Morgunblaðið - 04.04.2008, Qupperneq 32
32 FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Ólafur Ragn-arsson bókaút-
gefandi fæddist á
Siglufirði 8. sept-
ember 1944. Hann
lést á líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi 27. mars
2008 eftir að hafa
háð baráttu við ill-
vígan sjúkdóm í
rúm tvö ár.
Foreldrar hans
voru Guðrún Reyk-
dal frá Siglufirði
og Þ. Ragnar Jón-
asson bæjargjaldkeri og fræði-
maður frá Eiðsstöðum í Blöndu-
dal, Austur-Húnavatnssýslu.
Systkini Ólafs eru Jónas rit-
stjóri, f. 24.2. 1948, og Edda, f.
4.10. 1949.
Ólafur kvæntist Elínu Bergs 6.
júlí 1968. Elín fæddist 11.6. 1949,
foreldrar hennar voru Lís Er-
iksen Bergs húsmóðir og Helgi
Bergs alþingismaður og banka-
stjóri.
Börn þeirra eru 1) Ragnar
Helgi myndlistarmaður í Reykja-
vík, f. 5.10. 1971, kona hans er
Margrét Sigurðardóttir kennari.
Börn þeirra eru Diljá, Ólafur
Kári og Una. 2) Kjartan Örn við-
skiptaráðgjafi í New York, f.
25.10. 1972. Hann er kvæntur
Ástu Sóllilju Guðmundsdóttur
líffræðingi. Börn þeirra eru Val-
týr Örn, Elín Halla og Ólafur
Helgi.
Ólafur útskrifaðist með versl-
unarpróf frá Verslunarskóla Ís-
lands 1963 og nam síðar gerð
sjónvarpsefnis og kvikmynda hjá
sjónvarpsstöðvum í Danmörku
og Svíþjóð árið 1966 og við Syra-
cuse-háskóla í New York-ríki í
Bandaríkjunum 1973.
Ólafur var kennari við Barna-
skóla Siglufjarðar skólaárið
1964-1965 en hóf síðan störf sem
blaðamaður á Alþýðublaðinu.
Hann starfaði sem fréttamaður
aðalræðismaður Hollands á Ís-
landi 1991-1999.
Ólafur hafði umsjón með gerð
sjónvarpsþátta um margvísleg
málefni, skrifaði handrit að og
stjórnaði fjölda heimild-
arkvikmynda. Má þar nefna sex
þátta sjónvarpsflokk um Íslend-
inga í Vesturheimi, 1975. Meðal
þátta hans fyrir útvarp má nefna
20 þátta röð um íslenska þjóðtrú
1987 og fimm þætti um ferðir
sínar um Vestur-Indíur 2003.
Auk þess að koma að útgáfu
hundraða bóka og ritverka skrif-
aði Ólafur og ritstýrði átta bók-
um. Hann skrifaði samtalsbók
við Gunnar Thoroddsen forsætis-
ráðherra 1981 og ritstýrði og
skráði skýringar með efni bók-
anna Frelsi að leiðarljósi, úrvali
úr ræðum Gunnars Thoroddsens,
1982, og greinasafni Halldórs
Laxness, Af menníngarástandi,
1986. Ólafur tók saman og ritaði
ásamt Valgerði Benediktsdóttur
bókina Lífsmyndir skálds sem
fjallar um æviferil Halldórs Lax-
ness og var gefin út á níræð-
isafmæli hans, 1992, auk þess að
vera einn þriggja ritstjóra Ís-
lensks þjóðsagnasafns, fimm
binda safnverks um íslenskar
þjóðsögur, sem út kom árið 2000.
Hann skrifaði bókina Halldór
Laxness – Líf í skáldskap, sem
gefin var út 2002, þegar öld var
liðin frá fæðingu skáldsins og
bókina Halldór Laxness – Til
fundar við skáldið, sem kom út
haustið 2007. Í mars á þessu ári
kom út fyrsta ljóðabók Ólafs,
Agnarsmá brot úr eilífð. Ólafur
er ennfremur höfundur fjölda
viðtala og greina í blöðum og
tímaritum.
