Morgunblaðið - 20.12.2007, Qupperneq 58
Áhersla lögð á fínni
og hátíðlegri blæ-
brigði þungarokksins … 63
»
reykjavíkreykjavík
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
„ÉG hef ekki hugmynd um það af
hverju ég var beðinn um að vera
spurningahöfundur, þar sem ég hef
ekki komið nálægt slíkum keppnum
áður. Auðvitað getur verið að þeim
finnist ég vera snillingur, en það
væri gáleysislegt af mér að halda því
fram sjálfur,“ segir Páll Ásgeir Ás-
geirsson sem er nýr spurningahöf-
undur og dómari í Gettu betur,
spurningakeppni framhaldsskól-
anna, sem hefur göngu sína í upphafi
nýs árs. „Ég hef mjög gaman af því
að grúska og semja spurningarnar.
En það má ekki gleyma því að ég er
undir mikilli pressu, því unga fólkið
tekur þátt í þessu af gríðarlega mik-
illi ástríðu auk þess sem þetta er vin-
sæll sjónvarpsþáttur,“ segir Páll og
bætir við: „Gettu betur er okkar
róðrarkeppni, þetta er sú hefð sem
íslenskir menntaskólar hafa.“
Spurður hvort einhverjar aðrar
áherslur verði í spurningunum en
undanfarin ár svarar Páll glettinn að
nú verði hann að passa að segja ekki
of mikið. „Ég geri ráð fyrir að spurn-
ingarnar muni litast eitthvað af mín-
um áhugamálum og sérsviðum eins
og sjálfsagt alltaf gerist,“ segir Páll
sem þarf að semja í heildina um tvö-
þúsund spurningar.
Að eigin sögn hefur Páll fylgst
töluvert með Gettu betur í gegnum
tíðina og finnst eins og stórum hluta
þjóðarinnar þyki slíkir spurn-
ingaþættir skemmtileg afþreying.
Dregið verður í fyrstu umferð
Gettu betur í Síðdegisútvarpinu á
Rás 2 í dag kl. 17. Vikuna 7. til 10.
janúar hefja svo þrjátíu skólar leik í
beinni útsendingu Rásar 2 og keppt
verður mánudags- til fimmtudags-
kvöld frá 19.30-22.00. Spyrill verður
Sigmar Guðmundsson sem fyrr.
Okkar róðrarkeppni
Morgunblaðið/ÞÖK
Sigur Lið MR hampaði hljóðnemanum í ár. Það var skipað þeim Hilmari
Þorsteinssyni, Magnúsi Þorláki Lúðvíkssyni og Birni Reyni Halldórssyni.
Í HNOTSKURN
» Gettu betur hóf göngu sína1986 og sigraði þá lið Fjöl-
brautaskóla Suðurlands.
» Páll Ásgeir Ásgeirsson tekurvið af Davíð Þór Jónssyni
sem dómari og spurningahöf-
undur.
» Lið Menntaskólans í Reykja-vík sigraði í keppninni 2007
eftir bráðabana við lið Mennta-
skólans í Kópavogi.
Upprennandi
FM-hnökkum og
krúttkrökkum
gefst nú einstakt
tækifæri til að
setjast við fótskör
tveggja ólíkra
meistara – þeirra
Einars Bárð-
arsonar og Arnars Eggerts Thor-
oddsen, þegar þeir félagar árita
bókina Öll trixin í bókinni. Fyrri
árituninn fer fram í Hagkaupum
Kringlunnar kl. 17 í dag og sú síð-
ari í Hagkaupum Smáralindar kl.
19. Á föstudaginn bregða þeir fé-
lagar sér síðan austur fyrir fjall eða
til höfuðstöðvanna, eins og Einar
kallar Selfoss, en þar munu þeir
árita í Bókakaffi Bjarna Harð-
arsonar þingmanns kl. 17.
Frá höfuðborginni til
höfuðstöðvanna
Það er óhætt að segja að árið
2007 sé eitt það besta á löngum ferli
Björgvins Halldórssonar. Eins og
komið hefur fram var uppselt á
þrenna tónleika Bó í byrjun mán-
aðarins, en fyrir utan það hefur Bó
selt meira en 15.000 plötur á árinu,
þegar talin er saman sala á Íslands-
lögum 7, Íslandslögum 1-6, Jóla-
gestum 4 og fyrstu þrjár Jólagesta-
plöturnar, sem komu út í sérstakri
hátíðarútgáfu.
