Morgunblaðið - 20.12.2007, Blaðsíða 35
Morgunblaðið/Frikki
m 310 milljónir króna vegna brota á samkeppnislögum. Telur
ar með aðgerðum sem miðuðu að því að bola Samskipum út af
ini sína. Í báðum tilvikum er um að ræða brot á 11. grein sam-
alda atvinnulífi og almenningi miklu samkeppnislegu tjóni.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2007 35
in gengist undir þá skyldu að kaupa ekki
ngsþjónustu af keppinautum Eimskips.
ágreiddi afslátturinn hefði þá verið til
fallinn að raska samkeppni enn frekar.
slættir markaðsráðandi fyrirtækja [telj-
ögmætir þegar þeir eru veittir í tengslum
nstök viðskipti og það hagræði sem leiðir
m viðskiptum. Eimskip hefur ekki sýnt
á með nákvæmum hætti hið kostn-
ega hagræði sem réttlætir þennan afslátt.
er hægt að fallast á að þeir afslættir sem
m ræðir séu dæmi um eðlilega afslætti,“
m.a. í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins.
darsamningur við Vífilfell
fyrirtæki nutu þess að fá eftirágreidda
tti og vísar Samkeppniseftirlitið m.a. í
ing gerðan við Vífilfell í júlí árið 2000. Í
m kom fram að Vífilfell fékk ákveðna pró-
í eftirágreiddan afslátt af sjóflutnings-
um frá FOB viðkomuhöfnum Eimskips í
pu. Afslátturinn var gerður upp á sex
ða fresti.
nnig liggur fyrir að Eimskip gerði flutn-
amning við Vífilfell í október 2002, og tók
r að veita Vífilfelli heildarflutningaþjón-
Samningurinn gilti til 1. mars 2005.
Eimskip mótmælti og sagði samningana
ekki brjóta gegn 11. gr. samkeppnislaga.
Ekki væri um að ræða einkakaupasamning
og aðeins hefði verið kveðið á um áætlað
flutningsmagn en ekki skuldbindingu um til-
tekið magn. Afslættirnir hefðu þá ekki verið
háðir því að Vífilfell flytti eingöngu með Eim-
skipi, auk þess sem afsláttur hefði verið gerð-
ur upp á hálfs árs fresti, en með svo tíðum
uppgjörum hefði ekki tekist að safna upp
nema óverulegum ógreiddum afslætti sem
engin eða takmörkuð áhrif hefði haft á mögu-
leika Vífilfells á að leita til keppinauta.
Samkeppniseftirlitið féllst ekki á skýr-
ingar Eimskips og segir í ákvörðuninni að
um heildarsamninga hafi verið að ræða og í
þeim komið fram að þeir tækju til allra flutn-
inga Vífilfells. „Er því ótvírætt að með samn-
ingunum hafi Vífilfell gengist undir þá skyldu
að kaupa ekki flutningsþjónustu af keppi-
nautum Eimskips. Þegar af þessari ástæðu
fólust í samningunum ólögmæt ákvæði um
einkakaup í skilningi 11. gr. samkeppn-
islaga.“
Þá benti eftirlitið á að Eimskip hefði ekki
sýnt fram á hið kostnaðarlega hagræði sem
réttlæti afsláttinn.
aupasamningar
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur
elva@mbl.is
Íákvörðun Samkeppniseftirlitsins er gerð greinfyrir markaðsatlögu Eimskips og aðdragandahennar. Fram kemur hjá Samkeppniseftirlitinuað „markaðsatlagan“ eins og stjórnendur Eim-
skips hafi kallað aðgerðirnar hafi miðað að því að ná
sem mestu af viðskiptum Samskipa yfir til Eimskips.
Í ákvörðuninni segir að gögn málsins sýni að árið
2001 hafi verið fjallað um það hjá Eimskipi að grípa til
sértækra aðgerða til að ná viðskiptum af Samskipum.
