Morgunblaðið - 16.12.2007, Qupperneq 73

Morgunblaðið - 16.12.2007, Qupperneq 73
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 2007 73 Heilsa og lífstíll Glæsilegur blaðauki um heilsu og lífstíl fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 4. janúar. Meðal efnis er: • Hreyfing og líkamsrækt • Heilsusamlegar uppskriftir • Hreinsun líkamans - hollt eða óhollt • Mataræði barna • Er sykur hættulegur? • Leiðir til slökunar • Lífrænt ræktaður matur • Meðferð gegn þunglyndi og margt fleira. Allar nánari uppl. veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is Auglýsendur! Pantið fyrir kl. 16 mánudaginn 17. desember. árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Bólstaðarhlíð 43 | Farið verður 19. des kl. 15.30 frá Bólstaðarhlíð 43 í jólaljósaferð um Reykjanesið með Hannesi rútubílstjóra. Kaffiveitingar á veitingastaðnum Flösinni á Garð- skaga. Verð 2.900 kr. Skráning á skrifstofunni í síðasta lagi 18. des. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrifstofa FEBK Gullsmára 9 er opin mánudaga og miðvikudaga kl. 10- 11.30, s. 554-1226. í Gjábakka er opið á miðvikudögum kl. 15-16, s. 554- 3438. Félagsvist í Gullsmára á mánu- dögum kl. 20.30, í Gjábakka á mið- vikudögum kl. 13 og föstudögum kl. 20.30. Félag eldri borgara, Reykjavík | Dansleikur kl. 20, Caprí tríó leikur fyr- ir dansi, síðasti dansleikur á þessu ári. Félagsstarf Gerðubergs | Gerðu- bergskórinn syngur við messu í Fella- og Hólakirkju kl. 14, á eftir eru kaffi- veitingar í safnaðarheimilinu. Síðdeg- is á morgun syngur Gerðubergskór- inn jólalög o.fl. í Duushúsi í Keflavík, á leið sinni ,,ljósarúnt“ í Reykjanesbæ. Uppl. í s. 575-7720 og wwwgerdu- berg.is Hæðargarður 31 | Aðventuferð 17. des. kl. 12.45, í Listverkahúsið Englar og fólk á Vallá á Kjalarnesi. Á eftir er hlaðborð í Draumakaffi. Fararstjóri er Laufey Jónsdóttir. Uppl. 568-3132. Korpúlfar, Grafarvogi | Á morgun mánudag er ganga í Egilshöll kl. 10. Kirkjustarf Fríkirkjan Kefas | Jólaskemmtun sunnudagaskólans kl. 11. Sungið, dansað kringum jólatré og skemmt- un. Vitnisburðarsamkoma kl. 14. Á samkomunni verður lofgjörð og barnastarf. Að henni lokinni verður kaffi og samfélag. Gjafir til sölu í verslun kirkjunnar. Háteigskirkja | Aðventusöngvar við kertaljós kl. 20. Einsöngur Signý Sæ- mundsdóttir. Sálmar og söngvar tengdir aðventunni sungnir af kór og söfnuði undir stjórn Douglas A. Brotchie. Veitingar í safnaðarheim- ilinu á eftir. Aðgangur ókeypis. Kolaportið | Kolaportsmessa í Kaffi Port kl. 14. Frá kl. 13.30 leikur Þor- valdur Halldórsson jólalög og sálma um leið og fyrirbænum er safnað. Prestar, djáknar og sjálfboðaliðar leiða stundina. Miðborgarstarfið. 95ára afmæli. Á morgun,mánudaginn 17. desember, verður Elísabet Reykdal á Setbergi við Hafnarfjörð níutíu og fimm ára. Í tilefni afmælisins tekur Elísabet á móti ættingjum og vinum í Skút- unni, Hólshrauni 3, Hafnarfirði, á milli kl. 17 og 19 á afmælisdaginn og vonast hún til að sjá sem flesta ættingja og samferðamenn. Hlutavelta | Þessar ungu stúlkur á Akureyri héldu tombólur og söfnuðu 25.656 kr. sem þær af- hentu síðan Rauða kross- inum. Þær heita: Sunna Rós Guðbergsdóttir, Ey- dís Rachel Missen, Tanja Freydís L. Hilmarsdóttir, Hrafnhildur Lára Hrafns- dóttir, Marta Gréta Magnúsdóttir og Helena Ýr Pálsdóttir. dagbók Í dag er sunnudagur 16. desember, 350. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Ef einhvern ykkar brestur visku, þá biðji hann Guð, sem gefur öllum örlátlega og átölulaust, og honum mun gefast. (Jak. 1, 5.) Hjálparsími Rauða krossins1717 er opinn allan sólar-hringinn, alla daga. Elfa Dögg S. Leifsdóttir er verkefnisstjóri Hjálparsímans: „1717 er opinn öllum sem þurfa á að- stoð og skilningi að halda,“ segir hún. „Margir hringja til að leita upplýsinga um hvar hægt sé að fá frekari aðstoð við ýmsum vandamálum sem upp geta komið, og eins eru margir sem hringja út af einmanaleika og þykir einfaldlega gott að fá að deila aðeins hugsunum sínum með einhverjum sem er reiðubú- inn að hlusta.