Morgunblaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Við gerum hlé á daglegri starfsemi okkar í dag og flytjum í Borgartún 26. Beðist er velvirðingar á því að síma- og nettengingar munu jafnframt að mestu l iggja n iðr i . „ A F S A K I Ð H L É “ B o r g a r t ú n i 2 6 | 1 0 5 R e y k j a v í k | S í m i 5 9 0 2 6 0 0 B r é f a s í m i 5 9 0 2 6 0 6 | l e x @ l e x . i s | w w w . l e x . i s Jónas A. Aðalsteinsson hrl Þórunn Guðmundsdóttir hrl Erla S. Árnadóttir hrl Helgi Jóhannesson hrl Karl Axelsson hrl Ólafur Haraldsson hrl Lilja Jónasdóttir hrl Kristín Edwald hrl Ragnheiður M. Ólafsdóttir hrl Heimir Örn Herbertsson hrl Eiríkur Elís Þorláksson hdl Garðar G. Gíslason hdl Eva Margrét Ævarsdóttir hdl Arnar Þór Stefánsson hdl Dýrleif Kristjánsdóttir hdl Katrín Jónasdóttir framkv.stj HÁSKÓLI Íslands og California Institute of Technology (Caltech) í Pasadena í Kaliforníu hafa und- irritað samning um um aukið sam- starf í kennslu og rannsóknum. Caltech er einn fremsti háskóli í heimi og má geta að meðal starfs- fólk skólans hafa verið 23 nób- elsverðlaunahafar, segir í frétt frá Háskóla Íslands. Fyrsti þáttur í auknu samstarfi er þáttur Háskóla Íslands í SURF (Summer Undergraduate Research Fellowship) hjá Caltech, en SURF gengur út á rannsóknasamstarf milli leiðbeinenda og nemenda í grunnnámi. Sumarið 2008 verða þrír nemendur Háskóla Íslands styrktir til að vinna 10 vikna SURF- verkefni við Caltech og allt að þrír grunnnemendur frá Caltech verða styrktir í tíu vikna verkefni við Há- skóla Íslands. Íslensku nemendurnir sem fara utan í sumar eru Sara Sigur- björnsdóttir, nemi í líffræði, Benja- mín Sveinbjörnsson, nemi í efna- fræði, og Arnar Björn Björnsson, nemi í umhverfis- og byggingar- verkfræði. Nemendur Sara Sigurbjörnsdóttir, Benjamín Sveinbjörnsson og Arnar Björn Björnsson, ásamt Sigurjóni Sighvatssyni, David Rutledge, Kristínu Ingólfsdóttur, Guðmundi Árnasyni og Jóni Atla Benediktssyni. Nemendaskipti við Caltech SÝNINGIN Sumar 2008 verður haldin í Fífunni í Kópavogi helgina 4.-6. apríl nk. sem sýningarfyr- irtækið Sumarhúsið og garðurinn stendur fyrir. Sterk hefð er orðin fyrir sýningu Sumarhússins og garðsins en Sumar 2008 er sjöunda sýningin sem fyrirtækið stendur fyr- ir. Í fyrra sóttu um 20.000 gestir sýninguna. „Sumar 2008 boðar sumarkomuna með fræðslu, kynningu og sölu á vörum og þjónustu sem tengjast at- vinnulífinu, sumarhúsinu, garðinum, heimilinu, afþreyingu og ferðaþjón- ustu. Á sýningunni býðst einstaklingum kjörið tækifæri til að kynna sér vörur tuga fyrirtækja og stofnana. Sýnendur á Sumar 2008 eru innlendir sem erlendir aðilar, stórir og smáir. Má þar m.a. nefna garðyrkjufyrirtæki, útivistarbúðir, byggingarfyrirtæki, fasteignasölur og fjármálafyrirtæki og fyrirtæki í ferðaþjónustu,“ segir í tilkynningu. Skemmtidagskrá sýning- arhelgarinnar verður fjölbreytt. Á laugardegi munu Skoppa og Skrítla skemmta börnunum auk þess sem söngvarar og trúbadorar munu troða upp á sviði. Á sunnudag stígur Magni Ásgeirsson á svið og syngur fyrir