Morgunblaðið - 20.12.2007, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 20.12.2007, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2007 51 ✝ Guðrún Elsa Er-lendsdóttir fæddist á Akranesi 27. mars 1942. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 15. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Erlendur Þor- steinn Magnússon, f. 28.9. 1890, d. 12.6. 1994, og Magnhild- ur Ólafsdóttir, f. 23.1. 1898, d. 17.5. 1989. Systkini Elsu eru: 1) Gústaf Karls- son, f. 18.9. 1917, d. 29.8. 1964; 2) Guðríður Margrét, f. 22.12. 1923, d. 27.8. 1964, gift Halldóri S. Árnasyni, látinn, þau áttu fjórar dætur; 3) Guðrún Elsa, f. 18.2. 1925, d. 9.2. 1926; 4) Þorvarður Ellert, f. 1.10. 1926, kvæntur Áslaugu Valdimarsdóttur, þau eiga eina dótt- ur; 5) Gunnar Ár- sæll, f. 14.12. 1928, d. 20.3. 1970; 6) Haf- steinn, f. 16.12. 1930, hann á eina dóttur; og 7) Birgir Þór, f. 25.9. 1935. Elsa ólst upp og bjó alla sína ævi á Akranesi. Frá árinu 1991 bjó hún á sam- býlinu á Vesturgötu 102 á Akranesi. Hún starfaði í Fjöliðjunni – hæfingu til dán- ardags. Útför Elsu verður gerð frá Akraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Elsku Elsa. Þá er komið að leið- arlokum. Þótt við vissum að hverju stefndi þá varð okkur illa við þegar við vissum að þú hefðir kvatt þetta líf. Þú fékkst hægt andlát og varst með bestu vinkonu þína hjá þér, hana Dubbu. Þegar þú komst til okk- ar á Vesturgötuna í október árið 1991 þá tók það að sjálfsögðu tíma bæði fyrir þig og okkur að ná saman. Þú hafðir ákveðnar skoðanir á hlut- unum og vildir hafa allt í föstum skorðum og því sem þú varst búin að taka í þig var nær ómögulegt að breyta. Þú hélst okkur við efnið og mikið eigum við eftir að sakna þín. Öll gullkornin sem hrutu af vörum þínum ylja okkur núna þegar við hugsum um þig. Þú beiðst alltaf eftir laugardögunum því þá kom hann Birgir bróðir þinn og sótti þig en þið voruð saman allar helgar. Já hann Birgir, það eru ekki marg- ir eins og hann. Mikið var hann alltaf góður við þig, ástin og umhyggjan sem hann sýndi þér var einstök. Þú varst búin að bjóða okkur í af- mælið þitt á næsta ári og það átti að vera stór rjómaterta til að gæða okk- ur á. Og rjómaterta skal vera á borð- um hinn 27. mars 2008. Einnig mun vera spilastokkur á borðinu, því það var það eina sem þú baðst um og þig langaði í. Elsku Birgir og aðrir aðstandend- ur, við sendum ykkur okkar innileg- ustu samúðarkveðjur og biðjum al- góðan Guð að senda ykkur styrk í sorginni. Elsku Elsa, við leiðarlok kveðjum við þig með versinu sem þú fórst stundum með: Kristur minn ég kalla á þig, komdu að rúmi mínu. Gjörðu svo vel og geymdu mig, Guð, í skjóli þínu. (Höf. ók.) Okkur þótti öllum svo vænt um þig Elsa og söknum þín sárt, við biðjum Guð og góða engla hans að gæta þín, sjáumst í fyllingu tímans. Sambýlisfólk og konurnar á Vest. Elsku Elsa. Við þökkum þér fyrir yndislegar samverustundir á liðnum árum. Undir bláhimni var lagið þitt, þar sem þú dillaðir þér í takt við tónlist- ina og þinn eigin texta. Þá