Ólafi hlotnaðist fjöldi við-
urkenninga á ferli sínum, þar á
meðal Riddarakross Oranje-
Nassau-orðunnar hollensku,
Riddarakross hinnar íslensku
fálkaorðu auk þess að vera Heið-
ursfélagi Félags íslenskra bóka-
útgefenda.
Ólafur verður jarðsunginn frá
Dómkirkjunni í Reykjavík í dag
og hefst athöfnin klukkan 11.
og dagskrárgerð-
armaður hjá Sjón-
varpinu í tíu ár, frá
stofnun þess 1966.
Árið 1976 tók hann
við sem ritstjóri
dagblaðsins Vísis og
gegndi því starfi í
fimm ár.
Árið 1981 stofnaði
Ólafur ásamt eig-
inkonu sinni bóka-
forlagið Vöku. Hann
var framkvæmda-
stjóri þess og síðar
(frá 1985) Vöku-
Helgafells til ársins 1999. Hann
var stjórnarformaður Vöku-
Helgafells 1999-2000 og síðar
Eddu – miðlunar og útgáfu hf.,
2000-2002. Hann hóf aftur af-
skipti af bókútgáfu árið 2005 er
hann var annar stofnenda bóka-
forlagsins Veraldar.
Ólafur var mikilvirkur í ýms-
um félagsstörfum. Hann sat í
stjórn Félags kvikmyndagerð-
armanna 1971-1974, var formað-
ur Samstarfsnefndar um reyk-
ingavarnir 1973-1976, formaður
Siglfirðingafélagsins í Reykjavík
og nágrenni 1977-1981, sat í
stjórn Félags íslenskra bókaút-
gefenda 1982-1998 (formaður
þess 1995-1998), var formaður
stjórnar Verðlaunasjóðs ís-
lenskra barnabóka frá stofnun
hans 1985 til 2000 auk þess að
vera formaður Bókasambands Ís-
lands frá stofnun þess 1986 til
1992. Ólafur sat í stjórn hollvina-
félags Þjóðminjasafnins, Minja
og sögu, frá stofnun þess 1989
og í stjórn Norræna kvikmynda-
og sjónvarpssjóðsins frá 1989 til
1993. Hann átti í fimm ár sæti í
nefnd Þjóðkirkjunnar til und-
irbúnings 1000 ára afmælis
kristnitöku á Íslandi árið 2000
auk þess að vera formaður Holl-
vinafélags hugvísindadeildar Há-
skóla Íslands frá stofnun félags-
ins 1998 til 2006. Ólafur var
Í dag kveðjum við Ólaf Ragnars-
son, elskulegan tengdaföður minn,
eftir hetjulega baráttu við hræðileg-
an sjúkdóm. Sjúkdóm sem fyrst
rændi hann fallegu röddinni sem
hljómaði svo oft bæði í sjónvarpi og
útvarpi og seinast tók máttinn úr
litla fingri, eina samskiptatækinu
sem hann hafði átt mánuðum saman.
Þó ekki fyrr en sá litli hafði lokið við
að skrifa tvær bækur og gott betur.
Það er lýsandi fyrir skapgerð
tengdapabba hvernig hann tókst á
við þann sjúkdóm sem hann vissi að
engin lækning hefði enn fundist við
og sem legði fólk tiltölulega fljótt að
velli. Hann var ekki á þeim buxunum
að láta veikina valda sér hugarangri
heldur leit á hana sem hluta af sínu
nýja daglega lífi sem hann reyndi að
laga sig að eftir bestu getu. Hann tók
hverju sem gekk á af einstöku æðru-
leysi og leit alltaf jákvæðum augum
fram á veginn. Oftast var það hann
sem stappaði stálinu í okkur hin þeg-
ar áföllin dundu yfir og minnti á hve
dýrmætt lífið er og hve mikilvægt er
að fólk njóti þess og fari vel með það.
