Morgunblaðið - 20.12.2007, Qupperneq 38
38 FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
DROTTNINGIN í Englandi ku
hafa talað um sjálfa sig í fleiritölu og
gerir kannski enn. Slíkt er skrýtið en
styðst við hefðir. Það er þó enn
skrýtnara að bæj-
arstjóri Reykjanes-
bæjar skuli tala um
sjálfan sig í þriðju per-
sónu með eiginnafni
eða þá fornafninu
„hann“ í greinarstúf
sem ber heitið: Enn fer
hann með rangt mál!
Tilefnið er umfjöllun
um eignir sem ríkið átti
á Keflavíkurflugvelli en
hefur nú verið skipt
milli valinna sjálfstæð-
ismanna í Reykja-
nesbæ.
Við fyrstu sýn gæti grein þessi því
litið út fyrir að vera iðran og sjálfs-
gagnrýni en við nánari lestur kemur í
ljós að þriðju persónu fornafnið hann
er einnig notað um undirritaðan í
grein þessari og ekki grunlaust um
að það sé ég sem bæjarstjórinn telur
fara með rangt mál.
Í fyrsta lagi vegna þess að Stein-
þór Jónsson, formaður SSS, og einn
helsti kaupandi eigna á vellinum hafi
ekki skipað Árna sérstaklega í stjórn
Kadeco ehf. Það er alveg rétt enda
segi ég það aldrei, það er þó auðvitað
staðleysa hjá bæjarstjóranum að
stjórn SSS hafi skipað hann í stjórn-
ina, hún tilnefndi hann en ráðherra
skipaði. Ég benti bara á að Steinþór
hefði verið oddviti þeirrar stjórnar
sem tilnefndi Árna og það staðfestir
Árni í grein sinni.
Allt annað er útúrsnúningur.
Það er líka útúrsnúningur að ein-
hverju skipti hvort hlutur Reykja-
nesbæjar í Háskólavöllum hafi verið
seldur 28. júní, þegar salan er sam-
þykkt í bæjarráði, eða um haustið
þegar ákvörðun bæjarráðs er end-
anlega staðfest í bæjarstjórn, sem er
réttur ákvörðunaraðili
málsins.
Síðan segir bæj-
arstjórinn að ég fari
rangt með að fjórir
bæjarfulltrúar hafi átti
persónulega hagsmuni
af sölu eigna ríkisins
vegna þess að Steinþór
Jónsson hafi einn komið
að slíkum samningum
við Þróunarfélagið.
Annar bæjarfulltrú-
anna fór reyndar þá leið
að kaupa skemmur rík-
isins af fyrirtæki Stein-
þórs, sá þriðji situr í stjórn Spari-
sjóðsins sem er orðinn stór
eignaraðili á svæðinu. Máske öll
þessi störf séu unnin í ungmenna-
félagsanda og persónulegir hags-
munir komi hér hvergi nærri.
En það er von að bæjarstjóra sem
talar um sjálfan sig í þriðju persónu
yfirsjáist eitt og annað og gleymi því
sömuleiðis hvar hann hefur sjálfur
verið, hvenær það var hann sem
gerði og hvenær bara einhver annar
„hann“ eða einhver þriðju persónu
Árni.
Ef bara er horft á heimasíðu Þró-
unarfélags Keflavíkur koma merki-
legir hlutir fram. Þar er mynd af
Árna Sigfússyni, sem er bæj-
arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í
Reykjanesbæ, bæjarstjóri sama
sveitarfélags og stjórnarmaður á
ýmsum stöðum, þ. á m. í Kadeco og
Keili, að undirrita pappíra. Hinn 5.
október situr hann sölumannsmegin
við undirskriftarborðið við milljarða
sölu eigna til Háskólavalla, en er þá
vísast búinn að gleyma því að hann
sat við sama borð daginn áður eða 4.
október, en er þá óvart kaupenda-
megin, sem fulltrúi Keilis. Af því er
líka mynd á vef Kadeco.
Ef Árni myndi þetta hefði hann
aldrei þrætt opinberlega fyrir það að
hafa verið beggja vegna borðs en
bæjarstjóranum og stjórnarmann-
inum til afsökunar er rétt að hafa í
huga að minnisglöp geta háð okkur
öllum. Ruglandi í notkun persónu-
fornafna getur ýtt undir slíkt.
