Morgunblaðið - 16.12.2007, Qupperneq 64
64 SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Sigurður Eð-varð Arnórsson
fæddist á Akranesi
5. maí 1949 og ólst
þar upp. Hann lést á
U of M Medical
center í Minneapolis
21. nóvember síð-
asliðinn. Foreldrar
hans voru þau Eyj-
ólfur Arnór Svein-
björnsson kaup-
maður, f. 6.6. 1913,
d. 16.8. 1989, og
Guðrún Lovísa Sig-
urðardóttir hús-
móðir, f. 30.3. 1916. Sigurður átti
tvær systur þær Ernu Arnórs-
dóttur, sem er gift Þór Jóhanns-
syni, og Aðalheiði Arnórsdóttur
sem er gift Óskari Jónssyni.
Sigurður kvæntist 27.3. 1971
Margréti Jónsdóttur, f. 7.10. 1949,
þau skildu 1997. Börn þeirra eru:
1) Borghildur, f. 1970, gift Hall-
dóri Arnarssyni, eiga þau 3 börn,
Eddu Margréti, Thelmu Karítas
smiðjunni Heklu og tók síðan við
framkvæmdastjórastöðu þar.
Varð síðar framkv.stj. á Gefjun og
einn af aðstoðarframkv.stjórum
iðnaðardeildar Sambandsins.
Varð síðar framkv.stj. Súkkulaði-
verksmiðjunnar Lindu þar til
hann fluttist til Reykjavíkur 1994.
Á Akureyri var hann félagi í
Lionsklúbbnum Hæng í nokkur
ár, gekk í Oddfellow og var for-
maður knattspyrnudeildar Þórs í
nokkur ár. Sigurður tók virkan
þátt í starfi Alþýðuflokksins á Ak-
ureyri, varð varaþingmaður 1991
og sat á þingi fyrir Norðurlands-
kjördæmi eystra í tvígang.
Sigurður var gjaldkeri og í fram-
kvæmdastjórn Alþýðuflokksins á
þeim árum. Sigurður flutti til
Reykjavíkur árið 1994. Hann
starfaði sem sjálfstæður rekstrar-
ráðgjafi til ársins 2002 þegar
hann hóf nám á Hazelden-með-
ferðarstofnuninni í Minnesota, í
meðferðarfræðum. Hann fluttist
búferlum til Minnesota í nóvem-
ber 2004 og starfaði þar sem
deildarstjóri í eftirmeðferðum á
Hazelden til dauðadags.
Minningarathöfn var haldin til
minningar um Sigurð í Minnesota
1. desember og í Reykjavík 13.
desember.
og Kristófer Breka.
2) Eðvarð Arnór, f.
1975, sambýliskona
Jóna Þrastardóttir
eiga þau samtals 3
börn, Hugin Orra,
Daníel Örn og Kötlu
Rún. 3) Davíð Jón, f.
1982, sambýliskona
Hrafnhildur Yrsa
Georgsdóttir þau
eiga 2 börn, Rakel
Evu, og óskírðan
dreng.
Hinn 26.11. 2004
giftist Sigurður Den-
ise Renee Osgood, f. 22.7. 1957.
Sigurður ólst upp á Akranesi og
lærði rafvirkjun í eitt ár í Iðnskól-
anum á Akranesi, útskrifaðist frá
Samvinnuskólanum á Bifröst
1970. Stundaði framhaldsnám í
London og útskrifaðist þaðan
1973 sem iðnrekstrarfræðingur.
Fluttist til Akureyrar í september
1973 og hóf þá störf sem aðstoð-
arverksmiðjustjóri hjá Fataverk-
Þegar afi minn átti heima í Lág-
múlanum fórum við stundum að
höggva jólatré á veturna. Ég gisti
alltaf hjá afa kvöldið áður og fékk
alltaf að hlaupa niður í sjoppu að
kaupa mér nammi og leigja mynd,
síðan þegar ég kom heim þá horfðum
við á myndina og borðuðum nammið.
