Morgunblaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR nærveru. Þannig var hann líka fyrir tæpum 40 árum þegar ég, skóla- stelpa úr Verzló, var við sumaraf- leysingar hjá Sjónvarpinu og þannig minnist ég hans í dag. Það var mér mikill heiður þegar hann fyrir rúmum tveimur árum, sem verðandi forseti klúbbsins, fór þess á leit við mig að ég yrði arftaki hans í embætti, og ég var full til- hlökkunar að starfa með honum á þeim vettvangi. Þetta átti þó ekki eftir að verða, því sökum sjúkdóms síns ákvað hann draga sig í hlé frá þeim trúnaðarstörfum. Okkur var það hins vegar öllum til ómældrar ánægju að Ólafur hélt áfram þar til í haust að sækja fundi klúbbsins og það var aðdáunarvert hvernig hann beitti ýmissi tækni til þess að halda uppi samræðum við okkur félagana. Ég held að hann hafi líka notið þessara stunda. Við sendum okkar dýpstu samúð- arkveðjur til Elínar, sonanna tveggja og fjölskyldunnar allrar. Oddrún Kristjánsdóttir, forseti Rkl. Reykjavík miðborg. Ólafur Ragnarsson er kvaddur með sárri eftirsjá. Hann var okkur Halldóri manni mínum ómetanlegur vinur, hjálpar- hella og gleðigjafi. Ég finn til van- máttar að horfa á eftir þessum ljúfa dreng, í blóma lífs síns. Elsku besti Ólafur. Nú er ég orð- laus í bili. Kæra Elín mín, hugurinn er hjá þér og fjölskyldu ykkar. Guð blessi minningu Ólafs Ragn- arssonar. Auður Laxness. „Með Kodachrome kveðju“ var ritað með fagurri rithönd í eina af minningarbókum okkar í Versló vor- ið 1963. Augljóst var hvað bjó að baki, og sá sem þetta ritaði hafði ómældan áhuga á ljósmyndun og átti meira að segja kvikmyndatökuvél, 8 mm, og mundaði hana óspart þegar tilefni gafst og þá var Kodak aðal- merkið í filmunum! Hann hafði reyndar áhuga á svo ótal mörgu og hreif okkur hin með geislandi gleði sinni og ferskum hugmyndum. Í Verzlunarskóla Íslands hófust kynni okkar árið 1961 og vinátta okkar allra styrktist æ síðan. Við fylgd- umst hvert með öðru í gleði og sorg- um og höfum notið samvista við ým- iss konar tækifæri, farið í fjölmargar ferðir innanlands og utan, sem voru sérlega uppbyggjandi og skemmti- legar. Raunar ógleymanlegar okkur öllum. Það var uppörvandi og ánægjulegt fyrir okkur að fylgjast með sjónvarpsfréttamanninum, blaðamanninum, ritstjóranum, bóka- útgefandanum, fræðimanninum, rit- höfundinum og fjölskyldumanninum Ólafi Ragnarssyni, sem við erum svo lánsöm að hafa átt að sönnum og góðum vini. Hann hefur verið ómiss- andi hlekkur í hinni sterku keðju sem tengdi okkur saman svo eftir var tekið. Hann var meistari í mann- legum samskiptum og ávann sér virðingu og velvild hvar sem hann fór. Ber að nefna hin sterku tengsl hans við nóbelsskáldið okkar og samtalsbækur þær sem urðu af- rakstur þeirra samskipta, en Lax- ness treysti honum einum til að vinna þetta verk. Sú þriðja og síðasta sem kom út í vetur, „Til fundar við skáldið, Halldór Laxness“, er ger- semi, en Ólafur vann afrek er hann lauk við þá bók, fársjúkur, knúinn áfram af óbilandi vilja og dugnaði. Og svo er það hún Elín, konan hans, sem reyndist honum sá lífsförunaut- ur sem hann þarfnaðist, þau voru sem eitt og unnu saman að öllu. Það sýna synir þeirra sem nutu sannar- lega hins besta frá þeim báðum, gáfu þeim yndislegar tengdadætur og fal- leg og heilbrigð barnabörn, stolt þeirra og yndi. Í dag er kveðjustund, sem okkur finnst auðvitað ótímabær, en nú hef- ur líkn lagst með þraut. Hann Óli okkar er sá fimmti af þessum 25 manna hópi VÍ ’65, sem við nefnum okkur gjarna, er kveður þetta líf og stefnir á æðri leiðir eins og skáldið Einar Benediktsson kveður í sálm- inum fagra: „Hvað bindur vorn hug við heimsins glaum?