Morgunblaðið - 20.12.2007, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 20.12.2007, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2007 39 UM fátt hefur verið meira ritað þessar síðustu vikur hér á Spáni en niðurstöður PISA-könnunarinnar og sýnist sitt hverjum. Allir er þó sam- mála um að það beri að taka þær al- varlega þó að menn séu ekki sam- mála um hvað liggi að baki niðurstöðunum. Spánverjar lentu fyrir neðan meðallag í öllum þremur grein- um, – lestri, vísindum og stærðfræði – og það sem meira er, þeir lækkuðu í einkunn frá síðasta prófi fyrir þremur árum. Þetta þykir harður dómur um skóla landsins þó að sumir bendi á að þetta sé samt mikil framför frá því sem var, á meðan kirkjan og Franco réðu mestu um hverjir fengu að fara í skóla og hvað þeim var kennt í skólanum. Skólaskylda varð ekki almenn fyrr en Franco var allur árið 1975. Það sem veldur mestu um lágar ein- kunnir Spánverja er hinn mikli munur á útkomu mismunandi sjálfstjórnarhéraða. Norðurhéruðin og höfuðborg- arsvæðið eru langt fyrir ofan með- allag, á meðan Andalúsía dregur landið niður vegna slæmrar útkomu. Afkoma foreldra, menntun, fjár- hagsleg og félagsleg staða barna, hefur þar afgerandi áhrif. Lyklar að árangri Pisa-rannsóknin hefur nú farið fram í þriðja sinn og þykjast töl- fræðingar nú geta lesið út úr nið- urstöðum þessara þriggja prófa hver sé lykillinn að góðri útkomu. Enn á ný skora Finnar hæst en auk þeirra vekur athygli frammistaða Suður-Kóreu sem skorar hæst í tveimur af þremur greinum og Hong Kong sem er líka í efstu sætunum. Og hver er svo lykillinn að góðum árangri? Í sumum löndum fara bestu ný- stúdentarnir beinustu leið í bank- ana. Í Finnlandi fara bestu nýstúd- entarnir beinustu leið í skólastofurnar – til að kenna. Getur verið að þetta geri gæfu- muninn? Getur verið að þetta sé skýringin á því að Finnland skorar best ár eftir ár í PISA-könnuninni? Finnar velja kennaranema sína úr hópi 10% bestu nýstúdenta hvers árs. Í Suður-Kóreu eru kenn- aranemendur valdir úr hópi 5% hinna bestu. Kennaraháskólarnir eru mjög kröfuharðir. Verðandi kennarar gangast undir strangt inntökupróf, auk þess sem kannaðir eru leiðtoga- hæfileikar þeirra og köllun til náms- ins (vocation). Þetta þrennt sker úr um hvort þeir komast í námið eða ekki. Í Finnlandi er kennaranemendum gert skylt að ljúka meistaraprófi í uppeldisfræðum, auk meistaraprófs í faginu, sem þeir ætla að kenna. Þó að kennsla sé ekki hálaunastarf er það eftirsókn- arvert og nýtur milkillar virðingar í samfélaginu. Komast færri að en vilja. Kennarinn í aðalhlutverki Því smærri bekkjareiningar því betri árangur. Við það að fækka nemendum úr 23 í 15 í bekk skora þeir 8% hærra í prófinu. Og þeir bekkir sem hafa kennara með mikla leiðtogahæfileika ná tökum á náms- efninu mun fyrr en þeir sem eru bara með miðlungskennara. Þannig að kennarinn er í aðalhlutverki og hefur úrslitaáhrif á niðurtöðuna. Svo er það athyglin sem hver ein- staklingur fær innan bekkjarins. Ef einhver eða einhverjir nemendur sýna ekki næga framför er sérkenn- ari kallaður til. Hann tekur að sér leiðsögn nemenda í smærri hópum og sér um að þeir missi ekki af lest- inni og standi jafnfætis bekkjarfélögum sínum. Í Finnlandi er einn sér- kennari fyrir hverja sjö bekkjarkennara. Oft eru það þeir sem hafa mesta kennarahæfi- leika sem veljast til þeirra starfa. Árang- urinn lætur ekki standa á sér. Brottfall nem- enda af skyldustigi í Finnlandi er innan við eitt