Mér fannst alltaf svo gaman að prufa
harmonikkuna hans afa, ég kunni
ekki neitt á hana en afi gat spilað á
hana svo fallega. Hann var músík-
alskur, hann afi minn, hann spilaði
með mér í fermingu hjá frænku
minni. Hann kunni á gítar, píanó og
harmonikku og ég veit ekki hvað
fleira. Svo alltaf þegar hann kom til
landsins þá settist hann við hljóm-
borðið mitt og ég söng. Mér fannst
afi minn einstaklega sterkur per-
sónuleiki og horfði mikið upp til
hans. Afi minn hélt mikið upp á ljóð-
skáldið Einar Benediktsson og þess
vegna langar mig að setja inn eitt
ljóð sem Einar orti um Egil Skalla-
grímsson sem mér finnst lýsa vel
sterkum og góðum manni eins og
honum afa;
Eitt bros – getur dimmu í dagsljós breytt,
sem dropi breytir veig heillar skálar.
Þel getur snúist við atorð eitt.
Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Svo oft leyndist strengur í brjósti, sem brast
við biturt andsvar, gefið án saka.
Hve iðrar margt líf eitt augnakast,
sem aldrei verður tekið til baka.
Takk fyrir allar stundirnar og tím-
ana sem við fengum saman, enda eru
það alltaf litlu hlutirnir sem maður
man eftir.
Kær kveðja,
Edda Margrét Erlendsdóttir.
Mig langar í fáum orðum að minn-
ast tengdaföður míns, Sigurðar E.
Arnórssonar. Okkar kynni hófust
1995 þegar ég kynntist Borghildi,
dóttur Sigurðar. Ég verð að viður-
kenna að ég bar fyrirfram ótta-
blandna virðingu fyrir Sigga enda
hafði ég heyrt margt og mikið af
honum látið. Hann hafði verið fram-
kvæmdastjóri hjá Sambandinu, átti
og rak eigið fyrirtæki, var frammá-
maður í íþróttalífi á Akureyri, var
varaþingmaður og gjaldkeri Alþýðu-
flokksins. Þetta var listi sem mér
sem ungum manni að hefja atvinnu-
feril fannst nokkuð mikið til koma.
Siggi var ekki maður sem auðvelt
var að kynnast, hann var viðræðu-
góður en hleypti mönnum ekki mjög
langt inn fyrir skelina. Smám saman
náði maður samt að kynnast honum
betur og betur. Við áttum þó nokkur
sameiginleg áhugamál, t.d. Alþýðu-
flokkinn og Tottenham. Siggi sýndi
mikið hugrekki þegar hann tók al-
gera u-beyju á sínum atvinnuferli
rúmlega fimmtugur og hætti í
rekstrarráðgjöf og fór að læra með-
ferðarfræði sem hann lauk meistara-
námi í árið 2004, þá 55 ára gamall.
Eins og það eitt væri ekki nóg þá
ákvað hann að flytja til Minnesota og
hóf að vinna á Hazelden meðferðar-
stofnuninni. Þetta hefur eflaust verið
honum erfitt því hann hafði náð að
mynda góð tengsl við ört stækkandi
hóp barnabarna sem voru að komast
til vits og ára. Þetta ár kvæntist
hann einnig eftirlifandi konu sinni
Denise R. Osgood og náði hún strax
að mynda góð tengsl inn í „gömlu“
fjölskylduna hans Sigga. Það var
fleira sem gerðist þetta ár, því þarna
greindist Siggi einnig með IPF-
lungnasjúkdóminn sem lagði hann
að velli að lokum.
Á svona stundum koma í hugann
mörg minningarbrot. Mér er minn-
isstætt þegar hann fór með börnun-
um sínum og tengdabörnum til
London þar sem farið var í Fins-
bury-hverfið þar sem Siggi bjó á
námsárunum í London. Þá sagði
hann okkur margar sögur og var
augljóst að hann átti góðar minning-
ar frá þessum tíma. Mér er einnig
minnisstætt þegar hann var tíður
gestur á heimili mínu þegar hann var
að fara í gegnum sporin 12 hjá AA-
samtökunum. Þá var oft setið lengi
við eldhúsborðið og spjallað um það
sem hann var að ganga í gegnum.
