Morgunblaðið - 16.12.2007, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 16.12.2007, Qupperneq 62
62 SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ SteingrímurSkagfjörð Fel- ixson fæddist á Hall- dórsstöðum í Seylu- hreppi í Skagafirði 2.3. 1932 en ólst upp í Húsey í Vallhólma. Hann andaðist 17. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar Stein- gríms voru Felix Jósafatsson, f. 14.1. 1904, d. 21.2. 1974, og Efemía Gísladótt- ir, f. 4.3. 1902, d. 27.1. 1980, Húsey í Vallhólma, síðar Sunnuhlíð í Skagafirði. Systkini Steingríms eru: 1) Gísli Indriði, f. 12.6. 1930, kvæntur Erlu Einarsdóttur, þau eiga þrjú börn. 2) Jósafat Vil- hjálmur, f. 23.5. 1934, kvæntur Indu Indriðadóttur, þau eiga tvo syni. 3) Guðbjörg Guðrún, f. 1.1. 1937, var gift Valgeiri Guðjóns- syni, d. 1981. Þau eignuðust fjögur börn. 4) Sólveig, f. 7.3. 1938, d. 2003, var gift Guðmundi Guð- mundssyni, d. 1995. Þau eignuðust átta börn. Steingrímur kvæntist 24.8. 1952 Dönu Arnar Sigurvinsdóttur, f. 26.5. 1933. Foreldrar hennar voru Arnbjörg Magnúsdóttir og Sigur- vin Kjartan Pálmason, en hún ólst upp hjá fósturfor- eldrum, þeim Sigríði Halldórsdóttur og Friðbirni Jónassyni á Þrastarstöðum í Hofshreppi á Höfð- aströnd. Stein- grímur og Dana eignuðust sex börn og eru fjögur á lífi: 1) Drengur, f. 31.5. 1951, d. 1.6. 1951. 2) Friðbjörn Örn, f. 27.4. 1952, kvæntur Kristínu Björk Guð- mundsdóttur, þau eiga þrjá syni, Ragnar, Arnar Stein og Sigurvin. 3) Sigurður Skagfjörð, f. 20.8. 1954, kvæntur Björgu Jóhannesdóttur, þau eiga tvær dætur, Sólveigu Hlín og Mar- íu Lind. Fyrir á Sigurður Helga Snæ. 4) Gréta Sigríður, f. 29.6. 1959, gift Kristjáni Guðmundssyni, þau eiga þrjú börn, Guðmund Daða, Yrju Dögg og Söru. 5) Ingi- björg Jóna, f. 15.10. 1963, d. 1.6. 1968. 6) Inga Sólveig, f. 14.2. 1971, gift Guðmundi Bragasyni, þau eiga þrjú börn, Örnu Sif, Andra Snæ og Dönu Björgu. Barna- barnabörnin eru fimm. Útför Steingríms fór fram frá Kópavogskirkju í kyrrþey að ósk hins látna. Steingrímur stundaði nám við Bændaskólann á Hólum. Einnig lauk hann vélskólaprófi í Vestmannaeyj- um árið 1950. Steingrímur var vél- stjóri á vertíðarbátum frá Eyjum og víðar til 1951. Einnig vann hann á Ak- ureyri en flutti síðan í Sunnuhlíð, Varmahlíð í Skagafirði. Steingrímur giftist Dönu Sigurvinsdóttur árið 1952, þau eignuðust fjögur börn með- an þau bjuggu fyrir norðan. Hann var áhugamaður um vélar og bíla og stofnaði fljótlega sjálfur fyrirtæki sem gerði út þungavinnuvélar til vega- og hafnargerðar, þar vann hann á jarðýtu. Auk þess vann Steini við yl- rækt ásamt fjölskyldunni en þá starf- ræktu þau garðyrkjustöð í Varma- hlíð. Árið 1968 varð mikill harmur í fjölskyldunni, þá dó fjögurra ára dótt- ir þeirra af slysförum. Eftir það fluttu þau til Reykjavíkur og seldi hann þá fyrirtækið og byggði sér raðhús í Goðalandinu. Þar fæddist þeim yngsta dóttirin. Í Reykjavík var hann verktaki og síðar verkstjóri. Einnig rak hann hótelið í Varmahlíð í nokkur ár. Heimili Dönu og Steina hefur alla tíð verið