prósent. Um 30% nemenda njóta sér- kennslu (og er það svip- að hlutfall og þeirra sem falla út úr skólakerfinu hér á Spáni) Með þessu móti er öllum komið til nokkurs þroska. Lökustu nemendur finnskra skóla eru fyrir ofan meðaltal annarra OECD-landa. Að vega upp á móti ójöfnuði þjóðfélagsins Loks er rík ástæða til að staldra við enn eitt lykilatriðið: Hvernig tekst skólakerfinu að bæta þeim nemendum upp menning- arlega fátækt sem búa við slæma fé- lagslega stöðu í þjóðfélaginu? Hvað erum við að tala um? Við erum að tala um börn frá heimilum þar sem foreldrarnir mega ekki vera að því að tala við börnin sín, þar sem eng- inn er bókakostur eða tölvu- leikjafíknin kemur í stað mannlegra samskipta. Stundum erum við ein- faldlega að tala um fátækt. En ekki alltaf. Stundum er bara um að ræða andlega fátækt. Hvernig á að taka á þessu? Það er kannski í þessum punkti sem aðrar þjóðir geta mest lært af Finnum. Ef nemandi (eða hópur nemenda í bekk) sýnir þess merki að hann er að dragast aftur úr vegna fé- lagslegra aðstæðna er reynt að taka strax á því. Eins og fyrr sagði veita sérkennararnir þessum nemendum sérstaka þjónustu til að gera þeim kleift að fylgjast með framförum bekkjarfélaga sinna. Þetta er sér- grein. Það þarf að kveikja áhuga þessara nemenda. Það þarf að kenna þeim að færa sér í nyt bókasöfn. Kannski þarf að kenna þeim að lesa bækur sér að gagni. Það þarf að virkja áhuga þeirra og leiða þeim sérstaklega fyrir sjónir gildi náms- ins. Þarna reynir á forystuhæfileikana sem ég var að tala um. Það er til marks um árangur Finna við að vega upp þann aðstöðumun sem rík- ir t.d. milli þéttbýlis og dreifbýlis, að gæði skólastarfsins mælast jafngóð í afskekktum og afskiptum byggðum og í þéttbýlinu. Þannig er vísvitandi reynt í skólastarfinu að bæta nem- endum upp þann ójöfnuð sem ríkir í þjóðfélaginu. Og það er afrek. Þetta er það sem Mercedes Ca- brera, menntamálaráðherra Spán- verja í ríkisstjórn Zapateros, hefur lagt mesta áherslu á í viðbrögðum sínum við slakri útkomu Spánverja í nýjustu PISA-könnuninni. Þetta er það sem hún telur að Spánverjar geti helst lært af niðurstöðunum og látið sér að kenningu verða. En hvað um okkur Íslendinga? Ætlum við að láta eins og allt sé með felldu? Ætl- um við áfram að loka augunum fyrir augljósum veilum í skólastefnu og starfi? Eða viljum við einlæglega læra af þeim sem skara fram úr? Vegvísar að bættum árangri Bryndís Schram skrifar um Pisa-könnun 2006 Bryndís Schram » Þeir bekkir,sem hafa kennara með mikla leiðtoga- hæfileika, ná tökum á náms- efninu mun fyrr en þeir sem eru bara með miðl- ungskennara. Höfundur er fyrrverandi kennari. WWW.N1.IS OPIÐ VIRKA DAGA 8-18 LAUGARDAGA 10-14 N1 VERSLUN BÍLDSHÖFÐA 9 - SÍMI 440 1200 REYKJAVÍK - AKUREYRI - AKRANES - HAFNARFJÖRÐUR - KEFLAVÍK - SELFOSS - HORNAFJÖRÐUR - EGILSSTAÐIR TALSTÖÐVAR Skemmtilegar jólagjafir í verslunum N1 YAESU VX-22oo VHF bílastöð Tíðnisvið 137-174 MHZ, sendiafl 25W, 128 rásir forritanlegar, hópskipting á rásum, skannar rásir í hóp eða alla hópa, 8 stafa textaskjár, stillanleg „squelch“ móttaka (næmleiki), tengi aftan á stöð fyrir auka hljóðnema o.fl. Hátalari framan á stöð 4W, útgangur fyrir aukahátalara 12W. 29.880,- YAESU HX-370E VHF handstöð VHF talstöð vatnsheld, 40 rása, 5W sendi- styrkur, stór skjár með ljósi, ljós í tökkum. Fylgihlutir: hleðslurafhlaða, hleðslutæki, bílhleðsla, rafhlöðuhylki og beltisklemma. 24.900,- GÓÐAR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.