Sama haust hafi Eimskip beitt sér fyrir verðhækkunum
gagnvart viðskiptavinum sínum. Samskip hafi nýtt sér
þetta til að afla nýrra viðskiptavina en það hafi valdið
óánægju hjá Eimskipi. Ætla megi að Eimskip hafi
vænst þess að Samskip myndu fylgja félaginu í aðgerð-
um þess til að hækka verð. Óánægja með viðbrögð
Samskipa hafi verið ein meginástæðan fyrir skipulagðri
atlögu að Samskipum sem Eimskip hafi staðið fyrir á
árinu 2002.
Fram kemur í ákvörðuninni að gögn í málinu sýni að
um áramót 2001/2002 hafi Eimskip aftur gripið til að-
gerða í því skyni að reyna að ná fram verðhækkun á
flutningaþjónustu fyrirtækisins. Samskip hafi aftur nýtt
sér óánægju viðskiptavina Eimskips með þeim afleið-
ingum að Eimskip hafi misst viðskiptavini yfir til Sam-
skipa. Þá hafi verið ákveðið hjá Eimskipi að fara „í árás“
gagnvart Samskipum eins og það hafi verið kallað.
Samkeppniseftirlitið fjallar um gögn sem tengjast
aðdraganda og skipulagningu aðgerðanna árið 2002.
Aðallega er stuðst við minnisblöð og tölvupósta á milli
yfirstjórnar og millistjórnenda á sölu- og markaðssviði
Eimskips, gögn sem tengjast ákvörðunum um aðgerðir
og gögn þar sem fjallað er um árangur „markaðs-
atlögunnar“. Fram kemur að í samskiptum um aðgerð-
irnar innan Eimskips hafi verið talað um að nýta „mátt“
Eimskips til að tryggja „forystu“ og „sterka stöðu“ fé-
lagsins á markaðnum.
Niðurstaða Samkeppniseftirlitsins er að á fyrri hluta
ársins 2002 hafi „forsvarsmenn Eimskips gripið til um-
fangsmikilla aðgerða sem höfðu það fyrst og fremst að
markmiði að útiloka einn helsta keppinaut félagsins í
áætlunarsiglingum til og frá Íslandi frá markaðnum.“
Tilgangurinn hafi einnig verið að hindra innkomu Atl-
antsskipa inn á markað fyrir farmflutninga til Evrópu
sem þá voru að hefjast.
Vildu ná viðskiptum 170 fyrirtækja
Í ákvörðun Samkeppniseftirlitisins er alls fjallað um
samninga og/eða tilboð sem Eimskip gerði við yfir 30
viðskiptavini Samskipa, aðallega á tímabilinu frá mars
til maí 2002 eða því tímabili sem markaðsatlaga Eim-
skips stóð sem hæst. Telur eftirlitið að í þessum til-
fellum hafi verið farið gegn 11. grein samkeppnislaga
og geti sjónarmið Eimskips ekki breytt þeirri nið-
urstöðu.
Samkeppniseftirlitið segir að sterk rök bendi til þess
að mun fleiri viðskiptavinum Samskipa en þeim sem
fjallað er um í skýrslunnni hafi verið boðið verð sem var
lægra en þágildandi samningsverð Samskipa.
Samkvæmt tölvupóstum sem forsvarsmenn bíla- og
tækjaþjónustu og sjávarútvegsþjónstu sendu fram-
kvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs Eimskips í apríl
2002 hafi verið listuð upp tæplega 170 fyrirtæki sem
sögð voru viðskiptavinir Samskipa sem þyrfti að ná í
viðskipti til Eimskips. Því er þó ekki haldið fram að öll
þessi fyrirtæki eða önnur sem nefnd eru í ákvörðuninni
hafi fengið tilboð frá Eimskipi sem falið hafi í sér lægra
verð en þágildandi samningsverð við Samskip, enda
liggi ekki fyrir upplýsingar um öll þau fyrirtæki sem
t.a.m. hafi verið nefnd í umræddum tölvupóstum.