Bó aldrei vinsælli
Svo virðist sem Klaufamálið,
sem RÚV hefur staðið frammi fyrir
að undanförnu, hafi haft töluverð
áhrif á samstarfsanda þáttagerð-
armanna Rásar 2. Það vakti til
dæmis athygli að Bubbi kallaði Óla
Palla heimaríkan í viðtali við
Fréttablaðið, en orðið þýðir í dag-
legu tali ráðríkur eða frekur.
Klaufar draga
dilk á eftir sér
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
„ÉG man nú ekki alveg hvernig þessi hefð hófst,
en ég held að það hafi bara verið í einhverju brí-
aríi,“ segir Stefán Hilmarsson, söngvari Ull-
arhattanna, sem myndar kjarna hljómsveit-
arinnar ásamt þeim Eyjólfi Kristjánssyni og Jóni
Ólafssyni, en auk þeirra eru í sveitinni þeir Jó-
hann Hjörleifsson og Friðrik Sturluson. Sveitin
hefur haldið tónleika á Þorláksmessu frá árinu
1998, og því er um tíunda skiptið að ræða nú í ár,
en að þessu sinni fara tónleikarnir fram á DOMO í
Þingholtsstrætinu. „Við byrjuðum reyndar á
þeim sama stað, sem þá hét Sportkaffi, en höfum
síðan verið með þetta hér og þar um bæinn. Hins
vegar leggjum við áherslu á að hafa svolitla nánd
í þessu, þannig að við höfum ekki viljað fara með
þetta inná einhverja risastóra staði,“ segir Stefán.
Fjölmargir gestir hafa spilað og sungið með
Ullarhöttunum á undanförnum árum. „Það hefur
verið nokkuð gestkvæmt á þessum tónleikum og
hinir og þessir rekið inn nefið og sungið með okk-
ur, til dæmis Rut Reginalds, Helga Möller og
meira að segja kom Einar Bárðarson eitt árið og
söng,“ segir Stefán, en heyrst hefur að í tilefni af
tíu ára afmælinu muni þau Helga Möller og Ómar
Ragnarsson stíga á svið með sveitinni að þessu
sinni. Og jafnvel er von á fleiri gestum.
Hattar frá annarri heimsálfu
Aðspurður segir Stefán að þeir félagar syngi
eingöngu lög á íslensku. „Þetta eru dægurlög frá
ýmsum tímum, bæði úr okkar söngvasjóðum, en
svo höfum við til dæmis gert lögum Upplyftingar
hátt undir höfði. En að sjálfsögðu erum við alltaf
með töluvert af jólalögum.“
Eins og nafnið bendir til eru Ullarhattarnir
alltaf með höfuðföt á tónleikum. „Já, við leggjum
mikið upp úr því, og höfum alltaf gert. Ég kann
hins vegar ekki skýringu á þessu nafni sveit-
arinnar, þetta er bara eitthvað sem einhver lagði
til, en fer örugglega í flokk með verstu hljóm-
sveitarnöfnum sögunnar, ásamt Sálinni hans Jóns
míns og Stuðmönnum,“ segir Stefán og hlær. „En
já, við erum alltaf með höfuðföt af ýmsu tagi, og
maður hefur heyrt af spennu hjá fastagestum, yf-
ir því hvernig höttum við skrýðumst hverju sinni.
Það má kannski ljóstra því upp hér og nú að að í
tilefni tímamótanna munum við Eyjólfur setja
upp hatta úr annarri heimsálfu. Svo verðum við
jafnvel í búningum, án þess að ég gefi meira upp
um það.“
Jólahattar í tíu ár
Ullarhattarnir halda sína
árlegu jólatónleika á Þor-
láksmessu í tíunda skipti
Morgunblaðið/Eggert
Ullarhattarnir Frá vinstri: Stefán Hilmarsson, Jóhann Hjörleifsson, Friðrik Sturluson, Eyjólfur
Kristjánsson og Jón Ólafsson með trefil á höfðinu.
Tónleikarnir hefjast á DOMO fljótlega upp úr kl.
23 á Þorláksmessu. Forsala miða fer fram á
DOMO milli 15 og 17 á morgun, og svo verður selt
við innganginn. Miðaverð er 2.500 krónur.