Morgunblaðið - 16.12.2007, Síða 81
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
„ÉG hef verið að teikna mikið að
undanförnu og ákvað bara að velja
fjórar myndir og gera þær að jóla-
kortum,“ segir Vilhelm Anton
Jónsson, Villi naglbítur, sem gefur
út ansi óhefðbundin jólakort fyrir
þessi jól. Eins og sjá má á kort-
unum hér til hliðar er um afar
svartan húmor að ræða, enda við-
urkennir Villi fúslega að kortin
séu ekki beint í anda hátíðar ljóss
og friðar. „Ég ákvað bara að gera
jólakort af því það eru að koma
jól. Ég hefði alveg getað gert
þetta að einhverjum öðrum kort-
um, en það er bara ekkert annað
kortatímabil hér á landi.“
Aðspurður segist Villi vissulega
orðinn svolítið þreyttur á hinum
hefðbundnu jólakortum.
„Mér finnst sum kort hálfklén
og þreytt. En
sumir hafa gam-
an af myndum af
frosnum stráum
á Suðurlands-
undirlendinu, ég
hef það ekkert
sérstkalega. En
það má kannski
segja að það sé
meiri hátíð og
friður yfir þeim
kortum en þessum.“
Athygli vekur að á tveimur
myndum af fjórum virðist að-
alpersónan meira en lítið ósátt við
tengdafjölskyldu sína. Villi segir
það þó alls ekki eiga við um hann
sjálfan. „Það má alls ekki taka það
þannig, maður gæti aldrei gert
svona án þess að eiga fullkomna
tengdafjölskyldu. Mín tengda-
fjölskylda er eins yndisleg og
hægt er. En hver á ekki vin sem
þolir ekki tengdapabba sinn, eða
vinkonu sem þolir ekki tengda-
mömmu sína?“
Táraðist og öskraði
Myndirnar minna óneitanlega
um margt á teiknimyndasögur
Hugleiks Dagssonar, enda segist
Villi vissulega vera undir áhrifum
frá honum. „Bæði frá honum og
öðrum sem eru að gera svona ein-
faldar svartar teikningar. Þetta er
náttúrlega allt öðruvísi myndir en
Hugleikur er með þótt húmorinn
sé kannski svipaður. En Hug-
leikur er auðvitað algjör snill-
ingur, ég man þegar ég las fyrstu
bókina hans þegar ég var í klipp-
ingu. Ég táraðist og öskraði, mér
fannst hann svo fyndinn.“
Aðspurður segir Villi að þetta
séu kannski ekki kort til að senda
ömmu sinni og afa. „Kærastan
mín benti mér á að þeir sem hafa
húmor fyrir þessu séu akkúrat
þeir sem senda ekki jólakort,
þannig að það er svolítið dauða-
dæmt að gera þessi kort,“ segir
hann og hlær. „En ég held að
þetta sé upplagt handa fólki sem
maður þekkir vel og mjög flott
handa fjarskyldum ættingjum sem
maður verður að senda kort því
annars fer einhver í fýlu við
mann.“
Hægt er að kaupa jólakortin
með því að senda tölvupóst á jola-
kort@gmail.com og verða þau þá
send í pósti. Þá segist Villi einnig
ætla að reyna að koma þeim í
verslanir í miðborginni á allra
næstu dögum. Eitt kort kostar
500 krónur, en öll fjögur eru á
1.500.
Svartur jólahúmor
Jólakort Villa naglbíts eru allt annað en hefðbundin
Vilhelm Anton
Jónsson
»Myndirnar
minna óneit-
anlega um margt á
teiknimyndasögur
Hugleiks Dags-
sonar, enda segist
Villi vissulega vera
undir áhrifum frá
honum.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 2007 81
Salurinn
LAUGARDAG 12. JANÚAR 2008 KL. 17
TÍBRÁ: NÝÁRSTÓNLEIKAR
HULDA BJÖRK OG SALONSVEIT
SIGURÐAR INGVA SNORRASONAR.
ÖRFÁ SÆTI LAUS
Miðaverð 2000/1600 kr.
MIÐASALAN ER OPIN VIRKA DAGA
FRÁ KL. 10 – 16 FRAM AÐ JÓLUM
SMELLTU Á NÝJU HEIMASÍÐUNA
WWW.SALURINN.IS OG SKOÐAÐU
FALLEGU GJAFAKORTIN
FRÁBÆR JÓLAGJÖF!
GLEÐILEG JÓL
ÞÖKKUM ÁNÆGJULEGAR
SAMVERUSTUNDIR Á ÁRINU
Ekki er svo bara að þeirgerbyltu poppinu, og þaðoftar en einu sinni, held-ur liggur eftir þá fyrsta
tónlistarmyndbandið, ef svo má
segja, kvikmyndin A Hard Day’s
Night. Kvikmynd númer tvö, Help!,
sem kom nýverið út mikið end-
urbætt, var ekki eins vel heppnuð,
en býsna góð engu að síður.
Richard Lester leikstýrði A Hard
Days Night og hefur hann lýst því
hvernig myndin hafi verið unnin á
sex vikum og frumsýnd þremur
mánuðum eftir fyrstu tökur. Eins og
hann rekur söguna fékk hann ekki
nema hálfa fjórðu viku til að klippa
myndina, vegna þess að útgefandi
sveitarinnar taldi að hún yrði búin
að syngja sitt síðasta á næstu mán-
uðum. Svo mikil var spennan fyrir
myndinni að hún var búin að borga
sig fyrir frumsýningu – fyrirfram-
pantanir á plötunni með tónlist úr
myndinni slógu öll met.