Hann stóð heldur ekki einn í þessu
stríði. Tengdamóðir mín var vakin og
sofin yfir honum síðustu tvö árin
þegar sjúkdómurinn fór að taka sinn
toll. Fórnfýsi hennar og kærleikur er
aðdáunarverður.
Það er óréttlátt að Óli skyldi vera
tekinn frá okkur í blóma lífsins þeg-
ar ábyrgð á útgáfurekstri var frá og
til stóð að njóta lífsins á nýjan hátt,
ferðast, skrifa bækur og fást við ann-
að skemmtilegt. Mér þykir líka ótrú-
lega sárt að litli nafni hans fái ekki
tækifæri til að kynnast afa sínum á
sama hátt og hin barnabörnin, fara
með honum í göngutúra í Brekku-
koti, fleyta kerlingar á Skorradals-
vatni og fylgjast með hegrunum á
ströndinni í Flórídu. En við munum
segja honum frá afa Óla, hvað hann
var einstaklega hlýr og þolinmóður,
jákvæður og skemmtilegur og hvað
hann elskaði barnabörnin sín óend-
anlega mikið.
Ásta Sóllilja.
Elsku afi Óli.
Þú varst besti afi sem nokkurt
barnabarn getur hugsað sér og við
veltum því fyrir okkur af hverju við
vorum svo heppin að fá að eiga þig
sem afa. Þú hafðir alltaf tíma fyrir
okkur og það var alveg sama hvað
var að eða í hvaða vanda við vorum,
þá gast þú alltaf hjálpað okkur. Þú
stóðst alltaf með okkur og studdir
okkur hundrað prósent í öllu því sem
við tókum okkur fyrir hendur og
sýndir því alltaf áhuga. Fáar mann-
eskjur hafa kennt okkur jafn mikið
og þú.
Þú varst alveg svakalega lífsglaður
og gast alltaf kætt okkur ef okkur leið
illa. Þú hugsaðir alltaf um alla aðra en
sjálfan þig fyrst. Það var svo gaman
að vera í kringum þig, þú varst alltaf
svo hress og góður. Með jákvæðni
þinni og bjartsýni var allt hægt! Al-
veg sama hversu ómögulegt eitthvað
virtist, það var hægt, bara með smá
bjartsýni. Þú og amma fóruð oft með
okkur til útlanda. Eins og t.d. þegar
þið fóruð með okkur til Danmerkur
og þú skipulagðir alla vikuna og gerð-
ir meira að segja litla bók með ferða-
áætlun. Þegar við lítum til baka
sjáum við bara góðar minningar.
Við þökkum guði fyrir að hafa
fengið að njóta þeirra forréttinda að
kynnast þér. Það gerði okkur að
betri manneskjum. Og við þökkum
þér afi fyrir allt sem þú kenndir okk-
ur og alla ástina og gleðina sem þú
veittir okkur.
Takk fyrir allt elsku afi.
Diljá Ragnarsdóttir og
Ólafur Kári Ragnarsson.
Síðustu mánuðir hafa verið mjög
sérstakir. Erfiðir en jafnframt gef-
andi. Við heimsóttum hann oft, fyrst
í Bjarmalandið, síðan á Borgarspít-
alann og loks á líknardeildina í Kópa-
vogi, þar sem honum leið eins vel og
hugsast gat. Tölvupóstarnir urðu
einnig margir.
Sjúkdómurinn, sem oftast er nefnd-
ur MND, greindist fyrir rúmum
tveimur árum þó að einkennanna hefði
orðið vart nokkrum mánuðum fyrr.
Lömunin jókst smám saman og hreyfi-
getan minnkaði. Hugsunin var skýr til
hinstu stundar og æðruleysið ótrúlegt.
Hann missti málið fyrir meira en
ári. Í skóla hafði hann vélritað allra
manna hraðast en varð nú undir lok-
in að sætta sig við að nota einn fingur
á tölvu til að hafa samskipti við fólk.
