Morgunblaðið - 20.12.2007, Síða 32

Morgunblaðið - 20.12.2007, Síða 32
neytendur 32 FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Mikill verðmunur var á jólamatn- um milli verslana þegar verðlags- eftirlit ASÍ kannaði verð í versl- unum á höfuðborgarsvæðinu í hádeginu í gær, miðvikudag. Reyndist verðmunur mikill á vörutegundum sem og milli ein- stakra verslana. Lægsta verðið var oftast í Bónus, eða í 28 tilfellum af 37 en hæsta verðið var oftast í Samkaup Úrval eða í 27 tilfellum. Innan við fjögurra króna verðmunur Mestur verðmunur í prósentum talið reyndist vera á ýmsum al- gengum smávörum. Þannig mun- aði 136,9% á hæsta og lægsta verði á Fitty samlokubrauði frá Myllunni, 108,8% á Ora grænum baunum í 450 gr dós og 100,8% á mandarínum/klementínum. Mesti verðmunurinn í krónum talið reyndist hins vegar á dýrari vörum, svo sem kjöti. Þannig mun- aði 709 krónum á kílóverði á SS birkireyktu hangilæri, 269 krónum á kílóverði á KEA hamborg- arhrygg með beini og 251 krónum á kílóverði á frosnum heilum kal- kún. Það vakti athygli verðlagseftir- litsins að innan við fjögurra króna verðmunur var milli Krónunnar og Bónus í 23 tilfellum af þeim 28 vörutegundum sem til voru í báð- um verslunum. Hagkaup og Nóatún hafna þátttöku Könnunin var gerð með þeim hætti að starfsmenn á vegum ASÍ fóru í verslanir og tíndu vörur í körfu án þess að gera grein fyrir því að um verðtöku væri að ræða. Það var ekki fyrr en búið var að skanna inn allar vörur við kassa og gefa upp verð, að gerð var grein fyrir því að um verðkönnun væri að ræða og þess þá óskað að fá verðstrimla til að vinna úr. Var orðið við þeirri beiðni í sex versl- unum af þeim átta sem heimsóttar voru. Í verslunum Hagkaupa í Skeifunni og í verslun Nóatúns við Hringbraut var neitað að afhenda verðstrimla og þar af leiðandi þátttöku í verðkönnuninni. Könnunin var gerð í eftirtöldum verslunum: Fjarðarkaupum í Hafnarfirði, Bónus í Kringlunni, Krónunni á Granda, Samkaupum– Úrvali í Miðvangi, Kaskó í Vest- urbergi, Nettó í Mjódd, Hag- kaupum Skeifunni og Nóatúni við Hringbraut. Aðeins er um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila. Um 109% verðmunur á grænum baunum % %/ 01  )% $1 )% 3 ) %  , %2 % 2 %' ,% )%245+, 3 6,+)%2 % %5 2 .. )%2 &,                                                                                                                                             789 '  (      ) '  ) *+,  %'- ( ) % '  ) *  )  ) - ) " "9  :9 ./%0 )   0% ) 1  &  0% ) 1  20 ' )  %3 )  4 -)  ) 5  ( )   8 * 6 7  ' )  )    83  9   )   ) : *;%  0 %6   %<  <' %)    $'-      )  90 3    )    &( 0  %<  - % )  =0> &( 9 (  %- ' )  #;<9 .0 -  ) 5  )  & ? -@ A  ( ) B =5   > 7 # *-    )   55 *-%    )  =   % > $=:7# C # 7-  )  =0'6  > :  >09 +  5)   +  % ) #0) 1  D-? ?- )  )  ;   +  0 ) #0) 1  !#><9"  ?<@9" & # 51 %5) 5  ) + )  ) E( 3 '    (#  ) -- ) F  3 )  )  F  0%  ) G3 # ) 5  ) F  ) -:>9 H    '  )  4 3    6) B =: +%% I % 0 5   *5 0 5)   ;;" C - ) 0 )  & # )                                                                                                                                                       !                                                                                               " # $  %                                              " &                                         Verðlagseftirlit ASÍ kannar verð á jólamatnum Nærri níu af hverjum tíu Svíum finnst jólatíminn streitufyllri en aðr- ir tímar árs. Þetta sýnir könnun sem gerð var meðal 35 þúsund Svía og Göteborgs-posten segir frá. Fjórum af hverjum tíu finnst jólagjafainn- kaupin valda mesta stressinu Könnunin ber tíðarandanum vitni að mati sálfræðingsins Kerstin Jed- ing, sem vinnur á Streitustofnuninni í Stokkhólmi. „Margir upplifa aukið álag í vinnu á þessum tíma samhliða miklu félagslífi þegar jólahlaðborðin og jólaglöggsboðin standa sem hæst,“ segir hún. Því er ekki skrýtið að mörgum finnist verkefnalistinn óyfirstíganlegur en Jeding bendir á að í mörgum tilfellum sé um sjálf- skaparvíti að ræða. Erfiðara er að eiga við stress sem tengist þröngum fjárhag. „Allt í einu þarf að töfra fram jólagjafir fyrir alla og margir finna fyrir því í pyngj- unni,“ segir Anette Lydén hjá sam- tökunum Verdandi sem berjast fyrir verðugu lífi öllum til handa. „Margir eru undir álagi allt árið um kring vegna knappra kjara og finna enn meira fyrir því um jólin.“ Einstæðir foreldrar eru oft í þeim hópi. Við bætast áhyggjur af því hvort frídagar þeirra nægi til heima- veru þá daga sem börnin eru í fríi frá skóla. Eins er stressandi að púsla saman skutli vegna ýmissa jólauppá- komna í skóla og frístundum við vinnu og erfitt að komast að niður- stöðu um skipulagið yfir jólin þegar margar fjölskyldur bítast um barnið. Stressið aldrei eins mikið og vikurnar fyrir jól Morgunblaðið/Sverrir Erill Það þarf að baka og versla og föndra og pakka og skrifa jólakortin og þrífa og mæta í jólahlaðborð og skutla börnunum og passa upp á aurana…

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.