Almennilegt
handrit með söguþræði
A Hard Days Night var frumsýnd
árið 1964 og ári síðar var Lester ráð-
inn til að gera aðra Bítlamynd. Nú
átti að leggja aðeins meira í verkið,
vinna með almennilegt handrit með
söguþræði og taka myndina í lit.
Hann fékk að velja úr níu lögum og
tók sjö þeirra í myndina.
Söguþráðurinn í myndinni er í
meira lagi fjarstæðukenndur, en
öðrum þræði átti hún að vera skop-
stæling á James Bond-myndunum,
sem nutu þá gríðarlegra vinsælda,
og eins hylling Andasúpu Marx-
bræðra. Sagan er nokkurn veginn á
þá leið að Ringo Starr kemst yfir
hring sem sem er helgur meðal aust-
ræns trúflokks (til að styggja ekki
indverska aðdáendur var orðið
„austrænn“ notað í stað indverskur).
Óþokkagengi er gert út af örkinni til
að heimta hringinn, en þegar kemur
í ljós að Ringo nær honum ekki af
sér leggur hann á flótta og félagar
hans sömuleiðis. Eltingarleikurinn
nær meðal annars til svissnesku
Alpanna og Bahamaseyja.
Þó að ákveðið hafi verið að stæla
Marx-bræður og James Bond segir
Lester raunar (í viðtali sem er á
aukadiski í pakkanum) að til hafi
staðið að gera rökrétt framhald af A
Hard Days Night, sem myndi þá
byggjast á því að sýna daglegt líf
þeirra félaga en á þeim tíma hafi líf-
erni þeirra verið slíkt að það hafi
ekki verið sýningarhæft.
Ævintýralegur hljómur
Lögin í myndinni eru Help!,
You’re Gonna Lose That Girl, Ticket
to Ride, Another Girl, You’ve Got to
Hide Your Love Away, The Night
Before og I Need You, sem flest eru
sígild Bítlalög. Einnig er A Hard
Day’s Night flutt af indverskri
hljómsveit og önnur hljómsveit spil-
ar I’m Happy Just to Dance with
You í einu atriðinu. Vert er að vekja
athygli manna á því að hljómurinn á
henni er ævintýralega góður, enda
voru lögin endurhljóðblönduð fyrir
5,1 víðóm og hafa ekki hljómað bet-
ur.
Bítlarnir léku eðlilega sjálfir í
myndinni, eða voru á staðnum í það
minnsta, því sagan segir að þeir hafi
reykt svo mikið af kannabisefnum á
þeim tíma að oftar en ekki hafi þeir
verið eins og flissandi fábjánar og
reyndi mjög á þolrifin hjá leikstjóra
og meðleikurum. Meðal annarra
leikara í myndinni voru Leo
McKern, Eleanor Bron, Victor Spi-
netti, Roy Kinnear og Patrick Car-
gill.
Ekki er nóg með að hljóðið var
endurunnið svo um munar, heldur er
myndin sjálf mjög mikið unnin eftir
upprunalegum negatívum til að ná
fram réttri litamettun og skerpu. Á
aukadiski eru auglýsingar, heimild-
armynd um gerð myndarinnar, önn-
ur mynd um vinnsluna á endurútgáf-
unni, viðtal við stafsmenn og leikara
og eins viðtal við leikkonuna Wendu
Richard, en atriði með henni komst
ekki í endanlega gerð myndarinnar.
Það má sjá á aukadiskinum.
Sérstök viðhafnarútgáfa
Myndin er fáanleg í tveimur út-
gáfum; venjulegri tveggja diska út-
gáfu og svo er líka sérstök viðhafn-
arútgáfa í boxi. Þar fylgir með
handrit Richards Lesters með at-
hugasemdum hans í spássíum, bí-
óplakat og ýmislegt fleira dót.
Bítlarnir voru ekki ýkja ánægðir
með myndina sjálfir og Lennon
sagði það eitt sinn að þeir hefðu í
raun verið statistar í myndinni.
Nærtæk skýring á því er að þeir
voru svo skakkir að það var lítið
hægt að vinna með þeim, það var til
að mynda aldrei hægt að kvikmynda
neitt af viti eftir hádegi, en eins og
þeir rekja söguna voru þeir þá þegar
líka orðnir þreyttir á Bítlaæðinu og
Lennon lét þau orð falla eitt sinn að
titillag myndarinnar hefði verið
raunverulegt kall á hjálp.
Hjálp í við-
hafnarútgáfu
TÓNLIST Á SUNNUDEGI
Árni Matthíasson Stjörnur Útúrreyktir flissandi snillingar.
Það er merkilegt að hugsa til þess í dag að ein
hljómsveit skuli hafa haft önnur eins áhrif á
menningarsöguna og Bítlarnir og það á svo
stuttri ævi; sveitin starfaði í raun sem hljómsveit
aðeins í fimm ár eða þar um bil, þó hún hafi hang-
ið saman aðeins lengur, en hafði þó meiri áhrif en
dæmi eru um fyrr og síðar.