Og með þessum eina fingri gat hann
lokið við bók um vin sinn Halldór
Laxness. Einnig lauk hann við mjög
persónulega ljóðabók. Fyrsta eintak
bókarinnar kom úr prentun í vikunni
fyrir páska og það gladdi hann mjög
að fá að handleika hana.
Óli var alltaf að miðla upplýsing-
um. Á æskuárunum á Siglufirði skrif-
aði hann fréttir og tók myndir fyrir
dagblöðin. Kvikmyndataka var eðli-
legt framhald. Hann gerði myndir
um lífið í síldarbænum og sýndi þær
opinberlega við mikla aðsókn. Þegar
undirbúningur íslensks sjónvarps
hófst var hann sjálfkjörinn í hópinn.
Landsmenn þekkja framhaldið.
Óli og Ella voru eitt. Þau voru gef-
in saman í Dómkirkjunni fyrir nær
fjörutíu árum og stóðu saman alla
tíð. Í áratugi ráku þau eina stærstu
bókaútgáfu landsins. En fjölskyldan
og heimilið voru þeim allt. Alúðin við
börnin og barnabörnin var einstök.
Ella stóð eins og klettur við hlið
Óla í veikindum hans. Hún studdi
hann í öllum hans verkum og hjúkr-
aði honum af sérstakri alúð. Þvílík-
ur styrkur. Alltaf þegar við komum
í heimsókn var Ella jákvæð og hlý.
Þetta voru eftirminnilegar stundir.
Hugur okkar er nú hjá Ellu,
Ragnari Helga og Margréti, Kjart-
ani Erni og Ástu – og ekki síst hjá
barnabörnunum sex, sem nú þurfa
að kveðja ástríkan afa. Megi góður
Guð styrkja þau í sorginni.
Jónas Ragnarsson og
Katrín Guðjónsdóttir.
Í dag kveðjum við mág okkar og
svila, Ólaf Ragnarsson. Óli lést eftir
langa og stranga baráttu við erfiðan
sjúkdóm. Við áttum samleið í rúm 40
ár og bar aldrei skugga á samskipti
okkar sem ætíð voru mikil og góð.
Viljum við minnast hans með nokkr-
um orðum.
Óla var fróðleiksfýsn í blóð borin
og var hann einstaklega vel lesinn.
Þeir sem þekktu hann kannast við
þennan eiginleika. Við gátum alltaf
leitað til hans ef okkur fýsti að vita
eitthvað. Og ekki var að sökum að
spyrja, Óli var með svör á hraðbergi.
Við kölluðum það að „fletta upp í
Óla“. Hann hafði ánægju af að leita
frétta, grúska og segja frá, enda
byrjaði hann snemma að skrifa.
Hann var fréttamaður með sanni
enda starfaði hann á þeim vettvangi
um langan tíma, var m.a. einn af
fyrstu fréttamönnum Sjónvarpsins.
Hugmyndaauðgi Óla voru engin tak-
mörk sett. Hugmyndir spruttu fram
hraðar en hann gat frá skýrt og
miklu hraðar en honum tókst að
koma í framkvæmd. Engu að síður
kom hann mörgu til leiðar á lífsleið-
inni. Hann stofnaði ásamt Ellu
Bókaútgáfuna Vöku er síðar varð
Vaka-Helgafell. Velgengni fyrirtæk-
isins var ekki síst undir því komin
hve Óli var frjór í hugsun og reiðubú-
inn að fara nýjar leiðir.
Áhugamál Óla voru óteljandi.
Honum var sérlega annt um íslenskt
mál eins og sjá má á skrifum sem eft-
ir hann liggja. Hann samdi texta við
nokkur dægurlög en hvað þekktast
er „Á sjó“ sem enn er eitt vinsælasta
sjómannalag okkar og hefur hljómað
á öldum ljósvakans í meira en þrjá
áratugi. Óli hafði mikinn áhuga á
gömlum Íslandskortum, einnig þjóð-
sögum, áhuga sem hann hlaut í föð-
urarf, en Óli gaf einmitt út fimm
binda þjóðsagnasafn Ragnars föður
síns. Ýmis skrif liggja eftir Óla um
þjóðfræði, og útvarpsþættir hans um
þjóðtrú urðu ákaflega vinsælir og
langtum fleiri en til stóð vegna
áhuga landsmanna. Þar naut sín sá
hæfileiki að segja frá en við fengum
oft að njóta frásagnargleði hans, t.d.