“ Starf Hjálparsímans 1717 er borið uppi af hópi 80 sjálfboðaliða, auk starfsmanna sem standa vaktina jafnt að degi sem nóttu: „Sjálfboðaliðarnir okkar koma úr ýmsum áttum, með mis- munandi bakgrunn, og margir eru sér- fræðingar á sínu sviði. Þeir eru vand- lega valdir og þjálfaðir, og er öll aðstoð sem veitt er í Hjálparsímanum í fullu nafnleysi og trúnaði,“ segir Elfa Dögg. „Síminn hefur verið bakhjarl Hjálp- arsímans frá upphafi, og með þeirra stuðningi er ókeypis að hringja í 1717 úr öllum símum innanlands, einnig far- símum. Þá kemur hringing í 1717 ekki fram á símreikningum.“ Elfa Dögg segir sjálfboðaliða Hjálp- arsímans sinna fjölbreyttum erindum frá breiðum hópi fólks: „Auk þess að búa að góðri þjálfun höfum við mjög góða handbók sem uppfærð er reglu- lega með helstu úrræðum sem eru í boði hér og þar í samfélaginu, margir vita ekki af þeim möguleikum sem þeim standa til boða til að vinna úr vandamálum sínum.“ Jól og áramót geta verið mörgum erfiður tími, og segir Elfa Dögg að Hjálparsímanum berist mörg símtöl á þessum tíma árs: „Einkum hringja til okkar einstaklingar sem eiga í vanda- málum með samskipti sín við ættingja og heimilisfólk, og fólk sem glímir við einmanaleika eða hefur orðið fyrir missi á árinu. Sjálfboðaliðar Hjálp- arsímans 1717 eru alltaf til taks, til huggunar, hughreystingar og stuðn- ings,“ segir hún. Þess má geta að fljótlega eftir ára- mót verður haldið nýtt nýliðanámskeið. Þeir sem áhuga hafa á að leggja verk- efninu lið geta fundið nánari upplýs- ingar á heimasíðu Rauða kross Íslands, á slóðinni www.redcross.is. Samfélag | Hjálparsími Rauða krossins 1717 er opinn alla daga ársins Stuðningur og trúnaður  Elfa Dögg S. Leifsdóttir fæddist í Reykjavík 1975. Hún lauk stúdents- prófi frá FB 1995 og BA-prófi í sál- fræði frá HÍ 2000. Elfa Dögg starfaði sem rekstrarstjóri hjá Samtökum auglýsenda um nokkurt skeið, en hóf störf hjá Reykjavíkurdeild Rauða krossins árið 2004, fyrst sem umsjón- armaður sjálfboðaliða Hjálparsímans 1717, og sem verkefnisstjóri frá 2006. Elfa Dögg er gift Ómari Erni Jónssyni viðskiptafræðingi og eiga þau börnin Dag Stein og Örnu Ösp. Tónlist Dómkirkjan | Jólatónleikar kl. 17. Sópransöngkon- urnar Hulda Guðrún Geirsdóttir og Kristín R. Sig- urðardóttir flytja hátíðlega dúetta, sönglög og aríur, bæði gamalt og nýtt. Julian Hewlett spilar á píanó- ið. Miðar seldir við innganginn og kosta 1.500 kr. Myndlist Energia | Sölusýning listamannsins Mýrmanns, sem býr og starfar í Hveragerði, stendur yfir. Þar gefur að líta fimm ný málverk. Þema sýningarinnar er óveður í aðsigi. Þetta er níunda sýning hans og stendur hún út janúar. www myrmann.com. Bækur Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Síðasti upplestur á aðventunni hefst kl. 16. Eftirfarandi rithöfundar lesa: Jón Kalman – Himnaríki og helvíti; Vigdís Grímsdóttir – Sagan um Bíbí Ólafsdóttur; Pétur Gunnarsson – ÞÞ Í fátæktarlandinu; Ólafur Ragn- arsson – Til fundar við skáldið Halldór Laxness, Guðmundur Ólafsson leikari les. Aðgangur er ókeypis. Börn Dimmuborgir | Jólasveinarnir taka á móti gestum á Hallarflöt í Dimmuborgum í Mývatnssveit alla daga í desember kl. 13-15. Kvikmyndir MÍR-salurinn | Kvikmyndin „Hnotubrjóturinn“, ballett við tónlist Tsjaíkovskíjs, verður sýnd í MÍR, Hverfisgötu 105, í dag, kl. 15. Myndin er byggð á sviðsetningu Bolshoj-leikhússins í Moskvu með marga af frægustu dönsurum leikhússins í aðal- hlutverkum, m.a. J. Maxímovu, V. Vasilijev, N. Pav- lovu og V. Gordejev. Fréttir og tilkynningar AA-samtökin | Neyðarsími AA-samtakanna er 895-1050. ÞÚSUNDIR múslima umkringja Kaabuna í moskunni miklu í Mekka. Yfir milljón múslima hafa komið til Sádi-Arabíu í pílagrímsferð undanfarna daga, en mikil öryggisgæsla er í landinu af ótta við öfgasamtök bókstafstrúarmanna. Fjölmennt til Mekka Reuters Fréttir á SMS 80ára afmæli. Á morgun,mánudaginn 17. desember, verður Harry Sönderskov járn- smiður áttatíu ára. Af því tilefni tekur hann á móti gestum í dag, sunnudaginn 16. desember, í samkomusal Sólvangs í Hafn- arfirði milli kl. 15 og 18.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.