Morgunblaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is „VIÐ ætlum að taka á málinu frá öll- um sjónarhornum, auka eftirlit, þrif og umhirðu og bæta skipulagsmál, brunavarnir og löggæslu, þó án þess að gera sífellt við eitthvað sem verður skemmt jafnóðum aftur. Við verðum því stöðugt á vaktinni og ætlum að halda verkefninu áfram næsta árið svo ástandið batni til langframa,“ seg- ir Ólafur F. Magnússon borgarstjóri, sem í gær kynnti aðgerðaáætlun til uppbyggingar miðborgarinnar. Með í verkefninu eru slökkvilið, lögregla og margir æðstu embættismenn borgar- innar sem hafa myndað með sér sam- ráðshóp um verkefnið, sem þegar er hafið með þrifum og veggjakrots- hreinsun við Hlemm. Fram á sumar verður farið sem leið liggur eftir Laugavegi og hann hreinsaður. Verkefnisstjóri miðborgarmála verður ráðinn til skrifstofu borgar- stjóra samhliða átakinu. Að sögn Ólafs verður það hlutverk hans að keyra þessi mál áfram af krafti. Eftirlit aukið til muna Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðs- stjóri höfuðborgarsvæðisins, segir málefni auðra og niðurníddra húsa í miðborginni, sem eru nú hátt í 60 tals- ins, verða tekin fastari tökum og þess gætt í stjórnsýslunni að ekkert þeirra lendi í tómarúmi á milli stofnana héð- an í frá. Stefán Eiríksson, lögreglu- stjóri höfuðborgarsvæðisins, segir í samtali við Morgunblaðið að eftirlit verði aukið með uppsetningu mynda- véla og meiri viðveru laganna varða. „Það er augljós munur á þeim stöðum í miðborginni sem vaktaðir eru af myndavélum og þeim sem eru það ekki. Hins vegar hefur sjálft umhverf- ið mest áhrif; ef umhverfið er sóðalegt hefur það í för með sér hraða út- breiðslu veggjakrots og illrar um- gengni,“ segir Stefán. Gangskör gerð að málefnum miðborgar Hreingerning og eftirlit með auðum húsum og eignaspjöllum Í HNOTSKURN »Borgarstjóri segir skipulags-vinnu við Laugaveg 4–6 og Pravda-reit nú hraðað eftir getu. »Hann kveðst ósáttur viðhversu langan tíma sú vinna hafi nú þegar tekið. Ólafur F. Magnússon „ÞAÐ SEM hefur breyst er að Ísland er orðið ódýrt land,“ segir Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Fjalla- sports, um ástæðu þess að fyrirtækið sér fram á mikil viðskipti við norska jeppamenn, sem hafa áhuga á akstri í snjó á hálendinu. Dæmi eru um að Norðmenn kaupi jeppa, láti breyta þeim hér og komi svo hingað til að keyra þá á hálend- inu að vetrarlagi. Reynir er varfærinn þegar hann er spurður hversu mikil viðskiptin geti orðið, en segir að veltan gæti orðið nokkur hundruð milljónir króna, jafnvel meira síðar meir. 7 ára starfsemi í Drammen Fjallasport hefur síðustu sjö árin verið með starfsemi í Drammen í Noregi og segir Reynir þær breyt- ingar sem gerðar séu á jeppunum þar mun minni en hér á landi, þar sem um jöklajeppa sé að ræða. Af- raksturinn af margra ára starfi í Noregi sé að fara að skila sér á Ís- landi. Jeppar í Noregi eru um 30% dýr- ari en á Íslandi og að sögn Reynis á sá munur, auk hagstæðs gengis fyrir Norðmennina, þátt í áhuga þeirra. Mestu varði þó að hér á landi geti þeir ekið á hálendinu, slíkt sé bann- að í Noregi en leyft í Svíþjóð. Reynir segir viðskiptavinina eink- um vera efnamenn og að fimm til tíu milljóna króna fjárfesting í jeppa sé mjög óveruleg fyrir þessa aðila. Þeir séu í þeim tekjuflokki að geta valið um snekkjuferðir á Mallorca eða jeppaferðalög á hálendi Íslands. Reynir segir viðskiptavinina koma víða að og nefnir hann að í hópi þeirra sé Hollendingur sem hyggist hafa bílinn á Íslandi yfir vetrarmánuðina. Ísland ódýrt land Mikil viðskipti fram undan við norska jeppamenn en hálendisakstur er bannaður í Noregi Áfjáðir í íslenska jeppa mbl.is | Sjónvarp Morgunblaðið/Árni Sæberg Fagmenn Það er ekki fyrir hvern sem er að setja 44 tomma jeppadekk á felgur í fannfergi en þeir fara létt með það, fagmennirnir hjá Fjallasporti. Verkfæri og kunnátta er allt sem þarf og svo finnst mörgum þetta gaman. STEFÁN Eiríksson lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins segir fráleitt að halda því fram að lögreglumenn hafi tekið vægar á mótmælum at- vinnubílstjóra en mótmælum ann- arra, s.s. liðsmanna Saving Iceland sem margir hverjir sættu handtök- um síðastliðið sumar, svo dæmi sé tekið. Stefán bendir á að nú þegar hafi lögreglan einnig gripið til hand- töku vegna mótmæla atvinnubíl- stjóra. „Enginn hefur verið færður á lög- reglustöð, því menn hafa látið af mótmælum áður en til þess hefur komið,“ segir Stefán. „En það liggur fyrir að að minnsta kosti einn af for- sprökkum mótmælenda var hand- tekinn og færður inn í lögreglubíl.