Líka tímabilið þegar hann var ekki
kominn með græna kortið í USA, þá
bjó hann hjá okkur þegar hann var á
Íslandi. Hann átti mjög erfitt með að
gera ekki neitt og þess vegna var
hann alltaf að dytta að einhverju
þegar hann gisti hjá okkur. Í einni
ferðinni endurskipulagði hann bíl-
skúrinn okkar, í annarri gerði hann
upp gasgrillið og svo mætti lengi
telja. Einnig eigum við mjög fallegar
minningar af Sigga og Kristófer
Breka sem þá var nýjasta barna-
barnið. Þeir vöknuðu yfirleitt fyrstir
á morgnana og þegar við hin komum
upp þá voru þeir búnir að hella upp á
kaffi og Siggi stóð við stofugluggann
með Kristófer í fanginu þar sem þeir
fylgdust með umferðinni og spjöll-
uðu saman.
Kæri Siggi, ég veit að þú átt eftir
að fylgjast með okkur í framtíðinni
og vonandi verður þú stoltur af því
sem þú sérð og ég efast ekki um að
þú leiðbeinir okkur ef þér finnst
þurfa við.
Hvíl í friði, blessuð sé minning þín.
Halldór Arnarsson.
Fyrir 10 árum lágu leiðir okkar
Sigurðar Arnórssonar saman og frá
þeim degi byggðum við upp trausta
vináttu. Við stóðum þá báðir á tíma-
mótum og vorum staðráðnir í að
vinna markvisst að betra lífi. Við
gerðum okkur ljóst að með því að
samhæfa reynslu okkar, styrk og
vonir gætum við náð árangri.
Strax á fyrstu fundum okkar lá
ljóst fyrir að Siggi hafði ríka þörf
fyrir og hæfileika til að hjálpa öðrum
og veita góð ráð. Hann hafði einnig
þróað með sér þann mikilvæga eig-
inleika að leita eftir aðstoð og fá að
láni dómgreind annarra, eins og við
kölluðum það.
Eftir 2 ára kynni fór Siggi að ræða
að söðla um og skipta um starfsvett-
vang. Hann átti góðan feril í rekstr-
arráðgjöf og stjórnun, hafði verið
framkvæmdastjóri Lindu á Akureyri
og síðar m.a. rekstrarráðgjafi hjá
Vörumerkingu hf. Einnig hafði hann
á árum áður verið virkur í stjórn-
málum, m.a. gjaldkeri Alþýðuflokks-
ins og tók sæti á Alþingi sem vara-
þingmaður. Við félagarnir áttum oft
frjóar umræður um pólitík og hvatti
hann mig til dáða þegar ég fór í
framboð 2002 þó um annan flokk
væri að ræða en hans eigin.
Sigga fýsti að læra áfengisráðgjöf
og hagaði svo til að ég hafði góð
tengsl við Hazelden-stofnunina í
Minnesota. Þegar ég fór um þær
slóðir árið 2000 slóst Siggi þá í för. Í
framhaldinu sótti hann um inngöngu
á námsbraut Hazelden í ráðgjöf og
fékk inngöngu. Sóttist námið mjög
vel og lauk með hefðbundnu burtfar-
arprófi og síðan skráði hann sig í við-
bótarfjarnám og lauk með ágætum.
Forlögin höguðu því svo að Denise
Osgood, starfsmaður Hazelden, kom
hingað til lands árið 2001 og hittust
þau Siggi þá. Leiðir þeirra lágu svo
aftur saman þegar hann fór ári síðar
til náms á Hazelden. Felldu þau hugi
saman og giftu sig árið 2005. Siggi
hafði þá fengið greiningu um alvar-
legan lungnasjúkdóm og var ljóst að
framundan var erfið barátta. Eftir
góða læknismeðferð hér heima
ákvað Siggi að fara vestur til unn-
ustu sinnar Denise og saman hófu
þau baráttuna við sjúkdóminn.