komstu öllum í gott skap. Það þurfti ekki mikið til þess að gleðja þig, appelsínið og vínberin á morgnana, spilastokkur og kara- mella. Þú varst sterkur persónuleiki sem hreifst alla með þér. Brosið þitt, skapið þitt, húmorinn þinn og þín einstöku tilsvör. Megi Guð og englar vaka yfir þér, elsku drottningin okkar. Stelpurnar á Hæfingu. Kæra vinkona Guðrún Elsa Er- lendsdóttir, nú ert þú farin en minn- ing þín er ljós í lífi okkar. Okkur langar að þakka þér samveruna í leik og starfi í þau ár sem við höfum verið saman. Við hér á Laugarbraut 8 eigum margar og góðar minningar um þig og þín tilsvör, Elsa. Þegar þú komst í heimsókn voru einungis tvær óskir sem við máttum alveg uppfylla en þær voru að bjóða þér upp á appelsín og helst rjómatertu, þá varðst þú sátt og ánægð með okkur. En þú tókst það mjög skýrt fram að þú ætt- ir heima á Vesturgötunni en ekki hér á Laugarbrautinni, þú vildir hafa það á hreinu að þú ætlaðir ekki að flytja til okkar. Þú áttir það til að koma ein hingað á Laugarbrautina án þess að gera boð á undan þér. Mikið óskap- lega var gaman að fá þig í heimsókn. Við mannfólkið erum misjöfn og eigum miserfitt með að skilja hlutina og vinna úr þeim og við erum engin undantekning hér hvað það varðar. Okkar sorg og söknuður kemur fram í mismunandi birtingarformum. Andlát þitt hefði ekki verið betur sniðið að þinni ósk með ástvini og stórvinkonu þína þér við hlið, hana Guðbjörgu (Dubbu). Svo er Í rugluðum reytum innan um mittþitt og þittmitt gleður mig jafnan að sjá að enn eru augu þín þín og því mín (Þórarinn Eldjárn) Hvíl í friði kæra vinkona, þínir vin- ir, Guðrún, Heiðrún, Jóhanna, Anna Björk, Hannes, Jón og starfsfólk Laugarbrautar 8. Elsa Erlendsdóttirenn voru reikningar viðskiptamannaendurfærðir í Endurskoðunardeild og útskriftir sendar þaðan og mán- aðarlega kannað að allt stemmdi. Tobba færði þá allan sparisjóðinn á bókhaldsvél og þótti tíðindum sæta, ef villa fannst hjá henni. Hún var því persónugervingur þess sem vel var gert í Landsbankanum, þótt fleiri ættu þann titil skilið. Tobba var stálgreind og vel lesin og oft var gott að leita ráða hjá henni. Hún var opin fyrir nýjum aðferðum og fljót að tileinka sér þær, var klár á öllu slíku fram á síðasta starfsdag í allri tölvubyltingunni. Tobba var fyrirmyndarkarakter, hreinlynd og klár í kollinum fram á síðasta dag. Með djúpri virðingu þakka ég fyrir öll árin sem við unnum saman og sendi ættingjum og vinum samúðar- kveðjur. Þorsteinn Egilsson. Á vordögum árið 1914 fluttu ung hjón, séra Björn Stefánsson og Guð- rún S. Ólafsdóttir, að Bergsstöðum í Svartárdal með frumburð sinn Ólaf. Þar fæddust þrjár stúlkur Ingibjörg, Þorbjörg og Ásthildur en sú fjórða fæddist andvana og lést móðir þeirra skömmu síðar aðeins 27 ára gömul. Barnahópnum var þá skipt milli tveggja heimila. Fóru Ólafur og Ást- hildur til móðurforeldra sinna séra Ólafs Ólafssonar og Ingibjargar að Hjarðarholti en Ingibjörg og Þor- björg að Auðkúlu til föðurafa síns séra Stefáns M. Jónssonar og Þóru seinni konu hans. Sigríður