Samkeppniseftirlitið skiptir umfjöllun um einstaka
viðskiptavini niður með þrennum hætti. Í fyrsta lagi
eru skoðuð tilvik sem tengjast markaðsatlögunni og
fjallað er um í erindi Samskipa og málsaðilar hafa í
bréfum sínum sett fram sjónarmið um. Þá er fjallað um
tilboð og/eða samninga við tiltekin fyrirtæki sem eiga
það sameiginlegt að hafa verið á minnisblaði fram-
kvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs til annarra fram-
kvæmdastjóra og forstjóra Eimskips þar sem greint
var frá árangri markaðsatlögunnar. Í þriðja lagi er um-
fjöllun um fyrirtæki sem Samskip nefndu í at-
hugasemdum sínum frá 16. janúar 2004. Á eftir verða
rakin þrjú dæmi um einstök viðskipti.
60-90% lægra verð en í gjaldskrá
Haldið var fram í kæru Samskipa að Eimskip hefði náð
viðskiptum af félaginu við fyrirtækið Héðinn hf. sem er
innflytjandi á járni og byggingavörum. Taldi Samskip
að Eimskip hefði boðið Héðni óeðlilega lágt verð og
hefði þetta verið liður í kerfisbundnum aðgerðum að ná
viðskiptum af Samskipum. „Samningur Eimskips við
Héðinn var gerður 8. maí 2002 en fyrirtækið var þá í
viðskiptum við Samskip. Það verð sem Eimskip bauð
fyrirtækinu var um 20-25% lægra en samningsverðið
hjá Samskip. Verðið var einnig um 65-90% lægra en
fram fram kemur í gjaldskrá Eimskips,“ segir í ákvörð-
un Samkeppniseftirlitsins.
Eimskip mótmælir því að brotið hafi verið gegn sam-
keppnislögum í þessu tilviki. Segir fyirtækið að verð til
Héðins hafi verið eðlilegt og í samræmi við annað verð
til stærri viðskiptavina félagsins. Verðið hafi ekki verið
undir meðtali breytilegs kostnaðar við að veita þessa
þjónustu. Eimskip fullyrðir einnig að þessi viðskipti
hafi verið til komin að frumkvæði Héðins, að því er
fram kemur í ákvörðun Samkeppniseftirlitisins.
Heildarsamningur um flutningsþjónustu
Árið 2002 var fyrirtækið S. Guðjónsson, sem flytur inn
rafmagnsvörur og raflagnarefni, í viðskiptum við
Flutningsmiðlunina Jóna, sem er dótturfélag Sam-
skipa. Eimskip náði fyrirtækinu í viðskipti með því að
gera við það heildarsamning um flutningsþjónustu, en
samningurinn var gerður 27. mars 2002. Heildar-
viðskipti við félagið á ársgrundvelli hafi verið áætluð
um 10 milljónir króna. Í ákvörðun Samkeppnisstofn-
unar er vísað minnisblað framkvæmdastjóra sölu- og
markaðssviðs Eimskips til forstjóra og framkvæmda-
stjóra fyrirtækisins um fyrirtæki sem búið var að gera
samning við. Með hliðsjón af gögnum málsins sé ljóst að
Eimskip hafi lækkað verð sitt miðað við það verð sem
var í gildi hjá Jónum um rúmlega 22%. „Þá er ljóst að
það verð sem Eimskip bauð var um 80% lægra en verð
það sem fram kemur í gjaldskrá fyrirtækisins,“ segir í
ákvörðuninni.
Eimskip er ósammála þessu og heldur því fram að
um lögmætar aðgerðir hafi verið að ræða.