“ Af eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. Já, lífið stefnir á æðri brautir og Drottinn Guð breiðir faðminn á móti Ólafi, þar sem fegurðin ríkir í bjarma af eilífðarljósinu. Við biðjum Guð allrar huggunar um að vera Elínu og öðrum ástvinum Ólafs nálægur og styðja þau í sorg þeirra. Við dveljum við allar góðar minningar um vin okkar og þökkum honum allt sem minning hans geymir og Guði sem gefur allt hið góða. Veri hann kært kvaddur í eilífri náðinni. F.h. VÍ ’65 Kristín Árnadóttir. Hann var hafsjór af fróðleik, reyndur blaðamaður, sjónvarpsmað- ur, útgefandi, sem ekki hugsaði um klukkuna þegar hann var að vinna. Nú er vinnunni lokið og hinn erfiði sjúkdómur MND hefur lagt hann að velli fyrir aldur fram. Um þær mundir sem ég hóf störf hjá Ólafi Ragnarssyni í Vöku-Helga- felli var hann að efla og stækka fyr- irtæki sitt, sem þá var nokkurra ára, og það dafnaði sannarlega vel. Hvern morgun kom hann í vinnuna glaður og reifur, snyrtilegur, búinn að lesa dagblöðin, með landsmálin á hreinu, tilbúinn í verkefni dagsins. Hann var frjór í hugsun og ævintýrin alltaf á næsta leiti. Að fylgjast með elju hans og dugn- aði, samböndum við rithöfunda, ís- lenska og erlenda, starfsfólk í prent- smiðju, fjölmiðlafólk, alla þá mörgu í þjóðfélaginu, sem hann átti erindi við, vakti aðdáun mína. Hann var snillingur að spjalla við fólk og fá það til liðs við sig, alltaf stutt í græsku- laust skop. Hann virtist hafa tíma fyrir allt og alla en hefði helst þurft að lengja sólarhringinn. Ólafur var afar nákvæmur í ritun og vitnaði oft í Emil Björnsson, fv. fréttastjóra á Sjónvarpinu, sem hafði brýnt fyrir starfsmönnum sínum að vanda málfar og réttritun. Öll bréf voru gerð af alúð og ekki síst þau sem vörðuðu umboð eða rétt til út- gáfu, gleðin var mikil þegar jákvæð svör bárust, og það var oft. Þá gátu annars konar bréf borist eins og bréfið frá svissneska Bandaríkja- manninum, sem spurði hvernig á því stæði að ættarnafn hans um aldarað- ir, Blesi, væri notað í Laxnessbók og það á hest. Þótt okkur þætti þetta spaugilegt var sent kurteislegt svar með varfærnislegum útskýringum, einkennandi fyrir Ólaf. Ræðismaður Hollands á Íslandi var Ólafur í níu ár og sinnti því starfi með miklum sóma. Dagleg málefni konsúlatsins voru ótrúlega fjölbreytt og minnisstætt þegar drottning Hollands kom til Ís- lands á þessum árum ásamt maka sínum og fylgdarliði í bæði opinbera og óopinbera heimsókn. Verkefnið var stórt fyrir fámennt konsúlat, en Ólafur vann ötullega að vinnslu hinn- ar viðamiklu dagskrár, vandvirkur og minnugur. Árangurinn var líka eftir því en ræðismannsstörfin tóku oft mikinn tíma frá útgáfunni og álag mikið. Ólafur átti einstaklega góða fjöl- skyldu og vinahóp og áberandi vænt- umþykja hans til þeirra allra. Hann og Elín kona hans tóku oft á móti gestum og alltaf af miklum höfðings- skap. Í þessum ströngu veikindum Ólafs hefur Elín staðið með honum, óhagg- anleg, aðdáunarverð. Við Jón Kristinn vottum Elínu, Ragnari, Kjartani og allri fjölskyld- unni innilega samúð um leið og ég þakka samfylgd og vinsemd mæts manns. Margrét Örnólfsdóttir. Mig langar í örfáum orðum að minnast góðs vinar, Ólafs Ragnars- sonar, en aðrir munu eflaust