Morgunblaðið - 16.12.2007, Qupperneq 87
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 2007 87
N
æ
st
Þessar skemmtilegu og spennandi sögur
hins kunna höfundar Enid Blyton fjalla
um nokkur börn og vini þeirra úr dýraríkinu
sem lenda í ótrúlegustu ævintýrum.
ÆVINTÝRA
höllin
Hér kemur meira af Fimm-bókunum
og Ævintýra-bókunum.
Nú koma út tvær nýjar sögur … og sem fyrr
dregur til spennandi tíðinda hjá unga fólkinu.
En börnin eru snarráð og kjarkmikil og fullfær
um að ráða fram úr óvæntum ævintýrum.
KLASSÍSKAR BARNABÆKUR
Sími 562 2600Endurútgáfa bókaflokkanna hófst 2005.
á flótta
Fimm
Kíkí ...
ÞAÐ var fyrir rælni sem Einar
Bárðarson hélt fyrstu tónleikana
til styrktar krabbameinssjúkum
börnum. Háskólabíó stóð autt einn
daginn á milli jóla og nýárs vegna
einhvers klúðurs og Einari var
boðið að gera eitthvað við daginn.
Þá hafði hann stuttu áður upplifað
það að frændi hans ungur var
heimtur úr helju krabbameinsins
og varð Einar eftir það staðráðinn
í að beita sér fyrir velfarnaði ann-
arra í hans stöðu með öllum ráð-
um. Fyrstu tónleikarnir voru
haldnir árið 1998 og síðan þá hafa
þeir verið árlegur viðburður.
Þeim hefur vaxið fiskur um hrygg
allar götur síðan en fjöldi lista-
manna sem þátt taka í ár hefur
aldrei verið meiri. Þeir sem fram
koma eru Luxor, Dísella, Nylon,
Bubbi Morthens, Magni og Á móti
sól, Sprengjuhöllin, Guðrún Gunn-
ars og Friðrik Ómar, Garðar Thór
Cortes, Land og synir, Klaufarnir,
Stebbi og Eyfi, SSSÓL, Birgitta
Haukdal, HARA og Ragnheiður
Gröndal. Þess má geta að þetta er
í níunda sinn sem Sálin hans Jóns
míns kemur fram á tónleikunum
og hefur hún ekki hikað við að
brjóta upp sínar frægu „pásur“
fyrir málstaðinn. Yfir tólf millj-
ónir króna hafa safnast saman
undanfarin ár og allir listamenn-
irnir gefa vinnu sína, auk tækni-
manna og þeirra fyrirtækja sem
að skipulagningunni koma. Tón-
leikarnir fara fram sunnudaginn
30. desember og hefjast stundvís-
lega kl. 16. Þeir aðilar sem koma
að skipulagningu viðburðarins eru
Stöð 2, Bylgjan, EB hljóðkerfi,
Concert, midi.is og Háskólabíó.
Miðasala er hafin á Midi.is og á
útsölustöðum þeirra en þeir gefa
alla sína vinnu í kringum tón-
leikana og ekkert miðagjald er
lagt ofan á söluna. Miðaverð er
2.500 kr.
Til styrktar krabbameinssjúkum börnum
Morgunblaðið/Eggert
Guðrún Gunnarsdóttir og Friðrik Ómar.
Morgunblaðið/Kristinn
Stúlknasveitin Nylon.
Eggert Jóhannesson
Magni í Á móti sól.
Morgunblaðið/Eggert
Hara-systur.
Morgunblaðið/Eggert
Bubba Morthens
Morgunblaðið/Eggert
Birgitta Haukdal
Morgunblaðið/Eyþór
Ragnheiður Gröndal
Stórtónleikar til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna verða haldnir í níunda sinn
30. desember í Háskólabíói. Það er Einar Bárðarsonar sem á veg og vanda af tónleikunum
Morgunblaðið/Eggert
Hljómsveitin Sprengjuhöllin skemmtir.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hreimur í Landi og sonum.
Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson
Garðar Thór Cortes óperusöngvari