Þvinguðu fyrirtæki til viðskipta
Fjallað er um viðskipti við fyrirtækið Sandblástur og
málmhúðun ehf. í ákvörðun Samkeppniseftirlitisins.
Þar segir að fram hafi komið í erindi Samskipa til eft-
irlitsins að í mars 2002 hefði félagið hefði gert samning
við Sandblástur og málmhúðun, sem m.a. flytur inn
járn og stál. Fyrirtækið hafði áður verið í viðskiptum
við Eimskip en sá samningur var gerður í mars 2001 og
átti að gilda í eitt ár. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins
segir að ljóst sé að bæði Eimskip og Samskip hafi reynt
að ná fyrirtækinu í viðskipti og hafi Samskip haft betur.
Samkeppniseftirlitið segir að í erindi Samskipa hafi
komið fram að eftir að samningurinn var gerður hefði
Eimskip neitað að sinna flutningum fyrir Sandblástur
og málmhúðun til Færeyja nema greitt yrði fullt verð
samkvæmt viðmiðunargjaldskrá félagsins. „Þar sem
Samskip sigldu ekki til Færeyja væri það mat félagsins
að með þessum aðgerðum hefði Eimskip verið að
freista þess að þvinga Sandblástur og málmhúðun til
viðskipta að nýju með því að setja upp mun hærra verð
fyrir flutning til Færeyja en almennt tíðkaðist um sam-
bærilegan flutning fyrir aðra aðila,“ segir í ákvörð-
uninni um erindi Samskipa.
Eyðileggur viðskiptin fyrir þeim
Þar segir að við mat á því hvort Eimskip hafi þvingað
Sandblástur og málmhúðun til viðskipta að nýju sé rétt
að líta til tölvupósts Benedikts Inga Elíssonar [hjá
Eimskipum] frá 18. mars 2002, til nokkurra starfs-
manna Eimskips, þ. á m. Guðmundar Þorbjörnssonar,
framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs, og Nönnu
Herborgar Tómasdóttur, forstöðumanns bíla- og
tækjaþjónustu Eimskips.
Þar segir: „Samkvæmt samtali við [starfsmann
Sandblásturs og málmhúðunar] í morgun hafa þeir
ákveðið að taka tilboði Samskipa og fara með alla sína
flutninga yfir til þeirra, bæði fyrir S&M og Ferro-Zink,
alls eru þetta 6.000 tn. af stáli. Hann sagði Samskip
hafa verið heldur lægri en okkur í heildarpakkann, að-
spurður hvort þeir væru ekki til í að skipta flutning-
unum áfram svaraði hann neitandi. S&M hafa verið að
taka stál í sinkhúðun frá Færeyjum (tour/retour) og
vildi hann ná samkomulagi um þá flutninga, sagði
[starfsmanni Sandblásturs og málmhúðunar] að þeir
flutningar yrðu héðan í frá á fullu verði (það eyðileggur
líka þessi viðskipti hjá þeim).
Tæpur helmingur af stálinu fer til Akureyrar og get
ég varla ímyndað mér að Samskipsmenn geti verið sæl-
ir með afkomu af þeim flutningum landleiðina norður
m.v. það verð sem er í gangi.“
Markmið að eyðileggja ávinning
Samkeppnisyfirlitið segir að ekki fáist annað skilið af
tölvupóstinum en að Eimskip hafi gefið það skýrt til
kynna við starfsmann Sandblásturs og málmhúðunar
að flutningar fyrirtækisins til Færeyja yrðu „á fullu
verði“. Innihald tölvupóstsins verði heldur ekki skilið
öðruvísi en svo að það hafi verið markmið Eimskips
með verðhækkuninni að eyðileggja ávinning Sandblást-
urs og málmhúðunar af því að hafa gert samning við
Samskip um hagkvæmara verð fyrir flutningsþjónustu
en það áður naut hjá Eimskipi, sbr. „það eyðileggur líka
þessi viðskipti hjá þeim“. Bent er á að þessi tölvupóstur
hafi verið sendur til framkvæmdastjóra sölu- og mark-
aðssviðs hjá Eimskipi og engin breyting hafi verið gerð
á afstöðu Eimskips í málinu eftir að tölvupósturinn
barst framkvæmdastjóranum.