mjög fallegt og mikill metn- aður hjá Steina að sjá vel fyrir heim- ilinu. Alltaf var nóg pláss í Goðaland- inu fyrir börn, barnabörn, vini og vandamenn. Þegar börnin fluttu að heiman og ekki var þörf á svo stóru húsnæði fluttu þau fyrst í Espigerði og síðan í Arnarsmára. Þótt plássið væri minna var alltaf nóg pláss. Steini hafði mjög fagra og djúpa söngrödd. Hann söng mikið á sínum yngri árum. 14 ára gekk hann í Karla- kórinn Heimi. Á Akureyri söng hann með Karlakór Akureyrar. Einnig sungu þau Steini og Dana með Kirkjukór Víðimýrarkirkju. Þegar hann flutti suður fór hann í Karlakór Reykjavíkur og varð síðar einn af stofnendum Skagfirsku söngsveitar- innar og söng með henni nokkur ár. Um miðbik ævinnar voru áfengi og tóbak harður húsbóndi Steina, eins og hjá mörgum öðrum fór það illa með heilsu hans. Steingrímur vann síðustu starfsár sín hjá Búnaðarbankanum í Reykjavík. Steina þótti sjálfsagt að gera við alla hluti sjálfur og allir vissu að hann var hagleiksmaður, hann kom fjöl- skyldu sinni og sjálfum sér á óvart um 60 ára aldurinn. Þá fór hann á mynd- listarnámskeið og fór að mála olíu- málverk sem voru mikil listaverk. Fjölskylda hans á nú þessar myndir sem hlýja okkur og minningu hans. Það má segja að hann hafi alltaf lif- að lífinu hratt, hugsaði lítið um heils- una, lifði fyrir líðandi stund. Þrátt fyr- ir veikindi var hann sáttur hin síðustu ár, stoltur af afkomendunum sem hef- ur farnast vel. Hann hafði gleði af þeim öllum og gladdist yfir að eignast nafna, Steingrím Ragnarsson, sem fæddist í vor. Hann hélt sinni andlegu reisn fram á síðustu stund og gat kvatt alla sína nánustu áður en hann sofnaði svefninum langa 17. nóvem- ber 2007. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð hjartans þakkir fyrir liðna tíð. Lifðu sæll á ljóssins friðarströnd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir) Hinsta kveðja. Friðbjörn Örn, Björk og fjölskylda. Til þín elsku pabbi. Vilji ég minnast vors og æsku, vitja eg heim í fjörðinn minn. Hlýr og fagur, fullur gæzku faðminn við mér breiðir sinn. Vaknar öllum von í hjarta, vötnin hlæja, brosir jörð, þegar sólin sumarbjarta seiðir vor í Skagafjörð. (Pétur Jónsson) Í æsku okkar var oftast bjart og hlýtt. Hvíl þú í friði. Gréta Sigríður Steingrímsdóttir. Þakkið alla hluti, því að það er vilji Guðs með yður í Kristi Jesú. (1. Þess. 5.18.) Elsku pabbi minn er látinn. Tími hans var kominn til að kveðja og hlut- verki hans lokið á þessari jörð og önn- ur hlutverk munu taka við. Ég veit að þjáningum hans er lokið og hvíldin var honum kærkomin. Þrátt fyrir það er sorgin þung og söknuðurinn mikill hjá okkur sem eftir lifum. Núna er það hlutverk okkar að hlúa hvert að öðru og senda honum og sýna hvert öðru ást og kærleika. Þetta er gangur lífsins og hlutur sem við verðum að sætta okkur við. Ég er svo heppin að vera alin upp við trúna á eilíft líf og get fundið styrk og huggun í að nú sé pabbi hjá öðrum ástvinum, umvafinn kærleika og laus allra þrauta. Líf hans hér á jörðinni var svo sannarlega ekki þrautalaust. Hann upplifði bæði mikla sorg og veikindi, en sagt er að andinn eflist og þroskist við hverja raun. Allt er þetta reynsla sem okkur er ætlað að ganga í gegn- um. Því trúi ég. Þegar hugur minn leitar til baka koma einungis upp í huga mér góðar minningar og mikið þakklæti. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast og ganga lífsleiðina með þessum sterka, vinnusama, list- ræna og góða manni. Hann átti svo sannarlega við sína veikleika að stríða en hann hann reyndi að berjast á móti stærstan hluta af ævi sinni og kvaddi sína nánustu undir lokin, sáttur við líf- ið og dauðann og óskaplega stoltur yf- ir að eiga svona yndislega fjölskyldu. Elsku pabbi minn. Þakka þér fyrir að þú gafst mér líf. Þakka þér fyrir ást þína og kær- leika. Þakka þér fyrir tíma þinn og örlæti. Þakka þér fyrir að veita mér reynslu og þroska. Þakka þér fyrir leiðbeiningu og góð ráð. Þakka þér fyrir fallegu listaverkin þín. Þakka þér fyrir fallega sönginn. Þakka þér fyrir minningarnar. Hvíl þú í friði ljóssins, ég kveð þig að sinni. Þakka þér fyrir allt. Þín dóttir, Inga Sólveig. Öllu er afmörkuð stund, og sérhver hlutur undir himninum hefir sinn tíma. Að fæðast hefir sinn tíma og að deyja hefir sinn tíma … (Predikarinn 3:1-2) Við fráfall tengdaföður míns Stein- gríms Felixsonar koma upp í hugann, eftir 30 ára samfylgd, margar minn- ingar sem ég þakka. Hann hafði háð sjúkdómsstríð sitt í mörg ár og notið frábærrar umönnunar eiginkonu sinnar, Dönu Arnar, allan þann tíma. Nú er hann laus við þjáningar og gengur á vit ljóssins. Þei, þei og ró. Þögn breiðist yfir allt. Hnigin er sól í sjó. Sof þú í blíðri ró. Við höfum vakað nóg. Værðar þú njóta skalt. Þei, þei og ró. Þögn breiðist yfir allt. Með ljóði Jóhanns Jónssonar kveð ég Steingrím með virðingu og þökk. Algóður Guð geymi þig, kæri tengdafaðir. Björg Jóhannesdóttir. Afi, ég þakka þér fyrir allar stund- irnar sem við höfum átt saman. Þú hefur gefið mér ást og vináttu, og þú hefur hjálpað mér að finna sjálfa mig. Ég man þegar ég var fjögurra ára, enn ólæs. Þú gafst mér tíma þinn og kenndir mér það sem ég ekki kunni. Ég man ég var svo stolt í fyrsta bekk þegar ég var sú eina sem kunni að lesa. Ég var ekki stolt af því mér fannst ég betri en aðrir, ég var stolt af því að eiga afa eins og þig. Afa sem tekur sér tíma til að hugsa um þig svo að þér líði vel. Alltaf fannst mér svo gaman að koma upp í Espigerði og hitta þig og ömmu. Að fá að baka með ömmu og spila spil með þér. En svo varð ég stór, og þurfti ekki svo mikinn tíma með afa og ömmu. En það var svo gott að heyra í ykkur þegar ég þurfti þess. Takk fyrir að hafa komið í ferminguna mína. Það var svo gott að sjá þig aftur. Ég man að þú sagðir að þú værir stoltur af mér. Það var svo stórt að heyra það frá þér, frá þér sem ég leit svo upp til. Það var svo gott að heyra, því ég vildi að þú værir það. Ég þakka þér fyrir allar góðu minning- arnar sem ég á um þig. Þín er sárt saknað, en ég get ekki annað en orðið glöð þegar ég hugsa um þig. Það eru bara góðar minningar