Að svo mæltu vil ég óska bæj-
arstjóranum gleðilegra jóla og ráð-
legg kaflann um persónufornöfn í
málfræðibók Björns Guðfinnssonar
sem jólalesningu. En uppbyggingu á
þekkingasetrinu á Keflavík-
urflugvelli óska ég velfarnaðar og
vona innilega að það skaðist ekki af
þeim vinnubrögðum sem illu heilli
hafa verið viðhöfð við eignasölu á
svæðinu.
Jólakveðja til
Árna Sigfússonar
Bjarni Harðarson karpar við
bæjarstjórann í Reykjanesbæ » Að svo mæltu vil égóska bæjarstjór-
anum gleðilegra jóla og
ráðlegg kaflann um per-
sónufornöfn í mál-
fræðibók Björns Guð-
finnssonar sem
jólalesningu.
Bjarni Harðarson
Höfundur er alþingismaður fyrir
Framsóknarflokkinn í Suður-
kjördæmi.
KIRKJAN hefur verið grunn-
þáttur okkar þjóðskipulags nánast
frá upphafi Íslandsbyggðar. Með
henni höfum við lifað
bæði súrt og sætt í
meira en 1000 ár. Mik-
ilvægt er að hún nái að
bregðast við breyttum
kröfum á hverjum tíma
en traust bönd milli
ríkis og kirkju gefa
samfélaginu öryggi
sem okkur er mik-
ilvægt. Trúfrelsi og
virðing fyrir öðrum
trúarbrögðum eru
sjálfsögð og slíkt á að
vera kennileiti okkar
Íslendinga í hvívetna.
Kirkjan og safn-
aðarstarfið eru horn-
steinar fjölbreytts
menningarlífs víða,
ekki síst í minni sam-
félögum úti á landi. Má
þar sérstaklega nefna
söng og tónlistarlíf og
barna- og unglinga-
starf sem fjölskyldan
öll er virkur þátttak-
andi í, að ógleymdum
hlut starfs eldri borg-
ara. Fjöldi barna, ung-
linga og fullorðinna um
land allt syngur í kirkjukórum eða
tekur þátt í tónlistarlífi og upp-
byggilegu trúarlífi í kringum kirkj-
urnar.
Fjölþætt ábyrgð um land allt
Kirkjustaðirnir eru einstæðar
vörður í sögu, atvinnu- og menningar-
lífi þjóðarinnar og samofnir örlögum
hennar. Kirkjurnar vítt og breitt um
landið eru byggingarsögulegir dýr-
gripir og búnaður þeirra hluti af lista-
sögu landsins. Þessum verðmætum
verður að halda til haga og gera sýni-
leg í nútímanum. Þarna ber þjóð-
kirkjan og við öll víðtækar samfélags-
skyldur.
Kirkjusagan og
kirkjustaðirnir eru sam-
ofin þeim verðmætum
sem reynt er að miðla og
laða fram, t.d. í menn-
ingartengdri ferðaþjón-
ustu. Kirkjustarfið er
mikilvægur hlekkur í
byggðamálum og ómet-
anlegt í öllu félags- og
menningarlífi. Það er
mikilvægt að við höfum
þessa fjölþættu ábyrgð í
huga.
Hátíðarkveðjur
á jólum
Það á að vera ófrá-
víkjanleg regla að borin
sé virðing fyrir ólíkum
trúarbrögðum. En um
leið eigum við að fagna
þeirri merku menning-
ar- og trúararfleifð sem
kristin trú hefur gefið
okkur.
Þjóðkirkjan gegnir
dýrmætu hlutverki í
okkar samfélagi og mun
vonandi gera áfram um
langa hríð. Sterk fjöl-
skyldubönd og gott nágranna-
samfélag eru einkenni fagurs mann-
lífs. Vinir og ættingjar, já, allir kallir
kallast á með friðarkveðju: „Gleðileg
jól!“
Ég óska lesendum Morgunblaðsins
gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á
nýju ári og þakka hvatningu og góðan
stuðning á árinu sem er að kveðja.
Kirkjan er
hornsteinn
Jón Bjarnason fjallar um kirkj-
una og safnaðarstarfið
Jón Bjarnason
»Kirkjustarfiðer mik-
ilvægur hlekkur
í byggðamálum
og ómetanlegt í
öllu félags- og
menningarlífi
stórra og minni
samfélaga um
landið.
Höfundur er þingmaður VG.
