Morgunblaðið - 16.12.2007, Blaðsíða 78
78 SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Mikið óveður og hvass-viðri
geisaði á sunnan-verðu
landinu þessa vikuna og náði
hámarki nú í viku-lok.
Á mánu-dag varð fok-tjón í
ofsa-veðri vestanlands, og
voru björgunar-sveitir
kallaðar út um allt
suðvestan-vert landið.
Aðfara-nótt föstu-dags voru
björgunar-sveitir víða ræstar,
og á föstu-daginn var
mörgum skólum lokað á
höfuðborgar-svæðinu og
Suður-nesjum. Seinna um
daginn fjölgaði
hjálpar-beiðnum til
björgunar-sveita
Slysavarna-félagsins
Lands-bjargar mikið, en m.a.
fauk jóla-tré á stofu-glugga í
Kópa-vogi og braut hann, og
heitur pottur fauk út á götu í
Reykjavík. Í Reykjanes-bæ
fauk bíll á tvo aðra
kyrr-stæða bíla, og
báta-eigendur voru einnig
beðnir að huga að bátum.
Flug-samgöngur lágu að
mestu leyti niðri og meira
segja Stúfur veður-tepptist og
komst ekki í
Þjóðminja-safnið.
Ofsa-veður á Suður-landi
Morgunblaðið/Golli
Tré stöðvar um-ferð við Fjólu-götu.
Erla Ósk
Arnardóttir
Lilliendahl
lenti á
sunnu-daginn
í miklum
hremmingum
er hún flaug til
New York.
Erla var
kyrr-sett á
JFK-flug-velli, síðan færð í
fang-elsi þar sem hún var
sett í læknis-skoðun, spurð
niður-lægjandi spurninga og
svo sett í klefa. Erla fékk
hvorki vott né þurrt fyrstu 14
klukku-tímana af 24 sem hún
var í haldi yfir-valda og hún
mátti ekki hringja.
Vandræði Erlu komu til
vegna þess að árið 1995
dvaldi hún 3 vikum lengur í
Banda-ríkjunum en
ferðamanna-áritun hennar
leyfði.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
utanríkis-ráðherra mun
mót-mæla form-lega við
banda-rísk stjórn-völd því
harð-ræði sem Erla Ósk var
beitt. Ingibjörg kallaði á sinn
fund Carol van Voorst,
sendi-herra Banda-ríkjanna.
Hún sagði við van Voorst, að
hún teldi að banda-rísk
stjórn-völd skulduðu Erlu Ósk
afsökunar-beiðni.
Skulda Erlu
afsökunar-
beiðni
Erla Ósk
Arnardóttir
Lilliendahl
Ný kaþólskur biskup
Nýr biskup kaþólsku
kirkjunnar á Íslandi var settur
í em-bætti í gær.
Nýi biskupinn, herra Pétur
Bürcher, er Sviss-lendingur
og hefur verið
aðstoðar-biskup
biskups-dæmisins
Lausanne, Genf og Fríborg.
Tveir sviss-neskir
varð-menn sem þekkja
biskupinn voru við-staddir í
fullum skrúða.
Freyja er Kona ársins 2007
Á miðviku-daginn sæmdi
tíma-ritið Nýtt Líf Freyju
Haraldsdóttur
heiðurs-nafnbótinni „Kona
ársins 2007“ fyrir bar-áttu
sína fyrir breyttum við-horfum
til fatlaðra.
Ike Turner látinn
Banda-ríski
tónlistar-maðurinn Ike Turner
er látinn, 76 ára gamall.
Turner verður einkum minnst
fyrir sam-starf sitt við
eigin-konu sína fyrr-verandi,
Tinu Turner. Ike og Tina voru
mjög vinsæl á 7. ára-tugnum
sem sálar-tónlistar-dúett.
Stutt
Vladímír Pútín, for-seti
Rúss-lands hefur lýst því yfir
að hann styðji Dímítrí
Medvedev, fyrsta
aðstoðar-forsætis-ráðherra
landsins, í
forseta-kosningum sem
verða haldnar 2. mars. Þessi
yfir-lýsing er talin tryggja
Medvedev sigur.
Hann verður forseta-efni 4
flokka sem styðja Pútín.
Medvedev skoraði síðan á
Pútín að verða
forsætis-ráðherra þegar hann
lætur af forseta-embættinu.
Talið er mjög lík-legt að Pútín
verði við áskoruninni, og að
allri óvissu um úrslit
forseta-kosninganna og hvað
Pútín muni gera næst hafi
verið eytt.
Pútín styður
Medvedev
Á föstu-daginn var síðasti dagur
loftlags-ráðstefnu Sam-einuðu þjóðanna á
Balí. Mjög hart hefur verið deilt um hvernig sé
best að tak-marka út-blástur
gróðurhúsa-lofttegunda.
Þar kom fram að breytingar á lofts-lagi
jarðar geti valdið upp-lausn og miklum átökum
víða um heim, sérstaklega í Afríku og í
sunnan-verðri Asíu.
Umhverfisstofnun SÞ telur að berjast verði
gegn loftslags-breytingum á tvo vegu: með því
að draga úr út-blæstri gróðurhúsa-lofttegunda
og með því að auð-velda fátækum ríkjum að
bregðast við breytingunum.
Ráð-herrar Evrópu-sambandsins segja þeir
ætli ekki að mæta á loftlags-ráðstefnu
Banda-ríkjanna í næsta mánuði nema
Bandaríkja-stjórn sam-þykki að-gerðir til þess
að draga úr losun gróðurhúsa-lofttegunda.
Banda-ríkin vilja að ríkis-stjórnir þjóða heims
geti sjálfar ákveðið hversu mikið eigi að losa.
Loftlags-
ráðstefna SÞ
Reuters
Mót-mæli við banda-ríska sendi-ráðið á Balí.
Beska rokk-sveitin Led
Zeppelin hélt tón-leika í
Lundúnum á mánu-daginn.
Það voru fyrstu tón-leikar
sveitarinnar í fullri lengd frá
því sveitin hætti þegar John
Bonham, trommari hennar,
lést árið 1980.
Kári Sturluson var á
tón-leikunum og sagði að
hljóm-sveitin væru jafnvel
betri en í gamla daga.
„Krafturinn og spila-gleðin
voru því-lík.“
Led Zeppelin hélt tón-leika
REUTERS
Sund-konur þjóðarinnar
gerður það gott í vikunni. Erla
Dögg Haraldsdóttir,
sund-kona úr ÍRB, bætti 15
ára Íslands-met Ragnheiðar
Runólfsdóttur í 50 metra
bringu-sundi í 50 metra laug
á hollenska meistara-mótinu
í sundi í Eindhoven.
Þá synti Ragnheiður
Ragnarsdóttir 50 metra
skrið-sund á 25,95 sek.,
sem er nýtt Íslands-met.
Ragnheiður er fyrst stúlkna til
að synda vega-lengdina undir
26 sek. Þessi tími er undir
ólympíu-lágmarkinu fyrir ÓL í
Peking.
Á fimmtu-daginn hófst
Evrópu-meistara-mót í 25
metra laug í Ungverja-landi.
Þar syn-ti Ragnheiður 100
metra skrið-sund á 55,29
sekúndum, bætti þar með
eigið met.
Sund-konur
slá Íslands-met
Morgunblaðið/Golli
Ragnheiður Ragnarsdóttir
Netfang: auefni@mbl.is
AUÐLESIÐ EFNI