um þig og ég mun alltaf elska þig afi minn. Arna Sif. Steingrímur Skagfjörð Felixson Elsku afi minn. Vona að þú sért kominn á betri stað núna og hafir það gott. Ég á eftir að sakna þess að heyra þig kalla mig afastelpuna þína. Elska þig af öllu hjarta, elsku afi minn. Úr Skagafirði kemur hann, heillaður af sveitinni sinni. Minningu um þann mæta mann, geymi ég í sálu minni. (S.K.) Þín afastelpa Sara. HINSTA KVEÐJA ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, MARGRÉT JÓHANNSDÓTTIR, Þangbakka 10, Reykjavík lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ að morgni föstudagsins 14. desember. Útförin fer fram frá Langholtskirkju fimmtudaginn 20. desember. kl. 13.00. Sigurður J. Sigurðsson, Sigurður Sigurðsson, Lilja Sörladóttir, Þórdís Sigurðardóttir, Gunnar Pétursson, Ólafur J. Sigurðsson, Ólöf Ragnarsdóttir, Þuríður R. Sigurðardóttir, Kristján A. Ólason, Margrét Sigurðardóttir, Guðmundur Arason, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Barcley T. Anderson, Berglind Sigurðardóttir, Ólafur Sigurðsson og ömmubörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir, tengda- faðir og afi, MAGNÚS STEFÁNSSON skipstjóri, Nýbýlavegi 84, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð fimmtudaginn 13. desember. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 21. desember kl. 11.00. Guðrún Friðriksdóttir, Jórunn Magnúsdóttir, Magnús Magnússon, Metta Promjiem, Hrafnhildur Magnúsdóttir, Guðmundur Hárlaugsson, Guðmunda Magnúsdóttir, Ólafur Bragason, Jóhanna Magnúsdóttir, Steingrímur Benediktsson, Friðrik Gíslason, Guðríður Svavarsdóttir, Ásgeir Gíslason, Júlía P. Amporn, Sigrún Gísladóttir, Hörður Rögnvaldsson og barnabörn. ✝ Móðir mín, tengdamóðir og amma, BERGÞÓRA JÓNSDÓTTIR frá Litla-Dal, Lönguhlíð 5 C, Akureyri, lést á hjúkrunarheimilinu Seli aðfaranótt fimmtu- dags 13. desember. Jarðsungið verður frá Akureyrarkirkju föstudaginn 21. desember kl. 13:30. Þórdís Ingvadóttir, Torben Kinch Anna Þóra Kinch, Jesper Lillelund Fisker, Jakob Kinch. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, GÍSLI GUÐMUNDSSON, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð þriðjudaginn 11. desember. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 17. desember kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjúkrunar- heimilið Sunnuhlíð. Olgeir Gíslason, Lilja Gísladóttir, Klemenz Hermannsson, Kristinn Gíslason, Lísa Gíslason, Gunnar Már Gíslason, Hansína K. Jónsdóttir, Fjóla Gísladóttir Hansen, Kjeld Hansen, Guðmundur Gíslason, Sigríður B. Guðjónsdóttir og fjölskyldur. ✝ Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORSTEINN KRISTINSSON endurskoðandi, sem lést miðvikudaginn 12. desember, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði fimmtu- daginn 20. desember kl. 13.00. Dagbjört Torfadóttir, Helga Björk Þorsteinsdóttir, Kristinn Arnar Guðjónsson, Hörður Þorsteinsson, Sigrún Sæmundsdóttir, Kristinn Þorsteinsson, María Sverrisdóttir, barnabörn og langafabarn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.