Morgunblaðið - 16.12.2007, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 2007 49
SNORRI Sigfús Birgisson hefur
um árabil starfað í Reykjavík sem
tónskáld, píanóleikari, kennari og
stjórnandi. Tónverk hans spanna
breitt svið, allt
frá raftónlist til
sinfónískra
verka. Á geisla-
plötunni Hear
Now My Heart
leikur Snorri
útsetningar sín-
ar af 23 íslensk-
um þjóðlögum á
píanó, sem hann
gerði á árunum
2005-2006. Útsetningarnar eru
mjög margbreytilegar, sumar sára-
einfaldar, aðrar þyngri, sumar óm-
blíðari, aðrar stríðari. Þó eiga þær
það allar sameiginlegt að vera gull-
fallegar. Snorri er yndislega frjáls í
nálgun sinni og virðist ekki vera
bundinn neinum takmörkunum um
að útsetja frekar á einn veg eða
annan. Hann leyfir sér að vera
framúrstefnulegur, rómantískur,
naívur, flókinn, innhverfur eða út-
hverfur og svo mætti lengi telja,
allt eftir því hvað lagstúfurinn kall-
ar á í honum. Samt sem áður er
ljúfur heildarsvipur á disknum, sem
felst að sjálfsögðu í þjóðlögunum
sjálfum en einnig að miklu leyti í
flutningi Snorra, sem er mjög inni-
legur og yfirvegaður í senn, svo
maður skynjar alltumvefjandi ná-
vist tónskáldsins í tónlistinni. Hear
Now My Heart er sérlega vandaður
hljómdiskur að efni og umgjörð og
er það von mín að hann nái til sem
flestra.
Alltumvefjandi þjóðlög
TÓNLIST
Geisladiskur
Snorri Sigfús Birgisson leikur íslensk
þjóðlög í eigin útsetningum á píanó.
Hljóðritun: Pétur Grétarsson. Stafræn úr-
vinnsla: Snorri Sigfús Birgisson. Eft-
irvinnsla: Sveinn Kjartansson. Hljóðritað
í Von, Efstaleiti 7, Reykjavík (2006).
Mynd á forsíðu: Kristinn Guðbrandur
Harðarson. Grafísk hönnun: Magnús Val-
ur Pálsson. Steinabær gefur út. Sól-
arfilma dreifir.
Snorri Sigfús Birgisson –
Hear Now My Heart / Heyrðu nú hjartans
málið mitt
bbbbn
Ólöf Helga Einarsdóttir
Snorri Sigfús
Birgisson
Eftir Helga Snæ Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
ÞETTA eru tvö íslensk verk, „Far-
vegir“ eftir Lárus H. Grímsson og
„Sýsla“ eftir Ríkharð Örn Pálsson.
Svo er þarna bandarískur höf-
undur, Samuel Barber, sónata eftir
hann og rússneskt verk, Prokofiev
sónata nr. 7,“ segir Þorsteinn Gauti
Sigurðsson píanóleikari um ein-
leiksplötu sína nýútkomna, sem er
án titils.
Þorsteinn hefur áður sent frá sér
einleiksplötuna Píanó, lék þar ein-
leik með Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands, Rachmaninovkonsert nr. 2 í
c-moll og Rapsódíu um stef op. 43
eftir Paganini.
Hvers vegna urðu þessi verk fyr-
ir valinu sem þú leikur á nýju plöt-
unni?
„Íslensku verkin tvö voru skrifuð
fyrir mig og þau höfðuðu bæði til
mín þannig að ég æfði þau þónokk-
uð stíft, langaði að gera þetta vel,“
svarar Þorsteinn. Verk Barbers sé
eitt af stærstu einleiksverkum fyrir
píanó frá miðri 20. öld og það sama
megi segja um verk Prokofievs, úr
austurátt. Sónötur Prokofievs séu
kallaðar stríðssónöturnar, nr. 6, 7
og 8, þær hafi hann samið í seinni
heimsstyrjöldinni.
„Öll þessi músík er frekar stór í
sniðum, má segja, 20. aldar tónlist.
Reynir á þennan breiða, rússneska
skóla,“ segir Þorsteinn. Ef finna
eigi þráð sem sameini verkin á plöt-
unni þá sé það hinn stóri, rússneski
skóli. Austur, vestur og svo Ísland
mitt á milli. Mitt á milli Moskvu og
Washington, eins og Eiríkur Hauks-
son söng hér um árið.
Þorsteinn hefur komið víða fram
á tónleikum, m.a. í Hvíta húsinu í
Washington og Gorky park í
Moskvu. Hann segir það hafa tekið
nokkuð langan tíma að koma nýja
disknum út; erfið fæðing. Hann er
hæstánægður með afkvæmið.
Austur, vestur og þar á milli
Mitt á milli Moskvu og Washington Þorsteinn Gauti Sigurðsson leikur á píanó í Ými árið 2003.
VERÐ, GÆÐI OG
PERSÓNULEG
ÞJÓNUSTA
Vinnufatabúðin
Laugavegi s: 551 5425
Jólasýning Smiðjunnar
Ármúla 36 • 108 Reykjavík • Sími 568 3890
SMIÐJAN
Listhús - Innrömmun
Opið alla virka daga frá kl. 10-18.
Opið í dag, sunnudag,frá kl. 14-18
Þorvaldur Skúlason
Jón StefánssonHafsteinn Austmann
Kristján Davíðsson
Fyrir fjársterkan aðila leitum við
að verkum eftir Svavar Guðnason
Einnig verk eftir
Kjarval
Tolla
Jón Engilberts
Sigurbjörn Jónsson
Mugg
Guðbjörgu Lind
Svavar Guðnason
Pétur Gaut
Jóhannes Geir
Valgarð Gunnarsson
Gunnlaug Blöndal
Þiðrik Hansson
M
b
l 9
48
37
8
Norrræna húsið |Sturlugötu 5 |101 Reykjavík |Sími 551 7030 |Fax 552 6476 ||www.nordice.is nh@nordice.is
Arkitektasamkeppni -
Sumarskáli við Norræna húsið
Norræna húsið minnir á samkeppni Norræna
hússins í samstarfi við Arkitektafélag Íslands um
hönnun á sumarskála eða “pavilion”.
Meginmarkmið samkeppninnar er að framkalla
tillögur í háum gæðaflokki að sýningarskála sem
standa á í 4 mánuði fyrir framan Norræna húsið,
sumarið 2008. Með skálanum verður lögð áhersla
á að kynna og skapa kennileiti fyrir nútíma íslenska
byggingalist á alþjóðlegum vettvangi.
Keppnislýsing fæst á skrifstofu Arkitektafélags
Íslands, Engjateig 9, 2. hæð, 105 Reykjavík á milli
kl. 9.00 og 13.00 virka daga. Einnig er hægt að
nálgast keppnislýsinguna á heimasíðu
Arkitektafélagsins: og heimasíðu
Norræna hússins: Önnur
samkeppnisgögn eru afhent gegn skilatryggingu
að upphæð kr. 5.000,- á skrifstofu Arkitektafélags
Íslands, þar sem keppendur geta skráð sig til
þátttöku. Nánari upplýsingar er að finna í
keppnislýsingu.
Bent er á að þátttökuskilyrðum hefur verið breytt
og er samkeppnin opin öllum arkitektum og
arkitektanemum 40 ára og yngri, þ.e.a.s. fæddum
1968 eða síðar.
Skilafrestur er til 10. janúar 2008.
Veitt verða verðlaun að heildarfjárhæð kr.
1.500.000,-
www.ai.is.
www.nordice.is.