Morgunblaðið - 16.12.2007, Qupperneq 78

Morgunblaðið - 16.12.2007, Qupperneq 78
78 SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Mikið óveður og hvass-viðri geisaði á sunnan-verðu landinu þessa vikuna og náði hámarki nú í viku-lok. Á mánu-dag varð fok-tjón í ofsa-veðri vestanlands, og voru björgunar-sveitir kallaðar út um allt suðvestan-vert landið. Aðfara-nótt föstu-dags voru björgunar-sveitir víða ræstar, og á föstu-daginn var mörgum skólum lokað á höfuðborgar-svæðinu og Suður-nesjum. Seinna um daginn fjölgaði hjálpar-beiðnum til björgunar-sveita Slysavarna-félagsins Lands-bjargar mikið, en m.a. fauk jóla-tré á stofu-glugga í Kópa-vogi og braut hann, og heitur pottur fauk út á götu í Reykjavík. Í Reykjanes-bæ fauk bíll á tvo aðra kyrr-stæða bíla, og báta-eigendur voru einnig beðnir að huga að bátum. Flug-samgöngur lágu að mestu leyti niðri og meira segja Stúfur veður-tepptist og komst ekki í Þjóðminja-safnið. Ofsa-veður á Suður-landi Morgunblaðið/Golli Tré stöðvar um-ferð við Fjólu-götu. Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl lenti á sunnu-daginn í miklum hremmingum er hún flaug til New York. Erla var kyrr-sett á JFK-flug-velli, síðan færð í fang-elsi þar sem hún var sett í læknis-skoðun, spurð niður-lægjandi spurninga og svo sett í klefa. Erla fékk hvorki vott né þurrt fyrstu 14 klukku-tímana af 24 sem hún var í haldi yfir-valda og hún mátti ekki hringja. Vandræði Erlu komu til vegna þess að árið 1995 dvaldi hún 3 vikum lengur í Banda-ríkjunum en ferðamanna-áritun hennar leyfði. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkis-ráðherra mun mót-mæla form-lega við banda-rísk stjórn-völd því harð-ræði sem Erla Ósk var beitt. Ingibjörg kallaði á sinn fund Carol van Voorst, sendi-herra Banda-ríkjanna. Hún sagði við van Voorst, að hún teldi að banda-rísk stjórn-völd skulduðu Erlu Ósk afsökunar-beiðni. Skulda Erlu afsökunar- beiðni Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl Ný kaþólskur biskup Nýr biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi var settur í em-bætti í gær. Nýi biskupinn, herra Pétur Bürcher, er Sviss-lendingur og hefur verið aðstoðar-biskup biskups-dæmisins Lausanne, Genf og Fríborg. Tveir sviss-neskir varð-menn sem þekkja biskupinn voru við-staddir í fullum skrúða. Freyja er Kona ársins 2007 Á miðviku-daginn sæmdi tíma-ritið Nýtt Líf Freyju Haraldsdóttur heiðurs-nafnbótinni „Kona ársins 2007“ fyrir bar-áttu sína fyrir breyttum við-horfum til fatlaðra. Ike Turner látinn Banda-ríski tónlistar-maðurinn Ike Turner er látinn, 76 ára gamall. Turner verður einkum minnst fyrir sam-starf sitt við eigin-konu sína fyrr-verandi, Tinu Turner. Ike og Tina voru mjög vinsæl á 7. ára-tugnum sem sálar-tónlistar-dúett. Stutt Vladímír Pútín, for-seti Rúss-lands hefur lýst því yfir að hann styðji Dímítrí Medvedev, fyrsta aðstoðar-forsætis-ráðherra landsins, í forseta-kosningum sem verða haldnar 2. mars. Þessi yfir-lýsing er talin tryggja Medvedev sigur. Hann verður forseta-efni 4 flokka sem styðja Pútín. Medvedev skoraði síðan á Pútín að verða forsætis-ráðherra þegar hann lætur af forseta-embættinu. Talið er mjög lík-legt að Pútín verði við áskoruninni, og að allri óvissu um úrslit forseta-kosninganna og hvað Pútín muni gera næst hafi verið eytt. Pútín styður Medvedev Á föstu-daginn var síðasti dagur loftlags-ráðstefnu Sam-einuðu þjóðanna á Balí. Mjög hart hefur verið deilt um hvernig sé best að tak-marka út-blástur gróðurhúsa-lofttegunda. Þar kom fram að breytingar á lofts-lagi jarðar geti valdið upp-lausn og miklum átökum víða um heim, sérstaklega í Afríku og í sunnan-verðri Asíu. Umhverfisstofnun SÞ telur að berjast verði gegn loftslags-breytingum á tvo vegu: með því að draga úr út-blæstri gróðurhúsa-lofttegunda og með því að auð-velda fátækum ríkjum að bregðast við breytingunum. Ráð-herrar Evrópu-sambandsins segja þeir ætli ekki að mæta á loftlags-ráðstefnu Banda-ríkjanna í næsta mánuði nema Bandaríkja-stjórn sam-þykki að-gerðir til þess að draga úr losun gróðurhúsa-lofttegunda. Banda-ríkin vilja að ríkis-stjórnir þjóða heims geti sjálfar ákveðið hversu mikið eigi að losa. Loftlags- ráðstefna SÞ Reuters Mót-mæli við banda-ríska sendi-ráðið á Balí. Beska rokk-sveitin Led Zeppelin hélt tón-leika í Lundúnum á mánu-daginn. Það voru fyrstu tón-leikar sveitarinnar í fullri lengd frá því sveitin hætti þegar John Bonham, trommari hennar, lést árið 1980. Kári Sturluson var á tón-leikunum og sagði að hljóm-sveitin væru jafnvel betri en í gamla daga. „Krafturinn og spila-gleðin voru því-lík.“ Led Zeppelin hélt tón-leika REUTERS Sund-konur þjóðarinnar gerður það gott í vikunni. Erla Dögg Haraldsdóttir, sund-kona úr ÍRB, bætti 15 ára Íslands-met Ragnheiðar Runólfsdóttur í 50 metra bringu-sundi í 50 metra laug á hollenska meistara-mótinu í sundi í Eindhoven. Þá synti Ragnheiður Ragnarsdóttir 50 metra skrið-sund á 25,95 sek., sem er nýtt Íslands-met. Ragnheiður er fyrst stúlkna til að synda vega-lengdina undir 26 sek. Þessi tími er undir ólympíu-lágmarkinu fyrir ÓL í Peking. Á fimmtu-daginn hófst Evrópu-meistara-mót í 25 metra laug í Ungverja-landi. Þar syn-ti Ragnheiður 100 metra skrið-sund á 55,29 sekúndum, bætti þar með eigið met. Sund-konur slá Íslands-met Morgunblaðið/Golli Ragnheiður Ragnarsdóttir Netfang: auefni@mbl.is AUÐLESIÐ EFNI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.