HINN 15. desember sl. fjallar
ritstjóri Morgunblaðsins í for-
ystugrein um nýákveðna niðurfell-
ingu og lækkun Alþingis á auð-
lindagjaldi í sjávarútvegi undir
fyrirsögninni „Lin-
kind“. Þar segir í að-
faraorðum að þingið
sýni mikinn „ves-
aldóm“ í varðstöðu
sinni um hagsmuni
almennings. Í loka-
orðum segir að aum-
ingjaskapur rík-
isstjórnar,
stjórnarflokka og Al-
þingis í þessu máli sé
svo mikill að þessir
aðilar séu greinilega
„ófærir um að gæta
almannahagsmuna“.
Ég hef lengi fylgst með mál-
efnalegri baráttu blaðsins fyrir al-
mannahagsmunum í þessu máli.
Þess vegna eru mér vonbrigði rit-
stjórans með þessa ákvörðun Al-
þingis fullkomlega skiljanleg.
Ég hef þó aldrei talið að auð-
lindagjald af því tagi sem veiði-
gjaldið er geti tryggt framtíð þjóð-
arauðlindar og eðlilegt endurgjald
fyrir afnot af henni. En Morg-
unblaðið hefur haft aðra skoðun og
haldið því fram að eignarhaldi
þjóðarinnar á sjávarauðlindum
hafi verið bjargað með lögunum
um veiðigjald. Þetta gjald muni
hækka í framtíðinni og að lokum
færa þjóðinni eðlilegt endurgjald
fyrir nýtingu auðlindarinnar.
Það er því miður ekki nið-
urstaðan, slíkt er af og frá. Þessi
gjörð Alþingis nú er skýr sönnun
þess.
Misheppnað veiðigjald
Sú vegferð sem lagt var í með
lögunum um veiðigjald kennir okk-
ur það eitt að aðferðirnar til að
gæta eignarhalds slíkra auðlinda
fyrir hönd þjóðarinnar þarf að
velja af kostgæfni.
Það hefur því miður sannast
sem útgerðarmenn og margir aðr-
ir héldu fram að gjaldið hefur eðli
skattlagningar gagn-
vart þeim sem keypt
hafa veiðirétt af öðr-
um. Gjaldið rís heldur
ekki undir nafni sem
afgjald til eiganda auð-
lindar. Um það vitnar
best sú staðreynd að
útgerðarmenn hafa að
undanförnu verið að
greiða 2 kr. til eigand-
ans (þjóðarinnar) af
veiðirétti í þorski sem
leigður er út af hand-
höfum veiðiréttar fyrir
230 kr. Sú staðreynd
að nú afléttir Alþingi þessu auma
endurgjaldi til eigandans af þorsk-
veiðiheimildum og lækkar það
verulega af öðrum tegundum boð-
ar í raun gjaldþrot slíkrar leiðar
ekki bara í sjávarútvegi heldur
líka gagnvart öðrum auðlindum.
Tillögur um aðrar
leiðir liggja fyrir
En þó að sú auðlindagjaldsleið
sem var farin gagnvart sjávar-
útvegi sé ekki nothæf til að gæta
eignarhalds fyrir hönd þjóðarinnar
er það engin sönnun fyrir því að
þjóðin geti ekki átt auðlindir og
falið einkaaðilum nýtinguna. Það
haggar ekkert rétti okkar sem
þjóðar til að ákveða að skil-
greindar auðlindir skuli vera þjóð-
arauðlindir í sameign þjóðarinnar
til framtíðar. Íslensk stjórnvöld
verða hins vegar að gæta eign-
arhaldsins fyrir hönd þjóðarinnar
með fullnægjandi hætti. Þar getur
enginn undansláttur verið frá fullu
verði eða í formi forgangs eða
hefðar eins og raunin er í veiði-
gjaldsleiðinni. Þá innheimtir bara
handhafinn fulla verðið. Stjórnvöld
verða að gæta að fullu jafnræðis
milli þeirra sem fá í hendur nýt-
inguna. Þar verða menn að horfast
í augu við að erlendir aðilar hafa
líka rétt til jafnræðis. Þjóðareign
og jafnræði til nýtingar getur þó
algerlega farið saman. En leikregl-
urnar verða að vera skýrar. Það
er nú eitthvert mest aðkallandi
pólitískt verkefni stjórnvalda á Ís-
landi að skapa samstöðu um slíkar
leikreglur. Í svokallaðri auðlinda-
nefnd sem skilaði áliti til iðn-
aðarráðherra fyrir ári náðist víð-
tæk samstaða um slíkar leikreglur.
Um þær tillögur getur enginn haft
orðin vesaldómur, linkind eða
aumingjaskapur.