dóttir þeirra var þá 14 ára og gekk hún þeim nánast í móðurstað. Hafa æ síðan ver- ið sterk tengsl við þann ættlegg. Árið 1921 tók séra Björn við brauði föður síns og sameinaði þá aftur barnahóp- inn sinn. Ekki er vandalaust að skrifa um þá sem hafa verið hluti af lífi manns frá frumbernsku. Bodda, eins og við kölluðum Þorbjörgu, stóð okk- ur systkinum mjög nærri. Hún var óvenju heilsteypt manneskja og var alltaf til staðar þegar á þurfti að halda, en var þó ekkert að dekra við þá sem einskis þurftu með. Mótlætið í æsku hefur kennt henni að greina hismið frá kjarnanum í lífi og starfi. Þannig gekk hún okkur systkinunum nánast í móðurstað er móðir okkar veiktist og lá heilt sumar á sjúkrahúsi þegar við vorum ung. Hún var okkur einnig betri en enginn þegar við misstum móður okkar langt um aldur fram. Bodda hafði ríka réttlætis- kennd og þoldi illa ef einhver var órétti beittur. Ef henni fundust ein- hver samfélagsleg mál í ólestri lét hún ekki nægja að fárast yfir hlutunum eins og oft er gert, heldur fylgdi þeim eftir á réttum vettvangi jafnvel þótt komin væri á tíræðisaldur. Hún gerði sér skýra grein fyrir því hver voru hin einu sönnu auðæfi þessarar þjóðar og ekkert særði hana meir en ill meðferð á landi, þjóð eða tungu. Það var alltaf svo gaman að koma á heimili Boddu. Hún var mikil hannyrðakona og alltaf var eitthvað nýtt og skemmtilegt að sjá þar. Þegar Holtasóleyjan var valin þjóðarblóm okkar hannaði hún strax slíkt blóm með heklunálinni. Hún vann oft við að taka upp gömul munst- ur á Þjóðminjasafninu og meðal ann- ars fann hún út hvernig vattasaumur var unninn og gerði slíka vettlinga með sömu vinnubrögðum. Fyrir örfá- um vikum var hún enn að hekla og liggur síðasta verk hennar óklárað í eldhúsglugganum. Bodda kom alltaf austur fyrir fjall í fríum sínum og hjá okkur systrabörnum hennar komu jólin ekki í bæinn fyrr en Bodda var mætt. Hvernig sem viðraði kom hún með gjafir og aðrar góðgjörðir frá ættingjum í Reykjavík. Úr pökkunum frá Boddu komu gjarnan kuldaskórn- ir sem voru í tísku, töskurnar sem all- ar stelpur gengu með og annað sem maður kunni svo vel að meta. Eftir að móðir okkar dó hélt Bodda áfram að koma austur og dvaldi þá oftast hjá Guðrúnu systur minni. Nú hefur sól brugðið sumri. Ferð hennar austur verður með öðrum hætti þessi jól. Að lokinni athöfn í Dómkirkjunni verður hún jarðsett á Selfossi við hlið systur sinnar Ingibjargar sem löngum var henni samferða gegnum lífið í blíðu og stríðu. Blessuð sé minning Boddu. Fyrir hönd okkar systkinanna, Kristin Þórarinsdóttir. FRÉTTIR Gullsmárinn Það var spilað á 12 borðum 17. des sl. og þessi urðu úrslitin í N/S: Guðrún Gestsd. – Ernst Backman 62,78% Hrafnhildur Skúlad. – Þórður Jörunds. 62,2% Þorst. Laufdal – Magnús Halldórss.60,0% Jón Jóhannss. – Haukur Guðbjartss. 56,1% A/V Ragnhildur Gunnarsd. – Páll Guðmss. 63,9% Guðm. Magnúss. – Leifur Jóhanness. 62,2% Viðar Jónsson – Sigurður Björnsson 53,9% Fjóla Helgad. – Guðbjörg Gunnarsd. 52,8% Steindór Árnas. – Einar Markúss. 