gesti. Sýningin hefst á föstudaginn kl. 14. Björgvin G. Sigurðsson við- skiptaráðherra setur sýninguna, Páll Jökull Pétursson býður gesti vel- komna og Gunnar Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs, flytur ávarp. Ragn- heiður Gröndal söngkona flytur nokkur lög og boðið verður upp á veitingar. Sumarsýning í Kópavogi Sýning Fjölmenni mætti í fyrra. BOÐIÐ verður upp á opinn hlát- urjógatíma í Maður lifandi, Borg- artúni 24, nk. laugardag kl. 10.30- 11.30. Leiðbeinendur verða Ásta Valdimarsdóttir og Kristján Helga- son. Boðið er upp á hláturjógatíma fyrsta laugardag hvers mánaðar í vetur í Maður lifandi, aðgangseyrir er 1.000 krónur og eru allir vel- komnir. Hláturjóga er aðferð sem ind- verski læknirinn dr. Madan Kataria hefur þróað og er grunnhugsunin sú að skapa aðstæður þar sem hver sem er getur hlegið í hópi án til- efnis. Hláturjóga er blanda af hlát- uræfingum, öndun og teygjum. Hláturæfingarnar eru auðveldar og skemmtilegar og miða að því að vekja leikgleðina sem er okkur eðl- islæg, segir í tilkynningu. Hláturjóga í boði AÐALFUNDUR Landssambands kúabænda verður settur kl. 10 í dag, föstudag, á Hótel Selfossi. Fundurinn er opinn öllum áhuga- mönnum um nautgriparækt. Fund- urinn verður einnig í beinni útsend- ingu á netinu á heimasíðu sambandsins, www.naut.is. Dagskrá fundarins er einnig að finna á síðunni og hnappurinn fyrir beina útsendingu ofarlega til vinstri á henni. Eins og fyrr segir hefst fund- urinn kl. 10 og stendur til kl. 16 þann daginn. Á laugardaginn, 5. apríl, verður fundarstörfum haldið fram kl. 13 og stendur fundur þá til kl. 17. Fyrir hádegi þann dag eru nefndarstörf. Bændur í beinni STUTT Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is „ÉG ER búinn að vera í símanum síðan klukkan níu í morgun. Ég hefði þurft að vera með þrjár síma- stúlkur! Í mig hefur hringt ókunnugt fólk sem hefur sambæri- lega reynslu og ég, flestir ekki jafn slæma en þó hefur einn hringt sem fékk fimm stjörnu meðferð. Allir hafa sína sögu að segja og þakka mér fyrir greinina,“ segir Anton Bjarnason sem lýsti í Morg- unblaðinu í gær raunum sínum af neyðarþjónustu Trygginga- miðstöðvarinnar (TM) og VISA eftir að hafa slasast alvarlega á skíðum á Ítalíu fyrir páska. Fyrirtækin eru nú að fara yfir málið og segja í yfirlýsingu það vera mikið áhyggjuefni ef þjónusta þeirra valdi vonbrigðum. Í kjölfar rann- sóknar fyrirtækjanna verði brugðist við með viðeigandi hætti. Fær tjónið greitt Anton fékk símtal frá fulltrúa TM í gær og segist ánægður að heyra loks í tryggingafélaginu. Hann hafi fengið þau svör að allir hans reikn- ingar vegna slyssins og fararinnar heim yrðu greiddir að fullu. „Þeir báðu mig innilegrar afsökunar á þessu og sögðust ekkert ætla að reyna að verja þetta,“ segir Anton. Forstjóri VISA, Höskuldur H. Ólafsson, segir að nú verði farið ít- arlega yfir málið. „Við þurfum að kanna málavöxtu og hvað fór úr- skeiðis bæði hér heima og úti í Dan- mörku,“ segir Höskuldur. „Þarna hefur greinilega eitthvað farið veru- lega mikið úrskeiðis og við þurfum að fara í saumana á því. Við viljum að sjálfsögðu að okkar korthafar fái toppþjónustu og njóti fyllsta öryggis og í langflestum tilfellum er það þannig.