þegar hann flutti okkur sögur um
eyjar í Karíbahafinu í útvarpsþátt-
unum „Á sjóræningjaslóðum“. Þar
leiddi hann hlustanda milli eyja svo
ljóslifandi að það var eins og áheyr-
andinn væri á staðnum með honum.
Ekki er ofsagt að Óli hafi verið
óvenju vinmargur enda félagslyndur
með afbrigðum. Hann tók fólki sem
leitaði til hans ávallt vel og sérdeilis
áhugasamur um það sem aðrir voru
að gera; þar hefur sjálfsagt verið
samhljómur með gömlu blaða-
mannataugunum. Óli var baráttu-
maður og þrautseigur og hann lét
veikindin ekki aftra sér frá því að
skrifa seinna bindi bókar um Halldór
Laxness sem kom út rétt fyrir síð-
ustu jól. Einnig er að koma út ljóða-
bók sem hann skrifaði síðustu mán-
uðina sem hann lifði. Óli var mikill
fjölskyldumaður og naut þess að
vera í faðmi fjölskyldunnar, hvort
sem það var heima, í sumarbústaðn-
um Brekkukoti eða á ferðum erlend-
is. Sérstaklega eru eftirminnilegar
minningar af honum með barnabörn-
in í fanginu að segja sögur.
Elsku Ella, Ragnar og Maggý,
Kjartan og Ásta og börn, okkar inni-
legustu samúðarkveðjur, Guð veri
með ykkur.
Sólveig og Ævar.
Guðbjörg og Viðar.
Elsku góði frændi minn. Það voru
þung spor og sorg í sinni er við geng-
um í síðasta sinn út úr sjúkrastofu
þinni fyrir nokkrum dögum. Ég þótt-
ist vita að ég myndi ekki sjá þig aftur
hérna megin tjaldsins.
Ég var með þeim fyrstu sem litu
þig augum þá er þú fæddist í þennan
heim. Ég bjó þá á heimili þinna
ágætu foreldra. Frá fyrsta degi
varst þú sólargeisli á heimilinu. Síð-
ar eignaðist þú tvö frábær systkini
og öll ólust þið upp við umhyggju og
gott atlæti í foreldrahúsi. Hamingja
ríkti á heimilinu, þar bar engan
skugga á. Það var gott að alast upp á
Siglufirði á þessum árum, mikið um
að vera.
Rætur þínar voru sterkar til
æskustöðvanna alla tíð. Það sýndir
þú svo oft í ræðum og riti síðar á lífs-
leiðinni. Þú varst sjálfkjörinn foringi
um árabil þeirra Siglfirðinga sem
sest höfðu að á suðvesturhorninu en
formennsku í Siglfirðingafélaginu í
Reykjavík og nágrenni gegndir þú í
nokkur ár. Einnig stóðst þú að yf-
irgripsmikilli útgáfu á fimm bókum
eftir föður þinn sem bar heitið Úr
Siglufjarðarbyggðum sem lýsti
mannlífi og sögu Siglufjarðar á liðn-
um tímum. Fáir bæir eiga slíka út-
gáfu til að státa af. Þegar þinni hefð-
bundnu unglingafræðslu á Siglufirði
lauk sóttir þú suður til frekara náms.
Blaðamennska heillaði hug þinn all-
an og eftir nokkra reynslu í henni
var íslenska sjónvarpið að hefja
göngu sína. Þú gerðist einn af fyrstu
starfsmönnum þess og lagðir fyrir
þig fréttamennsku, viðtalsþætti og
ýmsa þáttagerð fyrir sjónvarpið.
