síður. Umfang myndlistar samtímans
er til að mynda nánast einvörðungu skráð á síðum
Morgunblaðsins í gegnum gagnrýni, sem hlýtur að
vera slæmt fyrir komandi kynslóðir – ekki vegna
þess að gagnrýni blaðsins standi ekki undir nafni,
heldur vegna þess að einungis ein skoðun stendur
eftir sem vitnisburður til framtíðar. Gestur úr sal
tók undir orð Hjálmars og benti á að nú stæði yfir
ritun sögu íslenskrar myndlistar og þar væru dóm-
ar ómetanleg heimild. En þegar fram í sækti færi
röddum að fækka sem væri afleitt.
Birta Guðjónsdóttir, myndlistarmaður og sýn-
ingarstjóri, varpaði fram þeirri spurningu hvort slík
eintóna skrásetningi gæti ekki verið orðin listinni
„hættuleg“ – og víst er að sú spurning er bæði gild
og umhugsunarverð.
Hvaða gildi skipta máli?
E
n það kostar peninga að halda úti
menningarpólitík hvar svo sem
það er gert. Og oft virðist sem
mikilvægi menningarpólitískrar
stefnumótunar sé vanmetið – jafn-
vel nú þegar þjóðin hefur efni á að
vera menningarleg. Ólíkt því sem á við um þau lönd
er Íslendingar líkja sér gjarnan við er saga upp-
byggingar íslenskra menningarstofnana stutt.
Saga uppbyggingar markaðstækifæra á sviði
menningar og einkareksturs í heimi listgreina er
enn styttri. Það er því einstaklega ánægjulegt að
heyra rödd, sem um langt skeið var ein þeirra er
hvað oftast var hlerað eftir í viðskiptalífinu, segja
skoðun sína á listum og menningu. Sigurður Gísli
Pálmason las þjóðinni pistilinn í viðtali sem birtist í
Morgunblaðinu sl. fimmtudag, í tilefni af því hann
hefur nú keypt hlut í myndlistargalleríinu i8, og
sagði: „Ég er þeirra skoðunar að listir og menning
skipti miklu máli. Hvaða gildi skipta máli þegar fólk
horfir til baka eftir 100 ár. Það verða ekki eingöngu
hinir hagrænu mælikvarðar sem verða tíndir til,
einnig listir, svo sem myndlist, tónlist og skáldverk.
Menninguna munu afkomendur okkar skoða og
leggja mælistikuna á, ekki síður en afkomutölurnar.
Til eru forystumenn í atvinnulífinu sem geta ekki
beðið eftir því að við slátrum krónunni, gjaldmiðl-
inum okkar, og forstjórar í útrás kvarta yfir því að
þurfa að burðast með íslenskuna. Ég undrast svona
ummæli. Ein af ástæðum þess að okkur gengur eins
vel og raun ber vitni er sú að við tölum íslensku. Við
eigum ævafornt tungumál sem ristir djúpt og við
eigum okkar gjaldmiðil og erum sjálfstæð þjóð. Það
gerir okkur sérstök þegar við erum að hasla okkur
völl erlendis. Um leið og við hættum að tala íslensku
og förum að nota evru höfum við ekki sérstöðu leng-
ur. Við töpum mikilvægum parti af okkur sjálfum“.
Svo mörg voru þau orð og þau eru svo sannarlega
í tíma töluð. Það má ekki fara svo að hlutverk menn-
ingar í samfélaginu verði ekki metið að verðleikum
loksins þegar þjóðin hefur komist í álnir. Vægi
menningarinnar og virðing gagnvart henni ætti að
aukast eftir því sem þjóðin stendur betur að vígi í
lífsbaráttunni. Það er til lítils að efnast ef fólk hefur
síðan hvorki tíma né döngun til að standa vörð um
þau gildi sem gera fólk að þjóð, menningu að þjóð-
ararfi og þjóðararfinn að því sem aldrei verðu metið
til fjár. Eða eins og Pétur Gunnarsson orðar það í
pistli sínum: „Fyrir höndum eru afgerandi breyt-
ingar á lifnaðarháttum okkar og væntanlega á sam-
skiptaháttum líka. Hvort við tekur sælutíð í eilífð-
inni eins og dómsdagur miðaldarkristninnar lofaði
skal ósagt látið. En vonandi verður þá bæði skrifað
og spilað og leikið og málað og ort“.
» Þessi staða er menningarlífinu skaðleg. Hún er heldur eng-in óskastaða fyrir fjölmiðil á borð við Morgunblaðið – það er
ekki auðvelt að vera eina röddin sem hljómar á þessu sviði, mun
betra er að búa við samkeppni og eðlilegt samtal við aðra fjöl-
miðla.
rbréf
Morgunblaðið/KristinnRýnt til gagns „Niðurstaða fundarins var í meginatriðum sú að gagnrýni væri bráðnauðsynleg, hana mætti alls ekki leggja niður, heldur ætti að efla hana.“