fjalla nánar um lífshlaup hans. Það var rétt fyrir jólin 2006, sem ég átti síðasta samtal við Óla æsku- vin minn, en þó með nokkrum erf- iðismunum. Hann heimsótti mig í bankann og sat hjá mér, þar sem við m.a. vorum að fara yfir liðin ár, sér í lagi þegar við vorum unglingar. Eftir þessa samverustund voru tjáskipti okkar í gegnum tölvu og var með ólíkindum hvað alltaf var stutt í „húmorinn“ hjá honum Óla. Hann hafði greinst með MND-sjúkdóm, sem lagði hann að velli, þrátt fyrir hetjulega baráttu. Það er ólýsanleg tilfinning að vita af því þegar ein- staklingur eins og Óli, hugmyndarík- ur með afbrigðum og kraftmikill, er sviptur nær öllum möguleikum til að hafa vald á líkama sínum. Þrátt fyrir þessa erfiðleika tókst honum að koma frá sér bókinni „Til fundar við skáldið“ nú fyrir síðustu jól. Það var að mínu mati kraftaverk. Vinátta okkar Óla hefur staðið samfleytt í yfir 50 ár. Báðir fæddir og uppaldir á Siglufirði og urðum við samferða í skóla, útskrifuðumst sam- an frá Gagnfræðaskóla Siglufjarðar og síðar frá Verzlunarskólanum 1963. Ógleymanleg er kvikmynd, sem hann sýndi á 40 ára afmælishófi árgangs okkar frá skólaárunum. Það var glaðvær hópur tæplega 60 ungmenna, sem séra Ragnar Fjalar fermdi í maí 1958 eða fyrir rétt fimmtíu árum. Þar á meðal vorum við Óli og er hann annar úr þessum glæsilega hópi, sem fellur frá að því er ég best veit. Á unglingsárunum á Sigló unnum við saman eitt sumar hjá Birgi Run- ólfssyni og er það eftirminnilegt sumar. Mikill hamagangur og dágóð síldveiði var þetta sumar og vorum við á fullu allt sumarið að aka, selja og afhenda vörur til kaupmanna, sem voru margir á þeim árum. Strax á þessum árum kom fram hjá Óla áhugi hans á ljósmyndun og frétta- skrifum, þegar hann hóf að skrifa fyrir Vísi. Þetta munu hafa verið hans fyrstu spor að fréttamennsku, sem varð síðar hans aðalstarf um árabil, fréttamaður hjá sjónvarpinu, á bernskuárum þess, og síðar rit- stjóri hjá Vísi. Þau hjónin Ólafur og Elín Bergs stofnuðu síðar bókaútgáfuna Vöku- Helgafell ehf., sem þau ráku með miklum sóma um árabil. Ólafur átti gott með að skrifa og eru bækur hans um Halldór Laxness m.a. ekki síst lifandi vitnisburður um samband skálds og útgefanda. Veit ég að fyrir munn fermingar- og skólasystkina Ólafs Ragnarsson- ar flyt ég hér með þakkir fyrir frá- bæra viðkynningu og vináttu í gegn- um árin. Hann féll frá allt of ungur og mig grunar að hann hafi átt margt ógert. Við Erlen kveðjum þig kæri vinur með miklum söknuði. Það var gæfa fyrir okkur, sem unglinga og síðar fullorðið fólk, að eiga samleið. Elsku Elín mín, við sendum þér, sonum og fjölskyldu innilegar samúð- arkveðjur og biðjum algóðan Guð að styrkja ykkur á erfiðri stundu og blessa minningu Ólafs Ragnarssonar. Hvíl í friði. Matthías Gíslason. Það er komið á fimmta áratuginn síðan kynni okkar Ólafs Ragnarsson- ar hófust. Við Markús Örn Antons- son höfðum verið í Englandi til þess að kynna okkur starfsemi fréttastofu ITN og héldum þaðan til Stokkhólms til þess að setjast á tveggja mánaða námskeið í upptökustjórnun og þar bættist Ólafur í hópinn, eftir að hafa verið á námskeiði hjá frændum okkar í Kaupmannahöfn. Við gengum í gegnum sama námskeiðið, enda þótt ljóst væri að aðalstarf okkar Mark- úsar yrði fréttamennska en Ólafs við stjórnvölinn í myndstjórn í því fyr- irbæri sem fæstir höfðu trú á að yrði nokkru sinni barn í brók, nefnilega íslensku sjónvarpi. Frændum