Morgunblaðið - 20.12.2007, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 20.12.2007, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2007 59 NÚ þegar jólagjafavertíðinni er um það bil að ljúka má ætla að þeir séu einir eftir á jólagjafalistanum sem manni þykir síst vænt um. Hér að neðan eru nokkrar tillögur að jóla- gjöfum fyrir þá sem þú kallar „óvini“ þína: 1. Hlutabréf í FL-Group. 2. Ársmiðar á landsleiki íslenska karlaliðsins í knattspyrnu. 3. Listaverk eftir Þórarin Jónsson sprengjulistamann. 4. Kynningarnámskeið hjá Vís- indakirkjunni. 5. Skýrsla um REI-málið frá upp- hafi til enda og frá öllum hlið- um. 6. Bókin Hvernig gerirðu konuna þína hamingjusama? eftir Þor- grím Þráinsson – mjög villandi skilaboð. 7. Súkkulaðigosbrunnur Vöru- torgsins – fótanuddstæki hvað! 9. Pókerspilasett – vís leið til að gera menn gjaldþrota. 10. Ný plata Luxor – gagnrýnendur eru á einu máli. Morgunblaðið/Ómar OR Grundvallarspurningin sem hver og einn þarf að spyrja sig er hlutverk hins opinb ... zzzz zzzz Morgunblaðið/ÞÖK Ársmiði á tap- leiki Enn eitt tapið hjá þess- sum helv ... þjálfara!? Hókus-Póker Eins og ólsen ólsen, bara miklu, miklu verra. Sniðugt Hvað ætli það taki langan tíma að þrífa gosbrunn eins og þennan. Fallvalta líf Á hinn bóginn segja sumir að eina leiðin sem sé fær liggi uppávið. Sprengjulistamaður Allar líkur eru á því að listaverkið komi þér í steininn. Myrkraverk? Á hinn bóginn virðist enginn hlusta á þessa blessuðu gagn- rýnendur þegar sveitin er annars vegar. Jólagjafir handa óvin- um þínum BRESKI tónlist- armaðurinn Tim Ten Yen kemur fram á fyrstu jólatónleikum Two Little Dogs sem fram fara á Organ í kvöld. Tim Ten Yen er sagður nýstirni á hraðri uppleið í breska tónlistarheiminum en hann er helst hylltur fyrir einstaka hæfi- leika sína til að fram- reiða grípandi laglínur. Tim kemur fram á tón- leikunum vopnaður einungis hljómborði og reykvél en þá fylgir honum við hvert fótmál „Kaldrifjaði kötturinn“ (The Sinister Cat) sem er einskonar tuskubrúða sem slær taktinn með skottinu. Ýmislegt þyk- ir benda til þess að það sé í raun kötturinn sem er við stjórn og Tim sé bara hjálparkokkur hans. Í tilefni af jólahátíð- inni verður svokallað „eggnog“ í boði á meðan birgðir endast, handa þeim gestum sem mæta fyrstir á staðinn, en þó ekki lengur en til kl. 22. Hljómsveitirnar Hellvar og Sexy Jazz hita upp, en sú síð- arnefnda sam- anstendur m.a. af með- limum Bertel! og Sometime. Tónleikarn- ir hefjast stundvíslega kl. 22. Að- gangseyrir er 1.000 kr. Tim Ten Yen ásamt ketti Snyrtilegur Tim Ten Yen er mikið snyrti- menni eins og sjá má. BRAD Pitt er síð- asti leikarinn til þess að skrifa undir að vera með í næstu mynd snillingsins sérvitra, Terence Malick. Myndin heitir Tree of Life og kemur Pitt að því er virðist í stað Heaths Ledger, sem er þessa dagana við tökur á mynd Terry Gilliam, The Imaginarium of Doctor Parnassus, en það er þó varla ástæðan þar sem tökur á Lífs- trénu hefjast ekki fyrr en í vor. Gamla brýnið Sean Penn er einnig í myndinni og líkur eru á að töluvert fleiri stjörnur muni taka þátt. Brad Pitt í Lífstrénu Brad Pitt Jólagjöfin í ár til þeirra sem þér er annt um Gleðilega hátíð! Starfsmenn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.