Morgunblaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 14
Morgunblaðið/Ómar Hinsegin ást Fjöldi fólks gengur gleðigöngu á Hinsegin dögum hér á landi árlega en eitt af baráttumálum samkynhneigðra um allan heim hefur verið jafn hjúskaparréttur á við gagnkynhneigða. SAMKYNHNEIGÐ pör munu geta fengið staðfestingu samvistar sinn- ar í kirkjum landsins ef frumvarp sem forsætisráðherra lagði fram á Alþingi í gær verður að lögum. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að prestar og forstöðumenn trú- félaga, sem eru með vígsluheimild, geti staðfest samvist. Þeir munu þó ekki vera skyldugir til þess en í greinargerð kemur fram að nauð- synlegt sé að virða frelsi presta í þessum efnum, þó þannig að þeir synji því ekki af öðrum ástæðum en vegna trúarsannfæringar sinn- ar. Gert er ráð fyrir að lögin taki gildi 27. júní nk. á alþjóðlegum mannréttindabaráttudegi samkyn- hneigðra. Prestar geti staðfest samvist samkynhneigðra 14 FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ ALÞINGI ÞETTA HELST ... Þegjandi og meðvit- undarlaus klessa Dagskrá Alþingis riðlaðist talsvert í gær vegna veikinda fjármálaráð- herra en hann átti að mæla fyrir ein- um sex frumvörpum. Fjármál voru þó hvergi fjarri enda mælti Steingrímur J. Sigfússon fyrir tillögum Vinstri grænna í efnahagsmálum og spunn- ust um þær líflegar umræður. Steingrímur sagði Samfylkinguna vera þegjandi, meðvitundarlausa klessu þegar kæmi að efnahags- vandanum en Össur Skarphéð- insson tók ekki undir það og áréttaði að það væri engin tilviljun að fall gengisins hefði stöðvast. Það væri í beinu samhengi við viðbrögð stjórn- valda við vandanum. Ódýrt einka- framtak Tekist var á um heilbrigðiskerfið á þingi í gær og deilt um það sem ým- ist er kallað einkavæðing eða einka- rekstur, eftir því hver talar. Ögmundur Jónasson, VG, sagði markaðsvæðingu heilbrigðiskerf- isins standa yfir og gagnrýndi stjórn- völd fyrir að auka ekki framlag til heil- brigðisstofnana nema með skilyrðum um að fram fari útboð. Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigð- isráðherra sagði hins vegar að einka- rekstur hefði gefist vel í heilbrigð- iskerfinu hingað til og að fyrir honum væri rík hefð. Umrætt útboð á rekstri öldrunardeildar á Landakoti sparaði ríkinu 16,4 milljónir króna á ári. Allt í þorski Það morar allt í flóum og fjörðum og á miðum landsins, sagði Grétar Mar Jón- son, Frjáls- lyndum, í utan- dagskrárumræðu í gær en enn á ný var rætt um rann- sóknir Hafrann- sóknastofnunar sem liggja til grundvallar skerðingar á þorskveiðiheimildum. Sjávarútvegsráðherra lagði hins veg- ar áherslu á að heildarmyndin lægi fyrir áður en nokkru yrði slegið föstu um stærð stofnsins. Rannsóknum yrði því haldið áfram. Grétar Mar Jónsson VEFMYNDAVÉLAR verða settar upp á allt að 150 stöðum á Íslandi ef þingsályktunartillaga Árna Johnsen og sautján annarra þingmanna úr öllum flokkum verður samþykkt. „Slíkt nettengt safn yrði það fyrsta sinnar tegundar í heiminum og mundi skapa óþrjótandi möguleika á landkynningu í þágu ferðaþjónustu, sögu, menningar og atvinnulífs,“ segir í greinargerð með tillögunni. Myndavélar um allt land? Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is EÐLI væntanlegrar varnarmála- stofnunar er í hróplegu ósamræmi við ítrekaðar yfirlýsingar um að Ís- lendingar séu og ætli að vera herlaus og friðelskandi þjóð. Þetta er mat Steingríms J. Sigfússonar, þing- manns VG og nefndarmanns í utan- ríkismálanefnd, en hann skilar minnihlutaáliti á varnarmálafrum- varpi utanríkisráðherra. Meirihluti nefndarinnar hefur lagt til talsverðar breytingar á frumvarp- inu, m.a. vegna gagnrýni frá Ríkis- lögreglustjóra sem hefur áhyggjur af því í umsögn sinni að ekki sé af- markað með skýrum hætti hvað falli undir varnarmál og hvað hugtakið þýði. Það geti leitt til skörunar við lögbundin hlutverk borgaralegra stofnana hér á landi. Ríkislögreglu- stjóri vill því að skýrt verði að frum- varpið nái til hernaðarlegra varna. Steingrímur telur frumvarpið hins vegar vera lagaramma utan um her- æfingar og hernaðarbrölt og spáir því að með óbreyttri stefnu verði kostnaður við „NATO-væðingar- stefnuna“ kominn í 3,5-5 milljarða innan fimm ára. Hann leggur því til að frumvarpinu verði vísað til rík- isstjórnarinnar og að staðið verði við loforð um þverpólitíska samvinnu. Í hróplegu ósamræmi við herleysi og ást á friði Morgunblaðið/Kristinn Breytist á þingi Önnur umræða um varnarmálafrumvarpið fer fram fljót- lega en ljóst er að það mun breytast nokkuð í meðförum þingsins. STÍGA þarf afar varlega til jarðar varðandi lagningu Gjábakkavegar, milli Laugarvatns og Bláskóga- byggðar“, sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra á Alþingi í gær og velti því upp hvort samgönguráðherra og þingmenn kjördæmisins gætu sammælst um að breyta vegalagningunni. Álfheiður Ingadóttur, þingmaður VG, vakti máls á þessu og hafði áhyggjur af því að andstaða við veg- inn gæti haft áhrif á stöðu þjóðgarð- arins á Þingvöllum sem er á heims- minjaskrá UNESCO. Sagði hún jafnframt að ekki væri hægt að skella skollaeyrum við viðvörunum vatnalíffræðinga sem telja að meng- un frá veginum geti verið skaðleg einstöku lífríki Þingvallavatns. Morgunblaðið/ÞÖK Líf Pétur M. Jónasson hefur rann- sakað lífríkið í Þingvallavatni og berst gegn Gjábakkavegi. Gjábakka- vegur fluttur? ♦♦♦ Fréttir í tölvupósti Vegna fjölda fyrirspurna var ákveðið að birta aftur númer söfnunar til stuðnings Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni. 0101 – 05 – 271201 kt. 131083-4089 Hann er bara venjulegur launamaður og hefur ekki mikil fjárráð til að mæta árásum þeirra sem vilja takmarka málfrelsi hans, meðal annars með háum fjárkröfum fyrir dómstólum. Þeir sem vilja leggja þessum ötula baráttumanni lið eru beðnir að leggja fé inn á reikninginn. Sendum þeim sem að Hannesi sækja skýr skilaboð um að þeim muni ekki takast að þagga niður í honum með árásum á fjárhagslega afkomu hans. STYÐJUM HANNES Þessi auglýsing er kostuð af vinum Hannesar FRÉTTIR Á FUNDI bæjarstjórnar Hafn- arfjarðar, sem haldinn var 1. apríl, var tekin ákvörðun um að lækka verð á lóðum sem verið var að út- hluta í hverfinu Völlum 7 í Hafn- arfirði. Við úthlutun höfðu 20 vil- yrðishafar ekki skilað sér. Að sögn Lindu Ólafsdóttur, fulltrúa fasteignaskráningar hjá Hafn- arfjarðarbæ, er verð á úthlut- unarlóðum alltaf miðað við vísitölu þess mánaðar sem úthlutun fer fram í. Að þessu sinni var ákveðið að miða við vísitölu marsmánaðar sem var umtalsvert lægri en apríl- vísitalan. Hefðbundnir frestir munu standa en Lilja segir að bænum sé í sjálfsvald sett hvenær farið verður að reka eftir því að greiðslur skili sér. Eindagi lóða- verðs er 6. maí og ef ekki er greitt þá er litið svo á að viðkom- andi hafi ekki áhuga fyrir lóðinni. „En við fellum aldrei neitt niður nema senda bréf til lóðarhafa með andmælarétti,“ segir Lilja. Þá komi aukafrestir, andmælaréttur í 14 daga og þá fari málið fyrir bæjarráð. „Ef hvorki koma and- mæli né er greitt er litið svo á að ekki sé lengur áhugi fyrir lóðinni og þá er hún felld niður.“ Allir fá lóð sem vilja Hefðbundnar einbýlishúsalóðir kosta núna 9.427.130 en verðið í apríl var 9.844.757, sérstakar lóðir voru á 11.813.709 en kosta núna 11.040.000. 122 lóðum var úthlutað en tuttugu aðilar skiluðu sér ekki. Lóðirnar eru 132 í það heila, þ.á m. parhúsalóðir. Tuttugu voru á vara- mannalista fyrir einbýlishúsalóðir og Lilja býst þannig við að allir fái lóð sem vilja. Næsta skref segir Lilja vera að koma gögnum til lóðarhafa í dag, þar á meðal greiðsluseðli. Auk þess fá varamenn bréf og verða boðaðir á fund bráðlega. „Svo bíð- um við eftir því hverjir skila sér, en það eru alltaf einhverjir sem hætta við þegar þeir fá greiðslu- seðilinn. Ég býst við að það verði aðeins fleiri en venjulega,“ segir Lilja. Verktakar geta sótt um raðhús og fjölbýlishús en eingöngu ein- staklingar um parhús og einbýlis- hús. Lilja segir að hún finni fyrir minni eftirspurn eftir íbúðar- húsalóðum, en alltaf sé stöðug eft- irspurn eftir lóðum undir atvinnu- húsnæði. Lóðaverð lækkað á Völlunum Tuttugu manns skiluðu sér ekki við úthlutun Morgunblaðið/RAX Vellir 5 og 6 Nú hefur verið úthlutað lóðum á Völlum 7.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.