Morgunblaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR fyrir yngri stúkubræður. Tómas var leiðtogi í samfélagi okkar Suður- nesjamanna. Það verður eftirsjá að þessum máttarstólpa. Tómas gengur í Oddfellowregluna 1968 og hefði því haldið upp á 40 ára Oddfellow-afmæli í næsta mánuði. Við stofnun stúkunnar okkar, Njarð- ar nr. 13, árið 1976 var Tómas í far- arbroddi. Hann hefur gegnt ótal ábyrgðarstörfum fyrir stúku okkar í gegnum árin og verðum við ætíð þakklátir fyrir hans framlag. Hann var ætíð virkur í að efla þau gildi sem dýrmætust eru í starfi okkar. Fjölskyldan var hans dýrmætasta djásn. Eftirlifandi eiginkona hans Halldís Bergþórsdóttir hefur ætíð tekið virkan þátt í félagsstarfi stúk- unnar og myndaði dýrmæt tengsl við bræður og maka þeirra. Stúkubræð- ur í Nirði senda Halldísi innilegustu samúðarkveðjur sem og börnum þeirra og barnabörnum. Hver fögur dyggð í fari manns er fyrst af rótum kærleikans. Af kærleik sprottin auðmýkt er, við aðra vægð og góðvild hver og friðsemd hrein og hógvært geð og hjartaprýði stilling með. (Kingo, - H. Hálfd.) Skúli Skúlason Yfirmeistari Njarðar. Kveðja frá Lionshreyfingunni á Íslandi Með Tómasi Tómassyni er horfinn einn af frumkvöðlum Lionshreyfing- arinnar á Íslandi. Tómas var einn af stofnendum Lionsklúbbs Keflavíkur og fyrsti for- maður hans. Lionsklúbbur Keflavíkur var stofnaður árið 1956 eða 5 árum eftir að Lionshreyfingin festi rætur á Ís- landi með stofnun Lionsklúbbs Reykjavíkur. Þegar Lionsklúbbur Keflavíkur var stofnaður voru aðeins 4 Lions- klúbbar starfandi á Íslandi, en 3 aðr- ir voru stofnaðir sama ár og Kefla- víkurklúbburinn. Með stofnun Lionsklúbbs Kefla- víkur breiddist Lionsstarfið út til annarra byggða á Suðurnesjum, en það var Tómasi mikið kappsmál að stofnaðir yrðu Lionsklúbbar í sem flestum byggðum á svæðinu. Tómas gegndi starfi umdæmis- stjóra Lionshreyfingarinnar á Ís- landi frá 1960 til 1961. Á þessum ár- um mæddi mikið á umdæmisstjóra. Kynna þurfti Lionshreyfinguna vítt og breitt um landið og vinna að stofn- un nýrra klúbba, svo mikill erill og ferðalög fylgdu starfinu. Tómas Tómasson var mikill fé- lagsmaður og var um árabil forystu- maður í ýmsum félagasamtökum á Suðurnesjum, en þrátt fyrir það missti hann aldrei sjónar á hugsjón- um Lionshreyfingarinnar og starfði ötullega í sínum klúbbi fram á síðasta dag. Lét sig sjaldan vanta á fundi ætti hann á annað borð heimangengt. Lionshreyfingin þakkar Tómasi mikil og góð störf í þágu hreyfing- arinnar. Fyrir mína hönd og Lionshreyf- ingarinnar sendi ég eftirlifandi eig- inkonu hans Halldísi Bergþórsdóttur og ættingjum innilegar samúðar- kveðjur. Persónulega þakka ég Tómasi þann vinskap og hlýhug sem hann sýndi mér og konu minni gegnum ár- in og kveð ég með söknuði Lions- félaga og Oddfellowbróður. Halldór Ingvason, umdæm- isstjóri Lionsumdæmis 109A. Tómas Tómasson, fyrrverandi for- maður Hjartaheilla Suðurnesjum, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja föstudaginn 28. mars sl. á 84. aldurs- ári. Hann var fæddur á Járngerðar- stöðum í Grindavík, 7. júlí 1924. Tómas vann alla tíð ötullega að fé- lagsmálum. Hann var formaður Stúdentaráðs, einn af stofnendum Lionsklúbbs Keflavíkur og umdæm- isstjóri Lionshreyfingarinnar á Ís- landi um tíma. Hann var einnig einn af stofnendum Oddfellowstúku í Keflavík árið 1976 og fyrsti yfir- meistari hennar auk þess að vera í yf- irstjórn reglunnar á Íslandi. Árið 1999 tók Tómas að sér for- mennsku í stjórn Félags hjartasjúkl- inga á Suðurnesjum sem nú