Eimskip sem mótmælir því að hafa beitt Sandblástur
og málmhúðun þvingunum, segir um tölvupóstinn að
„þótt einn starfsmaður sé ósáttur við að hafa misst við-
skipti og í hita leiksins láti frá sér óheppileg orð þá hafa
þau ekki nein réttaráhrif á samning aðila eða markmið
Hf. Eimskipafélags Íslands með breyttum samn-
ingum.“
„Markaðsatlagan“ miðaði
að því að ná sem mestum
viðskiptum til Eimskips
n-
fi
m-
r
a
-
n-
-
Hvað eru einkakaup?
mörkuðum þar sem fyrir eru markaðs-
ráðandi fyrirtæki.
Ekki skiptir máli hvort slíkur samn-
ingur er gerður að beiðni kaupandans,
né hvort hann kemur til framkvæmda.
Ólögmætir afslættir
Í úrskurðinum er einnig vísað í Hoff-
man-La Roche málið en í því „setti
dómstóll EB fram þá reglu að markaðs-
ráðandi fyrirtæki væri óheimilt að
veita afslætti gegn því skilyrði að við-
skiptavinurinn keypti allt eða að mestu
leyti allt sem hann þarfnaðist frá hinu
markaðsráðandi fyrirtæki og þá skipti
ekki máli hvort heildarmagnið væri
mikið eða lítið.“ Slíkir tryggðar-
afslættir hafi í raun sömu áhrif og
einkakaupasamningar.
Í KÆRU Samskipa kom fram að fyr-
irtækið taldi að í flestum viðskipta-
samningum Eimskips væru við-
skiptavinir bundnir af því að kaupa alla
sína flutninga hjá Eimskipi.
Í úrskurði Samkeppniseftirlitsins
segir að það fari gegn 11. gr. sam-
keppnislaga ef markaðsráðandi fyr-
irtæki skuldbindur kaupanda til þess að
kaupa alla þjónustu eða vörur viðkom-
andi tegundar, eða stóran hluta henn-
ar, af því fyrirtæki. Ástæða þess að slík
ákvæði í samningum, þ.e. um einka-
kaup, eru ólögmæt er fyrst og fremst
sú að þau eru til þess fallin að útiloka
samkeppni frá minni og nýjum keppi-
nautum um viðkomandi viðskipti. Slíkt
getur haft verulega skaðleg áhrif á tak-
markaða samkeppni sem getur ríkt á
Misnotkun á markaðsráðandi stöðu bönnuð
Í 11. gr. samkeppnislaga er lagt bann við hvers konar misnotkun fyrirtækis á
markaðsráðandi stöðu sinni. Ákvæðið er byggt á 54. gr. EES-samningsins.
Greinin er svohljóðandi: „Misnotkun eins eða fleiri fyrirtækja á markaðsráðandi
stöðu er bönnuð.
Misnotkun skv. 1. mgr. getur m.a. falist í því að: a) beint eða óbeint sé krafist
ósanngjarns kaup- eða söluverðs eða aðrir ósanngjarnir viðskiptaskilmálar settir,
b) settar séu takmarkanir á framleiðslu, markaði eða tækniþróun, neytendum til
tjóns, c) viðskiptaaðilum sé mismunað með ólíkum skilmálum í sams konar við-
skiptum og samkeppnisstaða þeirra þannig veikt, d) sett sé það skilyrði fyrir samn-
ingagerð að hinir viðsemjendurnir taki á sig viðbótarskuldbindingar sem tengjast
ekki efni samninganna, hvorki í eðli sínu né samkvæmt viðskiptavenju.“