okkar, og ekki síður Bretum, þótti það fá- ránleg hugdetta að ætla sér að reka sjónvarp fyrir innan við þrjú hundruð þúsund manns og með aðeins um 30 manna starfsliði. Ekki er ætlunin að rekja þá sögu en minnisstætt er mér enn að síðari hluta fyrsta útsending- ardagsins hringdi ég í umsjónar- kennara okkar hjá sænska sjónvarp- inu og tónninn í spurningu hans er hann stundi upp: Tror du det går? Aðrir skulu dæma þar um, en víst er um það að allir lögðust á árarnar eftir megni og eins gott að vinnutíma- ákvæði Evrópusambandsins voru ekki komin í lög hér. Á engan er hall- að þótt sagt sé að þar hafi Ólafur staðið í fremstu víglínu og oft hafi reynt á hann við að róa umhverfið þegar taugar voru fullstrekktar, ekki síst hjá þeim er þessi orð setur á blað. Eftir nokkur ár skildi leiðir í vinnu en vinátta hópsins er mikill fjársjóð- ur í minningunni. Eftir að hafa verið útsendingarstjóri og fréttamaður hélt Ólafur á ný mið og gerðist rit- stjóri og síðan umfangsmikill bóka- útgefandi. Þar nutu listfengi hans og reynsla sín vel, enda sópaði að hon- um á því sviði. Hann nýtti sér nýjar leiðir í markaðsmálum og fyrirtæki hans auðgaði íslenskar bókmenntir með mörgum dýrgripum. „Fyrir- tæki hans“ segi ég, en hann var ekki einn þar á ferð. Ungur gekk hann að eiga unnustu sína, Elínu Bergs, og hún var betri en enginn við rekstur fyrirtækisins. Enda átti Óli til að segja þegar starfsemin barst í tal: „Blessaður vertu, ég er bara í vinnu hjá henni Ellu.“ Síðustu árin hefur verið vík milli vina vegna heilsufars. Þessi hrausti og síkáti vinur minn greindist með sjúkdóm sem læknavísindi nútímans eiga ekkert svar við og aðeins getur endað á einn veg. Þrek hans var aðdáunarvert í þeirri baráttu og þeg- ar flestir hefðu lagt árar í bát kom hann frá sér tveimur bókum, sam- talsbók við nóbelsskáldið og ljóðabók sem mun koma fyrir augu þjóðarinn- ar á næstu dögum. Í lokastríðinu stóð Ella hans með honum, sami kletturinn og áður, svo og synirnir og fjölskyldur þeirra. Þau hafa mest misst og hjá þeim er samúð okkar. Magnús Bjarnfreðsson. Sú var tíð er sátum við og undum sæl og glöð á morgni lífsins þá. Minningar frá mörgum gleðistundum magnast þó að líði ævina á. Ó, þessi ár með þér sem aldrei gleymast mér með söng og dans, og sælu, bros og tár. Við undum ör og frjáls við unað gleðimáls. Ó, þessi ár með þér, ó, þessi ár! Á hinstu kveðjustund okkar Ólafs Ragnarssonar hlýddum við saman á lagið okkar frá því í gamla daga, „Those were the days“ og minntumst með gleði dýrðardaga svart-hvítu brautryðjendaáranna á Sjónvarpinu með blik og tár í augum. Við köll- uðum hvor annan oft „nafna“ vegna þess að upphafsstafirnir, sem við urðum að merkja fréttirnar okkar með, voru upphaflega þeir sömu, „Ó.R.“ Við hlógum af því að ég átti upphaflega að heita í höfuðið á ömmu minni, Ólöfu, og bera nafnið Ólafur Ragnarsson eins og hann, en þegar í ljós kom að ég var rauðhærður breyttu foreldrar mínu nafni mínu í Ómar til þess að ekki yrði hætta á því að ég yrði kallaður „Óli rauði“. Nið- urstaðan á fréttastofunni varð sú að ég breytti minni skammstöfun í Óm.R. og hef haldið því æ síðan við öll tækifæri, þótt langt sé síðan að nokkur misskilningur geti hlotist af því. Ég hyggst halda þessum sið áfram til heiðurs „nafna“ mínum og minnast hans ævinlega með þakklæti og virðingu. Hann var brautryðjandi í ýmsu, t.d. í fyrstu ferðaþáttaröðinni í íslensku sjónvarpi, um Ísafjarðar- djúp. Barátta hans við illvígan sjúk- dóm og það afrek hans hvernig hon- um tókst, langt leiddum af þessum lömunarsjúkdómi, að ljúka við merk- asta lífsverk sitt sem tengdist lífi og verkum nóbelsskáldsins, mun halda nafni hans lengi á lofti. En svona fór þetta þá, nafni, og aldrei hefði okkur órað fyrir því þegar við áttum saman stundir sem merla sem perlur í sjóði minninganna og engan skugga ber á. Þú stóðst þig eins og hetja. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Ó, þessi ár með þér! Ó, þessi ár! Ómar Ragnarsson. Myndir renna yfir minningaskjá- inn: Óli að lesa fréttir, Óli á harða- hlaupum fram í stúdíó gamla sjón- varpshússins á Laugavegi 176 með fréttahandritin undir handleggnum, Óli hlæjandi í klippiherberginu á síð- ustu stundu að ganga frá fréttafilm- unum fyrir kvöldfréttirnar. Á þennan veg eru fyrstu minning- ar um Ólaf Ragnarsson en myndir minningasafnsins eru óteljandi enda byggðar á náinni vináttu sem hefur staðið í nærfellt 40 ár og aldrei borið skugga á. Þetta voru skemmtileg ár og hlátrasköllin frá fréttastofunni bár- ust langar leiðir þegar Ómar var að prófa nýju brandarana sína á okkur. Óli var aðalleiðbeinandi minn í fréttamennsku en lögfræðikunnátta dugði skammt á því sviði þó góð gæti verið til síns brúks. Hann fékk í vöggugjöf ótal góða kosti, hann var glaðsinna og létt lund hans hafði áhrif á alla sem áttu við hann samskipti. Hann var hug- myndaríkur og ráðagóður í fréttaöfl- un en síðast en ekki síst var hann vinsamlegur og ljúfur maður án þess þó að vera skaplaus. Þegar Óli ákvað að segja skilið við fréttamennskuna og þau Ella stofn- uðu bókaútgáfuna Vöku birtust nýj- ar hliðar á Óla, hann var semsé einn- ig dugandi í viðskiptum. Litla bókaútgáfan tók til starfa í þröngu húsnæði á Laugaveginum og starfsfólkið fátt þannig að fyrstu ár- in komum við Gylfi eiginmaður minn þeim Óla og Ellu stundum til aðstoð- ar á kvöldin á aðventunni við að ganga frá kössum með jólabókum bókaútgáfunnar, sem sendar voru til bókabúðanna úti á landsbyggðinni. En dugnaður og hugmyndaauðgi beggja eigendanna varð til þess að litla bókaútgáfan varð ótrúlega fljótt að stóru bókaforlagi, Vöku-Helga- felli sem gaf út bækur margra helstu rithöfunda og skálda þjóðarinnar auk þess sem forlagið kynnti til sög- unnar unga rithöfunda sem við öll þekkjum í dag. Þetta var ekki síst að þakka for- stjóranum sjálfum sem var mikill markaðsmaður og fékk frábærar hugmyndir sem hann dreif í fram- kvæmd. En hann var einnig mikill fjöl- skyldumaður og þau Ella einstaklega samhent hjón, sem unnu saman og tóku allar ákvarðanir sameiginlega. Ótal samverustundir áttum við fjögur með börnum okkar í gegnum tíðina bæði innanlands og utan. Minnisstæðar eru margar skútu- siglingar okkar með vinahópi við Bresku Jómfrúreyjar í Karíbahafinu. Stundum gaf á bátinn og Óli átti það til að vera sjóveikur en lét það ekkert á sig fá og var glaðvær eins og ævinlega. Síðasta utanlandsferð okkar var í september árið 2004 þegar hann varð sextugur. Fórum við fjögur í ógleymanlega siglingu á ánni Níl og Ólafur Ragnarsson Þitt er valið Hann er sífellt innan seilingar þegar syrtir í álinn kaleikur bölsýni og kjarkleysis, fleytifullur af myrkri. Fjær stendur bikar vonar og bjartsýni, barmafullur af ljósi. Teygðu þig í hann. Ólafur Ragnarsson Úr ljóðabókinni Agnarsmá brot úr eilífð, sem var að koma út.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.