heitir Hjartaheill Suðurnesjum og gegndi því embætti til ársins 2005 með mikl- um sóma. Tómas sat í mörgum nefndum á vegum Hjartaheilla og SÍBS og var ávallt gott að leita til hans með erfið mál því úrræðagóður var Tómas með afbrigðum. Tómas lét alla tíð málefni hjarta- sjúklinga sig miklu varða, var í fremstu víglínu forustumanna okkar og ötull talsmaður samtakanna í for- varnarstarfi þeirra og baráttunni við hverskonar hjartasjúkdóma. Fyrir hönd stjórnar Hjartaheilla og aðildarfélaga þess sendum við eft- irlifandi maka Tómasar, Halldísi Bergþórsdóttur, svo og öðrum að- standendum innilegar samúðar- kveðjur um leið og við þökkum fórn- fúst og óeigingjarnt starf í þágu samtakanna. Guðmundur Bjarnason for- maður. Ásgeir Þór Árnason framkvæmdastjóri. Það var í svartasta skammdegi um áramótin 1949-1950 sem ég kom fyrst til Keflavíkur. Mér leist ekki of vel á bæinn, moldargötur og pollar og léleg götulýsing. Nokkru seinna átti ég erindi á skrifstofu bæjarfóg- eta og hitti þar á Tómas. Glæsi- mennska og framkoma hans höfðu mikil áhrif á mig og þegar ég kom út frá honum fannst mér strax sem það væri bjartara yfir bænum. Svo mikil áhrif hafði Tómas strax á mig. Leiðir okkar áttu eftir að liggja saman í gegnum Lionshreyfinguna. Tómas varð umdæmisstjóri Lions 1960-1961 og bað mig að vera ritari og gjaldkeri. Tómas var mikill ræðu- maður og talaði alltaf blaðlaust og mjög fallegt mál. Það fylgdi starfsári Tómasar að heimsækja alla Lions- klúbba á landinu og fór ég með hon- um í allar þær ferðir og oft voru eig- inkonurnar með. Upp úr þessum ferðum bundumst við miklum vin- áttuböndum sem og fjölskyldur okk- ar. Það voru heimsóknir á báða bóga, vinátta og tryggð. Það var gaman og fróðlegt að heimsækja þau hjónin á þeirra fallega heimili. Frú Hædý alltaf með veisluborðin sem hún var fræg fyrir og Tómas ræðinn og skemmtilegur. Tómas hafði marga kosti, alltaf kátur, ræðinn og hlýr, með afbrigðum minnugur, og svo kunni hann vel listina að hlusta. Það var eins og vera kominn aftur í fram- haldsskóla að kynnast Tómasi og skólinn var skemmtilegur. Ég veit að margir leituðu til Tómasar með sín vandamál og hann leysti þau með sinni alkunnu lipurð og aðgætni. Þegar Sigrún kona mín lést þá fann ég að ég átti góða vini í þeim hjónum Hædý og Tómasi og fjölskyldu þeirra allri. Nú þegar leiðir skilur um stund kveð ég vin minn Tómas, en ég er viss um að við hittumst aftur. Ég bið Guð um að veita Hædý, börnum og afkomendum styrk í sorg þeirra. Guð blessi minningu Tómasar, megi hann hvíla í friði. Jón Ásgeirsson og fjölskylda. Heilsteyptur, glæsimenni með áru sem stafaði til allra átta. Tómas Tómasson er einn af samferðamönn- unum sem aldrei gleymast, ekki vegna veðrabrigða hans, heldur vegna einstaklega góðrar nærveru. Það var alveg sama hvar og hvenær maður hitti Tómas, það voru alltaf hlunnindi að hitta hann. Jafnlyndi hans, gott skap, hlýja og góð ráð voru hans aðalsmerki. Um langt ára- bil lagði hann snarpa hönd á plóginn í Keflavík, sem sparisjóðsstjóri, for- seti bæjarstjórnar, frumkvöðull fé- lagsstarfs á Suðurnesjum, Oddfel- lowfélagi, Lionsmaður og hvarvetna þar sem hann kom við sögu skilaði það árangri og sjálfstæðismenn eru þakklátir honum fyrir óeigingjarnt og metnaðarfullt starf í áranna rás. Persónuleiki Tómasar var svo sterkur að þótt væri í hópi úrvals- manna þá var hann eins og heil heimsálfa út af fyrir sig. Hann var allt í senn, góður félagi og vinur vina sinna, hugsjónamaður í þágu lands- ins gagns og nauðsynja. Hann var á sinn