“ Á batavegi Á meðan Anton spjallaði við blaðamann Morgunblaðsins í gær hringdi heimasíminn hjá honum stanslaust. „Ég er alveg búinn í handleggnum, ég er bara með aðra hendina í lagi núna.“ Anton axlar- og mjaðmagrind- arbrotnaði í slysinu og lá í tvo sólar- hringa sárkvalinn á hótelherbergi áður en samstarfsaðili TM og VISA í Danmörku, SOS VISA, byrjaði að vinna í hans máli. Fyrirtækið sagði svo ekki pláss í flugvél heim fyrir Anton fyrr en eftir páska sem síðar kom í ljós að stóðst ekki. Sam- ferðamenn Antons enduðu á því að flytja hann til München og segist hann þakka fyrir að hafa ekki verið einn á ferðalagi – það hafi þurft fíl- hraust fólk í flutninginn. Anton er nú kominn heim og ligg- ur fyrir með „tærnar upp í loft“ að láta sér batna. Fékk góða þjónustu Bergsteinn Gizurarson, fyrrver- andi brunamálastjóri, hefur allt aðra sögu en Anton að segja. Hann brotn- aði illa á skíðum í Sviss fyrir nokkr- um árum og fékk fyrirtaks þjónustu hjá TM og VISA. Samstarfsaðili fyr- irtækjanna í London sá um hans mál af miklum myndarbrag. Á sjúkra- húsi í Sviss voru settar í fótlegg hans 13 skrúfur og teinn og er Bergsteinn svo gott sem nýr eftir aðgerðina. „Þetta gat ekki verið betri þjón- usta sem ég fékk,“ segir hann. „Núna er ég 71 árs gamall og er aft- ur farinn að skíða niður svörtu brekkurnar.“ Mál Antons verður skoðað ofan í kjölinn Morgunblaðið/Emilía Ítalía Skíðaferð Antons Bjarnasonar endaði með ósköpum er hann slasaðist alvarlega og fékk ekki þá neyðarþjónustu sem hann átti rétt á. Í HNOTSKURN »Anton Bjarnason slasaðist al-varlega á skíðum á Ítalíu þriðjudaginn fyrir páska. »Hann var skoðaður á heilsu-gæslustöð í nágrenninu og á myndum sem teknar voru var ljóst að hann var axlar- og mjaðmagrindarbrotinn. »Anton telur neyðarþjónustuTM og VISA hafa brugðist og ekki síst samstarfsaðila þeirra, SOS VISA í Danmörku, sem hann segir hafa dregið lappirnar á meðan hann lá kvalinn á hóteli. TVÖ umferðaróhöpp urðu á Gull- inbrú í gær en bæði má rekja til lélegs frágangs á farmi flutn- ingabíla. Í því fyrra fauk timbur af palli vörubíls og hafnaði á fólksbíl sem skemmdist nokkuð. Skömmu áður hafði timbur fokið af vörubíl í Ártúnsbrekku en grunur leikur á að um sama vörubíl hafi verið að ræða. Í því tilviki hlutust sömuleiðis af skemmdir en timbrið lenti þar einnig á fólksbíl. Í seinna óhapp- inu á Gullinbrú kom vörubíll aft- ur við sögu en á palli hans var stuðari af bíl. Stuðarinn datt af pallinum og á akbrautina og því þurfti ökumaður bíls sem á eftir kom að draga mjög skyndilega úr hraðanum. Ökumaður bíls þar á eftir náði ekki að bregðast við og árekstur varð ekki umflúinn. Aft- anákeyrslan var hörð og skemmdust báðir bílarnir tals- vert. Timbur fauk af flutningabíl Morgunblaðið/Júlíus Hætta Þessi farmur féll af vörubíl sl. haust vegna lélegs frágangs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.