Á Alþingi náðist þó ekki að
ljúka málinu í aðdraganda kosn-
inga.
Nú er kallað eftir slíkum leik-
reglum sem aldrei fyrr. Enda
hljóta þær að verða hluti af þeirri
sátt sem iðnaðarráðherra vinnur
að um orkuauðlindir í almanna-
eigu. Þegar leikreglurnar sem
skapa sátt um þær mikilvægu auð-
lindir liggja fyrir munu óhjá-
kvæmilega einnig skapast fordæmi
fyrir því hvernig fara skuli með
auðlindir þjóðarinnar í lífríki hafs-
ins.
Um auðlindir til sjós og lands
Jóhann Ársælsson skrifar um
auðlindagjald í sjávarútvegi » Þar getur enginnundansláttur verið
frá fullu verði eða í
formi forgangs eða
hefðar eins og raunin er
í veiðigjaldsleiðinni.
Jóhann Ársælsson
Höfundur er fyrrverandi þingmaður.
„EKKERT í okkar
löggjöf stendur í vegi
fyrir eignarhaldi er-
lendra aðila á fyr-
irtækjum í ferðaþjón-
ustu á Íslandi.“ Þetta
sagði Anna Karls-
dóttir lektor í ferða-
málafræðum við Há-
skóla Íslands á
ráðstefnu um fé-
lagsvísindi á nýju há-
skólatorgi 7. desem-
ber.
Fjölbreytt eigna-
tengsl í heims-
viðskiptum eru líkleg
til að smitast inn í
ferðaþjónustugreinina
hér á landi sem annars
staðar. „Það er ein-
ungis tímaspursmál
hvenær erlendir fjár-
festar fara að líta ís-
lensk ferðaþjónustu-
fyrirtæki hýru auga
sem fjárfestingarkost,“ segir Anna
sem hefur rannsakað áhrif skemmti-
ferðaskipa í hnattrænu samhengi.
Og margt ber að varast.
„Með auknum láréttum og lóð-
réttum tengslum í ferðaþjónustu
getur skapast sú staða að hagsmunir
fyrirtækjanna verði allsráðandi í
þróun ákveðinna ferðamannastaða
eins og farið er að gæta víða.“ Anna
nefnir sem dæmi ítök alþjóða-
samsteypa í Alaska þar sem hagn-
aður af starfseminni rennur að litlu
leyti til samfélagsins á meðan álag á
samgönguæðar er borið af samfélag-
inu. „Með auknum ítökum al-
þjóðlegra samsteypa eru staðbundin
sjónarmið ekki endilega efst á baugi
í þróun og mótun greinarinnar.
Valdahlutföll riðlast og svæð-
isbundin ávinningur
getur orðið óveruleg-
ur.“
Anna vitnaði til rann-
sóknar sem kom út árið
2003. Í rannsókninni
kom fram að á eins árs
tímabili frá árinu 2000-
2001 hafi 7 skipafélög á
um 10 leiðum hætt
starfsemi í kjölfar yf-
irtaka. Þrjú skipafélög
eru orðin langsamlega
stærst og þess vegna
allsráðandi í greininni
enda hafa þau ítök á öll-
um stigum söluferl-
isins, frá ferðaskrif-
stofum til hótela og
hópbifreiðafyrirtækja.
Aðeins um tugur minni
og óháðra skipafélaga
starfar enn í skemmti-
ferðasiglingum.
Yfirtaka á hóp-
bifreiðafyrirtækjum er
dæmigert fyrsta skref
skipafyrirtækjanna þegar þau byrja
að hasla sér völl í landi, segir Anna.
„Ef skipafélögunum finnst þjón-
ustan sem þau fá ekki nógu góð eða
þeim finnst hún of dýr hugsa þau sér
til hreyfings.“
Lítil ítök erlendra eignaraðila hafi
einkennt íslenska ferðaþjónustu
hingað til. Anna segir það koma til
með að breytast eins og annars stað-
ar. „Það er aðeins tímaspursmál
hvenær erlendir aðilar hasla sér völl
hér á landi og hvernig það muni
þróast.“
Innrás á íslenskan
ferðaþjónustumarkað
Stefán Helgi Valsson skrifar
um innrás erlendra aðila á ís-
lenskan ferðamarkað
Stefán Helgi Valsson
» Fjölbreytteignatengsl í
heimsvið-
skiptum eru lík-
leg til að smitast
inn í ferðaþjón-
ustugreinina...
Höfundur er leiðsögumaður.