hátt fjall í umhverfi sínu, þægi- legur, fumlaus, markviss og skildi vel að allt hefur sinn gang. Hans er sárt saknað. Megi góður Guð styrkja ástvini hans og vini. Minningin um hann er mikill fjársjóður inn í fram- tíðina. Nú er hann sigldur þessi þægilegi og hversdagsgóði maður. Það er skarð fyrir skildi, en inn á ei- lífðarbrautina stormar nú gull af manni svo glampa mun á Gullna hlið- ið, glæsimenni. Árni Johnsen. Tómas Tómasson ✝ VILHJÁLMUR SIGURÐSSON, Krossbæ í Nesjum, Hornafirði, lést á hjúkrunarheimilinu Skjólgarði föstudaginn 25. mars. Útför hans verður gerð frá Hafnarkirkju á Höfn laugardaginn 5. apríl kl. 14.00. Systkini og fjölskyldur. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, ÓLAFUR RAGNARSSON bókaútgefandi, Bjarmalandi 16, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi fimmtudaginn 27. mars. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í dag, föstudaginn 4. apríl kl. 11.00. Þeim sem vilja minnast Ólafs er bent á líknardeild Landspítalans í Kópavogi eða MND-félagið. Elín Bergs, Ragnar Helgi Ólafsson, Margrét Sigurðardóttir, Kjartan Örn Ólafsson, Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og jarðarfarar elskulegrar eiginkonu, móður, tengda- móður og ömmu, ÁSU GUÐRÚNAR KRISTJÁNSDÓTTUR, Eikjuvogi 11, Reykjavík. Haraldur Þórðarson, Kristján Þór Haraldsson, Margrét Ó. Björnsdóttir, Sigurbjörg Haraldsdóttir, Jón Hannes Helgason, Þórlaug Haraldsdóttir-Hübl, Michael Hübl og barnabörn. ✝ Elsku móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐBJÖRG VALDEMARSDÓTTIR, sem lést á dvalarheimilinu Hlíð fimmtudaginn 20. mars, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju mánudaginn 7. apríl kl. 13.30. Valdimar Valdimarsson, Helga Ingólfsdóttir og fjölskylda. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁSTVALDUR MAGNÚSSON, Breiðagerði 8, Reykjavík, sem andaðist fimmtudaginn 27. mars á Land- spítalanum Fossvogi, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju mánudaginn 7. apríl kl. 15.00. Dóra Steinunn Ástvaldsdóttir, Ragnar Ragnarsson, Þorgeir Ástvaldsson, Ásta Eyjólfsdóttir, Magnús Ástvaldsson, Pétur Ástvaldsson, Elísabet M. Jónasdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, sonur, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, HAUKUR KRISTJÁNSSON, Hlíðarvegi 34, Siglufirði, andaðist á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar miðvikudaginn 26. mars. Útförin fer fram frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 5. apríl kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Hugborg Friðgeirsdóttir, Ingibjörg Jósefsdóttir, V. Ingi Hauksson, Anna Jóhannsdóttir, Sigurlaug J. Hauksdóttir, Hörður Júlíusson, Guðný S. Hauksdóttir, Jóhann Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN SIGURÐSSON vélstjóri, Lækjargötu 4, Hvammstanga, verður jarðsunginn frá Hvammstangakirkju laugar- daginn 5. apríl kl. 14.00. Ástbjörg Ögmundsdóttir, Birgir Jónsson, Anna Kristín Jónsdóttir, Arne Braaten, Ósk Jónsdóttir, Magnús Kristinsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HREFNA MAGNÚSDÓTTIR frá Litla- Dal, til heimilis í Fremri Hundadal, Dalasýslu, verður jarðsungin frá Munkaþverárkirkju laugar- daginn 5. apríl og hefst athöfnin kl. 13.30. Snæbjörg Bjartmarsdóttir, Ólafur Ragnarsson, Kristján Bjartmarsson, Halldóra Guðmundsdóttir, Jónína Bjartmarsdóttir, Benjamín Bjartmarsson, Ólöf Steingrímsdóttir, Fanney Bjartmarsdóttir, Bert Sjögren, Hrefna Bjartmarsdóttir, Aðalsteinn Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.