52,8% Spilamennska á nýju ári hefst mánudaginn 7. janúar. Félagsmönnum og öðrum velun- nerum óskum við gleðilegra jóla og farsæls nýs árs. Um leið þökkum við Arnóri Ragnarssyni og samstarfs- mönnum á Mbl. góða samvinnu á árinu og óskum þeim velfarnaðar í starfi. Bridsdeild FEB í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði, Stangarhyl, mánud. 17.12. Spilað var á 11 borðum. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S Viggó Nordqvist – Gunnar Andréss. 260 Magnús Oddsson. – Oliver Kristófersson 259 Ægir Ferdinands.– Hannes Ingibergss. 245 Árangur A-V Eyjólfur Ólafss. – Óli Gíslason 256 Þröstur Sveinss. – Birgir Sigurðsson 247 Sæmundur Björnsson. – Gísli Víglundss. 243 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is KÆRLEIKSKÚLAN var afhent við hátíðlega athöfn í Listasafni Reykjavíkur fyrir skömmu. Að þessu sinni er kúlan hönnuð af Eggerti Péturssyni listmála og heitir Hringur. Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir hlaut Kærleikskúluna í ár, en eins og fram kom í máli Vigdísar Finnbogadóttur sem afhenti Kær- leikskúluna 2007 þá berst Kol- brún Dögg af jákvæði og kjarki fyrir breyttum viðhorfum, fyrir samfélagi þar sem allir geta tekið þátt og notið sín á eigin for- sendum og samfélagi sem ein- kennist af umburðarlyndi, virð- ingu og réttlæti. Hún er höfundur gjörningsins ,,Tökum höndum saman“ sem fram fór við Reykjavíkurtjörn 28. apríl sl. Kolbrún Dögg er fædd 1972. Hún er móðir, eiginkona, skáld, félagsliði, nemi í þroska- þjálfun, varaformaður Sjálfs- bjargar, leikkona í Hala- leikhópnum, í stýrihópi Kvennahreyfingar ÖBÍ; einn af stofnendum og stjórnarmaður í FÍF – félagi íslenskra félagsliða, fulltrúi ÖBÍ í stjórn verkefnisins List án landamæra o.s.frv. Hringur Eggerts Péturssonar er fimmta Kærleikskúlan, en áður hafa komið út verk eftir lista- mennina Erró, Ólaf Elíasson, Rúrí og Gabríelu Friðriksdóttur. Allir þessir listamenn hafa lagt Styrkt- arfélagi lamaðra og fatlaðra lið með list sinni, en allur ágóði rennur til starfs í þágu fatlaðra barna og ungmenna. Jákvæðni og kjarkur Kærleikskúlan var nýlega afhent í fimmta skipti, en hún kallast Hringur að þessu sinni. Á myndinni eru Karl Sigurbjörnsson, Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir, Eggert Pétursson og Vigdís Finnbogadóttir. Kærleikskúlan Hringur afhent Nánari upplýsingar er að finna á www.reykjavik.is/utbod Reykjavíkurborg Innkaupaskrifstofa Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnargötu 11, 101 Reykjavík Sími 411 1042/411 1043 Bréfsími 411 1048 Netfang: utbod@reykjavik.is ÚTBOÐ F.h. Framkvæmdasviðs Reykjavíkur- borgar, Orkuveitu Reykjavikur, Gagnaveitu Reykjavikur og Mílu ehf.: Reynisvatnsás og Reynisvatnsvegur – gatnagerð og lagni. Útboðsgögn verða seld á kr. 5.000, frá og með föstudeginum 21. desember 2007, hjá síma- og upplýsingaþjónustu Ráðhúss Reykjavíkur. Opnun tilboða: 11. janúar 2008 kl. 14:00 í Ráðhúsi Reykjavíkur. 12066 Raðauglýsingar ókeypis smáauglýsingar mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.