Smám saman komu góð batamerki
en jafnframt gert ráð fyrir að Siggi
þyrfti að fara í lungnaskiptaaðgerð.
Bati Sigga var svo góður að hann
varð vel vinnufær og sótti um nýtt
starf sem stofnað var til á Hazelden
til að sinna eftirmeðferð með fjar-
búnaði. Það er til marks um traust
sem Siggi naut að honum var veitt
staðan en um hana kepptu margir
hæfir einstaklingar. Siggi naut sín í
þessu starfi sem hefur orðið fjöl-
mörgum til hjálpar og aðferðafræðin
sem hann mótaði á eftir að hafa mikl-
ar og góðar afleiðingar fyrir þá sem
þjónustu Hazelden njóta.
Það var því ástæða til bjartsýni
um áframhaldandi bata þegar högg-
ið kom í októberlok sl. Siggi var
rænulítill næstu vikurnar en vonir
Sigurður Eðvarð
Arnórsson
Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur
Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar
Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is
Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför
Hermann Jónasson Geir Harðarson
✝
Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
SIGURJÓN KRISTINSSON,
Trönuhjalla 17,
Kópavogi,
sem lést laugardaginn 8. desember á Land-
spítalanum í Fossvogi, verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju mánudaginn 17. desember
kl. 13.00.
Jónína Ingólfsdóttir,
Kristinn Ingi Sigurjónsson, Sigrún Magnúsdóttir,
Unnur Ágústa Sigurjónsdóttir, Ragnar Sær Ragnarsson,
Jónína Kristrún Kristinsdóttir, Halldór Magnússon,
Kristinn Sigurjón Kristinsson, Guðrún Lísa Einarsdóttir,
Katrín Ragnarsdóttir,
Gunnar Freyr Ragnarsson,
Alexander Ingi Kristjánsson,
Magnús Ingi Halldórsson.
✝
Elsku hjartans eiginmaður minn og pabbi okkar,
JÓN GUNNAR GRJETARSSON,
Brunnstíg 4,
Hafnarfirði,
verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í Hafnar-
firði mánudaginn 17. desember kl. 15.00.
Blóm eru vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja
minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið.
Anna Borg Harðardóttir,
Andri Jónsson,
Sandra Jónsdóttir,
Tinna Jónsdóttir.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
HILMAR GARÐARS,
andaðist á Hjúkrunarheimilinu Eir miðvikudaginn
5. desember.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn
19. desember kl. 15.00.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en
þeim sem vilja minnast Hilmars er bent á að láta
líknarfélög njóta þess.
Þorgerður Jörundsdóttir,
Anna María Hilmarsdóttir,
Þorsteinn Hilmarsson, Guðrún Sóley Guðjónsdóttir,
Þorgerður Jörundsdóttir, Þorsteinn Jörundsson,
Þuríður Elfa Jónsdóttir, Jörundur Jörundsson,
Jóhanna Símonardóttir, Steinunn Guðmundsdóttir,
Hilmar Þorsteinsson, Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir,
og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
SIGURÐUR VALDIMARSSON,
fyrrverandi skipstjóri,
útgerðarmaður og veitingarmaður,
frá Ólafsvík,
lést á krabbameinsdeild Landspítalans
12. desember.
Útförin fer fram í Vídalínskirkju fimmtudaginn 20. desember kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á krabbameinsfélagið.
Guðrún Sigurðardóttir,
Una Jóna Sigurðardóttir, Níels Kirschberg,
Guðlaugur Kr. Sigurðsson, Anna María Jónsdóttir,
Kristín Guðbjörg Sigurðardóttir, Bjarni Arnarson,
Valdimar G. Sigurðsson, Rannveig H. Kristinsdóttir,
Níels Pétur Sigurðsson, Hrefna Kristmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.