Rödd þín og framkoma öll varð til
þess að þú vaktir athygli og vinsæld-
ir áhorfenda. Þið Ella stofnuðuð
bókaútgáfuna Vöku sem síðar varð
Vaka-Helgafell. Með ótrúlega mikilli
vinnu og hagsýni tókst ykkur að
gera þessa bókaútgáfu að einni af
stærstu útgáfum í landinu. Þú varst
frábær stílisti og ritsnillingur, skrif-
aðir margar viðtalsbækur og greinar
í blöð og tímarit. Allt bar því vitni
hvað þú hafðir gott vald á íslensku
máli.
Afrek vannst þú mörg í ykkar út-
gáfustarfsemi en að þú skyldir geta
lokið við síðara bindið af stóru við-
talsbókinni um nóbelsskáldið, „Til
fundar við skáldið“, eftir að þú varst
kröftum þrotinn var óskiljanlegt.
Þegar páskahátíðin var að ganga í
garð gast þú augum litið eintak af
ljóðabók eftir sjálfan þig sem er að
koma út núna um mánaðamótin.
Minningar um Óla frænda eru
margar og bjartar. Þegar þið hjónin
voruð að koma til Siglufjarðar með
litlu prinsana ykkar og þegar þeir
voru búnir að heilsa afa og ömmu
vildu þeir óðara hlaupa til „Skúla
frænda“ og heilsa okkur. Þar strax
bundust traust vinabönd sem von-
andi vara lengi enn.
Eins og áður hefur komið fram
varst þú ekki einn í lífsbaráttunni.
Lífsförunaut þínum, Elínu Bergs,
má líkja við klett sem hefur staðið
með þér í blíðu og stríðu og sýnt al-
veg ótrúlegt þrek og tryggð í þínum
langvarandi veikindum og aldrei gef-
ist upp. Eins hafa synir ykkar og
fjölskyldur staðið traust við sjúkra-
beð þinn. Guð launi ykkur fyrir.
Óli var traustur hlekkur í stórfjöl-
skyldukeðjunni og brást aldrei.
Hann var veitandi, ekki þiggjandi.
Eftir stendur vandfyllt skarð.
Skúli og Guðrún.
Það var ljóst þegar eitt okkar
systkinanna heimsótti Óla fyrir um
þremur vikum að stundaglas hans
var að tæmast hratt. Tímabundnir
sigrar sem höfðu unnist í orrustum
við hinn illvíga sjúkdóm sem hann
hafði glímt við af ótrúlegri raun í
hátt í þrjú ár voru að verða að engu –
stríðið var að tapast. Öllu er afmörk-
uð stund, og sérhver hlutur undir
himninum hefur sinn tíma segir Pre-
dikarinn. Þrátt fyrir að við hefðum
öll vitað að hverju stefndi og fengið
fréttir nánast daglega hina síðustu
daga þá setti okkur hljóð þegar and-
látsfregnin kom. Minningar um góð-
an mann og yndislegan frænda
hrönnuðust upp. Í Heimsljósi segir á
einum stað: Dauðinn er eitt af því fáa
sem maður trúir ekki, kannski það
eina. Við eigum erfitt með að trúa að
góður frændi okkar sé genginn en
hann er nú laus undan oki sjúkdóms-
ins.
Óli var næstelstur systkina-
barnanna frá Eiðsstöðum í Blöndu-
dal. Hann fæddist á Siglufirði og þar
bjuggu um tíma fjögur Eiðsstaða-
systkin með stóran krakkahóp. Mik-
Ólafur Ragnarsson
Sá sem eftir lifir
deyr þeim sem deyr
en hinn dáni lifir
í hjarta og minni
manna er hans sakna.
Þeir eru himnarnir
honum yfir.
(Hannes Pétursson)
Hjartans þökk fyrir vin-
áttuna, elsku drengurinn.
Egill Eðvarðsson.
HINSTA KVEÐJA