“ Stefán bendir á að handtökur séu ekki refsingar, heldur aðferð lög- reglu til að ná stjórn á tilteknu ástandi. „Við höfum ekki þurft að beita handtökum nema í örfáum til- vikum, þrátt fyrir að menn hafi verið að fremja lögbrot,“ segir hann. „Það sem við höfum að leiðarljósi í okkar aðgerðum er að reyna að leysa úr al- varlegu ástandi en skapa ekki enn verra ástand. Engar aðgerðir eru útilokaðar, heldur fer það eftir stöð- unni hverju sinni hvað lögreglan ger- ir. Ef menn láta ekki af sínum ólög- mætu aðgerðum, þá er gripið til þess að handtaka menn og færa þá á lög- reglustöð ef svo ber undir.“ Stefán ítrekar þá skoðun sína sem hann lýsti í septembermánuði árið 2006 á hádegisfundi Háskólans í Reykjavík. Þar varaði hann við orð- ræðu og bollaleggingum af þeim toga að ólögmæta háttsemi yrði að skoða út frá tilgangi hennar. „Við erum ekkert að velta fyrir okkur í hvaða tilgangi menn eru að fremja lögbrot. Ef þeir eru að slíku og skapa ólögmætt ástand, þá reyn- um við að leysa úr því á grunni með- alhófsreglunnar,“ segir Stefán. Ekki tekið vægar á atvinnubílstjórunum Lögreglustjóri LRH útilokar engar aðgerðir gegn bílstjórum Morgunblaðið/Júlíus Mótmæli Hiti var í atvinnubílstjór- um fyrir utan fjármálaráðuneytið. „DÓMENDUR málsins geta ekki fjallað frekar um það undir þeim skilmálum, sem þeim hafa nú verið settir, og víkja því sæti,“ segir í úr- skurði héraðsdómarans Péturs Guð- geirssonar og meðdómara hans, Ás- geirs Magnússonar og Sigríðar Ólafsdóttur, sem telja forsendur fyr- ir niðurstöðu Hæstaréttar, um að ómerkja héraðsdóm og vísa honum aftur til aðalmeðferðar og dóms- álagningar í héraði, óásættanlegar. Umrætt mál var höfðað gegn karl- manni sem grunaður var um að hafa nauðgað ungri konu á Hótel Sögu í mars á síðasta ári. Héraðsdómur sýknaði manninn, m.a. á þeim grund- velli að hann hefði ekki beitt ofbeldi til að koma fram vilja sínum. Hæsti- réttur ómerkti hins vegar dóminn og vísaði honum aftur í hérað. Í dómi Hæstaréttar er fast kveðið að sekt mannsins, og sagt að lögskýring hér- aðsdóms standist ekki. Í úrskurði Héraðsdóms Reykja- víkur frá í gær segir m.a.: „[N]ægir að taka það fram [að í ummælum Hæstaréttar] hljóta að felast fyrir- mæli til dómara málsins um það að álykta beri á tiltekinn veg af atvikum þess. Hlýtur íhlutun af þessu tagi að vera í andstöðu við ákvæði 70. gr. stjórnarskrárinnar þar sem tryggð- ur er réttur manns til þess að fá fjallað um ákæru á hendur honum fyrir óháðum og óhlutdrægum dóm- stóli.“ Að sögn Sveins Andra Sveinsson- ar, lögmanns mannsins, þýðir þessi niðurstaða að málið verði tekið fyrir að nýju, algjörlega frá grunni, það verði líklega í enda sumars eða næsta haust. Sveinn segist aðspurður ekki þekkja til þess að dómarar hafi áður mótmælt dómi Hæstaréttar á þenn- an hátt, en vísaði til sér fróðari manna um það atriði. Mótmæla niður- stöðu Hæstaréttar Héraðsdómarar víkja sæti í sakamáli Allir velkomnir! Tölum saman Laugardagsfundur í Valhöll kl. 10:30 Sjávarútvegs- og landbúnaðarmál Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ræðir um sjávarútvegs- og landbúnaðarmál og horfur í stjórnmálunum á laugardagsfundi í Valhöll 5. apríl. Málfundafélagið Óðinn og Sjálfstæðisflokkurinn standa fyrir fundinum sem hefst kl. 10:30. Fundarstjóri er Theodór Bender, formaður Óðins. Kaffi og meðlæti í boði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.