Morgunblaðið - 20.12.2007, Síða 17

Morgunblaðið - 20.12.2007, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2007 17 EINTAK af Magna Carta, skil- málaskrá sem Jóhanni konungi landlausa var gert að undirrita 15. júní 1215 eftir uppreisn lénsaðals- ins gegn óstjórn og skattheimtu Englandskonungs, var selt á upp- boði hjá Sotheby’s í New York í fyrrakvöld á 21,3 milljónir Banda- ríkjadala, 1.346 milljónir króna. Var eintakið, sem er eitt af 17 ein- tökum sem eru til af skjalinu, keypt af bandarískum lögfræðingi, David Rubenstein. Mjög sjaldgæft er að skjal sem þetta sé selt á uppboði og er líklegt að þetta sé eina eintakið sem muni nokkurn tíma koma í sölu á uppboði. Tvö eintök af Magna Carta eru til utan Bretlands og er hitt í Ástralíu. Hagnaður af sölunni mun renna til góðgerðarmála á vegum milljarðamæringsins og fyrrverandi forsetafram- bjóðandans Ross Perots. Eintakið sem selt var á uppboðinu var í eigu Perots en stofnun á hans vegum keypti það árið 1984. Magna Carta er latína og þýðir á íslensku hin mikla skrá. Þó að skjal- ið hafi verið undirritað árið 1215 þá öðlaðist það ekki lagagildi í Eng- landi fyrr en 1297. Stjórnarfarslegt gildi Magna Carta fólst fyrst og fremst í skírskotun þingsins til hennar í valdabaráttu konungs og þings á 17. öld og í raun tryggði hún aðeins réttindi aðals og kirkju. Metverð fyrir eintak af Magna Carta Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is FULLTRÚADEILD Bandaríkja- þings samþykkti í gær mjög um- fangsmikil lög um orkumál en meg- intilgangur þeirra er að draga úr olíunotkun og auka framleiðslu líf- ræns eldsneytis, etanóls, úr öðru hráefni en korni. Þá er stefnt að því að hætta alveg notkun glóðarpera. Þetta er í fyrsta sinn í 32 ár, að Bandaríkjaþing bindur í lög ákveðnar kröfur um eldsneytisnotk- un bifreiða en frá 2020 verður bann- að að aka bifreið, sem ekki kemst að minnsta kosti 15 km á bensínlítran- um. Hefur George W. Bush forseti verið andvígur lagasetningu um þetta hingað til en hefur nú skipt um skoðun og ætlar að undirrita lögin. Þau þýða hins vegar það, að nú hillir undir endalokin fyrir dollaragrín og aðra bensínháka í Bandaríkjunum. Nýju lögin voru samþykkt í öld- ungadeildinni í síðustu viku og hafa því verið samþykkt í báðum deildum. Var jafnvel búist við því í gær, að Bush myndi undirrita þau þá um daginn. Etanólframleiðsla verður sexfölduð Stefnt er að því að minnka elds- neytisnotkun um 40% og draga sem því nemur úr olíuinnflutningi. Þá á að sexfalda framleiðslu á etanóli fram til ársins 2022. Fram að þessu hefur það aðallega verið framleitt úr maís en nú verður lögð áhersla á að nýta fyrst og fremst annað lífrænt efni, sem til fellur í landbúnaði, til dæmis timburafganga, gras og þess háttar. Auk þessa kveða lögin á um, að glóðarperan gamla verði lögð á hill- una á árunum 2012 til 2014 og í stað- inn notaðar sparperur, sem eru að vísu dýrari í framleiðslu en marg- borga það með miklu meiri endingu og miklu minni rafmagnsnotkun. Áætlað er, að um 2020 muni nýju perurnar spara Bandaríkjamönnum um 800 milljarða ísl. kr. á ári. Sparn- aðurinn svarar til framleiðslu 60 meðalstórra raforkuvera og mun minnka koltvísýringsmengun um 100 milljónir tonna árlega. „Í þessu máli hefur kristallast bar- áttan milli gærdagsins og morgun- dagsins. Nýju lögin marka tímamót, hvernig sem á er litið,“ sagði demó- kratinn Nancy Pelosi, forseti full- trúadeildarinnar, en hún tók mikinn þátt í lagasmíðinni. Stóðu demókratar sem einn mað- ur að baki henni en meðal repúblik- ana voru skoðanir nokkuð skiptar. Þrátt fyrir það greiddu 95 fulltrúa- deildarþingmenn þeirra lögunum at- kvæði sitt. Minni andstaða í bílaiðnaðinum Eitt meginatriði laganna er sú krafa, að bílaiðnaðurinn auki elds- neytisnýtni bifreiðanna um 40% en demókratar segja, að það muni spara venjulegum bíleiganda um 60.000 kr. á ári. Þá gera þeir ráð fyr- ir, að eldsneytisþörfin muni hafa minnkað um fjórar milljónir fata á dag um 2030 en nú flytja Banda- ríkjamenn inn frá Mið-Austurlönd- um um tvær milljónir olíufata á dag. Bílaframleiðendur hafa alltaf bar- ist hart gegn auknum kröfum um sparneytni og ekki síst með þeim rökum, að þær mundu draga úr fjöl- breytni framleiðslunnar og fækka störfum við hana. Þeir eru þó farnir að átta sig á því hverjum klukkan glymur og hafa ekki haldið uppi miklu andófi að þessu sinni. AP Tímamót Þingmenn fagna samþykkt nýju orkulaganna. Fyrir miðri mynd eru þau Harry Reid og Nancy Pelosi, forsetar í öldunga- og fulltrúadeild. Lög um aukna sparneytni Hillir undir endalok bensínhákanna JAPANIR gerðu í vikunni vel heppnaða tilraun með bandarísk- hannaða eldflaug sem nota á til að skjóta niður árásarflaugar. Er um að ræða þátt í sameiginlegu átaki ríkjanna tveggja til að koma upp gagnflaugakerfi gegn hugsanlegum árásum frá Norður-Kóreu. Umrætt kerfi getur einnig gagnast Taívönum sem búa við stöð- uga ógn frá Kína. Kínverjar hafa sett upp hundruð árásarflauga á meginlandinu andspænis Taívan og hafa hótað að beita valdi lýsi eyj- arskeggjar yfir fullu sjálfstæði. Kín- verjar tjáðu sig um tilraun Japana með varfærnislegum hætti. „Við vonum að aðgerðir Japana muni stuðla að friði og stöðugleika á svæðinu og verði til að ýta undir gagnkvæmt traust milli þjóðanna,“ sagði talsmaður utanríkisráðuneyt- isins í Peking, Qin Gang. Gagnflaug virkaði                                                                                            !      "#                     $  % &         "#         $    '               &              $  &   (  & (           )        (              (      &    $     * &    $            '    !       ( + $   +,-        + $

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.