Morgunblaðið - 20.12.2007, Síða 61

Morgunblaðið - 20.12.2007, Síða 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2007 61 www.forlagid.is Skoðið ávallt leiðbeiningar um rétta og örugga notkun er fylgja kertum Munið að slökkva á kertunum i l Slökkvilið Höfuðborgar- svæðisins Salurinn LAUGARDAG 12. JANÚAR 2008 KL. 17 TÍBRÁ: NÝÁRSTÓNLEIKAR HULDA BJÖRK OG SALONSVEIT SIGURÐAR INGVA SNORRASONAR. ÖRFÁ SÆTI LAUS Miðaverð 2000/1600 kr. MIÐASALAN ER OPIN VIRKA DAGA FRÁ KL. 10 – 16 FRAM AÐ JÓLUM SMELLTU Á NÝJU HEIMASÍÐUNA WWW.SALURINN.IS OG SKOÐAÐU FALLEGU GJAFAKORTIN FRÁBÆR JÓLAGJÖF! GLEÐILEG JÓL ÞÖKKUM ÁNÆGJULEGAR SAMVERUSTUNDIR Á ÁRINU ■ Vínartónleikar Hinn árlegi og ómissandi gleðigjafi Sinfóníuhljómsveitarinnar í ársbyrjun. Vinsælustu valsarnir, óperettuaríur, fjör og frábær skemmtun. Hljómsveitarstjóri: Ernst Kovacic. Einsöngvari: Auður Gunnarsdóttir. Fim. 3. janúar kl. 19.30 nokkur sæti laus, fös. 4. janúar 19.30 örfá sæti laus og lau. 5. janúar kl. 17 örfá sæti laus og kl. 21, laus sæti. ■ Fim. 10. janúar kl. 19.30 Ungir einleikarar Sigurvegarar í einleikarakeppni Listaháskóla Íslands og Sinfóníuhljómsveitarinnar þreyta frumraun sína með hljómsveitinni. Sinfóníuhljómsveit Íslands óskar tónlistarunnendum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is BANDARÍSKA kvikmyndaeftirlitið hefur bannað veggspjald við heim- ildarmynd Alex Gibney, Taxi to the Dark Side, en hún verður frumsýnd ytra þann 11. janúar – en myndin var sýnd á Alþjóðlegu kvik- myndahátíðinni í Reykjavík í haust. Myndin fjallar um pyntingar Bandaríkjamanna, jafnt í Abu Ghraib, Afganistan og Guant- anamo. Myndin á veggspjaldinu hlýtur hins vegar að teljast afskaplega saklaus þegar viðfangsefnið er haft í huga, þar sjást tveir hermenn leiða hettuklæddan fanga á milli sín – og mennirnir þrír nánast hverfa inn í gulan bakgrunn veggspjalds- ins. Því miður fannst veggspjaldið ekki í prenthæfri upplausn en það má sjá á vefsíðu variety.com. „Það að leyfa ekki mynd af hettu- klæddum manni af heimildar- ljósmynd er ritskoðun, svo einfalt er það,“ sagði leikstjórinn og fram- leiðandinn Alex Gibney í viðtali við Variety og fullyrti að aðgerð kvik- myndaeftirlitsins væri pólitísk að- gerð sem græfi undan réttmætri gagnrýni á valdatíð Bush forseta. „Ég er sammála því að myndin sé móðgandi – en hún er líka sönn.“ Fangi Þessi ágæti maður yrði vafalítið ritskoðaður af veggspjaldi líka. Veggspjald bannað Innihaldið skiptir máli ÞAÐ hlakkaði í vatíkönskum fjöl- miðlum í kjölfar slælegrar frammi- stöðu kvikmyndarinnar Gyllta áttavit- ans í miðasölunni og margir þeirra hvöttu framleiðandann, New Line Ci- nema, til að hætta við að gera fram- haldsmyndir eftir hinum bókunum tveimur í þríleik Philips Pullmans um ævintýri Lýru. „Það yrði ekki mikill missir ef svo færi,“ fullyrti l’Osservatore Romano, opinbert dagblað páfagarðs, í löngum leiðara þar sem þess var vænst að myndin næði ekki nógu í kassann til þess að það réttlætti framhald. Leiðarahöfundur segir myndina andkristnustu mynd sem hægt sé að hugsa sér – sem er óneitanlega nokk- uð kynleg niðurstaða þegar haft er í huga að öll ádeila bókarinnar á kirkj- una var verulega dempuð í bíómynd- inni, auk þess sem sú ádeila er í raun ekki í virkilegum forgrunni fyrr en í annarri og þriðju bókinni. Aftur á móti virðist allt benda til þess að mistök kvikmyndagerð- armannanna liggi fyrst og fremst í því að þeir reyndu að friða kirkjuna, sem greinilega hefur ekki tekist, en hins vegar virðast þeir hafa snúið aðdáend- um bókanna, sem eru fjölmargir, gegn sér með því að taka broddinn úr henni. Glott í Páfagarði Ókristileg Það er spurning hvort þessi ísbjörn viti hversu miklum titr- ingi hann hefur valdið í Páfagarði?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.